Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 39 MINNINGAR • • 4 4 málum sinnar heimabyggðar, það geta fjölmargir lesendur Dags stað- fest. Fjölmargar fréttir úr Þingeyjar- sýslum birtast í Degi, sem margar hverjar koma ekki í öðrum dagblöð- um. Starf blaðamannsins getur oft verið erfitt og vanþakklátt. Flestir vilja heyra góðar fréttir. Þær vondu geta verið óþægilegar og margir vilja ekki að þær birtist. Það skipt- ir líka miklu máli hvernig fréttirnar eru sagðar, ekki síst þær slæmu sem snerta oftast manneskjuna sjálfa. Ingibjörg gerði sér grein fyrir þessu, enda báru fréttir hennar þess merki. Æsiskrif og breiðdálka fyrirsagnir, sem kannski voru ekk- ert nema stormur í vatnsglasi, voru ekki að hennar skapi. Bestu eiginleikar Ingibjargar sem blaðamanns komu best í ljós í fjölmörgum viðtölum sem hún tók á starfsferli sínum. Virðingin sem hún bar fyrir manneskjunni, vænt- umþykjan og ekki síst að hún virti skoðanir viðmælenda sinna. Allir þessir eiginleikar hennar kristallast í þessum viðtölum. Kæri vinur. Á skilnaðarstundu viljum við félagar þínir færa þér alúðarþakkir fyrir samfylgdina. Samverustundir okkar í framtíðinni verða fátæklegri án þín og við munum sakna þín. En minning þín lifir, björt og hlý um ókomin ár. Eiginmanni þínum, Þorbirni Sig- valdasyni, börnum og barnabarni sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Það er bjart yfir minningu Ingi- bjargar Magnúsdóttur. Guð blessi hana. Bekkjarsystkinin. Kveðja frá Framsóknar félagí Húsavíkur „Ótti Drottins er ögun til visku, auðmýkt er undanfari virðingar." (Ok. 15.33) Þessi tilvitnun í orðskviði Salom- ons kemur mér í hug þegar við kveðjum Ingibjörgu Magnúsdóttur, blaðamann Dags á Húsavík, hinstu kveðju. Ögun til orðs og æðis, hóg- værð í framgöngu, eðlislæg viska og skilningur á mönnunum og auð- mýkt hennar gagnvart hlutverki sínu í lífinu voru þeir eðlisþættir sem öfluðu henni virðingar meðal samborgara sinna og samstarfs- manna. Að hún skuli vera horfin um miðjan dag eru þessháttar duttl- ungar forsjónarinnar að óskiljanlegt er dauðlegum mönnum. Á þessum tímamótum hefur stjórn Framsókn- arfélags Húsavíkur beðið mig að setja á blað nokkur kveðju- og þakkarorð. Magnea Ingibjörg Magnúsdóttir, en svo hét hún fullu nafni, lét til sín taka á mörgum sviðum 1 bæjar- lífinu á Húsavík. Hún var virk í félagsmálum, starfaði í Soroptim- istaklúbbi Húsavíkur og JC-Húsa- vík. Ingibjörg starfaði í Framsókn- arflokknum, sat um árabil í stjórn Framsóknarfélags Húsavíkur og var formaður þess árin 1990-1994. Ingibjörg var ráðin blaðamaður Dags á Húsavík þegar Dagur varð dagblað árið 1985 og hóf störf 1. september það ár. Áður hafði hún um skeið verið fréttamaður DV á Húsavík. Hún var formaður stjórnar Bókasafns Suður-Þingeyinga þegar hún lést. Hér eru aðeins nefnd dæmi um verkefni Ingibjargar. Ég kynntist Ingibjörgu ekki í uppvextinum, fyrir því sá aldurs- munur okkar. Kynni okkar urðu þeim mun meiri eftir að hún varð blaðamaður og sömuleiðis eftir að hún fór að starfa með Framsóknar- félagi Húsavíkur. Flesta föstudaga eftir að ég varð bæjarstjóri hringdi Ingibjörg, venjulega upp úr hálf níu um morguninn. „Góðan daginn, bæjarstjóri," sagði hún. Ég heyri það í huganum hvernig hún sagði það, með sérstakri áherslu á dag- inn. Hún var að spyrja frétta af bæjarráðsfundum og maður fékk á tilfinninguna að einmitt þessi dagur væri sérstakur hamingjudagur hjá henni. Og fyrir vikið urðu föstudag- ar sérstakir hamingjudagar hjá mér. Þannig hafði hún með fasi sínu og framkomu lag á að gera lífið bjartara í kringum sig. Þessu agaða og hægláta fasi, sem á stund- um jaðraði við feimni, en óx að IniJ i i 11111 i r ti r 1 i i íJUSJ ><1«A**** SiiiiUiikiiinTíiiilistiuiiíis «629257 fílmmmlofa rriðjmm SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavik * Sími 5531099 Opið ðll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skreylingar fyrír öll tilcfní; Gjafavörur. hlýju og græskulausri kímni við nánari kynni. Þegar starf hennar er haft í huga verður þetta að telj- ast þrekvirki þar sem blaða- og fráttamenn geta á stundum verið þreytandi. Ingibjörg var fædd í Blöndals- húsi á Húsavík 21. október 1950. Húsavík mótaði hana í uppvextinum og hér bjó hún sér heimili ásamt eftirlifandi manni sínum Þorbirni Sigvaldasyni. Hér ól hún upp sín börn, hér lifði hún og starfaði. Föð- ur sínum kynntist Ingibjörg aldrei. Hann var sjómaður og fórst í júní 1950. Ingibjörg ólst því upp hjá móður sinni, Steinunni