Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 41
I DAG
BRIPS
Umsjón Guðmundur l'áli
Arnarson
LIÐSMENN Tímans,
Bjöm Þorláksson og Vign-
ir Hauksson, renndu sér í
snaggaralegu slemmu í
spili dagsins, sem er frá
fjórðungsúrslitum Reykja-
víkurmótsins. Þetta var í
þriðju lotu, í viðureign
Tímans og Landsbréfa.
Vestur gefur; allir á
hættu.
Sjorður
♦ 10875432
¥ K9
♦ K
♦ ÁG9
Vestur
♦ ÁKD
¥ 42
♦ 965
♦ D10974
Austur
♦ G6
¥ 765
♦ DG73
♦ K652
Suður
♦ 9
¥ ÁDG1083
♦ Á10842
♦ 3
Vestur Norður Austur Suður
ÞJ BÞ GPA VH
1 lauf 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu
3 lauf 4 spaðar Pass 6 tíglar!
Pass Pass 6 hjörtu Pass Dobl Pass
í AV voru Þorlákur
Jónsson og Guðm. P. Arn-
arson. Þorlákur kom út
með spaðaás og skipti síð-
an yfir í tromp. Vignir
átti slaginn í borði og not-
aði innkomuna til að
trompa spaða. Fór síðan
inn á tígulkóng og fríaði
spaðann með trompum.
Tók síðan trompin, spilaði
blindum inn á laufás og
lagði upp: 1660 í NS.
Utspilið í spaða var
sagnhafa hjálplegt, en
nánari athugun kom í ljós
að slemman stendur allt-
af, hvað sem kemur út.
Tromp dugir ekki, því þá
má fríspila spaðann á
sama hátt. Sagnhafi gefur
strax spaðaslag. Ef vörnin
trompar aftur út, er spaði
stunginn, önnur láglita-
innkoman notuð til að fría
spaðann og hin til að taka
fríslagina.
En hvað með útspil í
láglit, til dæmis laufi? Þá
fríar sagnhafi tígulinn.
Hann drepur á laufás, tek-
ur tígulkóng, trompar
lauf, tekur tígulás og
trompar tígul. Stingur svo
lauf heim og trompar aft-
ur tígul. Fimmti tígullinn
er nú frír, svo sagnhafi
gefur aðeins einn slag á
spaða.
Á hinu borðinu voru
spiluð fjögur hjörtu, svo
Tímamenn unnu 14 IMPa
á spilinu, en leikinn vann
Landsbréf með 66 IMPa
mun.
Arnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. Á
O U morgun, mánudag-
inn 22. janúar, verður átt-
ræð Valborg Emilsdóttir,
ljósmóðir. Eiginmaður
hennar er Guðmundur
Ólafsson, fyrrverandi
póstur og bóndi frá
Dröngum á Skógar-
strönd, Snæfellsnesi. Þau
hjónin taka á móti gestum
á heimili sínu Borgarholts-
braut 27, Kópavogi á af-
mælisdaginn.
rr\ÁRA afmæli. Á
tlU morgun, mánudag-
inn 22. janúar, verður fimm-
tugur Trausti Svein-
björnsson, rafmagnsiðn-
fræðingur, Álfabergi 14,
Hafnarfirði. Hann og kona
hans Ingveldur Einars-
dóttir taka á móti gestum
í kvöld, sunnudaginn 21.
janúar, í Iðnaðarmanna-
húsinu, Hallveigarstíg 1,
Reykjavík milli kl. 20 og
23.
HOGNIHREKKVISI
„þeHs er /e'iSi'ndaoebur.. takbu mynhiíf.
Með morgunkaffinu
ioi efr
NEI, ég get það ekki VILTU kyssa mig strax
meðan hún stendur eða eigum við fyrst að
þarna og glápir.
skála fyrir heimkomu
minni?
ORÐABOKIN
Hv-Kv
Hvetja - kveðja
EFTIR því sem kv-fram-
burður hefur sótt á hv-
framburð, verður æ
erfiðara fyrir þá, sem
bera hv og kv eins fram,
að greina hér á milli eft-
ir hljóðunum eingöngu.
Ég hef t.d. tekið eftir
því, að menn gera sér
ekki alltaf fulla grein
fyrir muninum á ofan-
greindum sagnorðum
eftir hljóðgildinu einu
saman, þ.e. hvetja —
hvatti — hvatt og kveðja
— kvaddi — kvatt. Hér
getur tveimur orðmynd-
um, þ.e. lh. þt., auðveld-
lega slegið saman, ef
ekki er gætt réttrar staf-
setningar, og merking
sagnanna brenglazt við
það. Þá getur farið svo,
að sá, sem hefur einung-
is kv- í framburði sínum,
skrifi óvart „Liðið var
hvatt á vettvang." Hér
ádiins vegar að vera kv,
þar sem verið var að
kveðja liðið á vettvang,
en ekki hvetja. Þeir sem
bera hv fram sem hv
falla trúlega ekki í þessa
gryfju, því að þeir heyra
hér að öllum jafnaði
skýran mun á og gera
sér grein fyrir þeim
merkingarmun, sem er
hér á milli sagnanna. —
Sá er einmitt kosturinn
við hv-framburðinn, að
auðvelt er að halda svo-
nefndum hv- og kv-orð-
myndum nokkurn veg-
inn aðgreindum. Eitt orð
er þó, sem ég held, að
nær allir landsmenn
muni bera fram með kv,
þ.e. no. /iv/ksaga. Það
er skylt so. að hvika =
hopa, halda ekki fast á
máli sínu. Skyld orð eru
hvikull og hviklyndi.
