Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reuter ísraelar búnir gasgrímum fagna lyktum Persaflóastríðsins í febr- úar 1991. Mikill viðbúnaður var í landinu vegna hugsanlegra efnavopnaárása íraka og almenningur skelfingu lostinn. VÍGVJEfllNG HINNA VANÞRÓUDU Þótt kalda stríðinu sé lokið er ógnin við ör- yggi Vesturlanda ekki úr sögunni. Mörg þróunarríki munu á næstu árum koma sér upp langdrægum eldflaugum sem breyta munu vígstöðunni í herfræðilegu og pólitísku tilliti. Asgeir Sverrisson segir frá þessari þróun, rifjar upp afvopnun í austri og vestri o g drauminn um vamarkerfi í geimnum. VÍGREIFIR UTLAGAR SADDAM Hussein Iraks- forseti vann að þróun kjarnorkuvopna áður _en Persaflóastríðið skall á. MUHAMMAR Gaddafi Líbýuleiðtogi ræður yfir sovéskum Scud-eldflaug- um og þar í landi hefur verið unnið að þróun efna- vopna. KIM JONG-IL, leiðtogi Norður-Kóreu, er líkt og faðir hans heitinn, Kim il- Sung, mikill áhugamaður um eldflaugasmíðar. VERULEGAR líkur eru á að herstjórar og öfgamenn í þróunarríkjum geti ógnað Vesturlöndum með lang- drægum eldflaugum innan tíu ára. Varnarviðbúnaður á Vesturlöndum miðast nú í auknum mæli við hugsanlega árás af hálfu óvinveitts þriðja heims ríkis og má ætla að þrótmin verði áfram í þá áttina. Þótt horfið hafi verið frá ýmsum grunnþáttum fælingarstefnu kalda stríðsins neyðast herforingjar og vamarmálasérfræðingar til að beina sjónum sínum að nýjum og áður óþekktum möguleikajskyndi- árás af hálfu örvæntingarfulls her- stjóra í bláfátæku og einangruðu þróunarríki. Á tímum kalda stríðsins þegar ógnunin kom úr austri var í raun fremur einfalt að bregðast við hugs- anlegum hótunum andstæðingsins. Kjarnorkuveldi á Vesturlöndum (Bandaríkjamenn og Bretar hið minnsta, vísast hafa Frakkar fundið sér önnur skotmörk) beindu eldflaug- um sínum að skotmörkum í Sovét- ríkjunum sem aftur beindu sínum gjöreyðingartólum að borgum og hemaðarlega mikilvægum stöðum í vestri. Krafan var sú að ráða yfir jafnmörgum eða jafnöflugum kjama- oddum og andstæðingurinn. Stöðug- leiki var tryggður í krafti hótunarinn- ar um gagnkvæma gjöreyðingu (á ensku „Mutual Assured Destructi- on“, gjaman skammstafað ,,MAD“) sem var eitt lykilhugtak herfræða þessa tíma og ágætlega gagnsætt. Afvopnun og SDI Verulega tók að hrikta í þessu hugmyndakerfi á seinna kjörtímabili Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta (1984-1988) og eftir að Míkhaíl S. Gorbatsjov hófst til valda í Sovétríkj- unum í mars 1985. Á fundi sínum í Genf haustið 1985 og í Reykjavík ári síðar ræddu þeir Reagan og Gorbatsjov ýmsar hug- myndir um afvopnun, sem í raun fólu í sér sögulegt fráhvarf frá heim- speki kalda stríðsins. Þessar hug- myndir urðu margar að tillögum sem risaveldin féllust á og gerðu samn- inga um á næstu árum. Nægir þar að nefna samninginn um upprætingu meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu, INF, sem undirritaður var í Washington 1987 og samninga um mikla fækkun langdrægra gereyð- ingarvopna, START. Nú hafa Rúss- land og Bandaríkin lýst yfir því að eldflaugum sem bera gereyðingar- vopn sé ekki lengur beint að her- fræðilega mikilvægum skotmörkum heldur sé þeim miðað á haf út. Gjörbreytt samskipti austurs og vesturs sköpuðu forsendur fyrir af- vopnun og fráhvarfi frá gjöreyðing- arógnun kalda stríðsins. Mikilvægur liður í því ferli öllu var á hinn bóginn áætlun sú sem Reagan forseti kynnti fyrst í ræðu 1983 um varnarkerfi gegn kjamorkueldflaugum í geimn- um, (SDI). Þessi áætlun, sem á stundum var kennd við „stjörnu- stríð“, vakti mikinn ugg í Sovétríkj- unum og jók mjög á vilja manna þar eystra til að ná samningum við Bandaríkin um afvopnun. Gorbatsjov reyndi hvað hann gat til að fá Reag- an til að hverfa frá þessum áformum, sem margir telja enn í dag að geti aldrei orðið að veruleika, en forseti Bandaríkjanna neitaði að gefa eftir; taldi áætlun sína geta stuðlað að því að kjámorkuvopn yrðu ekki lengur sami ógnvaldurinn og þar með nán- ast óþörf. Sovétmenn töldu hins veg- ar að Bandaríkjamenn hygðust með þessu tryggja sér getu til að gera kjamorkuárás að fyrra bragði og geta síðan varist gagnárás andstæð- ingsins; að stefnan væri m.