Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 52
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
I\)STHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Stærsti gufuíshellir
í heimi í Kverkfjöllum
*STÆRSTI íshellir í heimi gerður
af gufum er í Kverkfjöllum við
Stóru Fönn skammt frá Sigurðar-
skála. Þetta segir einn kunnasti
sérfræðingur heims á þessu sviði
en hann var hér á landi fyrir
tveimur árum í leiðangri frönsku
sjónvarpsstöðvarinnar TVl inn í
hellinn.
Með í för var einnig Arngrímur
Hermannsson ferðafrömuður og
eigandi ferðaskrifstofunnar Add-
ís. Gerðir voru tveir sjónvarps-
þættir um hellinn í Kverkfjöllum
og voru þeir sýndir í TVl í Frakk-
landi í október 1994. Hægt er að
fara inn í hellinn á tveimur stöð-
um, þ.e. ofan af jöklinum og einn-
ig við sporð hans.
500-600 m djúpur
Ishellafræðingurinn sagði að
til væru stærri íshellar í heimin-
um en þeir væru allir myndaðir
af vatnsrásum. Ishellirinn í
Kverkfjöllum er sá stærsti sem
er myndaður af gufum. Slíkir
hellar eru lóðréttir en vatnsrása-
hellar eru láréttir. íshellirinn í
Kverkfjöllum er 500-600 metra
djúpur og nær alveg niður á botn
jökulsins. íshellar taka stöðugum
breytingum en þvermál hans er
a.m.k. 30-40 metrar. Ofan á jökl-
inum fundust nokkur op niður í
hellinn.
„Ég efast um að íslendingar
viti að stærsti gufuíshellir í heimi
er á Islandi. Það er ekki nokkur
maður sem fer þangað enda er
staðurinn mjög afskekktur," sagði
Arngrímur. „Það er súrefnisskort-
ur þegar komið er niður á botn
hellisins og frönsku sjónvarps-
mennirnir tóku með sér súrefni.
Þeir fylgdu eftir ánni sem þarna
rennur undir jöklinum. Áin er
heit og við böðuðum okkur í henni
þar sem hún kemur undan jöklin-
um. Þar er hún um 37 gráða heit,“
sagði Arngrímur.
Meðalaldur unglinga sem byrja neyslu
áfengis er fjórtán ár
Skólafélagar
selja landann
MEÐALALDUR unglinga, sem byija að neyta áfengis, er 14 ár.
Samkvæmt könnunum má ætla að rúmlega 20% nemenda í átt-
unda bekk grunnskólans, eða 13 ára, séu farin að nota vímuefni,
fyrst og fremst áfengi. Hjá 14 og 15 ára unglingum hækkar hlut-
fall þeirra sem nota einhver vímuefni talsvert og er komið í um
50%. Það fer svo í 70-90% hjá því unga fólki sem er að fara inn
í framhaldsskólana. Unglingar eiga auðvelt með að nálgast áfeng-
ið og yfirleitt sér a.m.k. einn unglingur í hverjum grunnskóla um
að vera milligöngumaður vegna landakaupa skólafélaganna.
Morgunblaðið/Þorvarður Hjalti Magnússon
ÍSHELLIR í Eyjabakkajökli austur af Kverkfjöllum. Hellirinn er myndaður af vatnsrásum og er nokkur hundruð metrar að lengd
og rennur á eftir honum endilöngum. Miklar hvelfingar eru í hellinum og eru þær víða 10-15 metrar á hæð.
í viðtali í Morgunblaðinu í dag
við 17 ára stúlku, sem byijaði
vímuefnaneyslu 13 ára, segir hún
að sölumenn landans séu út um
allt og milligöngumenn í skólunum
fái sinn landa ókeypis fyrir greið-
ann.
Sömu sögu segja fjórar mæður
ungra vímuefnaneytenda. „Land-
anum er ekið heim og krakkar
niður í 12 ára aldur eiga ekki í
neinum vandræðum með að nálg-
ast hann. Landasalarnir fá auðvit-
að enga dóma, bara minniháttar
sektir. Það á að henda þeim í fang-
elsi,“ segja mæðurnar.
Ókeypis
sýnishorn
I viðtalinu kemur einnig fram
að landabruggararnir eru ekki ein-
ir um að halda vöru sinni að ungl-
ingunum. „Dóttir mín fékk gefins
fíkniefni, til að kynna fyrir öðrum
krökkum. Svona ná dópsalarnir
sér í nýja kúnna, með ókeypis
sýnishornum.“
Vímuefnaneysla íslenskra ungl-
inga virðist aukast jafnt og þétt,
enda virðist framboð á efnunum
vera mikið, hvort sem þar er um
að ræða áfengi, hass, E-töflur
(ecstacy, ,,alsæla“), eða annað.
