Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðaglaðir tapa áttum Það er hans hinsta ósk að fá að veifa þotuliðinu bæ, bæ, hr. fjármálaráðherra ... AÐ var vinalegt að koma aftur þó að sálin skilaði sér ekki fyrr en daginn eftir. Næturloftið var svalt og hressandi. Um þessar mundir er hitastig á kvöldin og um nætur ekki öllu meira en fimm stig. Vænir kunningj- ar voru á svæðinu og brunað í lítilli og tiltölulega kyrrlátri umferð til heimilis míns í Heliopolis. Bílstjórar virtust allir með rólegra móti og flautuðu í samræmi við næt- urkyrrð. Því bílstjórar hér eru mjög sér á parti og umferðin þar af leiðandi. Fyrst í haust datt mér stundum í hug þegar ég var úti að rölta og bílar keyrðu hjá og flautuðu hástöfum að þeir væru svona kurteisir og væru að votta mér athygli sína. En maður lifir ekki lengi í þeirri blekkingu. Bílstjórar flauta án þess að nokkur sýnileg ástæða sé fyr- ir flautinu. Að meðaltali á nokkurra sekúndna fresti, hvar sem þeir eru staddir, og það kemur ekkert endilega málinu við hvort manni finnst þeir þurfa að flauta. Þeir bara flauta og flauta út í buskann og bláinn og kemur ekkert umferðinni við. Auðvitað fæ- rast þeir í aukana þá og verði óþarfa töf að þeirra dómi flauta allir eins og þeir eigi líf sitt að leysa eins og gefur að skilja. Það tekur smátíma að venj- ast þessu af því mest af þessu flauti - þrátt fyrir þunga umferð - er algerlega óþarft. Þeir virðast flestir vera í kapp- akstri þó ég hafi varla nokk- urn tíma komið þar að þar sem árekstur hefur orðið. Blöðin virðast ekki tíunda árekstra eða kannski eru þeir sjaldgæf- ir. Auðvitað keyra menn hik- laust utan í næsta bíl ef hann er eitthvað sérstaklega hvim- Dagbók frá Kaíró Flautu- hliómleikar o g arabísk stafsetning Egypskir bílstjórar nota flautuna óspart. Jóhanna Kristjóns- dóttir komst að ástæðunni fyrir flautinu. leiður. En gera þó ekki meira en beygla svolítið eða rispa og slíkt er ekki í neinar frásög- ur færandi. Ég hef þó lent í því ævin- týri að sitja í bíl þar sem bíl- stjórinn notaði alls ekki flaut- una, alveg sama hvað gekk á, hvort sem var svínað fyrir hann eða farið fram úr honum ólöglega eins og allir gera hér. Eg tala nú ekki um þegar hann kom að grænu ljósi og þá keyrði bíll þvert í veg fyrir hann - á rauðu ljósi náttúr- lega. Hann tautaði að vísu eitthvað fyrir munni sér en lét þar við sitja. Ég hugsaði með mér og horfði á hann aðdáunaraugum að þessi maður væri augljós- lega algert stillingarljós sem ýmsir mættu taka sér til fyrir- myndar. Þegar ég sté út úr þessum mikla sómabíl í miðborginni og greiddi honum ríflega fyrir aksturinn og umfram allt prúðmennskuna sagði hann afsakandi: „Þú verður að fyr- irgefa hvað við vorurn Iengi á leiðinni. Maður kemst bara ekkert áfram þegar flautan er biluð." Svo byrjar arabískuballið fljótlega og nú verður lögð áhersla á að við skrifum með arabískum stöfum en fram að þessu höfum við notað okkar stafi. Ég tók að vísu aukatíma í skrift á haustönn- inni svo ég er ekki alveg úti að synda. Á hinn bóginn gæti orðið ansi snúið að venja sig á og ná tökum á því að skrifa þegar stuttir sérhljóðar eru aldrei skrifaðir og sumir eru reynd- ar ekki fyrir hendi, svo sem o eða ó. Þar verður bara að geta í eyðurnar og fyrir byrjanda eins og mig og fleiri gæti það klúðrast óþyrmilega. Tökum til dæmis nafn forsetans hérna, Hosni Mubarak. Það væri þá væntaníega ritað Hsní Mbark þegar það er fært yfir á arabískt letur. Sum orð eru nákvæmlega eins skrifuð þegar þau eru komin yfir á arabísku. Orðin ragúl sem þýðir maður og riggl sem er fótleggur. í báð- um eru ra, gym og lem. Það er eins gott að hafa á hreinu hvað maður vill sagt hafa. Þetta gætu orðið dáindis heila- fimleikar á næstunni. Bjartara yfir atvinnumálum á Akureyri Meira aðdráttarafl með fjölbreyttara atvinnulífi Guðmundur Stefánsson UM 500 manns eru á atvinnuleysis- skrá á Akureyri á Akureyri um þessar mundir, þar af eru um 90 manns í hlutastarfi. Atvinnuástandið þykir þó mun betra nú en var fyrir þremur til fjórum árum og er gert ráð fyr- ir að um næstu mánaða- mót verði eitthvað færra fólk á atvinnuleysisskrá. Mun bjartara þykir yfir atvinnumálum á Akur- eyri um þessar mundir en í langan tíma og til marks um það má meðal annars nefna að nánast ekkert atvinnuleysi er meðal bygginga- og málmiðnaðarmanna en árvisst atvinnuleysi hef- ur verið þeirra á meðal á þessum árstíma undanfarin ár. Er atvirmulífið á Akureyri að rétta úr kútnum? „Ég hef það sterklega á tilfinn- ingunni að það hafi verið að ræt- ast úr atvinnulífinu á síðustu miss- erum og það sé betra nú en var til að mynda fyrir einu til tvimur árum. Maður heyrir á atvinnurek- endum að mun meira er um að vera núna en var. Vissulega eru um 500 manns á atvinnuleysisskrá en þeir hafa verið talsvert fleiri á sama tíma á undanförnum árum. Atvinnuleysi hefur sveiflast eftir árstímum, iðulega verið mest um áramót, en það fór niður í um 300 manns á liðnu hausti og það er það lægsta sem við hér fyrir riorð- an höfum séð í mörg ár. