Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRÉT
TR YGG VADÓTTIR
+ Margrét
Tryggvadóttir
fæddist á Jórunnar-
stöðum í Eyjafirði
10. janúar 1916.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Horn-
brekku í Ólafsfirði
12. janúar 1996.
Hún var yngsta
barn foreldra sinna
Litfu Frímannsdótt-
ur og Tryggva Sig-
urðssonar frá Jór-
unnarstöðum. Lilja
lést þegar Margrét
var aðeins eins árs
og var Margrét alin upp hjá
föðurbróður sínum Antoni Sig-
urðssyni og konu hans Maríu
Jónsdóttur frá Finnastöðum,
Grund og Hrafnagili í Eyja-
firði, en síðan á Akureyri. Al-
systkini Margrétar eru: Frið-
björg, Marinó og Karles, sem
er látinn. Hálfsystkini hennar
sammæðra eru: Frímann og
Guðlaug, sem bæði eru látin.
Hálfsystkini hennar samfeðra
eru: Guðrún, Rósa, Aðalsteinn
og Magnús, en þau eru öll lát-
in. Uppeldissystir er Margrét
Antonsdóttir, sem er látin.
Árið 1941 giftist Margrét,
Sigurgeir Sigurðssyni, f. 10.10.
1908, frá Syðra-Hóli í Eyja-
firði, síðar leigubifreiðasljóra á
Akureyri, d. 26.5. 1991. Börn
þeirra eru: Anna María, f. 12.
sept. 1942, maki Svavar B.
Magnússon; Katrín,
f. 26. des. 1944,
maki Sigurgeir
Magnússon; og
Margrét, f. 16. júlí
1951, maki Sigurð-
ur Björnsson. Auk
þess ólu Margrét
og Sigurgeir upp
bróðurson Margr-
étar, Tryggva Kar-
lesson, f. 31.12.
1949, maki Berg-
þóra Bergkvists-
dóttir. Margrét átti
15 bamabörn og
sex bamabama-
böm þegar hún lést. Anna Mar-
ía. Katrín og Margrét búa allar
í Ólafsfirði en Tryggvi á Fá-
skrúðsfirði. Eftir að Margrét
og Sigurgeir giftust áttu þau
fyrst heimili á Brekkugötu 23
á Akureyri en síðan í Austur-
byggð 8 á Akureyri og loks síð-
ustu árin á Hjallalundi 15 á
Akureyri. Uppeldissystir Mar-
grétar og frænka, Margrét
Antonsdóttir, hélt heimili með
þeim alla tíð, en hún var ein-
hleyp. Eftir að Sigurgeir lést
bjó Margrét í Ólafsfirði, fyrst
þjá Katrínu dóttur sinni, en síð-
an á dvalarheimilinu Hora-
brekku þar sem hún lést.
Útför Margrétar verður gerð
frá Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 22. janúar, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
TENGDAMÓÐIR mín, Margrét
Tryggvadóttir, var ljóðelsk og bók-
hneigð. Tímunum saman gat hún
setið með bók í hönd og las jöfnum
höndum. ljóð og sögur. Davíð Stef-
ánsson var í uppáhaldi hjá henni og
kvæði Jóns Helgasonar fór hún oft
með. Norðurlandamálin las hún auð-
veldlega og einnig ensku. Hún hafði
dálæti á gömlu íslensku sönglögun-
t
Móðir okkar, amma og langamma,
KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
áftur húsfreyja,
Fossi, Hrútafirði,
sem lést 14. janúar, verfiur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 23. janúar kl. 13.30.
Þórhallur Eiríksson,
Sigurður Eirfksson,
Auður Þórhallsdóttir,
Kristfn Eva Þórhallsdóttir,
Hörður Þórhallsson,
Svavar Sigurðsson,
Eirfkur Sigurðsson,
Hörður Sigurðsson,
Krfstfn Viðja Harðardóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vin-
áttu við andlát og útför
ARA PÁLSSONAR,
Grettisgötu 90,
Reykjavfk.
Halldóra Elísdóttir,
Halldóra Aradóttir,
Haraldur Arason,
Milla Hulda Kay.
t
Innilegar þakkir okkar og annarra
vandamanna fyrir samúð og hlýhug við
fráfall og útför
dr. ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR
Þorsteinn Skúlason Ásdís Skúladóttir
Anna Skúiadóttir Móeiöur Anna Sigurðardóttir
Eirný Ósk Sigurðardóttir Skúli Á. Sigurðsson
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Sigurður Karlsson
Karen Emilía Barrysdóttir.
um. Stundum þegar aðrir vildu sitja
við sjónvarpið settumst við saman
við hljómflutningstækin og ég spil-
aði fyrir hana Draumalandið, Sólset-
ursljóð og öli hin gömlu góðu lögin.
