Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 11
Hlaut að
vera varið í
þetta, fyrst
allir drukku
Hafði alls
konar ráð til
að útvega
peninga
Nú er ég að
læra mann-
leg sam-
skipti
upp á nýtt
á henni heima hjá kunningja í
Reykjavík. „Ég var í nokkra daga
í einangrun á Dalbraut, áður en
ég fór á Tinda.“.
Ekki gekk betur að fást við
vandann á Tindum, a.m.k. ekki í
fyrstu tilraun. „Ég strauk, var
flutt þangað aftur en svo gáfust
þeir upp eftir tvo mánuði. Ég var
bara að skemma meðferðina fyrir
öðrum. Ég fór auðvitað strax að
drekka og kynntist alltaf fólki sem
var sokkið dýpra og dýpra. Ég
sökk með og reyndi að fremja
sjálfsmorð. Mér leið mjög illa og
ég vildi vera endalaust í vímu, svo
ég fyndi ekki til. Ég var með
hræðilegu fólki, bara af því að það
átti dóp. Sjálfsvirðingin var eng-
in.“
Tók allt sem ég náði í
Hún segir að hún hafi viljað
komast á sambýli, en enginn viljað
taka við henni fyrr en eftir með-
ferð. Þess vegna hafi hún farið
aftur á Tinda. „Það var í raun
gott að vera á Tindum og mér
finnst ömurlegt að heimilinu þar
hafi verið lokað. Þar var svo margt
gert, farið í fjöruferðir, fjallgöng-
ur, við fengum danskennslu og
fleira. Samt fór ég eftir tvær vikur
og aftur í bæinn. Mér fannst ég
auðvitað eiga rosalega mikið inni
hjá sjálfri mér eftir tveggja vikna
þurrk, svo ég tók allt sem ég náði
í, hass, sýru, amfetamín og
læknadóp, þar á meðal lyf sem
Parkisonsjúkingar taka. Ég fór
heim til foreldra minna, þar sem
ég sá alls konar ofsjónir.“
Það rann af henni, en hún
endurtók leikinn tveimur dögum
seinna, á laugardegi. Þá var hún
hins vegar smeyk við vímuna, fór
heim og sofnaði. „Á mánudeginum
var ég með vinkonu minni í Kringl-
unni þegar ég fékk skjálftaköst.
Tvær diazepan-töflur, sem ég átti
í vasanum, dugðu ekkert. Ég fór
með vinkonu minni heim til hennar
og þar festist höfuðið á mér út á
aðra hliðina í krampa. Við fórum
út og þá fékk ég líka krampa í
aðra hendina, bakið sveigðist aftur
á bak, tungan bólgnaði, ég slefaði
af því að ég gat ekki kyngt. Loks
komst ég ekki áfram lengur. Vin-
kona mín stoppaði bíl og það var
farið með mig á Borgarspítalann."
Öskraði af kvölum
í krampakasti
Hún réði ekkert við hreyfingar,
en var skýr í kollinum. „Fullorðinn
iæknir var mjög reiður, öskraði á
mig og spurði hvern andskotann
þetta ætti að þýða, hvað væri ung
Fjórar mæður ungra vímuefnaneytenda
Mæðurnar fjórar eru mjög ólík-
ar í fasi og framkomu og án
efa eru unglingarnir þeirra það
líka. Þrjár þeirra eiga 17 ára
dætur, þar af hafði ein verið
„erfiður" krakki, en hinar tvær
átt sérstaklega auðvelt með
nám og stundað mikið iþrótta-
og tómstundastarf. Ein kvenn-
anna á 17 ára son og hún velt-
ir því fyrir sér hvort alkóhól-
ismi föður hans hafi gengið í
erfðir. Þrátt fyrir ólikan bak-
grunn foreldra og barna eru
sögur þeirra nær samhljóða, er
þær lýsa því hvernig fjölskyld-
an öll leið vegna neyslu ungl-
ingsins, hve auðvelt það er fyr-
ir unglingana að nálgast efnin
og hvert þær leituðu eftir hjálp.
