Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HEYR þú himnafaðir, syngur Hamrahlíðarkórinn í kvikmyndinni. Fremst situr Eggert V. Briem, fyrsti
íslenski atvinnuflugmaðurinn.
sjónvarpsmynd um hugvitsmanninn
Hjört verður líka endursýnd í sjón-
varpinu síðdegis í dag. í verksmiðj-
unni, þar sem voru m.a. smíðaðir
transformatorar. Vann hann í eitt
ár og settist svo í verkmennta-
háskóla. En aftur greip stríðið inn
í, því vorið 1917 fóru Bandaríkja-
menn í stríðið og að beiðni móður
Eggerts var hann kallaður heim í
annað sinn.
En á íslandi var líka mannfellir.
Spænska veikin geisaði og kom
Eggert sár út úr henni og óvinnu-
fær. Þá tók hann það til bragðs að
ferðast um landið, þar til hann 1920
staðnæmdist á Fagradal í Norður-
Múlasýslu. Þar átti kaupfélagið
vörubíl, en hafði hvorki viðgerðar-
mann né bílstjóra, og Eggert tók
að sér að halda bflnum í gangi og
annast vöruflutninga með sínum
hraða. Eftir tvö ár í þeirri vinnu
hvarf hann svo sporlaust.
Fyrsti atvinnuflugmaður
íslands
Þá hafði Eggert fengið áhuga á
flugi, þóttist fyrir austan sjá brýna
þörf á innalandsflugi og þá sérstak-
lega sjúkraflugi. 1927 fór hann að
ráði dr. Alexanders Jóhannessonar
utan til Königsbergs í Þýskalandi
að læra að fljúga. Skólinn var lagð-
ur niður og hann lauk einkaflug-
mannsprófi annars staðar, en hugð-
ist svo halda til Bandaríkjanna til
framhaldsnáms. Leist ekki á þjóðfé-
lagsástandið í Þýskalandi og vildi
ekki vera háður Þjóðveijum. Við
að neita að nema áfram í Þýska-
landi missti hann flugnámsstyrkinn
sem þessum eina íslenska flugnema
var ætlaður af fjárlögum á Islandi.
Hann tók því fyrir tilhlutan Vil-
í MYNDINNI er viðtal við Eggert, sem breytist í leikin atriði. Hér
má sjá mynd af Eggert V. Briem ungum og Sæmundi Norðfjörð,
sem leikur hann ungan.
hjálms Stefánssonar flugvirkjanám
samhliða flugnáminu í Forty Fort
í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.
Tók flugvirkjaprófið 1929 og at-
vinnuflugmannsprófið árið eftir og
starfaði síðan sem flugkennari um
hríð.
Þá kom kreppan og það var það
besta sem fýrir mig gat komið, sagði
Eggert eitt sinn í viðtali við greinar-
höfund. Þegar hann sá furðusvipinn
á andliti blaðamannsins, bætti hann
við til skýringar: Já, þá varð ég
atvinnulaus! Við það varð blaðamað-
urinn enn langleitari og Eggert
bætti við: Já, þá hafði ég nógan tíma
til að grúska á söfnum!
Eftir það stundaði Eggert ekki
flug, en fór að vinna við alls kyns
vélar. Vann m.a. við vélaverksmiðju
sem seinna framleiddi hergögn, og
síðar í saumaverksmiðju sem bjó
til sérhæfðar vélar. Og þá var stutt
í uppfínningamanninn. Ef eitthvert
vandamál kom upp sem ekki varð
ráðið við þá kom Eggert til skjal-
anna og fann lausnina og bjó til
sérhæfðar vélar.
Hann bjó þá í Pennsylvaníu.
Hafði 1945 kvænst amerískum tón-
listarkennara og gagnrýnanda,
Catrínu Hall. Og eftir lát hennar
1958 bjó hann áfram í húsinu
þeirra, meðan í hans hlut féll umsjá
aldraðra ættingja hennar. En árið
eftir lát hennar kom hann heim til
að hitta fjölskyldu sína, sem varð
afdrifaríkt, eins og hann segir frá
í rammaviðtali hér á síðunni. Hann
kom í næstu 10 ár heim í tvo mán-
IWMBMHHB
Vista skrifstofuhúsgögn sarnræina ströngunrKröfu«m
jgæði, gla^jle^t^tft og notagii^U|ipröðunarmo^ulfitt^rnir
eru fjölmargir og bjóða uppá góða starfsaðstöðu. Innanhús-
arkitekt okkar veitir faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu.
>
EGGERT V. Briem tók flugvirkjapróf 1929 og atvinnuflugmanns-
próf 1930. Eftir það var hann um skeið flugkennari i Bandaríkjunum.
