Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI VALBORG V. EMILSDÓTTIR VALBORG Vest- fjörð Emilsdóttir er fædd 22. janúar 1916, á Þinghóli í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru Emil Óskar Vestijörð Sæ- mundsson frá Krossi á Barðaströnd og Kristjana Guðmunda Guðmundsdóttir frá Hvammi á Barða- strönd. Valborg stundaði nám við Kvennaskól- ann á Blönduósi árið 1932-1933. Þegar hún var 16 ára kynntist hún Guð- mundi Ólafssyni, f. 15.12. 1907. Hún fluttist með hon- um að Dröngum á Skógarströnd og þar bjuggu þau frá árinu 1934-1968 en þá fluttu þau í Kópavog og eru nú búsett þar. Á Dröngum bjuggu þau sín bestu starfs- ár. Guðmundur var póstur og athafna- samur bóndi. Valborg lærði Ijósmóðurfræði og stundaði ljósmóð- urstörf á Skógar- strönd frá árinu 1935 til ársins 1968 eða þar til þau fluttust í Kópavog. Ljósmóð- urstörf til sveita þegar Valborg hóf störf voru með talsvert öðrum hætti en nú er. Enginn sími eða bíll var þá í sveitinni og var því ljósmóðirin sótt á hestum og varð hún þá að fara á hesti í hvaða veðri sem var og dvelja í það minnsta vikutíma hjá sængurkon- unni, hjúkra henni, sinna barninu og kenna bóndanum, eða öðrum sem við tók, til verka og vera ráð- gefandi á ýmsan hátt. Hjálpa eldri systkinum að sætta sig við komu litla barnsins og vera þeim til að- stoðar í nýju hlutverki á heimilinu. Oft var erfitt fyrir hana að fara frá börnunum sínum litlum og jafn- vel á bijósti til að sitja yfir sængur- konu í vikutíma. Ljóssins móðir ljósið gefur, lífið nýtt í örmum hefur. Litla bamið móðurfaðmur vefur. Örugg kennir ungri móður, aðstoðar fóður og litla bróður. Nýfætt bam við móðurbrjóstið sefur. Veitir ljós og lífsins hlýju Ijúfast brosið bami nýju. Ljóssins móðir lífið örmum vefur. Ljósmóðirin gegndi ýmsum öðr- I Vísbending 1. Mest notaöi sérhljóöi á bls. 222 (Fyrirtækjaskrá). Vísbending 2. Tíundi stafur, 15. þjónustuaöila, „Ráðgjafarþjónusta“ (Þjónustuskrá). GUIA BÓKIN Vísbending 5. Fyrsti stafur, síöasti efnisflokkur á bls. 63 (Þjónustuskrá). Vísbending 6. Sjöundi stafur í nafni torgs á korti nr. 58-C3 (Götukort). Vísbending 3. Þriðji stafur umboðsaðila HP Popp Ijós á bls. 434 (Umboðaskrá). Vísbending 4. Fjölmiðlun, flórða fyrirtæki, fimmti stafur (Þjónustuskrá). '96 Vísbending 7. Síðasti stafur í nafni fyrirtækis með síma: 588-1200 á bls. 255 (Fyrirtækjaskrá). Vísbending 8. Fyrsti stafur í götuheiti á korti nr. 60-C5 (Götukort). GETRAUN GULU BÓKARINNAR Flettu vísbendingunum 8 upp og ritaöu svörin á strikin á svarseðlinum hér fyrir neðan. Strikin eru númeruð eftir númeri vísbendinganna og mynda eitt lykilorð. Þú merkir síðan svarseðilinn með nafni, heimilisfangi og síma, klippir hann út og sendir til Gulu bókarinnar, Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík, merkt „GETRAUN", fyrir 1. febrúar. Dregið verður úr réttum lausnum þann 10. febrúar. Þú átt möguleika á að vinna einhvern af þeim 20 glæsilegu vinningum sem í boði eru: 1. Ferö fyrir 2 meö Flugleiðum til áfangastaöar í Evrópu 2. Ævintýraleg jöklaferö fyrir 2 3. Helgarlykill aö Hótel Örk fyrir 2 4. -20. Bókaúttekt hjá Lif og Sögu, hver að verðmæti 15.000 kr. nafn heimili sími W'M-: ■ tÖKV 8 5 3 7 2 4 6 1 . - m um hjúkrunarstörfum í sveitinni. Hún var sótt ef þurfti að sauma sár þegar um minniháttar meiðsli var að ræða og ekki talið nauðsyn- legt að sækja lækni. Einnig var hún oft sótt ef þurfti að hjálpa kú eða kind við burð. Drangahjónin tóku bæði virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni. Samkomuhús sveitarinnar var þar við túnfótinn. Oft var mannmargt í Drangaheimilinu, fjölskyldan stækkaði og húsmóðirin þurfti mörgu að sinna. Marga gesti bar að garði á Dröngum. Þangað voru áætlunarferðir á bát frá Stykkis- hólmi og þar var einnig útibú frá Kaupfélagi Stykkishólms í nokkur ár. Þá var á Dröngum póstaf- greiðsla og þingstaður. Það var allt- af glatt á hjalla og gaman á Dröng- um, - en vinnustundir húsmóður- innar voru ekki taldar. Eftir að Valborg fluttist í Kópa- vog vann hún á Heilsuverndarstöð Kópavogs við mæðraskoðun og einnig við hjúkrun í heimahúsum. Þá starfaði hún eitt sumar sem ljós- móðir við Fæðingarheimili Reykja- víkur. Valborg og Guðmundur eignuð- ust 5 börn sem öll eru á lífi. Þau heita: Ólafur Kristinn, f. 20.11. 1936, k. Herdís Jónsdóttur, Krist- jana Emilía, f. 23.4. 1939, m. Jón Hilberg Sigurðsson, Unnsteinn, f. 5.5. 1945, k. Hildigerður Skafta- dóttir, Rósa Vestfjörð, f. 25.6. 1947, m. Kári Þórðarson, Kristín Björk, f. 15.3. 1953, m. Friðbjörn Öm Steingrímsson. Barnabömin era 18 og bamabamabömin 19. Valborg og Guðmundur eiga heima á Borgarholtsbraut 27 í Kópavogi. Emilía Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Silli EINAR Kolbeinsson í nýju húsnæði Tölvuþjónustunnar. Tölvuþjón- usta Húsa- víkur í nýtt húsnæði Húsavík, Morgunblaðið. Tölvuþjónustu Húsavíkur stofnaði Einar Kolbeinsson 1992 og hefur hann rekið hana að Garðarsbraut 26 en er nú fluttur í stærra og betra húsnæði að Héðinsbraut 1 sem lengi var nefnt Aðalsteinshús. Húsið var byggt 1903 og þá að hluta sem verslunarhús en síðan hefur því oftar en einu sinni verið breytt og á neðstu hæðinni ýmist verið íbúð eða verslun. Tölvuþjónustan selur tölvur og heldur námskeið í meðferð þeirra, jafnframt því að veita alhliða þjón- ustu í sambandi við tölvur og hef- ur einnig með höndum viðgerðir á sjónvörpum og útvörpum. Hægt er að fá þar margar teg- undir tölva því fyrirtækið hefur umboð fyrir flesta stærri söluaðila í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.