Svo töluðum við um söngvarana,
bárum þá saman og rifjuðum eitt
og annað upp. Þetta voru ljúfar
stundir.
Hún var alveg einstök amma,
sagði sögur og ævintýri, spilaði á
spil og lánaði pottana sína og pönn-
ur í leiki bamanna. Dijúgur tími gat
farið i það að kenna einhveiju litlu
bamanna að raða eldspýtum í stokk.
Enginn var eins þolinmóður við
bömin og hún. Hún sem annars gat
verið svo óþolinmóð og vildi að hlut-
imir gengju hratt fyrir sig.
Ársgömul missti Margrét móður
sína og ólst eftir það upp hjá föður-
bróður sínum og konunni hans. Hjá
þeim var gott að vera. Ekki síst
vegna þess að yngsta dóttir þeirra,
Margrét Antonsdóttir, var í foreldra-
húsum. Þær urðu óaðskiljanlegar
þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Alla
tíð áttu þær heimili saman en Mar-
grét Antonsdóttir var ógift og bam-
laus. Þær vom ekki ólíkar nöfnum-
ar, báðar lágvaxnar og grannvaxn-
ar, hreyfingamar dálítið kvikar og
viðmótið hlýtt.
Margrét bar menjar eftir erfíð
veikindi sem hún gekk í gegn um
rúmlega þrítug. Hún var lengi rúm-
liggjandi vegna veikinda í öndunar-
fæmm og hálsi. Eftir þetta átti hún
erfitt um mál, þoldi illa umgangs-
pestar og gat átt erfitt með að borða
allan mat vegna lömunar i hálsinum.
Þennan kross bar hún með rósemi
en vafalítið háði þessi annmarki
henni meira en hún vildi láta uppi.
í hálfa öld gengu þau saman í
gegn um lífið, Margrét og Sigur-
geir, tengdaforeldrar mínir, sam-
hent og afar nákomin hvort öðra.
í stóra húsinu þeirra í Austurbyggð-
inni var pláss fyrir alla. Þar var oft
glatt á hjalla þegar sofið var í hveij-
um krók og kima og bömin fylltu
húsið af lífi. Svo komu rólegri
stundir. Sigurgeir var hæglátur
maður og Margrét kaus gjaman
að sitja við lestur, hannyrðir eða
stóra púslurnar sínar. Bæði unnu
þau mikið. Sigurgeir var leigubíl-
stjóri og átti venjulega langan
vinnudag en fáa frídaga. Margrét
vann einnig utan heimilisins eftir
að dæturnar og fóstursonurinn vora
farin að stálpast, aðallega við
saumaskap. Bæði minnkuðu þau
við sig vinnuna þegar aldurinn
færðist yfir en gengu þó að störfum
sínum langt fram yfir sjötugt. Báð-
um var vinnan mikilvæg. Eftir að
Sigurgeir lést fyrir tæjium fimm
áram flutti Margrét til Olafsfjarðar
þar sem allar dætur hennar búa. I
Ólafsfirði átti hún góða daga, fyrst
í sambýli við Katrínu dóttur sína
og hennar Qölskyldu en síðan á
dvalarheimilinu Hombrekku. Hún
var svo lánsöm að halda tiltölulega
góðri heilsu fram til hins síðasta
og andlegri reisn sinni hélt hún til
síðustu stundar.
Margrét kvaddi lífið tveimur dög-
um eftir áttræðisafmælið sitt. Síð-
ustu mánuðina fundum við að hún
var tekin að þreytast. Seinni árin
talaði hún oft um dauðann og var
tilbúin að mæta honum. Hún var
ferðbúin þegar kallið kom. Við
söknum hennar öll og biðjum Guð
að geyma hana.
Sigurður Björasson.
Ég talaði síðast við ömmu á jóla-
dag. Hún óskaði mér gleðilegra jóla,
bað Guð að blessa mig og sagðist
geyma öll bréfin sem ég hef skrifað
henni. Síðasta bréfið sem ég skrif-
aði ömmu fær hún ekki, það var
póstlagt daginn sem hún dó. Ég
hef þó á tilfínningunni að hún hafi
þegar lesið það.
