Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 30
_ ^30 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON + Sigurður Kári Jóhannsson fæddist 21. janúar 1916. Hann lést 28. september síðast- liðinn. Utför hans fór fram í kyrrþey 8. október. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigríður Halldórs- dóttir, f. 30. sept- ember 1880, d. 6. maí 1947, og Jó- hann Ögmundur Oddsson, f. 12.fe- brúar 1879, d. 25. október 1964. Þau eignuðust 7 böm og var Sigurð- ur Kári 6. í röðinni. Þau eru: 1) Oddrún, f. 25. nóvember 1905 d. 8. janúar 1926. 2) Sig- ríður Aðalheiður, f. 5 nóvember 1908 d. 2. desember 1968. 3) Kjartan Ólafsson, f. 19. septem- ber 1910 d. 28. október sama ár. 4) Kjartan, f. 17. desember 1911 d.23. ágúst 1932. 5) Skarp- héðinn, f. 7. apríl 1914 d. 18. mars 1970. 6) Sigurður Kári, 7) Bergþóra, f. 27. febrúar 1918 og lifir hún ein bróður sinn. Sigurður Kári kvæntist 6. desember 1941 eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Ingibjörgu Guðjónsdóttur, f. 6. janúar 1916. Þau eignuðust 3 dætur og eiga nú 9 bamaböm og eitt barnabarnabarn. Þau eru: 1) Jóhanna Sigríður, f. 16. októ- ber 1942. Maki I. Sigfús J. Árnason, f. 20. apríl 1938. Þau skildu. Synir þeirra era: Sig- urður Kári, f. 12. september •*- 1962. Maki Margrét Sigfúsdótt- ir. Ámi Jón, f. 22. janúar 1969. Sambýliskona Anetta Scheving. Pétur Jóhann, f. 21. apríl 1972. Sigfús Róbert, f. 25. nóvember 1974. Maki II. Jón Erlendsson, f. 29. apríl 1940. Börn þeirra em: Steinn, f. 22. apríl 1978. Unnusta Kristín Dögg Höskulds- dóttir. Katrín, f. 13. september 1979. 2) Nanna Kolbrún, f. 6. apríl 1947. Maki Smári Svanberg Sigurðsson, f. 3. ágúst 1947. Synir þeirra eru: Hannes Þór, f. 25. nóvem- ber 1967. Maki Steinunn Jónsdótt- ir. Dóttir þeirra er Nanna Katrín, f. 6. desember 1994. Sig- urður Víðir, f. 18. maí 1969. 3) Guðrún Erla, f. 11 febrúar 1957. Maki Þorgeir J. Andrésson. f. 5. janúar 1947. Dóttir: Guðrún Ingibjörg, f. 16. apríl 1993. Sigurður Kári og Ingibjörg hófu búskap í Reykjavík og bjuggu þar fyrstu 17 árin. Síðan fluttu þau út á land og áttu heima á Seyðisfirði 1958-1959, Sauðárkróki 1959-1965 og Sandgerði 1965-1970. Árið 1971 fluttu þau aftur til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Sigurð- ur Kári fór ungur til sjós og lauk prófi frá Stýrimannaskó- lanum 1940. Hann stundaði sjó- mennsku í 23 ár bæði á fiskibát- um og togurum. Árið 1955 sótti hann fiskiðnaðarnámskeið Fiskifélags íslánds og stafaði eftir það við verkstjórn og fisk- mat I frystihúsum víða um land. Árin 1971-1985 starfaði hann sem afgreiðslumaður og við útbreiðslu Bamablaðsins Æsk- unnar. Síðustu tvö starfsárin var hann dómvörður í Saka- dómi Reykjavíkur. Sigurður Kári var virkur félagi í Góð- templarareglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann hefði orðið áttræður I dag. í DAG 21. janúar hefði pabbi minn orðið áttræður ef hann hefði lifað. Hann var sjómaður á sínum yngri árum og þegar ég var lítil stelpa vissi ég áð þótt hann færi á sjóinn kæmi hann alltaf aftur til mín og mömmu. En nú er hann farinn í sína síð- ustu sjóferð og leiðsögumaður hans er Drottinn sjálfur, og úr þessari sjóferð kemur pabbi ekki aftur til okkar mömmu. Nú er ekkert hægt að segja við hann og öll orð sem sögð hafa verið standa og verða ekki aftur tekin. Myndir úr minn- ingunni skjótast fram, ég var fyrsta stelpan hans pabba og hann var stoltur faðir sem naut þess að labba niður í miðbæ eða niður að höfn, haldandi í litlu höndina mína. Oft átti hann leið um borð í skipið sitt og var oft erfitt að klöngrast um borð en allt fór ég með honum og var aldrei hrædd. Osjaldan fór pabbi t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi, MIKAEL EINARSSON, Stórholti 8, Akureyri, lést á Hjúkrunarfieimilinu Seli að morgni 19. janúar 1996. Jarðarförin auglýst