„Rosalega er
stelpan óþekk!“
Þær segja allar að þær hafi
mætt litlum skilningi á að 14-16
ára unglingurinn þeirra gæti
verið alkóhólisti og ein þeirra
leyndi því fyrir vinum og ætt-
ingjum þegar barnið hennar
fór í meðferð 15 ára. „Ég var
álitin eitthvað skrítin að setja
15 ára unglinginn í meðferð,"
segir ein þeiiTa. „Það var talað
um hegðunarvandamál, ég ætti
bara að sýna meiri hörku og
láta unglingnnn minn ekki kom-
ast upp með þetta,“ segir önnur
og sú þriðja kveðst oft hafa
heyrt upphrópanir á borð við
„rosalega er stelpan óþekk!“
Sú fjórða segir að þegar
frammistaða sonar hennar í
skóla varð lélegri og hann
leiddist út í innbrot hafi hún
verið með mikla sektarkennd,
því hún fékk þau skýru skilaboð
frá skólanum að þetta væri
henni að kenna, hún væri ekki
nógu hörð við hann.
Sektarkenndin er tilfinning
sem mæðurnar allar kannast
vel við. „Neysla unglinga er svo
oft afgreidd sem agaleysi og
foreldravandamál. Það eru
eflaust óteljandi ástæður fyrir
því að barn byrjar neyslu, en
eftir að það verður háð fíkninni
breytist það í villidýr, sem að-
eins fagfólk getur ráðið við.
Þau ljúga, stela, lofa öllu fögru
og svíkja það jafnóðum. Hún
sagðist ætla til vinkonu sinnar
að hjálpa henni að passa, en
kom heim tveimur sólarhring-
um síðar.“
Fjölskyldan öll sjúk
„Það verður allt sjúkt, ekki
bara unglingurinn, heldur öll
fjölskyldan,“ segir ein þeirra.
„Við foreldrarnir sváfum ekki
heilu helgarnar og ég horaðist
niður.“ „011 orka dóttur
minnar, sem áður hafði farið í
skóla og íþróttir, fór núna í
neysluna. Hún fór að heiman
klukkan 10 á aðfangadags-
kvöld, til að drekka með vinun-
um.“ „Neysla unglingsins leiðir
til þess að öðrum börnum á
heimilinu er ekki sinnt, vinir
þeirra forðast heimilið og yngri
systkinin verða mjög afbrýði-
og falleg stelpa að eyðileggja lífið
svona. Mér voru gefnar fleiri og
fleiri sprautur og ég var orðin
mjög hrædd. Loksins hætti þetta.“
Hún fór heim, en þegar hún var
að sofna um kvöldið byrjuðu
kramparnir aftur. Þá sagði hún
mömmu sinni að hún hefði verið
flutt á sjúkrahús fyrr um daginn
og mamma hennar æddi með hana
þangað á ný. „Ég öskraði af kvöl-
um, af því að það var eins og
höfuðið væri að slitna af mér. Það
var spennt til hliðar, eins og fyrr
um daginn, en hjúkrunarkona,
læknir og mamma reyndu að halda
mér á meðan ég skalf og nötraði
í krampaköstum.“
Hún jafnaði sig aftur, en var
þá loks búin að átta sig á að hún
yrði að hætta að nota vímuefni.
„Ég komst ekki strax á Tinda, en
Opnið augun
því dópið er
alls staðar
söm af því að allt snýst um
vanda unglingsins. Og það
batnar ekki ef unglingurinn fer
í meðferð, því þá er honum sí-
fellt hrósað fyrir að standa sig
vel.“ „Hjónabandinu er ekki
sinnt og það getur brostið, allur
vandi margfaldast." „Ungling-
urinn heldur fjölskyldunni í
herkví, hann stjórnar með hót-
unum um að drepa sjálfan sig
eða aðra, hann tekur upp hníf
og ógnar foreldrum sínum og
systkinum, hótar að fara og
koma aldrei aftur, hvað sem
er til að fá sínu framgengt."
„Þegar barnið mitt var ein-
hvers staðar úti þorði ég varla
að svara í símann, af ótta við
að fá slæmar fréttir.“
Sannleikurinn er sár
Þær segja að neyslan sé oft-
ast orðin miklu meiri en for-
eldrar geri sér grein fyrir, þeg-
ar augu þeirra loks opnast fyr-
ir því að eitthvað sé að. „For-
eldrar eru oft mjög blindir.
Sannleikurinn er svo sár að
þeir vilja ekki heyra hann, eða
vonast til að vandinn leysist af
sjálfu sér. Ég hélt að sonur
minn notaði bara áfengi, en svo
kom í ljós að hann notaði alls
konar önnur efni með.“
Unglingarnir hylma allir yfir
með þeim sem er í neyslu.