Mér finnst erfitt að vera fjarri $
fjölskyldunni þegar eitthvað bjátar (
á. En ég veit að það styrkir mig
og þroskar. í gegnum tárin síðustu
daga hefur mér verið hugsað til
þess að ég hef enga ástæðu til
annars en að vera glöð og þakklát
fyrir að hafa átt hana ömmu.
Amma lét mér finnast ég vera
sérstök. Hún gaf mér svo óendan-
lega mikið og heilræðin hennar |
geymi ég í hjarta mér.
Elsku amma, þakka þér fyrir allt.
Ég bið að heilsa afa og Nænu. (
Kristín Sigurðardóttir,
Bandaríkjunum.
Mig langar að minnast með örfá-
um orðum mætrar konu, Margrétar
Tryggvadóttur, sem var tengda-
móðir bróður míns og með tengdun-
um varð úr vinskapur okkar í milli,
sem aldrei féll skuggi á. Margrét
bjó á Akureyri fyrir utan síðustu
ár, sem hún bjó á Ólafsfirði.
Heimili Margrétar og Sigurgeirs
manns hennar, sem lést 26. maí
1991, var ávallt opið okkur fjöl-
skyldunni, ef við þurftum að fara
til Akureyrar. Og Sigurgeir var
ólatur að keyra okkur það sem við
þurftum.
Síðast sá ég Margréti sl. sumar.
Ekki eins hressa og árið áður, en
jafnlétta á fæti og handavinnan
ekki langt undan.
Ég held að Margrét hafi átt góð
ár á Ólafsfírði í faðmi dætra sinna,
enda held ég að þær og íjölskyldur
þeirra hafi gert allt til að hún ætti
sem best ævikvöld.
Mig langar að kveðja góða konu
og þakka fyrir þau kynni sem ég
hafði af henni, um leið og ég sendi
Margréti mágkonu minni, Önnu
Maríu, Kötu, Tryggva og fjölskyld-
um þeirra innilegustu samúðar-
kveðjur frá okkur Halldóri.
Helga Bjömsdóttir.
SIGRÚNLÍNA
HELGADÓTTIR
+ Sigrún Lína Helgadóttir
fæddist 2. ágúst 1920 í
Reykjavík. Hún lést 4. janúar
síðastliðinn og fór útförín fram
frá Hallgrímskirkju 12. janúar.
SÚ BRAUT sem lífið liggur á tek-
ur enda eins og hvert annað, amma
okkar hefur lifað þessa braut eins
og hver annar Islendingur. Við
svona tímamót lítur maður til baka
og leitar uppi minningar. í byijun
tíunda áratugar var frásögn hennar
sjálfrar tilefni til ritgerðar um lífs-
stíl íslendings frá 1920 og fínnst
okkur bræðram vert að birta frá-
sögn hennar um æskuár og uppeld-
isár sín eins og heimildir segja til
um.
Fyrstu árin ólst amma upp í nið-
urgrafinni 2 herbergja kjallaraíbúð
á Hverfisgötu í Reykjavík, hún
fæddist 2. ágúst 1920 og vora þau
fjögur í heimili. Kjallaraíbúðin var
hituð upp með kolum, þegar kalt
var í veðri, eldavélin kynt með olíu
og þvottur þveginn á þvottabretti.
Þvotturinn varð mjög hreinn með
því að nota þvottabrettin en brettin
slitu mikið flíkurnar. Það var mjög
erfitt að nota þvottabrettin og þá
sérstaklega þegar rúmfót voru
þvegin.
Þegar heimilisfólkið fór í bað,
var þvottabalinn notaður. En þegar
amma varð eldri, stalst hún í laug-
arnar sem þá voru í Laugardalnum
í Reykjavík. Þessar laugar voru
með heitu vatni og með útiklefum
til fataskipta.
í kjallaraíbúðinni á Hverfisgöt-
unni var ekkert inniklósett heldur
útikamar fyrir utan húsið. Kamar
þessi þjónaði öllum í húsinu, sem
var á fjóram hæðum. Þegar amma
var 6 ára flutti fjölskyldan á Njarð-
argötu 37 og þar var eitt klósett
fyrir allar fjórar fjölskyldurnar,
sem bjuggu í húsinu. Útvarp kom
inn á heimilið, þegar amma var 11
ára. Það þótti mikill munaður þeg-
ar það kom. Útvarpið kom þó ekki
í veg fyrir þann gamla vana að
langafí læsi kvöldsögur fyrir
krakkana þegar þau vora komin
upp í rúm og þau sofnuðu svo út
frá.
