Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
hann hætti því þó fljótlega vegna
starfs síns. „Það var ljóst að það
fór ekki saman,“ segir Örn og
þarf ekki að útskýra það nánar.
En í stjórnmálavafstrinu kynnt-
ist Örn tveimur mönnum sem hann
telur að hafi haft áhrif á sig í starfi
síðar meir. „Þetta voru Oddur heit-
inn Ólafsson og Jón á Reykjum.
Ég lenti tvisvar í kosningabaráttu
með Oddi og það var góður skóli.
Að kynnast þeim var eins og að
fínna gullnámu. Jón var ör til
ákvarðana, framkvæmdi fyrst og
kannaði mörkina síðar. Oddur var
grandvar og varfærinn, en jarðýta
til verka þegar hann fór af stað á
annað borð. Þeir veittu mér mjög
gott veganesti sem hefur nýst mér
vel síðar. Aðallexían var, að heið-
arleiki er númer eitt, tvö og þijú.“
Leggst alltaf eitthvað tíl...
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að mörg fyrirtæki á sviði
byggingarverktöku hafa siglt í
strand, enda háðari efnahagslegu
veðurfari þjóðarbúsins en flest
annað. Örn er spurður hvort það
hafi ekki á stundum verið erfitt.
Hvort sveiflur hafi ekki verið í
starfseminni og hvort fýrirtækið
hafi einhvern tímann verið hætt
komið?
„Það hefur raunar gengið alveg
ótrúlega vel. Eiginlega má segja
að þetta hafi ekki verið sveiflu-
kennt hjá okkur, sem sést best á
háum meðalaldri starfsmanna.
Allar götur síðan 1977 hef ég
verið með stóran hóp manna sem
alltaf hafa fylgt mér. Það leggst
alltaf eitthvað til. Þó lentum við í
því í fyrsta skipti í fyrra, að boða
til fjöldauppsagna. 20 manns var
sagt upp, en við gátum dregið þær
flestar til baka þegar við fengum
Höfðabakkabrúna. Það sama var
á döfinni nú, það stefndi í að við
þyrftum að íhuga uppsagnir aftur,
en þá nældum við í kerskálann í
Straumsvík.
Svona hefur þetta gengið. Það
hefur líka hjálpað til að halda
þessu gangandi, að við höfum ver-
ið með blandaða starfsemi, þ.e.a.s.
við höfum bæði verið á höttunum
með tilboð í verkefni og svo höfum
við einnig verið að byggja sjálfír
og selja. Stundum höfum við íjár-
magnað slík dæmi með lántökum.
Það hefur gengið svona upp og
ofan. Stundum vel, en svo eru
dæmi um að slíkt hafí valdið okk-
ur geysilegum erfíðleikum.
Til dæmis má nefna tvo miðbæj-
arkjarna, annars vegar í Garðabæ
og hins vegar í Mosfellsbæ. í báð-
um tilvikum var farið af stað fyrir
orð og hvatningu bæjarstjórnar-
manna, en reynslan hefur sýnt að
pólitíkin er fallvölt og með nýjum
mönnum kom skortur á tiltrú, auk
þess sem allt umtal breyttist og
málin jafnvel gerð að kosninga-
málum. Bæði verkin hafa verið
stopp í bili og bæði hafa verið lengi
í framkvæmd. Nú horfir hins veg-
ar til betri vegar. Þetta hafa reynst
vera langtímaverkefni og lexían
er sú, að stjórnmálamenn koma
og fara, en mannvirkin staldra við
heldur lengur.“
Nú er mál málanna hjá ykkur
nýi kerskálinn í Straumsvík, hve-
nær hefjast framkvæmdir og
hversu viðamikið er verkið?
„Þær eru þegar hafnar, en við
höfum 11 mánuði til að ljúka verk-
inu. Þetta er kílómetra langur skáli
og veltan í þessu er 740 milljónir.