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að bæta atvinnuleysisskráninguna, það er ekki allt sem sýnist því á skrá er talsvert af fólki með skerta atvinnugetu, fólk sem gengur ekki inn í hvaða störf sem er og eins er í hópnum fólk sem vinnur hluta- störf. Þannig að atvinnuleysi er kannski ekki eins mikið og það virðist við fyrstu sýn.“ / hvaða gréinum er atvinnuleys- ið mest? „Það er enn mikið atvinnuleysi, einkum hjá hjá verkafólki og versl- unarfólki og á meðan þannig hátt- ar til er ástandið ekki nógu gott. Hins vegar er jákvætt að nánast ekkert atvinnuleysi er meðal málmiðnaðarmanna og bygginga- manna. Það er greinilega mun meira um að vera á þeim vett- vangi en á síðustu árum.“ A hvern hátt hafa bæjáryfirvöld beitt sér til að efla atvinnulífið á Akureyri? „Á vegum atvinnumálanefndar og bæjaryfirvalda hefur ýmislegt verið gert til að vinna bug á at- vinnuleysinu á síðustu misserum. Það hefur heilmikið gerst og þá er kannski fyrst að nefna störf sem hér hafa skapast í kjölfar þess að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hóf hér starf- semi á síðasta ári, en á vegum SH er fyrirhug- að að stofna til 80 starfa í bænum og þeim fylgja ýmis önnur um- svif. Þá hefur atvinnumálanefnd átt þátt í að skapa töluvert af störfum, sennilegast á milli 30-40 störf í allt. Ég get líka nefnt að Akureyrar- bær keypti á síðasta ári flotkví sem gjörbreytt hefur allri aðstöðu Slippstöðvarinnar-Odda, þar hefur verið mjög mikið að gera allt síð- asta ár. Þá tók bærinn þátt í að endurreisa ullariðnaðarfyrirtækið Foldu þar sem vinnur töluverður fjöldi fólks.“ „Ýmis fyrirtæki hafa verið að ► Guðmundur Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1952. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð árið 1972 og hóf þá nám í landbúnaðar- hagfræði við Landbúnaðarhá- skólann í Ási í Noregi en þaðan útskrifaðist hann árið 1979. Hann starfaði sem hagfræðing- ur hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins og Stéttarsambandi bænda árin 1979-1986. Hann var framkvæmdastjóri fóður- verksmiðjunnar ístess á Akur- eyri 1986-1991 og síðan fóður- verksmiðjunnar Laxár frá 1991. Guðmundur var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Framsókn- arflokkinn í bæjarstjórn Akur- eyrar árið 1994. Hann hefur setið í atvinnumálanefnd Akur- eyrar síðustu 6 ár, þar af for- maður í tæp tvö ár. Þá var hann varaþingmaður fyrir Fram- sóknarfiokkinn á Norðurlandi eystraárin 1992-1995. Eigin- kona hans er Hafdís Jónsdóttir. Þau eiga tvo syni, Þórarin Ægi, 21 árs og Stefán Hrannar, 15 ára. færa út kvíarnar án þess að bær- inn hafi þar komið nærri, þar má til dæmis nefna Samherja og Út- gerðarfélag Akureyringa sem bæði taka nú þátt í rekstri út- gerða í útlöndum og hafa eflst mjög á síðari árum. Það má líka nefna að bara í kringum fram- leiðslu á ávaxtadrykknum Frissa fríska hjá mjólkursamlagi KEA hafa skapast í kringum 10 störf. Aðgerðir bæjaryfirvalda, fram- takssamir einstaklingar og flutn- ingur stofnana til bæjarins hafa orðið til þess að atvinnulíf í bæn- um er fjölbreyttara en var og höfð- ar til stærri hópa en áður.“ Eru Akureyringar bjartsýnni í upphafi nýs árs en áður að þínu mati? „Auk atvinnuleysins hefur verið hér deyfð um nokkuð langt skeið og menn verið fremur svartsýnir. Nú fmnst mér finnst hlutimir vera að snúast við. Það dregur úr at- vinnuleysinu og mun meiri bjart- sýni er ríkjandi. Það er allt annað hijóð í bæjarbúum og afstaða ann- arra íbúa landsins til okkar er allt önnur en var. Það hefur margt jákvætt gerst í ferðamálum. Það er unnið að því að skipuleggja ný tjaldsvæði í bænum og þá má nefna að uppbygginging sundlaugarinn- ar laðar að fjölda fólks. Ég get líka nefnt að góð frammistaða íþrótta- manna frá Akureyri á síðustu miss- erum á sinn þátt í að skapa jákvæð- ari ímynd af bænum." Mun mefri bjartsýni er ríkjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.