Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þeir sem undirbúa sig undir náttúru- hamfarir eru líklegri til að lifa þær af. En hvemig skyldi almenningur standa að vígi? Veit fólk hvemig bregðast á við? Hildur Fríðriksdóttir komst að því að Al- mannavamir hafa ekki upplýst íbúa á höfuðborgarsvæðinu markvisst um við- brögð við náttúm- hamfömm þrátt fyrir að menn geri sér grein fyrir að vem- legra áhrifa geti gætt þarvegnajarð- skjálfta og eldgosa. NÁNAST hvergi í heim- inum má búast við eins margbreytiieg- um náttúrúhamför- um og hér á landi. íslendingar geta búist við að lenda í jarðskjálftum, eldgosi, jökulhlaupi, sjávarflóðum, ofsaveðri og/eða snjóflóðum allt eft- ir búsetu. En er landinn eins vel undirbúinn og vænta má? Líkur má leiða að því að almannavarnanefnd- ir, björgunarsveitir, hjúkrunarfólk eða í einu máli „kerfið" sé nokkuð vel í stakk búið en hinn almenni borgari er ekki vel með á nótunum. Tveir norskir sérfræðingar í áfallahjálp sem staddir voru hér á landi nýlega bentu á að einn milljarð- ur manna hefði lent í náttúruham- förum. „Maður getur velt fyrir sér hvað eru náttúruhamfarir og hvar sá þáttur að vernda fólk hafi brugð- ist,“ sögðu þeir. Þeir lögðu áherslu á að þeir sem væru meðvitaðir um hættur og vissu hvemig bregðast ætti við hverju sinni hefðu mun meiri möguleika á að komast óskaddaðir úr hamförum bæði á sál og líkama en hinir óviðbúnu. Hvað með það? Það hefur ekki verið sterka hlið íslendinga að undirbúa sig fyrir það sem kemur „einhvern tímann". Sér- fræðingar sem rætt var við bentu einnig á að ákveðin vörn manns- sálarinnar fælist í því að ræða ekki óhugnanlega atburði. Flestir koma með þau rök að værum við alltaf að hugsa um hætturnar myndum við ekki búa hér á landi. Á það má þó benda að geysilegur munur er á áð hugleiða van'dlega einu sinni með MEGINÞÆTTIR NÁTTÚRUFARSLEGRAR HÆTTU í LANDNÝTINGU Snjóflóð, aur- og bergskriður Helstu svæði snjóflóða, aur- og bergskriðna mörk Rísandi strönd, mörk óviss Flóð og sjávar- stöðubreytingar Helstu flóða- og jökulhlaupasvæði Eldvirkni Eldsuppkomusvæði Áhrifa getur gætt langt út fyrir upptakasvæðin <5 ■ V \ \ W ' \ . - w S} Jarðskjálftar Svæði þar sem vænta má öflugra áhrifa jarðskjálfta Svæði þar sem vænta má vægari áhrifa jarðskjálfta Uppdráttur þessi er byggður á sögulegum gögnum. Jarðskjálftahættusvæði jaðra við Reykjavík og Akureyri og falla þeir staðir því undir óvissu nákvæmn- innar í þessum fræðum. Utan skyggðu svæðanna eru ekki til heimildir um skaða af völdum jarðskjálfta, þó þar með sé ekki hægt að kalla þau hættulaus að þessu leyti. fjölskyldu sinni - eða því fólki sem maður ber ábyrgð á - hvernig bregð- ast á við náttúruvá eða að velta sér daglega upp úr að „stóri skjálftinn" eða aðrar hættur séu væntanlegar. Hverri fjölskyldu ætti að vera eðlilegt að kynna sér hvaða náttúru- hamförum búast megi við í hennar byggðarlagi. Nauðsynlegt er að benda börnum á hvað burðarveggur er og hvar þeir eru í húsum. Að eiga tiltækt vasaljós með rafhlöðum. Ut- skýra að taka eigi sundtök í snjóflóð- um, að ekki megi hlaupa út úr húsi þurfí að fara upp eða niður stiga þegar jarðskjálfti ríður yfir og aldrei megi taka lyftu í jarðskjálfta. Fólk þarf að hafa í huga að velja svefn- stað undir burðarvegg en ekki hlöðn- um vegg. Gæta þarf þess að hil- lusamstæða eða aðrir þungir hlutir geti ekki hrunið ofan á rúm. Ef hætta er á snjóflóði á ekki að dvelja í kjöllurum húsa nema þeir séu alveg niðurgrafnir og með steypta loft- plötu o.s.frv. Einn þeirra sem hefur undirbúið fjölskyldu sína er Hafþór Jónsson aðalfulltrúi hjá Almannavörnum rík- isins, enda kveðst hann ekki verða heima hjá sér ef náttúruhamfarir eru fyrirsjáanlegar. En hvemig skyldu fjölskyldur björgunarsveitarmanna, lögreglu, hjúkrunar- og fjölmiðla- fólks vera undirbúnar? Átak gert fyrir 20 árum Fyrir nær tveimur áratugum kom út skýrsla Almannavarnaráðs þar sem vakin var rækileg athygli á þeirri hættu sem vofir yfir Suður- landi. 