Ömmu minnir að rafmagn hafi
verið á heimili hennar frá fyrstu
tíð en þó notað sparlega. Maturinn
á heimili ömmu var ekki fjölbreytt-
ur, það var hafragrautur, slátur,
mjólkurgrautur, kæfa og sunnu-
dagsmaturinn var kjöt og kjötsúpa.
Skólaganga ömmu var ekki löng
miðað við hvernig hún er hjá böm-
um almennt í dag. Hún fór einn
vetur í tímakennslu hjá Dómhildi
Briem við Hverfisgötu, þegar hún
var 5-6 ára. Þar varð hún læs. Síð-
an var hún fjögur ár í Austurbæjar-
skóla. Þar var kenndur reikningur,
danska, kristinfræði, íslenska,
enska og landafræði.
Þegar amma var um 10 ára,
sendi langafi hana í vist til Hafnar-
Qarðar, svo fæða þyrfti færri
munna á heimilinu. Þegar vistinni
lauk fékk amma í laun einn kjól
og strigaskó. Langafi vann við það
að kynda og þurrka físk í útgerðar-
fyrirtækinu Kveldúlfi. Þar vann
amma þegar hún var 12 ára. Hún,
ásamt strák, vann við það að bera
fiskinn til kvennanna, sem þvoðu
svo fiskinn. Þar voru engin færi-
bönd og því var allt borið með hönd-
unum. Hún segir að þetta hafi ver-
ið mikill þrældómur.
Um fermingu vann amma í fisk-
vinnslunni Iðunni í Reykjavík, við
að breiða út saltfisk til sólbökunar.
Fiskurinn var breiddur út og sólin
látin þurrka hann. Síðan var fiskur-
inn tekinn saman á brettum. Brett-
in síðan borin af tveim mönnum
til kvennanna sem stöfluðu fiskin-
um. Saltfiskurinn var síðan keyrður
út. Sólbakaður saltfískur þótti hið
mesta lostæti og þykir en í dag.
Þegar amma var 15 ára var hún
send í sveit á bæinn Gilja í Hvols-
hreppi. Hún minntist þess sérstak-
lega að fjósið var torfhús svo og
bærinn.
Á uppvaxtarárum ömmu var far-
ið að gefa út dagblöð, en hún man
þó ekki eftir að hafa fengið dag-
blöðin send heim, því þau voru
munaðarvara á þeim tíma.
Þegar amma var 18 ára kom að
því að hún stofnaði sína eigin fjöl-
skyldu. Bjuggu þau fyrst í foreldra-
húsum ömmu að Freyjugötu í
Reykjavík en fjölskyldan flutti síð-
an i sitt eigið hús að Smálöndum
í Mosfellssveit.
Þegar amma var 25 ára kom
kæliskápur fyrst inn á heimili henn-
ar. Fram að þeim tíma var fiskur
sá sem ekki átti að borða strax,
settur í prentpappír, síðan settur
út og þakinn arfa. Þannig geymd-
ist hann ferskur í 3-4 daga.
Fyrstu þvottavélina fékk amma
fyrir u.þ.b. 30 áram. Það var Hoov-
er og þótti mikill munaður því það
létti svo mjög heimilisstörfin og
sleit þvottinum ekki eins mikið.
Fyrir 1950 var engin mjólkurbúð
í Smálöndum. Þá kom mjólkin frá
Korpúlfsstöðum 7 daga vikunnar.
Þessi mjólk var ekki gerilsneydd
eins og hún er í dag. Mjólkin kom
í brúsum sem hver fjölskylda átti
og vora brúsarnir í kassa sem stað-
settur var í miðju hverfínu. Fólkið
kom svo og sótti hvert sinn brúsa
en setti tóman brúsa í staðinn. Á
þessum tíma var einnig aðeins einn
sími í öllu hverfínu, sem var sveita-
sími.
Kringum 1958 fékk fjölskyldan
svo sinn fyrsta síma inn á heimilið.
Það var sveitasími. Það var ekki
fyrr en 1962 sem þau fengu síma
með skífu.
Amma vann í fiskverkun hjá
Júpíter og Mars til 1971. Þá var
allt komið á færiband og öll vinna
orðin mikið léttari. Tæknin var að
hefja innreið sína og er enn í dag.
Frásögn ömmu um sína ævi,
okkur til handa, styrkir rætur okk-
ar og uppruna. Frásögn hennar og
lífsmunstur hefur mótað sitt rými
í ættarkistu okkar. Takk amma.
Hlynur og Hilmir Guðmunds-
synir og fjölskyldur þeirra.