Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
( Héz. kr&MUfZ FAL C. -
8'l'óSOtCOLU- HEl/HS -
/yiEisr/ue/\/M /
01995 Tribooa Media Swvtces, ínc.
AJ1 Righta Resefved. tJ-3J
Grettir
/LL7AFER £ITTHVAE> N/TT. /
' TTUAt. ./>£*& Í/EGHA áe ÉG
voAu*<sb<jeM*&HeiAULtB>-
pM kbakjr.
ALÞRf! HMl.
iCower- þ.
ERSTADUá
Þak sem Allter.
paxeyrr
Ferdinand
I LOST MV
CASEiCAN YOU
BELIEVE IT?
'B’
0F C0ÚRSE,MT 5TUPID
CLIENT NEVER SHOULD
MAVE BEEN IN
MR.MC6RE60R'S 6ARDEN
ONTOP OFTHAT,THE
JUD6E HATEDME..l'VE
NEVER BEEN SO
DEPRE55EDIN MV LIFE..
Ég tapaði málinu! Auðvitað hefði minn Ofan á allt saman hataði Nei, mig langar ekki til
Geturðu trúað því? heimski skjólstæingur dómarinn mig „ég hef að heyra nýjan og sniðug-
aldrei átt að fara inn í aldrei í lífinu verið svona an lögfræðingabrandara!
garðinn hans Guðmundar. niðurdreginn".
BREF
HL BLAÐSESTS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Af sjónarhóli
leikmanns
Frá Þorsteini Siglaugssyni:
UNDANFARIÐ hafa verið uppi
miklar deilur innan þjóðkirkjunn-
ar. Mörgum hefur þótt erfitt að
átta sig á því, af hverju þessar
deilur spretta, enda ekki nema
von, enda enginn fjölmiðill enn
gert sér far um að skýra það fyrir
almenningi.
Ofríki umbúðanna
Sé ályktað af þeim staðreynda-
reytingi sem fram hefur komið
virðist þó Ijóst að deilan snýst
öðru fremur um það grundvallar-
atriði, sem er stefna og tilgangur
kirkjunnar.
Bænahald og messugjörð hafa
frá upphafi kristni verið grundvall-
arþátturinn í trúariðkun, en
meginhlutverk kirkjunnar er auð-
vitað að halda utan um, iðka og
ýta undir iðkun kristinnar trúar.
Kirkjubygging er hús Guðs, staður
þar sem fólk kemur saman til að
lofa Guð. Sú lofgjörð getur verið
með ýmsum hætti, en ávallt er það
presturinn sem stjórnar því hvern-
ig hún fer fram og hefur um það
úrslitaorð. Aukin áhersla á messu-
gjörðina sjálfa og fágun hennar
er eðlileg afleiðing af betri mennt-
un presta, en bestu prestar þjóð-
kirkjunnar eru gjarna ungir menn,
menn eins og séra Flóki í Lang-
holti. Einn þáttur í framförum
kirkjunnar er tónlistarflutningur,
sem oft er í höndum frábærra
listamanna og eiga þeir mikið lof
skilið.
En eins og oft vill verða, hefur
áherslan á stundum hneigst frá
tilgangi messunnar, en að hinni
ytri umgjörð; messan er þá metin
á mælistiku fagurfræðinnar en
ekki trúar og helgisiða, og það
gleymist jafnvel að kirkju hæfir
aðeins kirkjuleg tónlist. Það er
skylda presta að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að koma í
veg fyrir að umgjörðin verði inni-
haldinu yfirsterkari.
