Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Byrjaði að drekka þrettán ára • Skólaböm selja landann • Hvarf að heiman
í marga daga • Reyndi sjálfsvíg • Engin sjálfsvirðing • Öll fjölskyldan verður
sjúk • Lítill skilningur á alkóhólisma unglinga • Foreldrar haldnir sektarkennd
flokki, sem birtist í Morgunblaðinu í dag
og næstu daga, flallar Ragnhildur Sverr-
isdóttir um unglinga og vímuefni. Hér
birtist viðtal við unglingsstúlku, sem tókst
að snúa af leið vímuefnaneyslu, þegar hún
var nánast við dauðans dyr. Þá lýsa flórar
mæður ungra vímuefnaneytenda því hvaða
því miður stundum neysla ýmissa annarra áhrif neysla þeirra hafði á líf fjölskyldunn-
vímuefna, s.s. hass, amfetamíns, E-töflu o.fl., enda ar. Þær segja sögu sína í þeirri von að geta hjálpað
*
virðist framboð slíkra efna mjög mikið. I greina- öðrum foreldrum í sömu sporum.
Meðalaldur unglinga, sem byrja að neyta
áfengis, hefur færst sífellt neðar og er nú
fjórtán ár. Unglingar virðast ekki eiga í
nokkrum vandræðum með að verða sér
úti um áfengi, enda víla landasölumenn
ekki fýrir sér að selja framleiðsluna í grunn-
skólum. í kjölfar áfengisneyslunnar fýlgir
Loks búin
að læra
að láta mér
líða vel
EG BYRJAÐI að drekka
fyrir fjóriim árum. Fyrst
drakk ég einu sinni í
mánuði, svo datt ég í
það um hveija helgi og fljótlega
missti ég öll tök á drykkjunni. Eg
sniffaði, reykti alls konar drasl
sem krakkar ímynduðu sér að virk-
aði, ei'ns og bananahýði, át verkja-
og sjóveikitöflur og drakk með.
En þetta var bara fyrst, fljótlega
fór ég yfir í hass, amfetamín,
læknadóp og hvað sem ég gat náð
í. Núna er ég búin að vera edrú
í marga mánuði. Ég er loksins
búin að læra að láta mér líða vel.“
Hún er ekki nema sautján ára
og var því þrettán ára þegar óregl-
an hófst. Hún fór oftar en einu
sinni í meðferð, en ætlaði sér raun-
ar aldrei að hætta. Ekki fyrr en
hún var næstum dáin, eftir að
hafa blandað saman alls konar
lyftum.
„Þegar ég var 13 ára þá ákvað
ég einn góðan veðurdag að byija
að drekka. Ég og vinkona mín
ræddum þetta og okkur fannst
tími til kominn að prófa. Það hlaut
að vera varið'í þetta, fyrst allir
drukku. í fyrsta skipti drakk ég
bananalíkjör, sem ég stal frá for-
eldrunum. Ég fann ekkert á mér,
svo næst stal ég viskí og það
dugði.“
Hún segir að það hafi aldrei
verið neitt vandamál að nálgast
áfengi. „Fyrst stal ég því, eða þá
að ég keypti sjálf landa. Foreldrar
vinkonu minnar keyptu líka handa
okkur vodka, af því að þeim fannst
betra að við drykkjum það en land-
ann.“
Landann var alltaf hægt að
nálgast. „Það eru dílerar út um
allt. Yfirleitt er alla vega einn
krakki í skólanum sem er milli-
göngumaður og fær sinn landa
frítt í staðinn.“
Vinkona hennar hætti að
drekka með henni. „Ég reyndi að
fá hana til að drekka með mér
áfram, en hún sagðist ekki nenna
því lengur. Þá drakk ég bara með
öðrum. Það eina sem ég vildi var
að hanga niðri í bæ, drekka,
skjálfa úr kulda, hlýja mér í Rauða
kross bílnum, drepast. . . Ég
eignaðist nýja vini og fyrst ég var
ekki með skólafélögunum lengur
nennti ég ekki að mæta í skólann."
Hún hafði ekki alltaf verið
svona, segir hún. „Ég var stillt
og góð, en allt í einu breyttist
það. Ég gekk bara í svörtu, kom
ekki heim á nóttunni af því að þar
var verið að rífast í mér.“
Hún neitaði að fara til skólasál-
fræðingsins, svo skólinn hafði
samband við Félagsmálastofnun.
