Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 14/1-20/1 ►FJÓRIR menn voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald á föstudag vegna gruns um að hafa sviðsett fjögur umferðaróhöpp og svikið á annan tug milijóna króna út úr fjórum trygg- ingafélögum. Talið er að mennirnir hafi veitt sjálf- um sér áverka til að gera atvikin trúverðugri. Grunur um að einn mann- anna hefði tvívegis svið- sett innbrot kom lögreglu á sporið. ►YFIRMAÐUR rann- sóknastofu Háskóla ís- lands í meinafræði sagði í áliti að útilokað væri að sæðissýni, sem tekið var til rannsóknar, væri úr breskum sjómanni, sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun og hefur verið i farbanni frá 18. október. Dóminum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, sem fram- lengdi á föstudag far- bannið til 8. febrúar. ►ÞÝSKUR auðkýfingur, Hasso Schíítzendorfer, hóf rekstur bílaleigu og er yfirlýst markmið hans að vera alltaf ódýrastur á markaðnum. ►RAGNAR Jónsson tón- listarkennari lýsti yfir því að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. ►LÖGREGLAN í Reykja- vík hefur verið að reyna uppsetningu myndavéla í miðborg Reykjavíkur. Hugmyndin er erlend og benti Böðvar Bragason lögreglustjóri á að viða hefði glæpum fækkað með tilkomu slíkra véla. Ár frá snjóflóðunum í Súðavík ÞESS var minnst víða um land á þriðjudag að þá var ár liðið frá því að snjóflóðin féllu á Súðavík og í Reykhólasveit með þeim afleið- ingum að fimmtán manns létu lífið. í Súðavík var farin blysför um snjóflóðasvæðið og að henni lok- inni haldin bænastund til að minnast hinna látnu. Fánar voru í hálfa stöng og vinna var lögð niður meðan blysför- in og athöfnin fóru fram. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti í Súðavík, sagði að uppbygging í þorpinu eftir flóðið hefði gengið ótrúlega vel. ESB krefst sama kvóta og ísland fengi VIÐRÆÐUR Islendinga, Norðmanna og Rússa um þorskveiðar íslenskra skipa í Smugunni hafa verið í sjálf- heldu undanfama þrjá mánuði vegna hótana Evrópusambandsins um að krefjast sambærilegs kvóta fyrir eigin skip verði samið við íslendinga. Sá kvóti yrði til viðbótar við þær þorsk- veiðiheimildir, sem ESB hefur nú þeg- ar í Barentshafi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Norðmenn gi’eint íslend- ingum frá því að hendur þeirra séu bundnar af þessum sökum og ekki verði samið við íslendinga nema Evr- ópusambandið láti af kröfu sinni. Skrifstofustjóri í norska utanríkisráðu- neytinu sagði hins vegar að afstaða Evrópusambandsins stæði ekki í vegi fyrir samningum við íslendinga. íslendingar, Rússar og Norðmenn munu funda i Moskvu í vikunni. Uppreisnarmenn sleppa í Dagestan RÚSSNESKAR hersveitir bundu enda á gíslatöku tsjetsjenskra uppreisnar- manna í þorpinu Pervomaískoje í Dag- estan á fimmtudag eftir harðar flug- skeytaárásir sem hófust á mánudag. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sagði að 82 af rúmlega 100 gíslum hefði verið bjargað. Haft var eftir gíslum að hluti uppreisnarmann- anna hefði sloppið úr þorpinu og hugsaniegt er áð leiðtogi þeirra, Salman Radújev, hafi komist undan. Samkvæmt tölum, sem Jeltsín gaf upp, gekk allt að helmingur upp- reisnarmannanna 300 hersveitunum úr greipum. Haft var eftir Jeltsín að 153 uppreisnarmenn hefðu verið drepnir og 39 voru teknir til fanga. 43 óbreyttir borgarar og 27 rússnesk- ir hermenn biðu bana í átökunum og 93 hermenn særðust. Nokkrir Tyrkir, sem taldir eru eiga ættir að rekja til Kákasushéraða, rændu farþegaskipi í tyrkneska hafnarbænum Trabzon á þriðjudag til að mótmæla árásum Rússa á uppreisnarmennina og héldu 200 farþegum skipsins í gíslingu. Þeir gáfust upp á föstudag án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Harðlínumaður skip- aður ráðgjafi Jeltsíns BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti skipaði harðlinumanninn Níkoiaj Jegorov sem skrifstofustjóra sinn og helsta ráðgjafa á mánudag. Forystumenn umbóta- sinna segja það ekki boða gott fyrir framhaldið. ►COSTAS Simitis var kjörinn forsætisráðherra- efni grískra sósíalista á fimmtudag í stað Andreas Papandreou, sem sagði af sér vegna veikinda. Simit- is