Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MQRGUNBLAÐIÐ
í kvöld sýnir Ríkissjónvarpið heimildarmynd um hugvitsmanninn og fyrsta íslenska atvinnuflugmanninn Egg-
ert V. Bríem, sem lifað hefur í heila öld og er enn að velta fyrir sér mekanisma náttúrunnar og áhrífum
mannlegra athafna á jörðina. Heimkominn tók hann að fylgjast með og leggja íslenskum rannsóknum lið og
hefur nú verið stofnaður við H.í. veglegur Eggertssjóður. Elín Pálmadóttir segir frá þessum sérstæða manni.
VEL VAKANDI
í HEILA ÖLD
GÓÐA frænka, það heita
ekki uppfinningar, það
er bara að leysa
vandamál, sagði Egg-
ert V. Briem, þá ný-
fluttur heim til íslands, þegar undir-
rituðum blaðamanni hafði tekist að
fá hann fyrir frændsemis sakir í
blaðaviðtal og hugðist tala um feril
hans sem uppfinningamanns í Am-
eríku. Eggert vildi þá, eins og hann
vill enn 100 ára gamall, heldur tala
um framtíð heimsins, mannkyns og
íslendinga. Þá var hann á kafi í
eðlisfræðilegum úrlausnum og að
velta fyrir sér agnúum á afstæðis-
kenningu Einsteins, sem hann eyddi
í áratug.
Þetta sama rákust kvikmynda-
gerðarmennirnir og höfundar heim-
ildamyndarinnar „Uppfmninga-
maðurinn“ sem sýnd er í kvöld,
Sæmundur Norðfjörð og Júlíus
Kemp, líka fljótlega á í upphafi
verks.„Ég komst fljótt að því hve
Eggert var ofsalega hæverskur og
lokaður og vildi lítið tala um sjálfan
sig. Þar lenti ég í erfiðleikum",
sagði Sæmundur, sem er handrits-
höfundur og leikstjóri. En svo fékk
hann aðgang að bréfum, sem Egg-
ert hafði skrifað fjölskyldu sinni,
það elsta frá 1911, þegar hann fór
fyrst út til Þýskalands í vélfræði-
nám og það hjálpaði mikið. Þar kom
fram ýmislegt merkilegt, eins og
það að Eggert var búinn smíða
sjálfstýritæki fyrir flugvélar. „Hann
hafði upggötvað það þegar hann
var í flugnáminu í Þýskalandi. Hann
varð upptendraður af þessu og þeg-
ar hann kom til Bandaríkjanna bjó
hann til slíkt tæki og fékk einka-
leyfi á hugmyndinni. Þá voru menn
vestanhafs að vinna að svipaðri
hugmynd hjá stóru fyrirtækjunum
og ekki reiðubúnir til að fjárfesta
í hans tæki, þótt þeir viðurkenndu
það fullkomnara en þeirra. Þegar
þetta dettur upp_ fyrir fer Eggert
að kenna flug. í þessum bréfum
kemur fram að hann er í sambandi
við ýmsa merka menn, svo sem
flugkappann Charles Lindberg."
Sæmundur tekur fram að þetta
sé aðeins hálftíma mynd og því
ekki hægt að gera nema fáu skil í
svo langri og merkilegri ævi. Þetta
séu frekar þættir og ofannefnd hlé-
drægni Eggerts hafi m.a. haft áhrif
á form myndarinnar og hvemig hún
er unnin. Það er leikin heimildar-
mynd, svokallað Doc-drama, þar
sem undirstaðan er viðtal við Egg-
ert, en sögumaður segir sögu, sem
m.a. er byggð á þessum bréfum.
Eggert kemur öðru hveiju inn í og
svo Iifnar myndin af því sem hann
er að segja og brugðið upp tíðarand-
anum. Sæmundur kemur þarna inn
í sem Eggert ungur. Við myndatök-
una var m.a. farið að húsinu þar
sem Eggert bjó í Pennsylvaníu og
austur á land, þar sem hann gekk
um og vann. Sæmundur kveðst
hafa leyft sér að fantasera svolítið
þar sem Eggert var ómannblendinn
og gifti sig ekki fyrr en fimmtug-
ur, en skýringin kom svo: þetta
stafaði af fæðingargalla í nef-
göngum sem gerði hann hlédrægan
í umgengni við fólk - og konur -
þar til hann fékk bót á.