„Þá var ég send í rannsóknarvist-
un á unglingaheimilið við Efsta-
sund. Ég var ekki ánægð þar og
starfsmennimir náðu engu sam-
bandi við mig. Þar var ég greind
með snert af geðveiki, en ekki sem
alkóhólisti."
Stal peningum
fyrir vímuefnum
Hún sneri aftur heim, en allt
fór i sama farið. „Ég kom heim
2-4 sinnum í viku, þegar allir aðr-
ir voru f vinnu. Ég drakk sífellt
meira, stal úr búðum, braust inn,
falsaði ávísanir. Áður hafði ég alls
konar ráð til að útvega peninga.
Einu sinni sagði ég foreldrunum
að félagsmiðstöðin væri að fara í
helgarferð. Ég fékk peninga fyrir
ferðinni og mamma keypti kók og
snakk í nesti. Svo fór ég að heim-
an, keypti brennivín fyrir pening-
inn, svaf í hjólhýsi og át snakkið.“
Fjórtán til fimmtán ára var hún
alveg hætt að sjást í skólanum.
„Ég drakk aðallega á þessum
tíma, allt upp í sex sinnum í viku.
Svo fór ég að éta læknadóp, reykja
hass og fleira. Ég prófaði allt sem
Morgunblaðið/Ámi Sæberg. (Myndin er sviðsett)
HÚN byrjaði að drekka, en fór fljótlega að reyna hass, amfetamín og ýmis lyf.
.
hægt var að ná í, sama hvað það
var og stal víni og kökudropum
frá rónum. Á nóttunni skreið ég
inn í hjólageymslur, bflskúra, eða
aðra slíka staði, þar sem var hlýtt.
Foreldrar mínir vissu ekkert hvar
ég var.“
Nokkrum mánuðum eftir að hún
kom úr rannsóknafVistuninni í
Efstasundi var hún lokuð inni á
barna- og unglingageðdeildinni á
Dalbraut. „Ég var þar í þijá mán-
uði, en ég fékk stundum helgar-
leyfi. Þá sóttu foreldrarnir mig,
en ég lét mig alltaf hverfa og kom
ekki heim aftur fyrr en á sunnu-
degi, þegar ég átti að fara aftur
á Dalbraut.“
Rónarnir alkóhólistar
- ekkiég
Á Dalbraut komust starfsmenn
að þeirri niðurstöðu að hún ætti
við vímuefnavanda að stríða og
best að hún færi í meðferð á Tinda
á Kjalamesi. „Ég varð mjög undr-
andi. Rónarnir niðri í bæ voru
alkóhólistar, ekki ég. Og það voru
margir aðrir sem dópuðu miklu
meira. Mér tókst alltaf að finna
einhvern sem var verri en ég og
mér fannst ég hrikalega misskil-
in.“
Hún ákvað að láta sig hverfa,
því hún hefði ekkert á Tinda að
gera. Ætlunin var að flytja til
Akureyrar, en lögreglan hafði upp
Fimmti hluti
þrettán ára
nemenda drekka
SAMKVÆMT þeim rann-
sóknum, sem gerðar hafa
verið hér á landi, má ætla
að rúmlega 20% nemenda í
áttunda bekk grunnskólans
(13 ára) séu farin að nota
vímuefni, fyrst og fremst
áfengi, í einhverjum mæli.
I níunda og tíunda bekk
(14 og 15 ára) hækkar hlut-
fall þeirra sem nota vímu-
efni talsvert og er komið í
um 50%. Það fer svo upp í
70-90% hjá því unga fólki
sem er að fara inn í fram-
haldsskólana.
Þetta kemur fram í bækl-
ingnum „Unglingar og
vímuefni - hvaðgeta for-
eldrar gert“, sem SÁÁ,
Samtök áhugafólks um
áfengis- og vímuefnavand-
ann, hafa gefið út. Þar seg-
ir enn fremur, að þótt þetta
sé hátt hlutfall segi það
samt ekkert um hversu mik-
ið hafi verið drukkið eða
hve oft. í mörgum tilfellum
hafi verið um fikt að ræða,
sem taki yfir stutt tímabil.
Þá segir, að rannsóknir
virðist leiða í ljós að vímu-
efnaneysla íslenskra ungl-
inga sé að aukast, enda hafi
framboð vímuefna líklega
sjaldan verið meira. Sér-
staklega hafi neysla pilta á
aldrinum 16-19 ára verið að
aukast, eða um 80% frá
fyrri rannsóknum.