hét því að Grikkir myndu nú hefja göngu inn í nýtt skeið efnahagslegra og pólitískra umbóta. ►SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítaiíu, kom fyrir rétt í Mílanó á miðvikudag vegna meintra mútu- greiðslna og kvaðst sak- laus af sakargiftunum. ►STJÓRNVOLD í Kína hafa takmarkað frétta- flutning af kínverskum efnahagsmálum og snúið þar með af þeirri braut, sem Deng Xiaoping mark- aði með efnahagsumbót- unum 1979. Óttast er að þetta geti gert út af við þann vísi að fjármála- markaði sem hefur mynd- ast í landinu. ► ÍRAKAR eru reiðubún- ir að ganga til viðræðna við Sameinuðu þjóðirnar um að þeir fái að selja olíu í skiptum fyrir mat og Iyf, að sögn Tareqs Aziz, aðstoðarforsætis- ráðherra landsins á mið- vikudag. ►JOHN Major, forsæt- isráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag ekkert hæft í fréttum um að hátt settir menn í Ihalds- flokknum hefðu lagt á ráðin um að steypa honum af stóli gjaldi flokkurinn afhroð í sveitarstjórna- kosningum í maí. Forsvarsmenn kvikmyndahúsa telja að auglýsingar um bannað efni þurfi ekki að skaða börn Vísa kröfu umboðs- manns bama á bug FORSVARSMENN kvikmyndahúsa, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja kynningarmyndir um kvikmynd- ir öllum ætlaðar, hvort sem kvik- myndirnar eru bannaðar eða öllum leyfðar. Þórhildur Líndal, umboðs- maður bama, hefur farið fram á við samkeppnisráð að bannað verði að auglýsa kvikmyndir, sem sýndar eru í kvikmyndahúsum og eru bannaðar bömum yngri en 12 ára, á sjónvarps- stöðvum, í kvikmyndahúsunum sjálf- um og á myndböndum. Halldór V. Kristjánsson, auglýs- ingastjóri Ríkisútvarpsins, segist munu skrifa öllum kvikmyndahúsum og myndbandaleigum og itreka þá kröfu að farið verði að lögum um auglýsingar í sjónvarpinu. Hann seg- ir að þar sem ekki sé bent á neitt sérstakt tilefni í erindi umboðs- manns barna þá þurfi að rannsaka hvert það sé að þessu sinni. „Ég vil ekki gera lítið úr þessum vanda. Staðreyndin er sú að áreiti auglýs- inga í sjónvarpinu er meira en í öðr- um fjölmiðlum og þar af leiðandi þarf að fara varlega með svona, sérstaklega þegar um böm er að ræða,“ segir Halldór. Skammt í ritskoðun Páll Baldvin Baldvinsson, dag- skrárstjóri Stöðvar 2, segist gera ráð fyrir að erindi umboðsmanns barna sé fram komið vegna kvikmynda- húsaauglýsinga í Ríkissjónvarpinu. Hann segir að á Stöð 2 sé fylgt flokk- un Kvikmyndaeftirlits ríkisins á kvikmyndum þótt menn séu ekki alltaf sammála henni. í Bandaríkjun- um og Bretlandi séu skoðunarkerfí við lýði, samsvarandi íslenska kvik- myndaeftirlitinu, og samkvæmt þeim sé kynningarefni aldursskil- greint rétt eins og venjulegar kvik- myndir. Lög um kvikmyndaeftirlit hér eigi eingöngu við opinberar kvik- myndasýningar i kvikmyndahúsum og segist Páll gera ráð fyrir að kvik- myndaeftirlitið taki á því máli í kjöl- farið á þessari umræðu. „Það er mjög vandratað einstigið milli þess að halda illum áhrifum frá ungum sálum og þess að ritskoða heiminn. Það er mjög erfitt að hafa þetta vald og menn verða að um- gangast það af mikilli varfærni," segir Páll. Auglýsingarnar öllum Ieyfðar Þorvaldur Ámason hjá SAM-bíó- unum segir að bíóin noti kynningar- efni sem sé þannig klippt að allir megi horfa á það. „Við tökum undir að það eigi að passa hvað sé sýnt og við reynum það eftir bestu getu. Mér finnst þetta hins vegar að vissu leyti ómakleg athugasemd. Auglýs- ingatímar bíóanna eru í sjónvarpinu rétt fyrir klukkan átta. Sumar mynd- ir sem þar eru kynntar eru með hasar og látum. Svo horfir maður á fréttir þar sem viðbjóðslegir hlutir eru sýndir, jafnvel sundurtætt lík,“ segir Þorvaldur. Einar Logi Vignisson, markaðs- stjóri Háskólabíós, segist fullyrða að Háskólabíó hafi aldrei sent út auglýsingu 'sem sé bönnuð börnum, enda sé ekki sama að mynd sé bönn- uð og að auglýsing sé bönnuð. „Það vill enginn að börn horfi á ofbeldis- myndir. Það hlýtur hins vegar að vera efnið og samhengið sem skiptir máli og Þórhildur litur mjög alvar- lega framhjá því. Ég get ekki séð hvernig hún ætlar að fara að taka sér það vald að banna auglýsingar sem innihalda ekkert sem stuðar börn. Það er hægðarleikur að gera