ÚR heimildarmyndinni um Uppfinningamanninn. Sæmundur Norð-
fjörð leikur hann í verksmiðjunni í Bandaríkjunum.
uði á ári til að fylgjast með því sem
þar var að gerast og leggja lið. Fór
að gefa þau tæki sem hann sá að
sárast vantaði í þau rannsóknaverk-
efni sem hann hafði áhuga á. Al-
kominn flutti hann heim um 1970
og hélt áfram að koma daglega í
Raunvísindastofnun, grúska og
ræða við unga vísindamenn þar.
Naut þess og sagði það forréttindi
að í litlum háskóla í litlu landi væri
hægt að fá að ræða við hvem sem
er, háskólakennarar ekki afmörkuð
stétt sem hleypti engum að sér eins
og vestra.
Eggert settist að í fjölskylduhús-
inu í Suðurgötu 16, þar sem foreldr-
ar hans, Steinunn og Vilhjálmur,
höfðu búið og síðan systur hans og
fjölskyldur. Lengst af bjó hann einn
á efstu hæðinni og vildi hugsa um
sig sjálfur, lifði mest á hafragraut.
En þar kom að hann skipti við nafna
sinn og frænda og flutti niður til
Kristínar Bjarnadóttur, systurdótt-
ur sinnar og fjölskyldu hennar, þar
til fyrir tveimur árum að hann þurfti
meiri hjúkrun, sem hann fær í Há-
túni 10.
Rannsóknastyrkir upp
á 20 milljónir
Heimkominn lagðist Eggert f
eðlisfræði, jarðeðlisfræði, jökla-
fræði og lofthjúpsfræði og enn er
hann að velta fyrir sér jarðfræði
íslands. Fyrst sendi hann Þorbirni
Sigurgerssyni bílinn sinn og síðar
gaf hann Raunvísindastofnun tor-
færubíl til fjallaferða. í kjölfarið
fylgdu styrkir til ýmissa tækja-
kaupa.
„Meðal verkefna sem Eggert
hefur átt hlut að var smíði íssjár
til að kortleggja landslag undir jökl-
um. Hún hefur veitt merkilegar
niðurstöður um óþekkta dali, fírði
og eldfjöll undir Vatnajökli, Hofs-
jökli og Mýrdalsjökli. Hann styrkti
fyrstu tilraunir Háskólans með ör-
tölvur og forritun þeirra. Sú reynsla
varð undirstaða í þróun rafeinda-
voga, sem síðan byltu hér starfs-
háttum í fiskvinnslu og lögðu grunn
að fyrirtækinu Marel hf., sem er
einn fremsti brautryðjandi í há-
tækniiðnaði, segir Sveinbjörn
Björnsson jarðeðlisfræðingur og
rektor HÍ. Og ennfremur:
Þessi verkefni styrkti Eggert
vegna áhuga sem hann hafði sjálfur
á efninu og hann naut þess að taka
þátt í brautryðjendastarfi. Styrkir
hans voru sérlega mikilvægir þar
sem hér var oftast um tvísýn við-
fangsefni að ræða, sem fáir vildu
styðja fyrr en meira var vitað og
árangur tryggur. Styrkir hans
brutu ísinn og ruddu þessum verk-
efnum greiða braut. Eggert hefur
notið þess að sjá árangur af stuðn-
ingi sínum. En hann hefur jafn-
framt sjálfur verið ríkur af hug-
myndum og notið þess að kynna
þær fyrir yngri mönnum, sem hann
hefur hvatt til dáða.“
Styrkir þeir sem Eggert V. Briem
hefur undanfarin 40 ár lagt til rann-
sókna við Háskóla íslands, sérstak-
lega Raunvísindastofnunar, með
tækjagjöfum og styrkjum til ný-
sköpunar nema nú um 20 milljónum
króna.
Eggertssjóður stofnaður
Ekki ætlar Eggert að gera það
endasleppt þótt orðinn sé 100 ára,
heldur tryggja áframhaldandi
stuðning og styrkveitingar til rann-
sókna. I haust gaf Eggert V. Briem
Háskólanum verðbréf að verðmæti
liðlega 20 milljónir króna og auk
þess ánafnaði hann Háskólanum
álíka verðmæti í erfðaskrá sinni.
Gjafir Eggert verða því í heild um
60 milljónir króna. Verður þessi
viðbót stofnfé í Eggertssjóði, en
honum er ætlað að styrkja rann-
sóknir á sviði jarðfræði og líffræði.
í reglugerð segir að stjórn sjóðsins
skuli skipuð þremur mönnum. Skal
rektor Háskóla íslands tilnefna einn
þeirra, en háskólaráð skal kjósa tvo
án tilnefningar. Skal stjórn sjóðsins
úthluta styrkjum úr sjóðnum og
styrkveitingar kynntar opinberlega
með fréttatilkynningu. Eggerts-
sjóður er því bundinn við rannsókn-
ir á sviði, sem hafa verið einlægt
áhugamál Eggerts V. Briem.