Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 13 LISTIR Sveinn Einarsson rekur leiklistarsöguna í Listaklúbbnum Stiklað á stóru í léttum dúr SAGA LEIKLISTAR á íslandi nefnist dagskrá sem Sveinn Einars- son leiklistarfræðingur hefur um- sjón með í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans næstu tvö mánudagskvöld, 22. og 29. janúar. Fyrra kvöldið mun Sveinn fjalla um upphaf leik- listar á Islandi og reka söguna fram á þessa öld. Seinna kvöldið mun hann svo halda áfram þar sem frá var horfið og reka söguna fram á okkar daga. Sveinn hefur ritað sögu íslenskrar leiklistar í tveimur Hrafn Friðrik Þór Gunnlaugsson Friðriksson Aðalfundur Samtaka kvik- myndaleikstjóra Lýst eftir framtíð- arsýn STJÓRN Samtaka kvikmyndaleik- stjóra var kosin einróma á aðal- fundi sem haldinn var 13. janúar síðastliðinn. Hana skipa Hrafn Gunnlaugsson formaður, Friðrik Þór Friðriksson varaformaður, Þráinn Bertelsson ritari, Hilmar Oddsson gjaldkeri og Jón Tryggva- son meðstjórnandi. Tilgangur samtakanna er meðal annars að standa vörð um höfund- arrétt kvikmyndaleikstjóra og veija listrænt og ijárhagslegt frelsi þeirra og gæta hagsmuna þeirra gagnvart opinberum aðiluin, auk þess að vinna að því að bæta að- stöðu til skapandi kvikmyndagerð- ar og efla hlutverk leikstjórans sem höfundar. í frétt frá samtökunum segir: „Mikil eindrægni ríkti á aðalfund- inum og var stjórninni falið að hafa forystu um að móta tillögur um heildarstefnu í málefnum kvik- myndagerðar á íslandi, í samvinnu við önnur fagfélög kvikmynda- gerðarmanna. Lýst var eftir fram- tíðarsýn, bæði hvað varðar kvik- myndir og sjónvarp á Islandi, en miklir breytingartímar í þeim efn- um ganga nú yfir.“ Samtök kvikmyndaleikstjóra eru aðili að norrænum og alþjóð- legum samtökum kvikmyndaleik- stjóra. ------------- rA - kjami málsins! bindum, það fyrra kom út hjá Menningarsjóði árið 1991 en það seinna er væntanlegt. „Það verður stiklað á stóru í leiklistarsög- unni í léttum dúr,“ sagði Sveinn í samtali við blaðamann, „leik- ararnir Jóhann Sigurð- arson og Ragnheiður Elfa Arnardóttir munu lesa bæði úr gagnrýni, endurminningum og leikritum og svo verð- ur líka leikið og sungið en okkur til aðstoðar verður jóhann G. Jó- hannsson, tónlistarstjóri Þjóðleik- hússins. Þetta verður því ijölbreytt dagskrá og til þess ætluð að vekja athygli á því að margt skemmtilegt hefur gerst í tengslum við leikhús- ið í gegnum tíðina. Sömuleiðis vildi ég minna á að þarna er menningar- sögulegur fróðleikur sem er í sterk- um tengslum við aðra þætti menn- ingarsögunnar. Ég ætla hins vegar ekki að hafa þetta mjög formlegt, þetta verður meira spjall ásamt því sem leikararnir grípa inn í þegar það á við.“ Sveinn segist ekki ætla að binda sig við einstaka höfunda. „Höfund- unum hefur verið sinnt mikið í bókmenntasögunni en öðrum þátt- um leiklistarsögunnar hefur ekki verið veitt jafnmikil athygli. Ég Sveinn Einarsson Ijalla til dæmis um gagnrýni sem var á frekar háu plani fyrr á öldinni. Forsvarsmenn blaðanna, sem voru hinir mestu andans menn, skrifuðu sjálfir gagnrýni en sumir þeirra höfðu beinlínis unnið með leikhúsfólk- inu, eins og Einar Hjörleifsson. Snemma á öldinni koma líka fram fyrstu raunveru- legu leikararnir, listafólk sem hefur leikinn upp úr viðvan- ingskáki á listrænt plan. Þessir leikarar voru viður- kenndir, bæði af blöðum, almenn- ingi og hinu opinbera; Stefania Guðmundsdóttir var til dæmis heiðruð með sérstökum starfslaun- um. Ríkinu þótti þetta skipta máli fyrir menningarþróunina í landinu. En þarna er líka mjög margt skond- ið og