Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 56
ttgmiÞIafrifr bllémwQll MORGUNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 8040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 8B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Ungbörn sótt til Grænlands T>RÍR læknar frá Barnaspítala Hringsins fóru í gær í sjúkraflug til Grænlands að sækja 2 ungbörn, sem læknar á Grænlandi töldu sig ekki geta hlúð að með viðunandi hætti. Flugvél íslandsflugs, sem lagði af stað á sjötta tímanum frá Reykjavík, lenti þar aftur með sjúklingana, fylgdarlið þeirra og læknana um kl. 22 í gærkvöldi. Að sögn Hróðmars Helgasonar, læknis á Barnaspítala Hringsins, barst þangað beiðni frá Ammassalik vegna þriggja veikra barna á aldrin- um 1-3 mánaða. Hróðmar sagði að svo virtist sem börnin væru illa hald- in af veirusýkingu en upplýsingar um ástand þeirra væru fremur óljós- "' Tíh Síðar kom í ljós að eitt barnanna væri að ná sér en áfram var talin þörf á að koma tveimur á sjúkrahús hér á landi. Hróðmar Helgason sagði að við aðstæður sem þessar færu venjulega 2 læknar og hjúkrunarfræðingur í Flugvél íslandsflugs náði ítvö börn til Kulusuk. Þangað höfðu þau verið flutt með þyrlu frá Ammassalik. sjúkraflug en að þessu sinni var sendur aðstoðarlæknir með tveimur sérfræðingum þar sem ekki var kost- ur á hjúkrunarfræðingi til ferðarinn- ar. Hróðmar sagði að í flugvélinni væri komið fyrir hitakössum fyrir ungbörnin og væri vélinni í raun breytt í litla gjörgæsludeild. Að sögn Þórólfs Magnússonar flugstjóra gekk ferðin að óskum, flugið til Kulusuk tók tæpa tvo tíma og rúma tvo tíma heim. Ríkisspítölum gert að spara tæpar 400 milljónir króna Spara á 180 milljónir með lokun deilda STJÓRN Ríkisspítala hefur gert til- lögur til sparnaðar í rekstri á þessu ári og lagt þær fyrir heilbrigðisráð- herra. RíkisspítÖlum er gert að spara tæplega 400 milljónir króna á þessu ári. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítala, segir að 179,3 milljóna króna sparnaður eigi að nást með lokun deilda og breyttri starfsemi, sótt verður um 120 milljóna króna framlag úr hagræðingarsjóði heil- brigðisráðuneytisins, fækkun um 20-30 stöðugildi á að skila 50 millj- óna króna sparnaði, útboð lyfja- kaupa 19,6 milljónum, frestun við- halds á húsnæði 20 milljónum og frestun eignakaupa 10 milljónum. Þessar ráðstafanir nema alls 389,9 milljónum króna. Vigdís segir að lýtalækningadeild verði lokuð allt árið, öldrunardeild verður lokuð frá 1. apríl og út árið, legudögum verður fækkað um 11.700 á geðdeildum, 6.400 á kven- lækningasviði og rúmlega 4.000 á barnadeildum. Lokanirnar verða t.d. í sumar- og jólaleyfum auk þess að dreifast yfír árið. Vigdís ségir fækk- un rúma nema alls um 14%. Ekki verður lokað á bráðaþjónustu. Reynt verður að komast hjá uppsögnum 50 milljóna króna sparnaður í starfsmannahaldi næst þannig að ekki verður ráðið í stöður sem losna. Vigdís segist vona að ekki þurfi að koma til uppsagna en alls verður stöðugildum fækkað um 20-30. Vigdís segir að fyrir framlag úr hagræðingarsjóði eigi m.a. að gera breytingar á húsnæði. Sem dæmi um slíkt nefnir hún að útbúa eigi móttöku á kvennadeild, vegna þess að þar eigi að fara að taka gjald fyrir ákveðna þjónustu sem þar er veitt. Þá eigi að sameina húsnæði lýtalækningadeildar, sem er 11 rúma óhagkvæm deild, annarri 24 rúma deild og reka sameinaða 32 rúma deild, sem er hagkvæmari eining. Þá er áætlað að