- J.A.J.
STJÖRNUSPA
eítír Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ertjafnan fús til að leggja
þitt af mörkum fyrirgóð-
an málstað.
Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þér gengur vel í viðskiptum, og ný tækifæri bjóðast, sem vert er að gefa gaum. Ein- hver nákominn er sérlega hjálpfús.
Naut (20. apríl - 20. maí) (fffi Þú nýtur þín sennilega betur heima í dag en ef þú ferð út. Kvöldið verður rólegt en ánægjulegt. Bam færir þér góðar fréttir.
Tvíburar (21. maí - 20.júní) AX' Þú kemur vel fyrir þig orði, og þér tekst fljótlega að leysa deilumál innan fjöl- skyldunnar. Framlag þitt er mikils metið.
Krabbi (21. júnt — 22. júlí) HI6 Þú þarft ekki að biðja afsök- unar þótt þú þurfir tíma útaf fyrir þig. Ef þú vilt njóta kvöldsins, vertu þá heima með ástvini.
Ljón (23. júlí — 22. ágúst) ‘gff Þú ættir að nota frístundim- ar til umbóta heima fyrir í dag. Þegar kvöldar gefst ástinum tækifæri tii að fara út saman.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef vanhugsuð orð þín hafa valdið misskilningi ættir þú að biðjast afsökunar. Reyndu svo að njóta kvölds- ins í vinahópi.
Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að ljúka við heima- verkefni áður en þú býður heim gestum í dag. Njóttu svo kvöldsins heima með fjöl- skyldunni.
Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Smá vandamál kemur upp varðandi samkvæmislífið, en dagurinn verður engu að síð- ur ánægjulegur. Einhugur ríkir hjá ástvinum.
Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) R0 Þótt þú hafir mikinn áhuga á verkefni úr vinnunni, ættir þú að láta það eiga sig í dag og sinna þörfum fjölskyld- unnar.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Verkefni, sem setið hefur á hakanum, þarfnast lausnar í dag þótt þú hafír haft ann- að í huga. Sumir undirbúa langþráð ferðalag.
Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þú afþakkar tilboð um við- skipti sem stríðir gegn sið- ferðiskennd þinni. Astvinir eru að íhuga skemmtilegt ferðalag í vor.
Fiskar (19. febrúar - 20. mars) “S* Þú ættir að hugsa þig um tvisvar áður en þú ákveður að taka tilboði um vafasöm viðskipti sem geta komið þér í koll síðar.
<S><3>
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra staðreynda.
BRIDSSKOUNN
Námskeið á vorönn að hefjast
Byrjendur: Hefst 23. janúar og stendur yfir í 10 þriðjudagskvöld frá kl. 20-23.
Framhald: Hefst 25. janúar og stendur yfir í 10 fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.
Kennslan er byggð upp á fyrirlestrum, sérvöldum æfingaspilum og
spilamennsku undir leiðsögn. Standard-sagnkerfið er lagt til grundvallar á
báðum námskeiðum, en á framhaldsnámskeiðinu er jafnframt lögð mikil
áhersla á vörnina og spilamennsku sagnhafa. Það er fólk á öllum aldri og
af báðum kynjum sem sækir skólann og ekki er nauðsynlegt að hafa með
sér spilafélaga. Vönduð námsgögn fylgja,
Bæði námskeiðin fara fram í húsnæði BSÍ, Þönglabakka I, í Mjódd (3. hæð).
Upplýsingar og innritun
í síma 564 4247 milli kl. 14 og 18 virka daga
Útsala — buxur — peysur — pils — dragtir — kápur — úlpur — blússur
r'ýjTft-’
05
CaituY
tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680.
Útsala — buxur — peysur — pils — dragtir — kápur — úlpur — blússur
fyrir leiðbeinendur
í líkamsþjálfun
Byrjendanámskeið
Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og
undirbúning fyrir eróbikkkennslu.
Námskeiðið er dagana 27. janúar - 2. febrúar.
Nýtt og endurbætt - 50 kennslustundir.
Námsefni: lífeðlisfræði, vöðvafræði, uppbygging
tíma o.m. fl. bóklegt og verklegt.
Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum
eftir hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna
eróbikk.
Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi
þegar þú sækir um!
Láttu skrá þig
strax í síma:
533-3355
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 533-3355