Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR: EVROPA 0 Ahyggjur Helmuts Kohls kanslara Evrópusam- runinn snýst um stríð eða frið Bonn. The Daily Telegraph. RÆÐA sem Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, flutti á fundi með nem- endum í belgískum skóla á föstudag vakti töluverða athygli. I ræðunni staðhæfði Kohl að spurningin um samruna Evrópusambandsríkjanna snerist í raun um stríð eða frið í álfunni. Kohl hefur raunar áður látið svip- aðar áhyggjur í ljós í ræðum á undanförnum misserum og veit að með staðhæfingum af þessu tagi tryggir hann sér örugga og mikla fjölmiðlaumfjöllun um alla Evrópu þó svo að sjaldan fari mikið fyrir frásögnum af ræðum sem þessum í Þýskalandi. Kanslarinn sló á svipaða strengi í ræðu sem hann flutti á fundi með varnarmálasérfræðingum í Mönchen á laugardag. „Friður og frelsi eru ekki sjálfsagðir hlutir. Spurningin um stríð eða frið á 21. öldinni ræðst af því hvernig til tekst með samruna Evrópuríkja," sagði hann þar. Kohl er sannfærður um að ef markmið Maastricht-sáttmálans renna út í sandinn muni Þýskaland verða öflugt og óútreiknanlegt ríki í miðri Evrópu, álfu er myndi ein- kennast af innbyrðis deilum ríkja. Andstaða í Þýskalandi Sú mikla andstaða sem virðist vera að myndast gegn peningalega samrunanum í Þýskalandi hefur vakið upp ótta hjá kanslaranum um að Maastricht sé í hættu og segja sumir fréttaskýrendur að af þeim sökum sé hann reiðubúin að spila á ótta nágrannaríkjanna við Þýska- land. Margir hafa dregið þá ályktun af stöðugum viðvörunum kanslar- ans um stríð og frið að hann hafi verið að beina spjótum sínum að breskum Evrópuandstæðingum. Náinn samstarfsmaður Kohls á kanslaraskrifstofunni sagði á sunnudag að kanslarinn óttaðist það helst að önnur Evrópuríki myndu mynda blokkir gegri Þyska- landi ef böndin yrðu skorin af þessu stærsta og efnahagslega öflugasta ríki vesturhluta Evrópu. „Menn ættu að líta á allt um stríð og frið sem myndlíkingu fremur en að taka það bókstaflega," sagði aðstoðar- maðurinn. Reuter Málin rædd JAMES Wolfensohn, banka- stjóri Alþjóðabankans, ávarpar Alþjóðlegu efpahagsráðstefn- una í Davos um helgina. Við pallborðið silja þeir Stanley Fischer, yfirmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, Renato Ruggiero, framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar, Wolfensohn og Ernesto Ze- dillo Ponce de Leon Mexíkofor- seti. Trichet vongóður umEMU1999 Davos. Reuter. JEAN-Claude Trichet, bankastjóri franska seðlabankans, segir í við- tali við Reuters að efnahagslegur og peningalegur samruni Evrópu- ríkja muni eiga sér stað árið 1999 líkt og áformað hafi verið og að jafnt Þýskaland sem Frakkland muni eiga aðild að hinni sameigin- iegum mynt. Trichet var staddur á Alþjóðlegu efnahagsráðstefn- unni í Davos í Sviss líkt og fjöl- margir aðrir áhrifamenn. „Við munum hlíta [Maastricht-] samningnum. Við munum standa við tímasetninguna 1. janúar 1999 og við munum fara eftir skilyrðun- um," segir Trichet. Hann segir ekki koma til greina að milda skilyrðin er kveða m.a. á um hámarksverðbólgu, -fjár- lagahalla og opinbera skuldsetn- ingu. Trichet segist vera vongóður um að jafnt Þjóðverjar sem Frakk- ar muni uppfylla skilyrðin í tæka tíð. Fjárlagahalli í Þýskalandi var yfir viðmiðunarmörkum á síðasta ári og verður það einnig