verja fé úr hagræð- ingarsjóði til að ljúka endurbyggingu göngudeildar. Þegar henni verður lokið segir Vigdís að deildin verði öflugri, þar verði fleiri skoðunarstof- ur og með því náist ákveðin hagræð- ing. Vigdís segir að lyfjaútboð hafi gefið góða raun og á því verði fram- hald sem skila eigi 19,6 milljóna króna sparnaði. Litháískt skip sigldi á Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þilið skemmdist á um 10 metra kafla Vestmannaexjum. Morgunblaðið. MIKIÐ tjón varð á Nausthamars- bryggjunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi er litháískt skip sigldi á bryggjuna. Skipið, sem heitir Siauliai og er 2.750 brúttótonn að stærð, var að koma til hafnar í Eyjum um klukkan 19.30 og var hafnsögumaður um borð. Er skipið kom að Naustham- arsbryggju sigldi það á bryggjuna með þeim afleiðingum að stórt skarð myndaðist í stálþil og uppfylling rann út. Þilið er skemmt á 10 metra kafla og nær skarðið 3 til 4 metra inn í bryggjuna. Bráðabirgðaviðgerð strax Að sögn Ólafs Kristinssonar, hafnarstjóra, er talið að viðgerð á skemmdinni kosti 5 til 10 milljónir en erfitt sé að segja nákvæmlega til um það þar til tjónið hefur verið skoðað nánar en í dag eru væntan- legir til Eyja fulltrúar frá Vita- og hafnamálastofnun til að kanna skemmdirnar. Ólafur sagði að strax yrði ráðist í bráðabirgðaviðgerð en skemmdin er rétt við löndunarstað loðnubræðslu ísfélagsins og því nauðsynlegt að koma bryggjunni í lag áður en loðnu- löndun hefst af krafti. Ólafur sagði að óhappið hefði ekki orðið vegna bilunar í stjornbúnaði en sagðist að öðru leyti ekki geta sagt til um hvers vegna skipið sigldi á bryggjuna. Siauliai var að koma til Eyja frá Djúpavogi en skipið á að lesta frosna síld hjá Vinnslustöðinni. írar fjöl- menna til Islands ÍRAR ætla að fjolmenna til ís- lands í byrjun september á næsta ári, þegar ísland og ír- land leika á Laugardalsvelli í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu. Samvinnuferðir-Landsýn hafa þegar fengið pantanir og segir Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri S-L, að allt sé til reiðu að taka á móti um 4.000 manns auk þeirra sem hyggjast koma í dagsferð hingað vegna leiksins. ¦ Búist við/B3 Dregur Kofra öfuganá eftir sér BESSI ÍS var í gærkvöldi á hægri siglingu í átt að Isafjarðardjúpi með Kofra ÍS öfugan í togi. Kofri er mikið skemmdur eða ónýtur eftir að eldur kom upp í honum í fyrradag. Kofri var á rækjuveiðum um 100 sjómílur norður af Skaga þegar eld- ur kviknaði í vélarrúmi. Hann breiddist fljótt út og tókst skipverj- u.n ekki að ráða niðurlögum hans. Sex menn eru í áhöfn Kofra. Þeir fóru fljótlega í björgunarbáta og var síðan bjargað um borð í Bessa. Bessi tók Kofra í tog en taugin slitnaði í gærmorgun þegar skipin voru út af Vestfjörðum enda hafði veður þá versnað. Undir kvöld tókst að krækja í togyíra Kofra og sigldi Bessi áleiðis til ísafjarðar með skip- ið öfugt á eftir sér. í gærkvöldi þeg- ar rætt var við Barða Ingibjartsson skipstjóra á Bessa var ennþá hauga- sjór. Skipin voru enn 18 sjómílur út af Rit og aðeins hægt að sigla á tveggja mílna ferð. Barði sagði að ef taugin héldi yrði reynt að snúa Kofra við inni á ísafjarðardjúpi. Átti hann ekki von á að koma til hafnar fyrr en árdegis í dag. ¦ Sex skipverjum bjargað/29 Morgunblaðið/Kristján BESSI og Kofri norður af Skaga, eftir að skipverjunum hafði verið bjargað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.