Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vinir fjárlaga eða vinir lækna VIÐTAL sem Morg- unblaðið átti við mig og birtist 6. janúar sl. virð- ist hafa komið við ein- hverja lækna. Þar fjall- aði ég nokkuð um af- greiðslu fjárlaga, stöðu ríkisfjármála og vanda í rekstri sjúkrahúsa. Nokkrir læknar hafa skrifað í Morgunblaðið og beint spjótum sínum að mér. Sumir hafa gert það málefnalega, en aðrir verið fjarri því. Þá hefur hjúkrunar- framkvæmdastjóri, sem jafnframt er varaþing- maður Alþýðuflokksins, notað tæki- færið og snúið út úr og rangtúlkað það sem ég hef sagt um vanda al- þingismanna við gerð fjárlaga. Um- ræður um heilbrigðismál eru mikil- vægar, ekki síst þegar ræða þarf breytingar og hugmyndir um upp- stokkun og marka þarf farsæla stefnu til frambúðar. í Morgunblaðsviðtalinu kom ekk- ert fram af minni hálfu sem réttlæt- ir skrif á borð við það sem Gunnar Ingi Gunnarsson læknir skrifar í Morgunblaðsgrein, en þar segir hann: ' — í stað hróss og hvatningar þarf það (starfsfólk sjúkrahúsa aths. höf.) aukreitis að hlusta á niðurlægj- andi aðdróttanir og skammir (let- urbr.höf.), eins og Sturla Böðvars- son býður upp á." Sturla Böðvarsson Hvergi í viðtalinu við mig er að finna „að- dróttanir eða skammir" í garð starfsfólks sjúkrahúsa. Ýmsir læknar virðast leggjast í svo harkalega vörn þegar fjallað er um hagsmuni þeirra að þeir svífast einskis. Það kemur mér vissulega á óvart. Erum við stjórn- málamenn þó ýmsu vanir í rökræðum um erfið mál, ekki síst þeir sem fjalla um ríkisfjár- mál. Það er tvennt ólíkt að fjalla um þjónustu á sjúkrastofnunum eða um fjármála- stjórn sjúkrastofnana og rekstur þeirra. Ég tel mig þekkja rekstur og fjár- málastjórn sjúkrastofnana allvel eftir margra ára setu í fjárlaganefnd Al- þingis og nærri 20 ára setu í stjórn spítala. Mikilvæga og krefjandi þjón- ustu sjúkrastofnana þekki ég einnig bærilega sem faðir eftir að hafa notið góðrar þjónustu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva fyrir börn mín og •sem sjúklingur og aðstandandi sjúkl- inga sem notið hafa frábærrar þjón- ustu á Landspítalanum, Borgarspít- ala, Grensásdeild, Sjúkrahúsi Akra- ness og St. Franciskuspítala. Ég tel mig þess vegna geta myndað mér fordómalausa skoðun á því hvar rekstur og skipulag heilbrigðisþjón- ustu geti betur farið. Forgangsröðun er nauð- synleg en vandasöm, segir Sturla Böðvars- son, sem hér svarar greinum um rekstur sjúkrastofnana Við íslendingar höfum byggt upp öfluga heilbrigðisþjónustu og menntað frábært starfslið^ sjúkra- stofnana, ekki síst lækna. í kjörum hafa margir þeirra notið forgangs umfram aðrar stéttir. Það er því rík ástæða til þess að gera þær kröfur til þeirra að þeir noti vit sitt og þekkingu til uppbyggilegrar um- ræðu þegar þeir fjalla um þjóðfé- lagsmál og þann vanda sem fylgir auknum útgjöldum til heilbrigðis- mála samfara minni tekjum og vax- andi lífeyrisgreiðslum með hækk- andi lífaldri þjóðarinnar. Hátæknisjúkrahúsin tvö gegna mikilvægu hlutverki. Staðsetning þeirra í mesta þéttbýlinu nærri Há- skóla íslands er eðlileg og ekki til- viljun. Þau eru hins vegar nokkuð fjarri þeim hluta þjóðarinnar sem sinnir einkum fiskveiðum, úrvinnslu sjávarfangs og landbúnaði og þarfn- ast þjónustu. Spítalaþjónusta og heilsugæsla þarf að vera dreifð með hæfilegum hætti í landinu og því hafa litlu héraðssjúkrahúsin verið byggð upp án