Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + ATVINNUAUarS/NGAI? Forstöðumaður félagsmiðstöðvar Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness aug- lýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns félagsmiðstöðvar unglinga - Selið, Hæfniskröfur: Uppeldismenntun og fjöl- breytt reynsla af félagsmálum. Tölvukunn- átta og skapandi hugsun er nauðsynleg í starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvar. Hlutverk: Vinna með unglingum, foreldrum og ípróttafélaginu Gróttu að bættu félags- legu umhverfi á Seltjarnarnesi. Forstöðu- manni er ætlað hlutverk í forvarnarstarfi á Seltjarnamesi. Kjör samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Seltjarnarnesbæjar og Bæjar- sjóðs Seltjarnamess. Allar upplýsingar veitir Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Seltjarnarness, íþróttamiðstöð Seltjarnarness, 170, st'mi 561 1551. Sérsmíði Trésmiður vanur sérsmíði óskast á verkstæði. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 8. febrúar, merktar: „Sérsmíði - 4003". Tilraunastjóri Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir lausa stöðu tilraunastjóra viðTilraunastöðina á Stóra-Ármóti. Rannsóknastarfið á Stóra- Ármóti er unnið í nánu samstarfi við Búnað- arsamband Suðurlands sem ber ábyrgð á rekstri tilraunabúsins. Tilraunastjóri ber ábyrgð á framkvæmd rann- sóknastarfs, uppgjöri þess og kynningu á niðurstöðum en bústjóri annast rekstur bús- ins. Tilraunastjóri vinnur í nánu sambandi við aðra sérfræðinga Rannsóknastofununar landbúnaðarins og ráðunauta Búnaðarsam- bands Suðurlands. Umsækjendur skulu hafa lokið framhalds- námi í fóðurfræði búfjár eða hafa sambæri- lega menntun. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 1996. Umsóknir, ásamt fylgigögnum, skal senda til Þorsteins Tómassonar, forstjóra Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, sem einnig veitir upplýsingar um starfið í síma stofnunarinnar 577 1010. Laust er til umsókn- ar starf yf irmanns Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 8. mars 1995 munu grunnskólar heyra undir sveitar- félögin frá og með 1. ágúst 1996. í Reykjavík verður sett á stofn ný skrifstofa skólamála - Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem mun í stórum dráttum taka við þeim verkefnum, sem til þessa hafa verið unnin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur annars vegar og Skólaskrifstofu Reykjavíkur hins vegar. Laust er til umsóknar starf yfirmanns Fræðslumiðstöðvarinnar. Helstu verkefni yfirmanns Fræðlsumiðstöðvar Reykjavíkur: • Hafa forystu og sýna frumkvæði við upp- byggingu og skipulagningu nýrrar stofn- unar. • Sjá til þess, í umboði borgarstjórnar, að lögum um grunnskóla sé framfylgt í borg- inni. • Stjórna því starfi sem fram fer á Fræðsl- umiðstöð Reykjavíkur. • Hafa umsjón og eftirlit með rekstri gunn- skólanna í Reykjavík. • Hafa forgöngu um þróunarstarf í skólum borgarinnar. • Tryggja að þjónusta við börn, foreldra þeirra, kennara og skólastjórnendur sé eins og best verði á kosið. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Háskólamenntun, eða önnur sambærileg menntun á sviði kennslu-, uppeldis-, eða annarra hug- eða félagsvísinda. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir sínar í ræðu og riti. • Þekking á sviði rekstrar er æskileg. Yfirmenn: Borgarstjóri og framkæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála. Undirmenn: Allt starfsfólk Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur. Skólastjórnendur í Reykjavík. Nefndarstörf: Fagnefnd er skólamálaráð og framfylgir yfirmaður samþykktum þess eftir því sem honum er falið. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar nk. Æskilegt er að yfirmaður Fræðuslumiðstöðv- ar geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra menn- ingar-, uppeldis-, og félagsmála, skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn íReykjavík, 4. febrúar 1996. Rátterað vekja athygli ó, að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna ístjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennarog fyrirtækja. Ljósritunarvéla- viðgerðir Óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst mann, helst vanan viðhaldi á Ijósritunarvélum og öðrum skrifstofutækjum. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. febrúar, merkt: „Vanur - 15946". Skrifstofustarf - heilsdagsstarf Lipur og áreiðanlegur starfskraftur óskast til starfa hjá litlu fyrirtæki í Reykjavík. Starfinu fylgir ábyrgð og felst aðallega í skrif- stofustörfum, en einnig afgreiðslu og ýmsu öðru. Æskilegt er að viðkomandi reyki ekki. Umsóknum, með nafni og kennitölu, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Fjölbreytni - 6486." Hf. Eimskipafélag íslands annast þjónustu og ráðgjöf á sviði alhliða flutninga- og vöru- stjórnunar. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum fjölbreytt'a þjónustu og víðtæk tengsl, þar sem áhersla er lögð á gæði og hag- kvæmni þjónustunnar. Kerfisfræðingur ínotendaþjónustu Eimskip óskar eftir starfsmanni í notenda- þjónustu fyrirtækisins. Notendaþjónustan svarar fyrirspurnum um hug- og vélbúnað, greinir vandamál og af- greiðir þjónustubeiðnir. Þjónustan er fyrir alla tölvunotendur Eimskips innanlands sem utan. Tölvuumhverfið er byggt á IBM AS/400 tölvum og umfangsmiklu neti einkatölva. Alls eru útstöðvar um 350. Óskað er eftir starfsmanni með: • Háskólamenntun á tövlusviði. • Þekkingu á AS/400 tölvuumhverfi. • Reynslu í notkun almennra hugbúnaðar- pakka t.d. Word, Excel. • Góða enskukunnáttu. • Skipulagshæfileika. • Eiga auðvelt með mannleg samskipti. Þjónustulipurð er nauðsynleg. Umsóknir um starfið leggist inn á starfs- þróunardeild Eimskips, Pósthússtræti 2, í síðasta lagi 14. febrúar 1996. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. EIMSKIP EIMSKIP leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrðarstöðum hjá fyrir- tækinu og þar með stuðla að því að jaf na stöðu kynjanna á vinnumarkaði. RAÐAUGi YSINGAR ATVINNUHUSNÆDI Verslunarhúsnæði Traust fyrirtæki vantar verslunarhúsnæði til kaups eða leigu í gamla miðbænum. Stærð um 100-150 fm. Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. febrúar, merktar: „Kvosin - 1996". Skrifstofa 425 f m Til leigu er fullinnréttuð skrifstofuhæð (efri) með sérinngangi íÁrmúla 18. Skiptist hæðin í 14 skrifstofuherbergi, afgreiðslu, lítinn sal, tölvuherbergi, tvö geymsluherbergi, eldhús, tvö salerni og sér stigahús. Miklartölvulagn- ir eru í húsnæðinu. Möguleiki á leigu með forkaupsrétti. Upplýsingar í síma 515 5500 á daginn eða 557 7797 á kvöldin. Frjálst framtak, fasteignastarfsemi, Seljavegi 2, sími 515 5500. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Neðri-Þverá, Þverárhreppi, þinglýst eign Ríkissjóðs íslands, eftir kröfu Stofnlánadeildar iándþúnaðarinsfimmtudaginn 8. febrúar 1996 kl. 14.00. Litla-Hlíð, Þorkelshólshreppi, þinglýst eign Jóhanns Hermanns Sig- urðssonar, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins fimmtudaginn 8. febrúar 1996 kl. 15.00. Blönduósi, 5. febrúar 1996. Sýslumaðurinn á Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.