Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sameigm- legur tjónabanki í athugun TRYGGINGAFÉLÖGIN eru að kanna möguleika á að koma upp sameiginlegum upplýsingabanka þar sem skráðar yrðu lágmarks- upplýsingar um tjónþola. Að sögn Sigmars Ármannssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafélaga, yrði slíkur banki liður í því að reyna að takmarka eins og kostur er vátryggingasvik í víðasta skilningi þess orðs. Sigmar sagði að á undanförnum árum hefði öll vinna á tjónadeildum tryggingafélaganna verið stórbætt og það út af fyrir sig dregið úr möguleikum á vátiyggingasvikum og aukið stórlega möguleikana á því að slík svik komist upp. „Samhliða þessu höfum við ver- ið að huga að því sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum. Á allra síðustu árum hefur í nokkrum löndum verið tekið upp það sem kalla má sameiginlegan tjóna- banka. í hann eru settar lágmarks- upplýsingar, eða kannski nafn og kennitala tjónþola, hvenær tjónið varð og undir hvaða vátrygginga- grein það fellur. Norðmenn riðu á vaðið með þetta fyrir örfáum árum og Hollendingar og Bretar hafa tekið þetta upp, en Islendingar og Danir eru nú að skoða þetta,“ sagði hann. Eimskip kaup- ir nýjan hafn- arkrana EIMSKIP hefur gengið frá samn- ingum um kaup á nýjum hafnar- krana fyrir Flutningamiðstöð fé- lagsins í Sundahöfn. Þessi fjárfest- ing er í tengslum við þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á sigl- ingakerfi félagsins og koma til framkvæmda í maí, að því er seg- ir í frétt frá félaginu. Kraninn kostar rúmar 200 milljónir króna og verður tekinn í notkun í maí. Nýi kraninn er af gerðinni Gott- wald HMK og er færanlegur. Því má nota hann bæði við Klepps- bakka og Sundabakka. Hann er mjög afkastamikill og getur þjón- að skipum sem eru allt að 9 gáma- raðir á breiddina og híft allt að 80 tonn. Jakinn, hafnarkrani Eimskips í Sundahöfn, mun þó áfram gegna lykilhlutverki við afgreiðslu gáma- skipa á svæðinu. Hafrannsóknastofnun reynir að spara í rekstri Ekkí loðnuleiðangur vegna spamaðar HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur ákveðið að senda ekki skip til loðnu- rannsókna í janúar, en stofnunin hefur undanfarin ár sent eitt rann- sóknarskip af stað í byijun árs til að meta stærð loðnustofnsins. Hjálm- ar Vilhjálmsson fiskifræðingur sagði ákvörðun um að fella leiðangurinn niður vera lið í spamaði í rekstri Hafró. Hann sagði að menn teldu sig hafa allgóðar vísbendingar um að ástand loðnustofnsins væri gott og ólíklegt væri að rannsóknarleið- angur nú leiddi neitt annað í ljós. Hjálmar sagði að eftir sem áður myndu sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunar fylgjast vel með loðnuver- tíðinni. Hann sagði að Sveinn Svein- björnsson fiskifræðingur hefði und- anfarið verið um borð í loðnuskipinu Beiti frá Neskaupstað og skoðað sér- staklega loðnuveiðar í flottroll. Beitir var fyrsta skipið til að reyna loðnu- veiðar í flottroll. Hjálmar sagði að á næstunni myndi Sveinn fara aftur í Beiti með neðansjávarmyndavél og reyna að taka myndir af flottrollinu og loðnutorfunum. Hjálmar sagði ennfremur fyrir- hugað að annað af rannsóknarskip- um Hafrannsóknastofnunar færi á hrygningarslóð loðnunnar í mars til rannsóknar. Sjálfur sagðist hann ætla að fara í loðnuleiðangur með nótaskipi í febrúar. Treg loðnuveiði Treg veiði hefur verið hjá loðnu- skipunum undanfarna sólarhringa, en fimm skip eru við loðnuleit fyrir austan land. Þijú þeirra, Hólmaborg, Þorsteinn og Beitir, eru með flottroll og hafa þau verið að fá 130-150 tonn í hali eftir langa drætti, að því er Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborginni, segir. Hann sagði að loðnan væri mjög dreifð og erfitt að ná henni. Skipin hafa verið að veiðum nyrst í Reyðarfjarðardýpi. Júpíter og Öm hafa verið að leita að loðnu austur af Hvalbak síðustu tvo daga, en ekkert fundið. Skipin eru með hefðbundnar loðnunætur. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal LOÐNUSKIPIÐ Beitir frá Neskaupstað hefur að undanförnu veitt loðnu í flottroll. Myndin sýnir þegar landað var úr honum. Viðbúnaður vegna stórstraumsflóðs EIMSKIP hefur gengið frá samningum um kaup á nýjum hafnarkrana. STÓRSTREYMT verður á morgun og er búist við óvenju mikilli flóðhæð. í Reykjavík er mikill viðbúnaður vegna flóðahættu og sagði Kristján Tómasson, verkstjóri í holræsadeild Reykjavíkurborgar, að ýmislegt gæti komið upp. „En meðan við höfum dælustöðv- ar, sem virka, á ekki að vera nein hætta fyrir hendi," sagði Kristján, sem verður á neyðarvakt þá daga, sem flóðhæð er mest. „Mesta hættan er ef verður rafmagnslaust meðan mesti straumur er.“ Treyst á dælustöðvar Kristján sagði að vegna dælustöðv- anna væri það að verða Iiðin tíð að fólk fengi vatn upp í kjöllurum þegar stórstreymt væri. Mest hætta væri á að flæddi yflr bryggjur. Að sögn Kristjáns hefur verið graf- ið frá útrásum og verða átta vörubíl- ar, tvær vélskóflur og grafa til að moka gijóti til taks þá daga, sem flóð- hæðin er mest. Á Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að búast mætti við suðlægri átt og strekkings- vindi á mánudag og einhverri úrkomu sunnanlands og vestan. Haraldur Ei- ríksson veðurfræðingur sagði að því væri spáð að loftþrýstingur yrði 1.015 millibör vestanlands. Búist er við að stórstreymið nái 4,6 metrum í Reykjavík, en útreikn- ingar á sjávarhæð eru miðaðir við að meðalloftþrýstingur við yfirborð sjávar sé 1.013 millibör. Síðan er stuðst við þá þumalfingursreglu að við hvert millibar, sem loftþrýsting- ur lækkar, hækki flóðhæð um einn sentimetra. Meðalstórstraumsflóð i Reykjavík er fjórir metrar, en inn- byrðis afstaða tungls og sólar veldur því að stórstraumsflóð er nú óvenju hátt. Aftur verður stórstreymt 20. febrúar og þá má aftur vænta mik- illar sjávarhæðar. Fíkniefnadeild og almenn deild lögreglunnar í Reykjavík Aukið sam- starf gefur góða LÖGREGLAN í Reykjavík hefur aukið samstarf fíkniefnadeildarinn- ar og almennu deildarinnar og hef- ur það gefið mjög góða raun fyrstu dagana. Að sögn Guðmundar Guð- jónssonar yfírlögregluþjóns er árangurinn af samstarfinu mun betri en menn þorðu að vona. Guðmundur segir að samstarf þetta byggist á því að almenna lög- reglan leggi áherslu á eftirlit þann tíma sem fíkniefnalögreglan er ekki að störfum, sérstaklega að nætur- lagi. Aðallega er um að ræða strangt eftirlit við staði þar sem vitað er að fíkniefnameðhöndlun eða jafnvel fíkniefnasala fer fram. Þá eru höfð afskipti af fólki sem gerir sér erindi á þessa staði og í sumum tilvikum farið fram á lík- amsleit og fólkið jafnvel fært á lög- reglustöð til skýrslutöku. Markmið- ið er að torvelda fíkniefnasölu eins og kostur er. Guðmundur segir að áhersla sé lögð á að hraða málum og hafa þau upplýst og fullrannsökuð þegar fíkniefnadeildin tekur við þeim til að baka henni ekki viðbótarvinnu. Hrein viðbót við annað starf Hann segir þetta hreina viðbót við