■ Unglingar og vímuefni/10
Gefur 60
milljónir til
rannsókna
STOFNAÐUR hefur verið sjóð-
ur til rannsókna á sviði jarð-
fræði og líffræði, Eggertssjóð-
ur. Hugvitsmaðurinn Eggert
V. Briem gaf á sl. hausti Há-
skóla íslands verðbréf að verð-
mæti liðlega 20 milljónir króna,
auk þess sem hann ánafnaði
háskólanum í erfðaskrá sinni
álíka upphæð, öðrum 20 millj-
ónum króna. Verður gjöfín
stofnfé í Eggertssjóði, sem ætl-
að er að styrkja rannsóknir á
fyrmefndum sviðum.
Auk þessarar gjafar hefur
Eggert áður styrkt rannsóknir
við HÍ, einkum Raunvísinda-
stofnun með tækjagjöfum og
styrkjum til nýsköpunar, og
munu þeir styrkir samtals nema
um 20 milljónum. Nema gjafir
Eggerts því 60 milljónum króna
til íslenskra rannsókna.
Eggert V. Briem varð 100
ára 18. ágúst sl. í kvöld verður
frumsýnd heimildarmynd um
hann í sjónvarpinu og grein um
hann er í blaðinu í dag.
■ Vel vakandi/18
32 sveitarfélög greiða húsaleigubætur á þessu ári
Um þrjú þúsund manns
fengn bætur á síðasta ári
ÞRJÁTÍU 'og tvö sveitarfélög hafa ákveðið að
greiða húsaleigubætur á þessu ári en í fyrra voru
þau 28 talsins og bárust umsóknir til 23 þeirra.
Nærri lætur að um 3.000 einstaklingar og fjöl-
skyldur hafi fengið húsaleigubætur í fyrra, sem
var fyrsta árið sem þær voru veittar. Flestir bóta-
þegar eru í Reykjavík og í janúar fá 1.940 greidd-
ar bætur þar. Meðaltal af greiddum bótum er
10.241 króna í Reykjavík.
í ár er gert ráð fyrir að 275 milljónir renni til
þessa málaflokks' hjá Reykjavíkurborg en í fyrra
var fjárveitingin 179 milljónir króna. Þetta er um
53% hækkun á milli ára.
Flestir einstaklingar
Elín Sigrún Jónsdóttir hjá félagsmálaráðuneyti
segir að samkvæmt upplýsingum frá því í ágúst
í fyrra sé langstærsti hluti bótaþega einstaklingar
eða um 46%, einstæðir foreldrar eru 23% bóta-
þega og 30% bótaþega eru í sambúð eða hjóna-
bandi. Kynjaskipting einstaklinga er þannig að
47% eru karlar og 53% konur en í hópi einstæðra
foreldra eru 97% konur og 3% karlar.
Hún segir það vekja sérstaka athygli að öryrkj-
ar meðal umsækjanda séu aðeins 312 talsins en
félagslegar leiguíbúðir í eigu öryrkja eða fatlaðra
séu hins vegar um 500 talsins, þannig að væntan-
lega eigi margir þeirra eftir að bætast í hóp um-
sækjenda.
Fyrir febrúarmánuð hafa 100 umsóknir borist
til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Ásdís
Leifsdóttir deildarstjóri þar segir að alls hafi stofn-
uninni borist 2.793 umsóknir í fyrra og 1.927
fengið bætur í árslok. Hæstu mögulegu bætur eru
21 þúsund krónur í þeim tilvikum þegar t.d. er
um að ræða hjón sem eru með þijú böm undir
átján ára aldri, greiða 45 þúsund krónur eða
meira í leigu á mánuði og hafa undir 125 þúsund
krónum á mánuði í tekjur.
Ásdís segir erfítt að segja hversu stórt hlutfall
þeirra sem eru á leigumarkaðinum njóti húsaleigu-
bóta, þar sem því miður gefí ekki allir leigusalar
upp leigutekjur. Stöðugt verði þó algengara að
leigjendur afþakki íbúðir sem ekki eru gefnar upp
og geri kröfu um að svo sé gert, til að hægt sé
að sækja um bætur. Hún segir kveðið svo á í lög-
um að eigendur íbúða sem leigi þær út geti haft
allt að 300 þúsund krónur í leigutekjur skatt-
frjálst, þannig að eigendur eigi í raun ekki erfitt
með að gefa upp tekjur sínar.
Leiga oft hækkuð
Ásdís segir að fullyrða megi að leiga hafí víða
hækkað með tilkomu húsaleigubóta, en hún þekki
einnig dæmi þess að leigusalar sem eru mjög treg-
ir til að gefa upp leigu semji um lægri leigu á
móti. „Þó svo að fólk sæki ekki um bætur, nýtur
það kannski óbeint bótanna með þessum hætti,“
segjr hún.
Ásdís segir að þegar þörfín var metin upphaf-
lega hafí verið rennt blint í sjóinn, en talið var
að 2.000-3.000 manns myndu eiga rétt á bótum.
„Þetta fór hins vegar hægar af stað en gert var
ráð fyrir en eftirspurnin eftir bótum nú er svipuð
og reiknað var með. Vöxturinn hefur verið ótrú-
lega jafn allt árið um kring og ekkert lát virðist
vera á umsóknum og að jafnaði eru 60 og allt upp
í 150 umsóknir sem berast um hver mánaðamót,“
segir hún.