ö.o. sú að hverfa frá hugmyndinni um gagn- kvæma gjöreyðingu. Afturhvarf Þessi deila varð til þess að Reykja- víkurfundurinn skilaði engum áþreif- anlegum árangri og „mistókst" í huga margra, ekki síst fjölmiðla- manna í austri sem vestri. Því hefur það verið svo að á alþjóðavettvangi hefur umfjöllun um Reykjavíkur- fundinn, ranglega, yfirleitt verið heldur neikvæð. Reykjavíkurfundur- inn var án nokkurs vafa „dramatísk- ur“ hápunktur þessa ferlis sem lykt- aði með stórbrotnum afvopnunar- samningum og endalokum kalda stríðsins þótt fáar, ef nokkrar, nýjar hugmyndir kæmu fram í viðræðum leiðtoganna. Nú tíu ámm eftir Reykjavíkur- fundinn, sem áform era uppi um að minnast sérstaklega á haustmánuð- um í nafni landkynningar og heims- friðar, er ljóst að þróunin í vestræn- um vamarviðbúnaði verður í vaxandi mæli sú að tryggja getu til að verj- ast eldflaugaárásum. Ekki verður um sömu stórbrotnu tækni að ræða og Reagan dreymdi um að koma mætti fyrir úti í himingeimnum er hann deildi við Gorbatsjov í Höfða. Grand- vallarhugmyndin verður á hinn bóg- inn sú sama og mun byggja á áform- um, sem fram komu eftir að Ronald Reagan hafði yfirgefið Hvíta húsið, um hönnun vamarkerfis á landi, legi og í lofti gegn aðvífandi eldflaugum. Að þessu leyti mun SDI ganga í endurnýjun lífdaga á næstu árum og áratugum. Ógnin mun hins vegar koma úr annarri átt en Reagan for- seti taldi þegar hann áleit þetta óska- barn sitt endanlega geta tryggt frið- inn, frelsið og framtakið. Frumkvæði Breta Fyrir skemmstu fór breski kafbát- urinn Victorious í sína fyrstu raun- veralegu eftirlitsferð. Um borð var að finna nýja gerð af Trident-eld- flaugakerfínu, sem trúlega mun reynast ávísun á það sem koma skal. Eldflaugin, sem sögð var „sub-stra- tegísk", sem væntanlega þýðir að hún dregur innan við 5.000 kíló- metra, hafði aðeins að geyma einn kjarnaodd en hönnun hennar miðar öll að því að geta „fælt“ eitthvert ótiltekið þróunarríki frá því að gera eldflaugaárás án þess þó að hóta algjörum endalokum og gjöreyðingu. I umræðum um öryggis- og vam- armál ber nú sífellt meira á vanga- veltum um þá ógn sem hugsanlega getur stafað af óútreiknanlegum herstjóram í vanþróuðum löndum þar sem pólitískur óstöðugleiki er ríkj- andi. Alkunna er að einræðisherrar t.a.m. í Norður-Kóreu, írak og Líbýu hafa löngum stefnt að því að koma sér upp eidflaugaherafla sem búa mætti ýmist kjamorku- eiturefna- eða sýklahleðslum auk hefðbundinna sprengjuefna. Gegn öllum þessum ríkjum og leiðtogum þeirra, - Kim il-Sung í Norður-Kóreu, Saddam Hussein í írak og Muhammar Gadd- afiíLíbýu - ,hefur alþjóðasamfélag- ið beitt efnahagslegum refsiaðgerð- um og pólitískri einangran. Breskir sérfræðingar hafa nú vak- ið máls á þeirri hugsanlegu ógnun sem Vesturlöndum stafar af vígvæð- ingu þriðja heims ríkja. Þeir fullyrða að innan tíu ára muni ríki á borð við Líbýu og íran ráða yfir eldflaugum sem verði þess megnugar að bera hefðbundna sprengjuhleðslu alla leið til Lundúna. Þessir menn telja og að allt að sex þriðja heims ríki verði hugsanlega búin að koma sér upp kjarnorkuvopnum á innan við helm- ingi þess tíma. Dr. Robin Ranger, eldflaugasérfræðingur, sem