síðar. Þórlaug Björnsdóttir, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, Trausti Jóhannsson, Stella og Roland Möller, Hjördís og Gunnlaugur Briem, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR MAGNÚSSON múrarameistari, Lindargötu 57, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15. Júlíana Erla Hallgrfmsdóttir, Örn Ingimundarson, Magnús A. Hallgrímsson, Halla H. Hallgrímsdóttir, Sæþór L. Jónsson, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson, Bergljót Sigvaldadóttir, Elvar Hallgrfmsson, Inga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. með mig í bæinn og dressaði mig upp í Haraldarbúð. Pabbi var sér- stakur smekkmaður og valdi á mig fallega kjóla fram á fullorðinsár. Eitt sinn keypti hann kjóla á okkur allar mæðgurnar, þ.e. mömmu og okkur stelpurnar þijár. Hann sagð- ist oft eiga þijár rósir en þær væru dýrar í rekstri. Pabbi var mikill spaugari og fljót- ur að koma auga á hið skoplega í daglega lífinu. Eitt sinn fannst hon- um ég hafa þyngst skuggalega mikið og hafði á orði að það færi að styttast í að ég yrði einn tíundi úr tonni. Þegar haldið var upp á sextugsafmæli pabba 21. jan. 1976 var mikil ófærð á götum Reykjavík- ur. Við urðum að selflytja ijóma- tertur í leigubíl upp í Templarahöll þar sem veislan var haldin. Bíllinn hoppaði og skoppaði á snjóbungun- um, þá sagði pabbi eitthvað á þá leið við bflstjórann: „Farðu varlega, vinur, annars færðu ijómatertu í hausinn." Ég sakna þess að geta ekki leng- ur átt von á því að sjá pabba á göngu í bláu úlpunni með loðhúfuna í Vesturbænum og labba með hon- um heim á „Holsó“, koma við í Svalbarða og kaupa harðfisk, laga sér sterkt kaffi og spjalla um allt og ekkert, gamla tíma og nýja og veltast um af hlátri. Allt vestast í vesturbænum minnir á pabba, þröngu sundin, sjórinn, lyktin úr fjörunni þar sem ég sat oft lítil stelpa og kallaði út á hafið: „Pabbi“ og hélt að hann heyrði það. Pabbi tók þátt í gleði minni og sorg og fylgdist með öllum stórum stundum í lífi mínu og reyndi að koma inn í aðstæðumar eins og þær voru hveiju sinni og rétti hjálpar- hönd. Hann gladdist yfir hveijum strák sem fæddist hjá okkur systr- unum þótt hann segðist orðinn hálf- leiður á að labba með blá barnaföt upp á fæðingardeild. Og mikil var gleði hans þegar Kata mín fæddist og Ingibjörg litla hjá Erlu systur minni. Það var yndislegt að sjá gleð- ina skína úr andliti hans þegar hann sat með Ingibjörgu litlu í fang- inu og var að kenna henni að þekkja spilin. Og fyrir ári eignaðist hann fyrsta langafabarnið, hana Nönnu Katrínu sem gladdi langafa með rósinni frá Ameríku sem stóð í vasa á spítalanum allt þar til hann andað- ist. Pabbi hafði góða heilsu þar til fyrir níu árum að hann greindist með krabbamein. Upp frá því var eins og alltaf lægi eitthvað í leyni en hann kvartaði aldrei og barðist hetjulega fram til hinstu stundar. Síðustu mánuðirnir urðu honum erfiðir, hann var eins og slökkt hefði verið á honum og það var þreyttur maður sem fékk hvfldina 28,_ sept. sl. Ég þakka pabba mínum fyrir allt sem hann var mér, bæði sem faðir og vinur. Hann var góður og heilsteyptur maður sem ekkert aumt mátti sjá. Hann vildi öllum hjálpa og gott gera, sér í lagi þeim sem áttu erfitt. Mér þykir fara vel á því að ljúka þessum minningabrotum með orð- um Páls postula er hann segir: „Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið." Þín dóttir Jóhanna Sigríður. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Sigurðar Kára Jóhanns- sonar, í nokkrum orðum. Hann hefði orðið áttræður í dag 21.jan- úar, ef honum hefði auðnast heilsa og líf. Ég kynntist Sigurði Kára fyrir tæpum þijátíu árum. Hann var sérstæður persónuleiki og ógleym- anlegur. Þeir sem þekktu hann best kunnu vel að meta mannkosti hans. Hann var ekki með málalengingar eða óþarfa tafir við það sem þurfti að framkvæma. í viðmóti var hann hógvær og virtist stundum allt að því hlédrægur. Það fór þó ekki á milli mála að Sigurður Kári hafði mjög ákveðnar skoðanir á flestum málefnum og tjáði hug sinn tæpi- tungulaust. Á yfírborðinu virtist hann stundum hijúfur og bein- skeyttur. En við nánari kynni varð mér æ betur ljóst að þarna fór góð- ur og hlýr maður. Eftir því sem tíminn leið kynntumst við betur og tengdumst vináttuböndum. Við vor- um oft á sömu bylgjulengd og þurft- um ekki mörg orð til að skilja hvor annan. Þegar synir mínir fæddust reynd- ist hann þeim góður og umhyggju- samur afi. Þá kynntist ég því fyrst hversu auðvelt hann átti með að nálgast börn. í hugann kemur mynd af afanum og tveimur litlum drengj- um sem eru í spennandi leik. Þeir eru þrír vaskir kafarar á hafsbotni að fást við þrekvirki sem karlmönn- um einum sæmir. Leikurinn gerist í stofu á heimili foreldranna. Dreng- imir em þriggja og fjögurra ára. Allir þrír skemmta sér konunglega. Kafaraleikirnir og ýmsir aðrir þeim líkir voru vinsælir þegar afi kom í heimsókn. Síðan þróaðist samvera þeirra þegar drengimir stálpuðust og fengu að taka þátt í hugðarefni afa, veiðiferðunum. Sigurður Kári hafði sérstaka unun af því að veiða silung á flugu í vötnum. Hann naut þeirrar sérstöku kyrrðar sem fylgir slíkri veiði og fegurðar íslenskrar náttúru. Þær vora ófáar ferðirnar sem drengimir fóra með afa sínum til að læra réttu handtökin við fluguveiðar. Þessu hugðarefni sinnti Sigurður Kári einnig að vetr- inum þegar hann hnýtti flugur og undirbjó veiðiferðir komandi sum- ars. Ævistarf Sigurðar Kára var að mestu tengt sjávarútvegi og físk- vinnslu. Hann fór til sjós 15 ára að aldri. Fyrst sem léttadrengur, síðar sem háseti og stýrimaður á toguram og síldveiðiskipum. Á þessum áram var sjósókn oft bæði hættuleg og erfið. Állur aðbúnaður sjómanna mun lakari en þekkist nú svo og starfskjör öll. Þessi skilyrði mótuðu og hertu ungan mann. Þeg- ar Sigurður Kári var 25 ára kvænt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Ingibjörgu. A þeim árum sem Sigurður Kári stundaði sjó- mennsku fæddust eldri dæturnar Jóhanna Sigríður og Nanna Kol- brún. Tími til samvista við ijöl- skyldu var lítill. Stans milli sjóferða var oft og tíðum aðeins um það bil sólarhringur. Ingibjörg var manni sínum góð kona og hvíldi heimilis- haldið og uppeldi dætranna mest á hennar herðum. Þegar Sigurður Kári var rúmlega fertugur að aldri fæddist yngsta dóttirin Guðrún Erla. Um svipað leyti stóð hann frammi fyrir því að skipta um starfsvettvang. Sjómennskuárin voru að baki. Sigurður Kári fór á námskeið í fiskiðn og hóf störf við fiskmat og verkstjóm í frystihúsum. Hann starfaði sem slíkur í Sand- gerði, á Seyðisfirði og Sauðárkróki. Fjölskyldan þurfti að flytjast búferl- um og aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum. Þá reyndi á samheldni og samstöðu fjölskyldunnar. í öllum þessum breytingum stóð Ingibjörg traust við hlið mannsins síns. Sig- urður Kári átti sérstaklega auðvelt með að fá fólk til samstarfs og var hann virisæll verkstjóri. Þar komu mannkostir hans vel í ljós. Hann lagði sig fram um að finna störf er hæfðu getu starfsmanna. Dæmi era um að fólk sem hafði átt erfitt uppdráttar af ýmsum ástæðum gat skilað nýtu verki undir hans leið- sögn. Umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín, réttsýni og kímni einkenndu störf hans öll og daglegt viðmót. Hann var hnittinn og skemmtilegur í tilsvöram. Á sex- tugsaldri breytti Sigurður Kári enn um starfsvettvang. Hann tók þá að sér starf við afgreiðslu og út- breiðslu Barnablaðsins Æskunnar. Þetta starf var honum mjög kært þar sem það var samofið uppruna hans og uppeldi. Foreldrar hans vora í framvarðasveit Góðtemplara- reglunnar um langt skeið. Jóhann Ögmundur faðir hans hafði verið framkvæmdastjóri Æskunnar og afgreiðslumaður. I