Ef það segir einhveijum eitthvað
um umfang verksins, erum við að
tala um 18.000 steypurúmmetra
og 2.000 tonn af stáli.“
Eins og andlát
Þegar stórt verk er boðið út,
eru margir um hituna, en aðeins
einn hreppir. Örn er spurður hvort
það sé ekki taugatrekkjandi þegar
tilboðin eru opnuð og lesin. Hann
hlær að spumingunni og það er
tryllingur í augnatillitinu. Það er
augnagota sem ein og sér myndi
nægja sem svar við spurningunni,
en hann segir:
„Aðdragandi tilboðs, til dæmis
vegna kerskálans, innifelur mán-
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
ALLTAFLAGST
EITTHVAÐ TIL
vmapriAiviNNULíF
Á SUNNUDEGI
► Örn Kjærnested er fæddur í Reykjavík 10. nóvember
1948. Hann er líka alinn upp í höfuðstaðnum og var búsettur
þar til ársins 1974, að hann flutti í Mosfellsbæ þar sem
hann býr enn. Frá árinu 1977 hefur hann rekið byggingar-
og verktakafyrirtækið Alftárós, sem nýverið var í
fréttunum sem lægsti tilboðshafi í byggingu hins nýja
kerskála í Straumsvík.
Eftir Guðmund Guðjónsson
’W'T' JÆRNESTEDNAFNIÐ
■A er landsmönnum ekki
■ ókunnugt, ein helsta
hetja íslendinga í síð-
asta þorskastríðinu var Guðmund-
ur Kjæmested, skipherra á varð-
skipinu Tý. Guðmundur er faðir
Amar og þaðan hefur Öm trúlega
það áræði og þor sem þarf til að
standa í starfsgrein sem er stráð
einstaklingum og fyrirtækjum sem
ekki hafa staðist álagið og lagt
upp laupana ef ekki hreinlega far-
ið á hausinn. Móðir Arnar er Mar-
grét Símonardóttir Kjæmested.
Skólagangan var hefðbundin,
Örn lauk gagnfræðaskóla, verk-
námsdeild, og útskrifaðist síðan
sem rafvirki frá Iðnskólanum árið
1968. Pjórum árum síðar var hann
orðinn meistari.
Þátttaka hans í viðskipta- og
atvinnulífínu hófst þó miklum mun
fyrr, „ég byijaði að selja merki
og dagblöð, og að bera_ út dag-
blöð, sem unglingur. Ég vann
ýmis hefðbundin störf til sjós og
lands samhliða skólagöngu, var
m.a. þijú sumur í sveit, á Ketils-
stöðum á Völlum á Héraði og Asi
í Vatnsdal,“ segir Örn.
Eftir að hafa útskrifast rafvirki
var hann fyrst eitt ár hjá Eimskip,
síðan sex ár hjá Heimilistækjum,
þar sem hann stundaði viðgerðir
á heimilistækjum, s.s. þvottavélum
og ísskápum. Þá kynntist hann
manni að nafni Þorvaldur Mawby.
Sá hafði stofnað byggingarsam-
vinnufélag sem hafði að markmiði
og leiðarljósi að byggja og selja
íbúðir á kostnaðarverði. „Ibúðar-
verð var þá mjög hátt og Byggung
átti að skera upp herör gegn því.
Byggung Þorvaldar var í Reykja-
vík, en Órn stofnaði sams konar
fyrirtæki ásamt fleirum í Mos-
fellsbæ og Garðabæ og rak þau á
árunum 1977-1982.
Hvers vegna hætti Örn með
Byggung og hvað tók við?
„Það var sjálfhætt með Bygg-
ung þegar upp var staðið. Það var
gífurleg samkeppni á þessum
markaði og það sem gerðist var
að fijálsi markaðurinn brást við
Byggung og hreinlega drap sam-
keppnina sem við stóðum fyrir.
Það voru nokkur Byggung-fyrir-
tæki á þessum árum og því er
ekki að neita að ansi mörg þeirra
fóru illa. Við vorum svo heppnir
að sjá hvert stefndi í tíma og náð-
um því að slíta starfseminni á núlli.
Ég var ekki á því að hætta á
þessu sviði og keypti því tæki og
eignir Byggung í Mosfellsbæ og
Garðabæ. Eg fékk oft og iðulega
að heyra það síðar að ég hefði
hirt þetta fyrir lítið, en það kom
í ljós að ekkert var hæft í því.