á þessu ári samkvæmt hagspám. Hefur þetta vakið upp efasemdir um framtíð EMU. Trichet segir það vera ríkjunum í hag til lengri tíma litið að taka á sig þær byrðar er fylgja auknu aðhaldi í ríkisrekstrinum og hann sé sannfærður um að nokkur fjöldi Evrópuríkja muni leggja það á sig að uppfylla skilyrðin. ERLENT Christopher í löndum gömlu Júgóslavíu og Miðausturlöndum Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, geng- ur út úr byrgi í búðum bandarískra hermanna í Tuzla í Bosníu. Ráðherrann heilsaði upp á hermennina á laugardag. Beitir Serba þrýst- ingi vegna Kosovo Belgrad. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á sunnu- dag að Júgóslavía, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, yrði ekki tekin í sátt að fullu fyrr en mannrétt- indi albanska meirihlutans í Kosovo yrðu tryggð og Bosníu-Serbar, sem hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi, yrðu framseldir. Christopher sagði þetta eftir að hafa rætt við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, í Belgrad. Hann sagði að Júgóslavía myndi aldrei njóta fullrar viðurkenningar Bandaríkj- anna og þjóða heims nema deilan um stöðu Kosovo yrði leyst. Milosevic greip til harkalegra að- gerða gegn Kosovo árið 1989, svipti héraðið sjálfstjórnarréttindum og sendi þangað lögreglu- og hersveitir. Mannréttindahreyfingar hafa sakað Serba um að kúga albanska meiri- hlutann í héraðinu. Embættismenn í fylgdarliði Christophers sögðu að ráðherrann hefði einnig lagt ríka áherslu á að stjórnvöld í Serbíu beittu sér fyrir því að Bosníu-Serbar, sem stríðs- glæpadómstóllinn í Haag hefur ákært, verði framseldir. Á meðal þeirra, sem dómstóllinn vill sækja til saka, eru Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfir- maður serbneska hersins í Bosníu. Embættismennirnir sögðu framsal mannanna skilyrði fyrir því að Banda- ríkjastjórn féllist á að Júgóslavíu yrði veitt efnahagsaðstoð, refsiaðgerðun- um yrði aflétt og tekin yrðu upp full stjórnmálatengsl við ríkið. Christ- opher sagði að Milosevic hefði fallist á að stríðsglæpadómstóllinn gæti opn- að skrifstofu í Belgrad og að Banda- ríkin gætu stofnað upplýsingaskrif- stofu í Kosovo. Deilt um lögreglu í Sarajevo Christopher ræddi einnig við ráða- menn í Sarajevo á laugardag en hon- um tókst ekki að leysa deiluna um hvort leyfa ætti serbneskum Iög- reglumönnum að starfa í hverfum Serba í Sarajevo lengur en gert var ráð fyrir í Dayton-samkomulaginu. Bandarískir milligöngumenn eiga að reyna að finna lausn á deilunni á næstu dögum. Shimon Peres Líkur á kosning- um í ísrael í maí Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, átti fund með Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í gær. Ræddu þeir um friðarviðræður ísraela og_ Sýr- lendinga en ísrael- ar segja, að hugs- anlegar þingkosn- ingar í ísrael í maí muni engin áhrif á þær hafa. Christopher, sem er í sinni 17. friðarferð um Miðausturlönd, fer til viðræðna við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í dag en lítið hefur miðað áleiðis í viðræðum ísraela og Sýrlendinga að undanförnu. Itamar Rabinovich, einn samningamanna ísraela, sagði í gær, að Christopher myndi flytja Sýrlendingum þau boð, að friðarvið- ræðurnar myndu halda áfram hvað sem liði hugsanlegum kosningum í ísrael í maí. Mikilvægar kosningar