starfí sínu við Æskuna tengdist Sigurður Kári aftur hugsjónastarfi foreldra sinna. Hann eignaðist marga góða kunn- ingja og vini á öllum aldri í gegnum starfið. Síðustu tvö starfsárin var hann dómvörður í Sakadómi Reykjavíkur. Hanri hætti launa- vinnu 70 ára og um svipað leyti greindist hanri með krabbamein. Á þeim áram sem fóru í hönd hægð- ist á öllu. Glíman við sjúkdóminn tók sinn toll en Sigurður Kári gat einnig notið þess að sinna hugðar- efnum sínum og samvera við fjöl- skylduna. Hann hafði alla tíð verið liðtækur við heimilisstörf og var mjög góður kokkur. Matarboðin hans vora eftirsótt og ógleymanleg. Sigurður Kári lést aðfaranótt 28. september síðastliðinn. Hann hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin. Baráttu sína háði Sig- urður Kári af æðraleysi og þraut- seigju. Það var ekki hans lífsmáti að íjargvirðrast yfir því sem óumf- lýjanlegt var. Hann ræddi ekki mik- ið um sjúkdóminn en gekk þess ekki dulinn að hveiju stefndi. Síð- ustu mánuðina sem hann lifði var Sigurður Kári að mestu rúmliggj- andi en gat samt dvalið heima. Naut hann þar aðhlynningar eigin- konu og dætra. Tengdasynir og barnaböm lögðu einnig sitt af mörkum til að létta undir og fá að njóta samvista við hann. Kærleiks- rík samvera fjölskyldunnar, að- hlynning yngsta barnabarnsins Guðrúnar Ingibjargar, sem strauk og klappaði á sængina hans afa, gladdi hann mikið. Alltaf gætti hann þess að eiga eitthvað góm- sætt undir koddanum til að bjóða henni á eftir. Eina langafabarnið, Nanna Katrín, var fætt í Ameríku á brúðkaupsdegi hans og langömmu 1994. í september náðu þau að hitt- ast í annað og síðasta skipti. Lang- afí var glaður við endurfundina, sló á létta strengi og þótti vænt um ,ameríkurósina“ sína. Þrátt fyrir að hann væri farinn af likamskröftum var hinn andlegi máttur óbugaður fram á síðustu stund. Þessi síðasti tími var okkur öllum mikilvægur, ekki síst nú þegar hann er allur og kveðjan er endanleg. Þegar kallið kom var hann í stuttri hvíldardvöl á Öldranardeild Landspítalans að Hátúni 10. Kvöldið áður en hann lést hafði fjölskyldunni verið til- kynnt að heilsu hans færi ört hrak- andi. Eiginkona og dætur fóra þá til hans og dvöldu hjá honum um kvöldið. Þær kvöddu hann af þeirri fegurð og hlýju sem þeim er gefið að veita. Það má með sanni segja að þessar síðustu stundir hafi verið lýsandi fyrir þá ást og umhyggju sem Ingibjörg og dætumar bára til eiginmanns og föður. Hann er nú kvaddur með hjart- ans þökk og geymdar hugljúfar minningar um mætan mann. Smári S. Sigurðsson. Þegar mér barst fregnin um að nú væri hann afí minn dáinn, laust niður þungum harmi í bijóst mér. Nú er lagður til hinstu hvílu minn besti vinur og sálufélagi í gegnum tíðina. Ég gat alltaf leitað til hans þegar eitthvað bjátaði á. Þrátt fyrir mikla sorg við fráfall afa, gætir líka, á vissan hátt, léttis í hjarta mínu yfir því að nú hafí hann fengið lang- þráða hvíld, eftir margra ára hetju- lega baráttu við banvænan sjúk- dóm. Að leiðarlokum er margs að minnast, einkum þess að strax á fyrstu tveimur árum ævi minnar var ég alveg hjá afa mínum og ömmu, þá mjög mikið veikur. Þá gekk afi með mig um gólf, til þess að róa mig þegar óværðin kom yfir mig á nóttum. Ég man afskaplega lítið, ef þá nokkuð, eftir þessu tíma- bili, sökum þess hve ungur ég var, en foreldrar mínir segja mér að svona hafi þetta nú gengið til. Hins vegar man ég mjög vel eft- ir því þegar þriðji afmælisdagur minn rann upp. Daginn bar upp á sunnudag. Afí og amma gáfu mér nefnilega þríhjól í afmælisgjöf. Að vonum var ég mjög spenntur yfir hjólinu, en gallinn var bara sá, að það var messa í kirkjunni heima þennan dag. Ég hafði náttúrlega enga eirð í mér til þess að sitja kyrr í messunni, þannig að það endaði með því að ég var látinn yfirgefa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.