Sæmundur segir að hugmyndin
hafi upphaflega kviknað þegar
hann leigði með frænda Eggerts
og fór að heyra sögur af þessum
makalausa manni. Hann varð upp-
tendraður af þessum frásögnum og
vildi fá að hitta þennan óraunveru-
lega mann, ef hann var þá ekki
bara draugur eins og sögur gengu
um á Austurlandi, eftir að Eggert
hafði ekið þar vörubíl í tvö ár um
1920 og hvarf svo skyndilega og
sporlaust, þegar hann hélt aftur til
Þýskalands í flugnám, að þeir héldu
að hann hefði dáið og kölluðu hann
„Fagradalsdrauginn" þegar hann
birtist aftur löngu síðar. Þennan
mann fékk hann að hitta og braut
á eftir heilann um það í 2-3 ár
hvernig hægt væri að gera svona
manni skil, í rituðu máli eða á ann-
an hátt. Þegar hann var svo kominn
í kvikmyndagerðina og hafði gert
heimildamynd um Króatíu ákvað
hann að sækja um styrk til hand-
ritagerðar um þennan mann, sem
hann gat ekki gleymt. Síðan fékk
hann til liðs við sig kvikmyndagerð-
armanninn Júlíus Kemp, sem m.a.
hefur gert kvikmyndina Veggfóður.
Á myndinni um Eggert V. Briem
byijuðu þeir félagar fyrir 2-3 árum.
Handritagerðina styrkti Menning-
arsjóður útvarpstöðva. En seinna
lögðu þeim lið Háskólinn og Raun-
vísindastofnun, svo og Flugleiðir,
enda viðfangsefnið báðum tengt.
Myndin verður frumsýnd í Ríkis-
sjónvarpinu kl. 20.40. Höfundar
hafa kynnt hana lítillega erlendis
og eru búnir að fá samstarfsaðila
í Vínarborg, auk þess sem Finnar
, Frakkar og Svíar hafa áhuga á
að fá að sjá hana nú þegar hún er
tilbúin.
Til náms í fyrri
heimstyrjöldinni
Hún skal sofa í eina öld, var
sungið um Þyrnirósu. Eggert V.
Briem hefur lifað í eina öld betur
vakandi en flestir menn. Hann hef-
ur skynjað, hugsað og séð langt
út yfir svið samferðamanna sinna.
Eggert er fæddur í Goðdölum i
Skagafirði 18. ágúst 1895. Faðir
hans Vilhjálmur Briem var þar
prestur og síðar á Staðarstað, þar
til hann missti heilsuna. Pjölskyldan
flutti til Reykjavíkur 1911 og varð
Vilhjálmur um 1920 forstjóri Söfn-
unarsjóðs íslands. Móðir Eggerts
var Steinunn Pétursdóttir frá
Valadal og systur hans Unnur og
Gunnlaug Briem. Við komuna til
Reykjavlkur fór Eggert beint í MR
og lauk þaðan gagnfræðaprófi, en
að ráði Eiríks frænda hans Briem
var hann 17 ára gamall sendur til
vélfræðináms við tækniskólann í
Mitweiter í Þýskalandi, sem gæti
stytt leið fátæks námsmanns til
verkfræðiprófs. Þetta var 1913 og
stutt í fyrri heimsstyijöldina. Þegar
styijöldin. skall á og skólinn lítt
starfhæfur kom Eggert heim og
dvaldi á Islandi í eitt ár, áður en
hann hélt til Bandaríkjanna. Hann
hugðist fá verklega þjálfun áður en
hann héldi áfram námi og var búinn
að fá vinnu í verksmiðju uppfinn-
ingamannsins Hjartar Þórðarsonar
í Chicago, en svo vill til að nýleg
HUNDRAÐ ára öldungurinn mæt-
ir mér frammi á stigapallinum í
Hátúni 10. Kveðst hafa fengið ein-
hverja vandræðasótt eins og aðrir
á staðnum. Því hafi hann ekki í
dag styrk til að leggja í stiga-
gönguna. „Læknirinn setti dagleg-
an stigagang í mitt vald og þegar
ég er reiðubúinn, þá tek ég báðar
hækjurnar í aðra hendi, held fast
um handriðið með hinni og geng
þá ágætlega upp á 9. hæð og nið-
ur á fyrstu hæð eða í kjallarann,"
segir Eggert. Eitthvað verði mað-
ur að gera til að þjálfa skrokkinn.