Okkar fyrirtæki var rekið af
myndarskap, við byggðum um 200
íbúðir á þessum árum.
Reyndar hafði ég byijað hjá
Byggung sem verktaki og sam-
hliða því og síðan að reka tvö
þeirra fyrirtækja, hélt ég sjálfur
áfram að bjóða í verk. Ég endur-
byggði t.d. Kjörvalshúsið í Mos-
fellsbæ og var með ýmsar gatna-
framkvæmdir, einnig í Mos-
fellsbæ. Það má samt segja að
verktakaferill minn hafí þó fyrst
komist á fullan skrið árið 1983,
er ég bauð í og byggði síðan fyrstu
blokkina sem Samtök aldraðra létu
reisa í Fossvogi og í kjölfarið á
því bauð ég í Efstaleiti 10-14,
Breiðablik.
Það var ekki lítið verk, samsvar-
ar þriðjungi af Kringlunni. Þegar
ég fékk það verk má segja að ég
hafi verið kominn með eitt af fimm
stærstu verktakafyrirtækjum
landsins," segir Örn, hugsar sig
aðeins um og heldur síðan áfram:
„Þegar við stöldrum aðeins við
byggingu Breiðabliks má ég til
með að geta vinar míns og velgerð-
armanns. Manns sem studdi með
með þvílíkum ráðum og dáðum að
hann lagði hornstein að fyrirtæki
mínu. Það var nefnilega þannig,
að í raun hóf ég minn verktakafer-
il sem unglingur er ég tók að mér
að þrífa og bóna bíla, einkum um
helgar meðfram skólanum. Þá
kynntist ég Sveinbirni Sigurðssyni
byggingarmeistara, sem var og er
vel þekktur, byggði m.a. Borgar-
leikhúsið. Með okkur tókst vinátta
og hann gaf mér snemma góð orð
varðandi viðskiptasambönd, sem
m.a. hefur valdið því að á 19 ára
ferli hef ég að stærstum hluta
verslað við sömu aðilana, t.d.
B.M.Vallá.
Þegar ég bauð í Breiðablik var
ég vissulega með lægsta tilboðið,
en þarna var saman kominn ijóm-
inn af forstjórum borgarinnar og
andspænis þeim stóð nýliði sem
ætlaði að reisa stórhýsið þeirra.
Það leit ekki vel út og það stefndi
í að tilboði mínu yrði ekki tekið.
En þá tók Sveinbjörn sig til og
ritaði ábyrgðarbréf þar sem hann
ábyrgðist að þessi nýliði, þ.e.a.s.
ég, myndi standast allar kröfur,
skila húsinu fullfrágengnu og
hnökralausu á tilsettum tíma.
Þetta hreif, Sveinbjörn er ekki
þekktur að öðru en góðu og ég
fékk verkið fyrir orð hans. Þetta
var mikill vinargreiði. Við Svein-
björn erum ekkert tengdir, aðeins
tryggir vinir og hann hafði greini-
lega trú á mér.
Það var um þetta leyti sem ég
breytti starfseminni í hlutafélag
sem ég skýrði Álftárós. Fyrirtækið
átti að heita Lágafell, sbr. Lága-
fell í Mosfellsbæ, en í ljós kom að
Thor Thors átti það nafn skráð.
Ég átti þá jörðina Álftárós á Mýr-
um og ól með mér draum um að
stunda þar stórfellda hrossarækt.
Það varð ekkert úr því og síðar
seldi ég jörðina. En Álftárós á ég
enn, þ.e.a.s. fyrirtækið.“
Fleiri áhrifavaldar
Örn var snemma stórpólitískur
og aðhylltist kenningar Sjálfstæð-
isflokksins. Hann var 27 ára er
hann flutti í Mosfellsbæ og lét
skjótt til sín taka í sveitarstjórnar-
pólitíkinni. Þar voru fyrir þunga-
vigtarmenn, „Salóme á bæjar-
skrifstofunum og Jón á Reykjum
oddviti. Þegar Jón hætti afskiptum
af sveitarstjórnarmálum var leiðin
greið fyrir Örn í hreppsnefnd, en