skemmtilegt sem kom upp á og sagt verður frá. Sveinn sagðist myndi fara aftur í fomeskju í umfjöllun sinni. „Ég mun fjalla um Eddukvæði en ný- lega hafa komið fram hugmyndir um að þau hafi verið leikin á sínum tíma. Og ég mun fara alveg fram til þessa dags. Við spönnum því langa sögu þessi tvö kvöld." Dagskráin í Þjóðleikhúskjallar- anum hefst bæði kvöldin kl. 20.30. Tímarit • HÉRAÐSRIT Rangæinga fyrir 1995 er komið út. Þetta er 6 árgang- ur ritsins eftir að sýslunefnd og síðar héraðsnefnd Rangæinga tók við út- gáfu þess. í grein sem Þórður Tóm- asson, safnstjóri í Skógum, ritar seg- ir að Sveinn bóndi Sveinsson, bóndi í Gíslakoti undir Austur-Eyjafjöllum, hafi verið forsöngvari í kirkju Austur- Eyfellinga síðast á liðinni öld. Hann þótti hafa söngrödd svo fagra að henni var síðar jafnað við rödd ítalska söngvarans Carusos. Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli á í ritinu tvö ljóð og grein en af öðrum höfundum efnis má nefna Arngrím Jónsson, fyrrum sóknarprest í Odda, sr. Sváfni Sveinbjamarson á Breiða- bólstað, sem ritar um listamanninn Ólaf Túbals, Þór Jakobsson veður- fræðing Pál Imsland veðurfræðing, Vigfús Andrésson kennara í Beija- nesi sem fjaiiar um bókina „Fárund- ir Fjöllum", Ólafíu Ólafsdóttur rit- höfund, Valdimar Böðvarsson frá Butru sem skrifaði ferðasögu fyrir tæpri öld sem hér birtist. Þá er ítar- legt viðtal við ungan Eyfelling, Pálm- ar Inga Guðnason frá Önundarhomi. I ritinu era minningargreinar um alla Rangæinga sem létust á árinu 1994. Ritið er 263 bls. að lengd, prýtt fjölda mynda. Ritnefnd þess erskipuð Margréti Björgvinsdóttur, Sigurði Jónssyni og Guðmundi Sæmunds- syni. Það er sent áskrifendum, en auk þess selt ílausasölu hjá ritnefnd- armönnum og héraðsnefnd Rangæ- inga. íReykjavík fæst ritið í Safnara- búðinni, Frakkastíg 7. Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 10. apríl nk. til: Söngmenntasjóðs Marinós Péturssonar, íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæfiii umsækjanda. Endumýja skal eldri umsóknir. Eldríborqaraferb Abeins kr. til Kanan 22. apríl -39 nœtur 64.660 50 saeón tttbob- 118 daga'oteyv B ók«*u jtrax pr. mann m.v. 4 í íbúb meö 1 svefnherbergi, Corona Blanca. pessi strax ferb upp se\d\st fyrra. 75.860 pr. mann m.v. 2 í smáhýsi, Sonnenland Club. Þjónusta Heimsferba 1. Beint leiguflug án millilendingar. 2. Þrif 5 sinnum í viku á gististað. 3. Spennandi kynnisfer&ir. 4. Islenskir fararstjórar. 5. Islenskur hjúkrunarfræ&ingur. íslenskur hjúkrunarfrœbingur Við tryggjum þér örugga þjónustu í fríinu og íslenskur hjúkrunarfræðingur verður með hópnum allan tímann. Okkur er það ánægja að kynna glæsilega eldri- borgaraferð hinn 21. apríl til Kanarí, þar sem veðrið á þeim tíma er einstaklega gott. Með frábærum samningum höfum vib samið vib gististaði okkar um ótrúleg kjör; þú dvelur í 39 nætur á Kanarí, borgar það sama og fyrir þriggja vikna ferð og færb því 18 daga ókeypis. Undirtektir vib Kanaríferbum Heimsferba hafa verib einstakar í vetur og æ fleiri íslendingar kjósa að dvelja í þessari heillandi paradís. Góöur aöbúnabur Corona Blanca og Donsel gististabirnir hafa verib afar vinsælir mebal farþega okkar og ab auki bjóbum vib nýja, spennandi valkosti núna í vor. Einstök stabsetning í mibbæ Ensku strandarinnar og því örstutt í alla þjónustu. Stórar vel búnar íbúðir og fallegur garbur. HEIMSFERÐIR Innifalib í ver&i: Flugvallarskattar, flug, gisting, feröir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn. Forfallagjald kr. 1.200 ekki innifaliö. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.