Jónasdóttur frá Syðri-Skál í Ljósavatnshreppi, og ömmu sinni og afa. Þau bjuggu lengst af tíma sínúm á Húsavík í Árnahúsi. í Árnahúsi var heimili Ingibjargar þar til hún og Þorbjörn stofnuðu sitt eigið heimili. Svo ein- kennilega vildi til að eftir að Ingi- björg hóf störf sem blaðamaður var vinnustaður hennar í þrem húsum sem stóðu eins og í hálfhring um- hverfis Árnahús og fjórða húsið í þeim hring var Blöndalshúsið, þar sem Ingibjörg fæddist. Nú eru Blön- dalshús og Arnahús horfin úr mið- bænum. Blöndalshúsið rifið, Árna- húsið flutt í veglegt sæti hvaðan sést vel yfir byggðina á Húsavík og Ingibjörg er horfin til austursins eilífa þaðan sem birtunni stafar yfir okkur mennina. Skörð eru höggvin í Húsavík, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, nú þegar látin er góð manneskja, sem agaði líf sitt til visku og gekk fram af auðmýkt og ávann sér virð- ingu samborgara sinna. Framsókn- arfólk á Húsvík þakkar Ingibjörgu fyrir mikið og gott starf, vináttu og tryggð og vottar eftirlifandi maka, sonum og sonardóttur dýpstu samúð. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN SVEINSDÓTTIR fyrrv. talsímakona, Fannborg 8, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að kvöldi laug- ardagins 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 10.30. Þórheiður Einarsdóttir, Friðrik Guðmundsson, Katrín Arhni og Oddný Dögg Frifiriksdœtur. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA ÓLAFSDÓTTIR fráVfki'Mýrdal, Valsmýri 4, Neskaupstað, lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar 27. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og aðstoðuðu okkur við andlát og útför hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Neskaupstaðar. Guð blessi ykkur öll. María KJartansdóttir, Þór Hauksson, Guörhundur Haukur Þórsson, Sigrún Haraldsdóttir, Valur Þórsson, Rósa Dögg Þórsdóttir, Hjalti Þórsson, Haraldur Þór Guðmundsson. t I Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSGEIRS JAKOBSSONAR rithöfundar. ^jn, "¦ ¦ ¦• 'iifliilllliri • • " ' Bergrós Jóhannesd Ásgeir Ásgeirsson, Gufirúi Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Óli Jóhannes Asgeirsson, Kolbrú Bergrós Ásgeirsdóttír, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörn. óttir, i íris Þórsdóttlr, ifsson, n K. Karlsdóttir, t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinattu við and- lát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu, systur og tengdadóttur, HELGU MAGNÚSDÓTTUR, Tómasarhaga 41. Sigurður Sævar Sigurðsson, Björn Sigurðsson, Sigurbjörg Ingimundardóttir, Signhildur Sigurðardóttir, Úlfur Oskarsson, Birna Hrönn, Sigurður, Sölvi, Helga, Kári, Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, Ragnhildur Jóna Magnúsdóttir, Signhild Konráfisson. t ' Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HILDIGUNNAR GUNNARSDÓTTUR (Stellu) frá Helluvafii, JórufellMO. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-6, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fyrir frá- bæra umönnun. Gunnar Sigurjón Gunnarsson, Anna Jóhanna Jónsdöttir, Kristinn Erlendur Gunnarsson, Anna Friðrika Gunnarsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson, Ásdís Hildigunnur Gunnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐLAUGAR SVANFRÍÐAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og ömmubörnin. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, afa okkar og langafa, JÓHANNESAR JÓNSSONAR, dvalarheimilinu Hlíf, fsafirði. Agnes Jóhannesdóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Jóhanna Hraf nkelsdóttir, Guðbjartur Þórarinsson, Helena Kristbjörg Hrafnkelsdóttir, Valtýr Helgi Diego og barnabarnabörn. t I Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og úför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, BRYNHILDAR STEINGRfMSDÓTTUR, Lindasíðu 2, Akureyri. -Þórhildur Steingrfmsdóttir, Tómas Ragnhildur Steingrfmsdóttir, Sigurð Stefán Hermannsson, Sigríði Birgir Hermannsson, Elva Ó Ragna Pedersen, Erik Pe Tómas Ingi Olrich, Ni'na Þ Erla El og systkinabarnabön ^Mi*te^%I^^H i s • ¦^¦mA. Steingrfmsson, ur Karlsson, ir Jónsdóttir, afsdóttir, ¦dersen, órðardóttir, ísdóttir 1. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar KRISTfNAR KRISTMUNDSDÓTTUR, Vogatungu 47, Kópavogi. örn Óskarsson, Bára Óskarsdóttir, Óskar Knudsen, Sigurfiur Jóhannsson, Jórunn Sveinsdóttir, Guðmundur Hjaltalín, Guðrún Magnúsdóttir, Halldóra Nfelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.