Þegar haft er orð á því að hann
sé ekki síður með heilann í þjálfun
og spurt i hveiju hann sé að grufla
þessa stundina, kveðst hann vera
að hugsa um Brúarjökul. Jökull-
inn hlaupi á vorin með óviðráðan-
legum hlaupum og þorni svo upp
á milli. Ef eigi að virkja þar þurf i
að fá vatn annars staðar frá til
að halda því við. „Eg hefi verið
að hugsa um hvað valdi þessu en
er ekki kominn lengra en að skil-
greina hvað þurfi að rannsaka til
að átta sig á því,“ segir Eggert.
Brátt erum við farin að tala um
útstreymi koltvísýrings og spá-
dóma um hlýnun á jörðinni. Egg-
ert kveðst halda að menn séu þar
að ýmsu leyti á villigötum. Það
verði ekki heildarhitnun. Við hitn-
unina verði uppgufun meiri og
rakinn berist fyrir vindum um
jörðina, þar á meðal til heim-
skautalandanna, sem mundi þýða
jökulskeið. Rakaloftið þéttist og
frýs og bætir á jökulinn. Þetta
ættu menn að athuga í saman-
burði við hitabeltið, ekki megin-
land Evrópu. Yrði Island þá
óbyggilegt? Ekki endilega, segir
Eggert.
„En þá þurfa menn að vita
miklu meira um Iandið, til að vita
hvernig á að búa á Islandi, þannig
að það beri sig.“ Til þess þurfi að
vera starfandi Eggertssjóður, en
undirstrikað sé að hann sé ætlaður
Enn að
grafla
Morgunblaðið/Golli
Eggert V. Briem 100 ára.
til rannsókna, jarðfræðirann-
sókna að ráði Sveinbjarnar
Björnssonar, og til líffræðirann-
sókna. „Sérstaklega langar mig
til að rannsakað verði mýbitið.
Mýið hefur svo mikið að segja í
íslenskum búskap. Miklu meira en
menn gera sér ljóst. En vitanlega
er þetta ekki nema hálfhugsað,"
segir Eggert.
Einu enn er þessi 100 ára gamli
öldungur að velta fyrir sér, hvern-
ig landsmenn hugsa sér að virkja
fallvötnin, sem hann segir úrelt
og þurfi að endurskoða. T.d.
vatnsgeymslu í Hvannalindum,
sem séu alltof mikilvægar til að
setja undir vatn. Hvernig á þá að
geyma vatnið? Það er mál sem
þarf að hugsa upp á nýtt og leysa.
Eggert er lítið með hugann í
fortíðinni. En minnist þeirra af-
drifaríku tímamóta þegar hann
1959 kom til Islands eftir langa
fjarveru og hitti dr. Þorbjörn Sig-
urgeirsson, mann sem skildi ann-
arra hugsun þótt hún væri ekki
skýrt fram sett, eins og hann orð-
ar það. Það fór svo vel á með
þeim og varð til þess að hann fór
að koma og síðan vera á íslandi.
„Bjarni Guðmundsson mágur
minn sagði mér þá að stofnuð
hefði verið eðlisfræðideild við
Háskólann og mér datt í hug að
þeir væru fátækir að rannsókna-
tækjum. Ég fór og gerði boð fyrir
forstöðumanninn. Það var Þor-
björn. Ég nefndi styrk til tækja-
kaupa og sló fram 5.000 dollurum.
Það kom á hann, því hann hafði
augastað á tæki sem kostaði 6.000
dollara. Það var fyrsta gjöf mín
til raunvísinda á Islandi."
Eggert tekur fram að það hafi
verið í sína þágu að tengjast Raun-
vísindastofun og fá að verða þar
heimagangur. „Sérstaklega þótti
mér lærdómsríkt að vera í kaffi-
tímunum með Þorbirni og hans
lærisveinum. „Hann hafði þann
hátt á að fá lærlingana til að tala
um vísindin sin á milli, en þagði
sjálfur, nema ef þeir sögðu ein-
hveija vitleysu, þá var hann fljót-
ur að grípa inn í. Að láta þá tala
er miklu fljótlegra til að vita hvar
þeir eru heima en að halda fyrir-
lestra um það sem maður heldur
að þá vanti. Það getur orðið sein-
legt. Ef þeir tala sín á milli kemur
vandinn fljótt í ljós. Mér þótti svo
fróðlegt að fá að hlusta á hvað
þessir ungu fræðimenn voru að
tala um og á Þorbjörn þegar hann
Ieiðrétti þá,“ sagði Eggert í lok
heimsóknar til hans á Oldrunar-
deildina í Hátúni.