„Dóttir mín hvarf einu sinni í
tvær vikur. Ég talaði við alla
vini hennar, sem ég þekkti vel,
en enginn þeirra sagði mér
hvar hún væri, þótt ég væri
viti niínu fjær af ótta.“
Hjálpin blasir ekki endilega
við. „Það ætti að vera hægt að
leita á einhvern einn ákveðinn
stað, í stað þess að foreldrar
séu að þreifa sig áfram, leita
til Félagsmálastofnunar,
barna- og unglingageðdeilda
og víðar. Það verður líka að
vera til lokað meðferðarheimili
fyrir unglinga, svo það sé hægt
að taka þessa krakka úr um-
ferð.“
E-TAFLA
FÍKNIEFNIÐ ecstacy
hefur verið að ryðja sér
til rúms hér á landi, en
efnið hefur náð mikilli
útbreiðslu víða erlendis,
til dæmis í Bretlandi, þar
sem um 60 dauðsföU ungl-
inga eru rakin til neyslu
þess. Ein skýringin á út-
breiðslunni er sögð sú, að
heiti efnisins sé svo já-
kvætt, að skynsömustu
unglingar te||i það hættu-
lausar hamingjutöflur.
Bein þýðing á heiti fíkni-
efnsins er „alsæla“, en
unglingar kalla það oft
„E“ og yfirmaður fíkni-
efnalögregiunnar kýs að
kalla það „E-pillu“. 1 um-
fjöllun Morgunblaðsins í
dag og næstu daga, sem
og framvegis í skrifum
blaðsins, verður notað
lieitið E-tafla eða E-piIla,
yfir ecstacy.
Þrjár þeirra segja að þeirra
lán hafi verið að krakkarnir
þeirra voru innan við 16 ára
aldur þegar þær komuþeim í
meðferð, vegna þess að þegar
þeir næðu sjálfræðisaldri gætu
þær ekkert gert. „Við vorum
líka svo heppnar að þegar okk-
ar börn áttu í vanda var með-
ferðarrúrræði, sérstaklega
miðað við þau, á Tindum. Þar
var ekki aðeins börnunum okk-
ar bjargað, heldur allri fjöl-
skyldunni."
Meðferðin
gjörbreytti henni
Þótt tvær stelpnanna og
strákurinn hafi fengið hjálp á
Tindum, þá dugðu engin með-
ferðarúrræði á eina stelpuna,
fyrr en eftir að hún var orðin
sjálfráða. „Hún var ekki reiðu-
búin til að taka meðferð alvar-
lega fyrr en hún var orðin 16
ára. Þá fór hún sjálfviljug á
Vog í 10 daga og var svo mán-
uð í eftirmeðferð á Staðarfelli.
Meðferð SÁÁ hentaði henni
mjög vel og gjörbreytti henni.
Þá hefur SÁA einnig haldið
mjög góð fræðslunámskeið fyr-
ir foreldra.“
Þrátt fyrir að börnin þeirra
hafi ekki verið sjálfráða fengu
foreldrarnir ekki upplýsingar
um börn sín, til dæmis þegar
þau höfðu verið flutt fárveik á
sjúkrahús, eða urðu fyrir slysi.
„Ég fékk reikning frá slysa-
deild, af því að sonur minn
hafði skorist illa. Ég talaði við
lækni og vildi fá upplýsingar
um meiðslin og í hvaða ástandi
hann hefði verið. Læknirinn
neitaði að svara því hvort 14
ára drengurinn hefði verið
drukkinn og hunsaði mig alveg.
Mér datt ekki í hug að borga,
það er ekki hægt að gera mig
ábyrga fyrir meðferð, þegar
ég fæ ekkert að vita um eigið
barn.“
Ókeypis sýnishorn af dópi
Unglingarnir þeirra áttu
ekki i neinum vanda með að
verða sér úti um áfengi. „Land-
anum er ekið heim og krakkar
niður í 12 ára aldur eiga ekki
í neinum vandræðum með að
nálgast hann. Landasalarnir fá
auðvitað enga dóma, bara
minniháttar sektir. Það á að
henda þeim í fangelsi."
Landasölumennirnir eru
ekki einir um að halda vöru
sinni að unglingum. „Dóttir mín
fékk gefins fíkniefni, til að
kynna fyrir öðrum krökkum.