hefðbundin úrræði og annað starf sem hefur verið unnið. Það komi ekki niður á öðrum verkefnum almennu deildarinnar og sé gert. mögulegt með skipulagningu. raun Reynslan af samstarfinu, sem aðeins hefur staðið nokkra daga, er mjög góð og hefur árangurinn farið fram úr björtustu vonum, að sögn Guðmundar. Fíkniefni hafi fundist á allnokkrum, þótt ekki hafi verið um verulegt magn að ræða. Samstarfið eigi eftir að þró- ast og frekari reynsla að fást en fyrstu dagarnir hafi gefið góða raun. Guðmundur segir ýmislegt nýtt í deiglunni hjá lögreglunni. Hann nefnir Löggubandið, hljómsveit lög- reglumanna, sem nú sé að fara inn í félagsmiðstöðvar fyrir unglinga í borginni. Hann segir að auk þess að leika tónlist verði færður upp leikþáttur og óvanalegar leiðir farn- ar til að nálgast unglingana og skapa tengsl við þá. Þeir fái á nýstárlegan hátt að komast í nán- ari snertingu við lögreglustörfin heldur en áður hefur verið gefið færi á. Fyrsta heimsókn í félagsmiðstöð verður eftir mánaðamót og segist Guðmundur binda miklar vonir við þessa aðferðafræði. Mennirnir sem taki þátt í þessu eigi hrós skilið fyrir áhuga sinn. Þótt þetta sé hluti af vinnu þeirra þá hafi þeir fórnað miklu af frítíma sínum í æfingar og undirbúning. Guðmundur segir að ýmsar fleiri nýjungar séu til skoðunar hjá lögreglunni en ekki sé tímabært að gera grein fyrir þeim að svo stöddu. Unglingar og fíkniefni ►Unglingum stafar mikil ógn af fíkniefnum. Sumir hafa bjargast en aðrir farist í þeirri baráttu. /10 Vígvæding hinna van- þróuðu ►Þótt kalda stríðinu sé lokið er ógnin við öryggi Vesturlanda ekki úr sögunni. A næstu árum kann hún að stafa frá þróunarlöndum. /12 Andvaralaus almenningur ►Þeir sem búa sig undir náttúru- hamfarir eru líklegri til að lifa þær af. Almenningur virðist víða óvið- búinn náttúruvá. /16 Vel vakandi í heila öld ►Hugvitsmaðurinn Eggert V. Briem er enn að velta fyrir sér mekanisma náttúrunnar og áhrif- um mannlegra athafna á jörðina. /18 Alltaf eitthvað lagst til ►Örn Kjærnested rekur bygging- ar- og verktakafyrirtækið Álftárós sem nýverið átti lægsta tilboð í byggingu hins nýja kerskála í Straumsvík. /22 B ► 1-32 Torfærufjölskyldan ►Hjónin Sæunn Lúðvíksdóttir og Gunnar Egilsson skipstjóri keppa bæði í torfæruakstri. /1-3 HáriA í Barselóna ►Hafnar eru sýningar í Katalóníu á söngleiknum Hárinu í uppsetn- ingu Flugfélagsins Lofts. Leikarar eru spænskir en leikstjóri og fleiri að tjaldabaki koma frá íslandi. /4 Þjóðarbókhlaða Frakklands ►Nýbygging fyrir þjóðarbókhlöðu Frakklands var síðasta stórvirki Francois Mitterrands á sviði menn- ingarmála. /9 í leit að lífsbjörg ►Selurinn er mikilvæg lífsbjörg grænlenskra veiðimanna. í Græn- landi veiddust um 137 þúsund sel- ir 1993./16 Það læra börnin sem fyrir þeim er haft ►Guðbjörg Hildur Kolbeins er að rannsaka tengsl fjölmiðlanotkunar og ofbeldishneigðar barna og ungl- inga. /18 C BILAR ► 1-4 Volvo S40 kynntur í næsta mánuði ► Nýja línan frá Volvo er byggð að miklu leyti á Volvo 850 og margir hlutir eru notaðir úr hon- um. /1 Reynsluakstur ►Ford Explorer jeppinn með nýju útliti var kynntur nýlega og er óhætt að segja að hann hafi vakið hrifningu. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavikurbréf 26 Minningar 30 Myndasögur 38 Bréf til blaðsins 38 ídag 40 Brids 40 Stjömuspá 40 Skák 40 Fólk í fréttum 42 Bíó/dans Útvarp/sjónvarp 49 Dagbók/veður 51 Gárur 6b Kvikmyndir l2b Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.