starfar við varnar- og öryggismálarannsókn- ir við háskólann í Lancaster, segir í viðtali við dagblaðið The Daily Tel- egraph að ríki og hópar sem andvíg- ir séu Vesturlöndum hafi valið sér langdrægar eldflaugar sem vopn ógnunarinnar. „Við verðum að grípa til gagnaðgerða. Ef ekkert er til stað- ar til að stöðva þessar eldflaugar munu þær koma,“ segir hann. Það er til marks um auknar áhyggjur af hugsanlegum árásum harðstjóra og öfgamanna í þriðja heiminum að í Bretlandi hefur nú í fyrsta skipti verið hrundið af stað rannsókn til að leggja mat á þessa ógn og hvernig við henni skuli bregð- ast. Um 500 milljónum króna verður varið í þessu skyni og munu bæði herfræðingar og vopnaframleiðendur koma að henni. Fastlega er búist við að þessu starfi verði einkum beint að möguleikanum á hönnun varnar- kefis gegn langdrægum eldflaugum. Nýjar eldflaugar Nú um stundir er það svo að ekk- ert þróunarríki óvinveitt Vesturlönd- um ræður yfir nógu langdrægum eldflaugum. Þá eru fyrrum sovétlýð- veldi, Indland og Kína undanskilin. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þróunarstarfi því sem unn- ið hefur verið að í Norður-Kóreu, írak og Líbýu á undanförnum áram. í Norður-Kóreu hefur löngum verið unnið að því að auka drægi fram- stæðra sovéskra eldflauga af Scud- gerð sem írakar beittu í Persaflóa- stríðinu gegn Saudi-Arabíu og ísrael fyrir réttum fimm árum. Nú vinna Norður-Kóreubúar að hönnun tveggja nýrra eldfiauga sem bera nafnið Taepo-Dong I og II. Þessi eidflaug mun geta hæft skotmörk í Suður-Englandi verði henni skotið frá Líbyu og á Norður-Ítalíu ákveði klerkastjómin í íran að gera fyrir- varalausa árás. Eldflaugar þessar eiga að geta hæft skotmörk í 2.000 til 3.200 kílómetra fjarlægð og að sögn sérfræðinga sem starfa hjá Jane’s-útgáfufyrirtækinu, sem sér- hæfir sig í vígbúnaði, er hugsanlegt að þær verði tilbúnar til notkunar eftir sex ár, árið 2002. Ekki er vitað hvort Taepo-Dong mun geta borið kjarna- eða eiturhleðslu en a.m.k. tvö ríki - Norður-Kórea og íran - vinna að þróun kjarnorkuvopna og sex þróunarríki til viðbótar eru talin ráða yfir efnavopnum. Ekki eru allir á eitt sáttir um eðli og inntak þessarar ógnunar. Bent hefur verið á að eldflaugar þær sem hugsanlega verði komið upp í þriðja heims ríkjum og beint gegn Vestur- löndum verði í senn framstæðar og ónákvæmar. Er þá m.a. vísað til Scud-eldflauga þeirra sem írakar skutu á ísrael og þóttu ekki merkileg vopn. Pólitísk vopn Slíkar eldflaugar eru að sönnu ekki líklegar til að valda miklum skaða en þær geta verið öflugt póli- tískt vopn líkt og í Persaflóastríðinu en markmið iraka með eldflaugaá- rásunum var ekki síst að neyða Isra- ela til að blanda sér í átökin og þar með ijúfa samstöðu bandamanna. Slíkar áætlanir um útbreiðslu átaka hafa löngum verið uppi. Þannig var á sínum tíma ráðgert, að undirlagi stjómvalda á Kúbu, að koma á alls- heijarstríði í Mið-Ameríku ógnuðu Bandaríkjamenn sandinistastjóminni í Nicaragua. Ýmsir munu spyija hvort réttlæt- anlegt sé að eyða miklum fjármunum til að verjast slíkum þriðja heims vopnum á tímum mikils niðurskurðar í vamarmálum. Þá eru nú, líkt og þegar Reagan forseti kynnti geim- varnaráætlun sína, uppi efasemdir um að unnt sé að koma upp slíku kerfi. í þessu efni sem öðrum kann menn einkum að greina á um áhersl- ur. Ljóst er að ný ógnun gagnvart öryggi Vesturlanda verður óvefengj- anleg staðreynd á næstu árum. Víg- staðan verður og önnur og flóknári í pólitísku tilliti. Ætla má að almenn- ur vilji verði til þess að kanna hvern- ig bregðast beri við þessari þróun og að áhersla á hönnun varnarkerfa verði aukin á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.