1 kjölfar hennar var gerður ýmis viðbúnaður varðandi bygginga- reglugerðir. Einnig eru til neyðar- Lögun húss skipt- ir máli LÖGUN mannvirkis hefur mikið að segja varðandi mótstöðu þess gagnvart jarðskjálftaálagi. Það eru hin kassalöguðu, sam- hverfu hús sem standast jarðskjálfta best. Því meiri sem ósamfellan er í arki- tektúr, eða lögun hússins, því meira veikir það mót- stöðu þess. Þetta á við ósamfellur í öllum flötum húsa; lóðrétt, lárétt og til allra hliða. Mismunandi byggingarstíll og bygg- ingarefni hafa mismun- andi massa o g stífni og sveiflast því á mismunandi hátt. Hver samfelldur byggingarhluti hefur til- hneigingu til þess að sveiflast á sinn hátt og samskeyti þessara mis- munandi byggingahluta eru veikir punktar í mann- virkinu. (Handbók Landsbjargar um rústabjörgun). áætlanir fyrir allar byggðir á þessu svæði. Æfingar hafa verið haldnar, brýr styrktar og nýrri brýr sérhann- aðar. Sömuleiðis gerði Landsvirkjun ýmislegt varðandi hönnunarforsend- ur virkjana og línulagnir frá virkjun- um til höfuðborgarsvæðisins. í kjöl- far umræðu um Suðurlandsskjálfta 1978 var lögð svokölluð ofanbyggð- arlína sem kemur niður í Hvalfjörð til að forða því að allar línur liggi um Suðurland eins og áður hafði verið. Lögnum í stöðvar- húsum virkjana var breytt þannig að þær eru ekki eins viðkvæmar fyrir álagi af völdum jarðskjálfta. Að sögn Hafþórs Jóns- sonar hefur bæklingum verið ítrekað dreift til almennings í Ámes- og Rangárvallasýslum og á Húsavík. Hann bendir á að því mið- ur lendi stór hluti bæklinga fljótlega í ruslafötum. Einnig segir hann að Almannavarnir hafi dreift mynd- bandinu Vörn gegn vá til skóla á öllum snjóflóðasvæðum og á helstu jarðskjálftasvæðum. Hvað með höfuð- borgarsvæðið? Þéttbýlissvæðið við Faxaflóa, þar sem þorri landsmanna býr, hefur kannski verið hvað helst afskipt varðandi markvissar upplýsingar til einstaklinga. Að sögn Páls Imslands jarðfræðings, sem hefur í mörg ár unnið að rannsóknum á náttúruvá af ýmsum toga, má fólk á þessu svæði eiga von á flóðum við strönd- ina, sem fylgja hárri sjávarstöðu og sterku landveðri. „Einnig má nefna jarðskjálfta sem eiga upptök sín i nágrenni svæðisins frekar en á svæðinu sjálfu. Þá eru eldfjöll í ná- grenninu sem geta haft áhrif, kannski fyrst og fremst með gjósku- falli. Það er kannski ekki hættulegt en getur haft truflandi áhrif á um- ferð og hreinleika loftsins. Sums staðar má eiga von á hraunrennsli, sem gæti skemmt lagnir svo dæmi séu tekin.“ Páll segir að fræðsla og upplýsingaflæði sé innan faghópa eða kerf- isins sjálfs en almenning- ur hafi óneitanlega orðið útundan. Hann bendir á að Al- mannavarnir séu ekki gamalt fyrir- brigði og uppbygging þess hafi verið í samræmi við þá fjármuni sem í þær hafi verið veittar. „Varnarkerfin hafa ekki endanlega verið byggð upp og sá þáttur að uppfræða almenning er alveg eftir,“ sagði hann. „I sjálfu sér hefur ekki verið unn- ið mikið í því enn sem komið er að kynna sérstaklega viðbrögð gegn jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu vegna.þess að Reykjavík hel'ur ekki verið talin sérstakt áhættusvæði fyrr en á allra síðustu árum,“ sagði Haf- þór Jónsson. Hann segir að aftur á móti hafi farið fram æfing árið 1990 með almannavarnanefndum á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru undirbúnir hafa meiri möguleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.