Fjölmiðlar í ísrael gerðu ekki mikið úr komu Christophers enda eru þeir uppfullir af fréttum um stjórnmálaástandið í landinu. Innan Verkamannaflokksins er hart lagt að Peres að flýta kosningum um fimm mánuði og boða til þeirra í maí en Peres stendur mjög vel sam- kvæmt skoðanakönnunum.' Segist hann munu taka ákvörðun um þetta um miðjan mánuðinn. Viðræðurnar við Sýrlendinga eru raunar undir því komnar, að Verka- mannaflokkurinn beri sigur úr být- um í næstu kosningum því að Benj- amin Netanyahu, leiðtogi Likud- flokksins, segir, að Golanhæðum verði ekki skilað til Sýrlendinga komist flokkurinn til valda. Öryggisgæsla hert til muna í Guatemala Alvaro Arzu forseta sýnt banatilræði Guatemala-borg, Rom. Reuter. TILRÆÐI var gert við Alvaro Arzu, forseta Guatemala, síðdegis á sunnudag. Heimsókn Jóhannesar Páls páfi til Guatemala átti að hefj- ast í gær og var öryggisviðbúnaður aukinn til muna vegna tilræðisins. Arzu var á hestbaki ásamt konu sinni, Patricia Escobar de Arzu, í bænum Antigua, skammt frá Guat- emala-borg, þegar maður á sendi- ferðabifreið reyndi tvívegis að aka hann niður. Tilræðismaðurinn var skotinn til bana þegar hann nam ekki staðar eftir að hjólbarði bif- reiðar hans hafði verið skotinn í sundur með byssukúlu. Rodolfo Mendoza, innanríkisráð- herra Guatemala, sagði að árásin myndi ekki hafa áhrif á heimsókn páfa og kvaðst vona að hér væri um einangrað atvik að ræða. Engin tilgáta útilokuð „Hins vegar erum við hér að ræða um öryggi forsetans og heim- sókn hans heilagleika er að hefjast þannig að engin tilgáta hefur verið útilokuð," sagði Mendoza. Mikill viðbúnadur vegna komu páfa Óeirðir í bænum Santa Lucia de Cotzumalguapa, sem er um 95 km frá höfuðborginni, gefa einnig til- efni til hertrar öryggisgæslu. Þar reyndi lögregla að koma í veg fyr- ir að bæjarbúar hengdu fjóra menn, sem sakaðir voru um að hafa nauðgað þremur konum í áætlunar- bifreið, sem var full af fólki. Eftir að lögregla skarst í leikinn var ráðist á lögreglustöðina og kveikt í henni. Kalla þurfti til herinn til að kveða óeirðirnar niður. Var á hestbaki Jóhannes Páll páfi verður í Guat- emala í fjóra daga, en á meðan mun hann fara í dagsferðir til Nic- aragua og El Salvador. Páfi hefur ekki komið til Mið-Ameríku frá 1983. Á föstudag heldur hann til Venezuela. Þetta er 69. ferð páfa til útlanda og fyrsta ferð hans á þessu ári. Sagt var að Arzu hefði verið á hestbaki á sunnudag þegar skyndi- lega birtist pallbíll, sem ekið var í átt að forsetanum á fullri ferð og allar skipanir um að nema staðar voru virtar vettugi. Bifreiðinni hafi verið ekið á lífvörð Arzus og hest hans og á fylgdarbifreið. Pallbfln- um hafi því næst verið snúið við og gerð önnur tilraun til að aka forsetann niður. Maðurinn hét Pedro Aroldo Sas Rompic og var 24 ára. Faðir mannsins á pallbílnum sagði að sonur sinn væri mjólkurbíl- stjóri og alsaklaus. Hér væri um slys að ræða. Arzu tók við embætti fyrir mán- uði eftir að hafa unnið nauman sig- ur á frambjóðanda Efrains Riosar Montts, fyrrverandi einræðisherra, í annarri umferð forsetakosning- anna. Hann byrjaði á að víkja nokkrum harðlínumönnum innan hersins úr starfi.Haft var eftir stjórnarerind- rekum að hafi verið um tilræði að ræða sé sennilegt að herinn standi að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.