auglýsingu sem börn mega horfa á um mynd sem er bönnuð börnum. Mín tilfinning er sú að þetta sé stormur í vatnsglasi. Þórhildur verð- ur að koma með dæmi máli sínu til stuðning því eins og staðan er í dag þá vitum við ekki um hvað hún er að taia,“ sagði Einar Logi. Ætti eins að banna fréttatíma Karl Ottó Schiöth, framkvæmda- stjóri Stjörnubíós, segir að eitt verði yfir alla að ganga og ef banna á auglýsingar kvikmyndahúsanna eigi allt eins að banna fréttatíma sjón- varpsins. Hann segist nota tilbúnar auglýsingar, sem séu þannig gerðar að þær séu ætlaðar öllum aldurshóp- um. Þær séu notaðar þannig um allan heim. „Ég get ekki séð að þessi sýnishorn, sem ég hef verið að sýna, hafi brotið í bága við nein lög,“ segir Karl. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Formaður Alþýðuflokks um Þjóðvaka Vill ekki taka í út- rétta sáttahönd JÓN Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, segir að Jó- hanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, hafi ekki viljað taka í út- rétta sáttahönd þegar hún hafí hafn- að tillögu hans um að flokkarnir sameini krafta sína á þingi. Jón Baldvin lýsti því yfir í viðtali við Alþýðublaðið í fyrradag að sam- starfið við þingmenn Þjóðvaka hefði gengið ágætlega og málefnaleg samstaða væri með þeim í ýmsum stórmálum. Það sé því ekki einungis spurning um hvort heldur hvenær fulltníar Þjóðvaka á þingi dragi rök- réttar ályktanir af stöðu sinni. Hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að flokk- arnir sameinuðu krafta sína á þingi og hann sæi það gjarnan fyrir sér sem fyrsta skrefið á langri leið. Jó- hanna hafnaði þessum hugmyndum í hádegisfréttum útvarps á föstudag. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri við hæfi að þegar Alþýðuflokkurinn fagnaði 80 ára afmæli að menn lærðu eitt- hvað af sögunni. Flokkurinn hefði klofnað alls sex sinnum og það orð- ið til ills eins í hvert einasta skipti pg veikt stöðu jafnaðarstefnunnar á íslandi. „Ég vísa til þess að það gangi sorglega seint að draga réttar álykt- anir af þessari sögu og læra lexíurn- ar. Ef menn meina hins vegar eitt- hvað með því sem þeir segja um að það þurfi að sameina jafnaðarmenn en ekki sundra þá ætti þetta að vera fyrsta skrefið. Ég viðurkenni það að þetta er flokksbrot sem telur sig starfa á grundvelli jafnaðarstefnu og það er engin ástæða til að rengja það. Fulltrúar flokksins og form- aðurinn sérstaklega, sem er nýbúinn að kljúfa Alþýðuflokkinn, gerir nú kröfu til þess að sameina jafnaðar- menn strax, og við réttum út sátta- hönd og segjum: Gjörið svo vel, við skulum taka fyrsta skrefið. Þetta er einfaldlega eins og málið blasir við og rökréttar aðgerðir. En svarið kom strax frá formanni Þjóðvaka um það að hún væri ekki reiðubúin til að taka í þá útréttu sáttahönd og þá nær það ekki lengra," sagði Jón Baldvin. Brunavarnir Árnes- sýslu fengu lánsbíl frá Keflavíkurflugvelli Mikið ör- yggi að fá þennan bíl Selfossi. Morgunblaðið. SLÖKKVILIÐ Brunavarna Ár- nessýslu hefur fengið að láni öflugan slökkvibíl hjá slökkvi- liði varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Bíllinn verður á Sel- fossi næstu sex vikur á meðan unnið er að viðgerðum á slökkvibíl liðsins sem bræddi úr sér á leið á brunastað fyrir skömmu. Slökkvibíllinn frá Keflavíkurflugvelli tekur 3.000 lítra af vatni og er með mjög öflugri dælu sem getur dælt 5.000 lítrum á mínútu. Bíllinn er mjög vel útbúinn og fljótlegt að koma honum í vinnslu á brunastað. „Það er mikið öryggisatriði fyrir okkur að fá þennan bíl lánaðan. Hann brúar bilið sem myndaðist þegar bíllinn okkar bilaði. Slökkvilið varnarliðsins var okkur mjög hjálplegt og menn þar á bæ skildu vel að- stæður okkar,“ sagði Krislján Einarsson slökkviliðsstjóri. Hann sagði einnig að stjórn Brunavarna Árnessýslu hefði nú tóm til að vinna að því að fá nýjan bíl og finna skynsam- lega nýtingu á þeim gamla. A myndinni eru Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og Karl Bergsson varaslökkviliðs- stjóri með lánsbílinn frá Kefla- víkurflugvelli framan við slökkvistöðina á Selfossi. í > I ) i I .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.