Tilgangur helgihalds
Ég fór fyrir forvitni sakir til
aftansöngs í Langholtskirkju nú
um daginn, en daglegur aftan-
söngur er ein þeirra nýjunga sem
séra Flóki Kristinsson hefur komið
á í kirkju sinni. Þarna var enginn
prestur, enginn kór og ekkert org-
el, aðeins hópur fólks sem kom
saman til bæna og söngs. Þetta
var fábrotin athöfn, en einstaklega
áhrifamikil. Og áhrifamátturinn
grundvallaðist á aldagömlu formi
kvöldbænanna og einlægri þátt-
töku þeirra, sem þama voru saman
komnir. (Til fróðleiks þeim sem
áhuga hafa, fer aftansöngurinn
fram klukkan 18 hvern virkan
dag.) Það er nefnilega svo, að ef
fólk kemur til kirkju aðeins „til
að hlusta á kórinn“ fer messan
fyrir lítið. Því messan er ekki að-
eins það sem þar er talað, hvað
þá aðeins tónlistin sem þar er flutt.
Hún er tilbeiðsla safnaðarins og
því er þátttaka hans svo nauðsyn-
leg.
Þetta held ég að allir hljóti að
sjá. Því er dapurlegt að horfa upp
á einn besta kór landsins og stjóm-
anda hans leggja til atlögu við
prestinn sinn eins og gerst hefur
á síðustu vikum, vegna þess eins-
að hann vill ekki breyta kirkjunni
í tónleikahöll.
Eins og fram kom í fjölmiðlum
rétt fýrir jól hótaði organistinn í
Langholtskirkju því, að ganga út
með kórinn yfir hátíðarnar, fengi
hann ekki sitt fram. Hann gerði
alvöru úr hótun sinni og erfitt er
að sjá hvemig slík framkoma get-
ur verið kirkjunnar þjóni sæm-
andi. Slíkur maður, hversu mikil-
hæfur listamaður sem .hann kann
að vera, á auðvitað ekkert erindi
í þjónustu kirkjunnar. Ogþað hefði
biskup íslands átt að sjá og taka
á því máli strax og það kom til
hans.
Afskipti biskups
magna deiluna
En það var aldeilis ekki, og
segja má að það hafi verið af-
skipti biskups sem urðu til þess
að deilan magnaðist upp á það
stig sem hún er nú á. Milli jóla
og nýárs lýsti biskup, í fjölmiðlum,
þeirri ætlun sinni að ganga til
ráðherra og fá hann til að skipa
nefnd er rannsaka ætti prestinn
þar. Hann sagðist leita til ráðherra
vegna þess að hann væri það eina
yfirvald sem réði presta og setti
þá af. Hann lýsti því líka yfir, í
óspurðum fréttum, að kirkjusókn
í Langholtskirkju hefði verið
óvenju lítil á jólum.
Þarna eru því miður á ferðinni
dylgjur og illa dulbúnar hótanir,
hafi þau hugtök einhveija merk-
ingu. Biskup lét ekki nægja að
reyna að koma höggi á prestinn
með yfirlýsingu um lélega kirkju-
sókn. Nei, hann gekk lengra og
hótaði honum brottrekstri.
Hagur kirkjunnar komi fyrst
Ráðherra neitaði auðvitað að
skipa nefnd. Og þá fór sá sami
Ólafur Skúlason aftur í blöðin og
nú kvaðst hann aldrei hafa ætlað
að biðja um neina nefnd. Ég læt
lesendum eftir að finna orðið yfir
þetta yfirklór biskups. Þetta dugði
þó ekki biskupi, heldur hefur hann
að auki ráðist, með fáheyrðum
dónaskap, að formanni prestafé-
Iagsins, sem að sjálfsögðu hafði
brugðist við hótunum hans með
hag;smuni stéttarinnar að leiðar-
ljósi. Öll framganga biskups í
þessu máli er með ólíkindum og
hæfír ekki æðsta manni kirkjunn-
ar. Ég hvet því biskup til að íhuga
þann vanda sem hann hefur kom-
ið sjálfum sér og kirkjunni í, og
hvernig hann verði best leystur
með hag og virðingu íslensku þjóð-
kirkjunnar að leiðarljósi.
ÞORSTEINN SIGLAUGSSON,
framkvæmdastjóri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.