Svona ná dópsalamir sér i nýja
kúnna, með ókeypis sýnishorn-
um.“
Ein þeirra segir að afneitun
á vandanum sé svo mikil innan
skólakerfisins, að hún hafi eitt
sinn'orðið vitni að því þegar
skólastjóri framhaldsskóla hélt
ræðu og fagnaði reglusemi
nemenda, sem væri svo mikil
að skólinn væri meira að segja
nánast reyklaus. „Þetta var
bull, fjöldi nemenda var á kafi
í neyslu og ég vissi dæmi þess
að dóp var beinlínis selt á skóla-
böllum," segir hún og önnur
bætir við: „Foreldrar verða að
trúa því hvérsu útbreitt vanda-
mál dópið er. Ég vil segja við
aðra foreldra: Standið upp og
opnið augun, þetta er um allt.“
Sölumenn dauðans
mega ekki sleppa
Þær segja að bregðast verði
hart við E-töflunni, eða ecstacy,
sem flæði yfir landið. „Það
verður að taka dópsalana fljótt
og ömgglega úr umferð. Þetta
eru morðingjar og eiga að fá
dóma í samræmi við það. Sölu-
menn dauðans mega ekki
sleppa. Um leið verður að
tryggja unglingunum sem
áneljast einhver úrræði. Það
verður að vera hægt að taka
þau úr umferð, burt frá félög-
unum. Við fáum alltaf þau svör
að heimili eins og Tindar sé of
dýrt, en það er af því að ráða-
menn hafa ekki kynnst þessum
vanda af eigin raun. Og kostn-
aðurinn hlýtur jú að vera af-
stæður, því unglingur í neyslu
stelur og skemmir fyrir háar
upphæðir. Börnin okkar hljóta
að vera þess virði að bjarga
þeim.“
Unglingarnir þeirra byijuðu
ekki neysluna smátt og smátt,
þeir helltu sér beinlínis út í
hana. „Það er sagt að unglingur
sé 5-15 vikur að þróa alkóhólísk
einkenni, en sama þróun tekur
mörg ár hjá fullorðnum."
Þær eru að vinna sig út úr
vandanum. „Ég veit núna að
ég þarf ekki að skammast mín.
Þetta var ekki mér að kenna.
Þetta gerðist bara og nú er
búið að taka á því.“
Foreldrar funda
Nagandi kvíðinn situr enn
um þær; það er erfitt að treysta
á batann, trúa því að barnið
þeirra sé laust undan oki fíkni-
efnaneyslunnar. Mæðurnar
fjórar og aðrir foreldar leita
stuðnings í ALANON-deild, fyr-
ir aðstandendur barna sem
hafa verið eða ehi í vímuefna-
neyslu. Fundir eru á laugardög-
um kl. 17, í safnaðarheimili
Hallgrímskirkju. „Það er gott
að koma á fund, finna að fleiri
eiga við sama vanda að striða.
Við hvetjum foreldra í þessum
sporum til að koma.“
hélt, mér edrú í þijár vikur heima.“
Eins og áður sagði hefur hún
núna verið laus við vímuefnin í
marga mánuði. Frá Tindum fór
hún á Dyngju, meðferðarheimili
fyrir konur sem eru að koma úr
meðferð. Þar bjó hún um tíma og
var jafnframt í eftirmeðferð. Hún
leigði sér svo herbergi og hefur
búið þar í nokkra mánuði. „Núna
er ég að læra mannleg samskipti
upp á nýtt. Hugarfarið hefur gjör-
breyst. Áður fannst mér allt í lagi
að stela og í raun öðrum að kenna
ef þeir létu mig stela frá sér.
Núna geri ég mér grein fyrir hvað
er rétt og hvað er rangt. Áður
grét ég í koddann eða braut hluti,
núna ræði ég um vandamálin og
losa mig við þau. Ég á minn Guð
núna, sem er bæði vondur og góð-
ur. Þegar mér er boðið vín eða dóp
þá er hann að reyna mig og stund-
um læt ég hann heyra það.“
Engum að kenna
hvernig fór
Hún kennir engum um hvernig
fór. „Ég þoli ekki þegar fólk segir
að það hafi ekki ráðið við neitt
af því að vinirnir hafi drukkið og
þrýstingurinn verið of mikill. Ég
byijaði sjálf að drekka af því að
ég kaus að gera það. Ég er ábyrg
og enginn annar. Ég hætti líka
af því að ég ákvað það sjálf. Ég
þurfti hjálp, en með henni tókst
mér að byija nýtt líf. Ég er ekki
fórnarlamb. Einstaka sinnum vor-
kenni ég sjálfri mér, af því að ég
missti af því að vera bara venjuleg-
ur unglingur. En það þýðir ekkert
að hugsa svoleiðis. Núna get ég
gert fallega hluti fyrir sjálfa mig.“