þess að þeim sé ætlað eða geti sinnt því sem eðlilegt er að hátæknisjúkrahúsin geri. Það hefur viljað brenna við að ýmsir talsmenn stóru sjúkrahúsanna hafi séð sérstaka ástæðu til þess að reka horn í aðra til varnar eigin stofnun, einnig og ekki síður talsmenn svo- kallaðra sérfræðinga. Jafnan fylgja þá ónot og ásakanir í garð þing- manna. Slíkt þjónar ekki tilgangi þegar verið er að fjalla um mikilvæg mál. Vöxtur ríkisútgjalda veldur vanda við skiptingu milli einstakra greina ríkisrekstrarins þegar tekjur ríkis- sjóðs eru takmarkaðar. Forgangs- röðun er því nauðsynleg en um leið mjög vandasöm. Við forgangsröðun koma upp mörg sjónarmið og þá kemur í ljós hverjir vilja vera „vinir fjárlaga þ.e.a.s. skattgreiðenda, hverjir vinir sjúklinga og hverjir vilja vera vinir lækna" svo ég noti líkingu læknisins sem harðast hefur veist að mér. Ég vil að lokum draga fram þau atriði sem ég tel vera mikilvægust í umræðu um endurskipulagningu heilbrigðismála. • Taka þarf afstöðu til þess hvert hlutfall útgjalda vegna heilbrigðis- og tryggingarmála á að vera af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Hversu stór hluti þeirra fjármuna eigi að ganga til bótagreiðslna og hversu mikið til sjúkrastofnana vegna hjúkrunar- og læknisverka. • Ákveða verður hvert þjónustustig einstakra sjúkrastofnana eigi að vera. • Heilbrigðisþjónustan fari fram sem næst fólkinu á heilsugæslu- svæðum og skipulag hennar miðist við aðstæður svo sem samgöngur innan eðlilegra hagkvæmnismarka. • Efla ber sjálfstæðar læknastöðv- ar sem reknar séu á ábyrgð eigenda og geti veitt sjúkrahúsunum aðhald og vissa samkeppni á sviði rann- sókna og minni læknisverka. Hinn frjálsi markaður verði ríkisstofnun- um aðhald þar sem því verði við komið í stað þess að málamynda- samkeppni sé á milli ríkisrekinna stofnana. • Heilsugæslustöðvar á þéttbýli höfuðborgarsvæðisins verði einka- væddar og samið um hlutverk þeirra við forvarnir, vaktþjónustu og kaup á þjónustu sem þær veita sjúku fólki. • Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu verði skipt upp í tvö ráðu- neyti. • Heilbrigðisráðuneyti fari með heilbrigðis- og forvarnarstörf og rekstur þeirra stofnana sem ríkið á og rekur með beinum framlögum. • Tryggingaráðuneytið fari með öll bóta- og tryggingamál (Trygginga- stofnun) og semji við heilbrigð- isráðuneyti, einkastofnanir og aðra um kaup á þjónustu og sjái um bótagreiðslur samkvæmt almanna- tryggingalögum. • Ríkisspítalarnir stóru hafi á hendi faglega umsjón með samstarfi sjúkrastofnana sem eru á föstum fjárlögum. Markmið með því sam- starfi verði að sjá til þess að sú aðstaða sem þegar hefur verið byggð upp í landinu í sjúkrahúsun- um megi nýtast sem best og verði sjúku fólki aðgengileg svo sem kost- ur er. Jafnframt verði hagkvæmustu kosta leitað við rekstur með skýrari verkaskiptingu og sérhæfmgu sjúkrastofnana. Það er von mín að þessar línur veki umræður hjá læknum og öðrum sem hugleiða rekstur og skipulag heilbrigðisþjónustu í landinu. Og skýri afstöðu mína fyrir þeim sem hafa lagt sig fram við að rangtúlka orð mín og afstöðu til þess vanda- sama verks sem er að skipta tak- mörkuðum fjármunum ríkissjóðs. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vesturlandi og varaformaður fjárlaganefndar. Ungt fólk og sjálfboðavinna Landnemar nútímans AÐ undanförnu hef- ur umræðan um mál- efni ungs fólks ein- skorðast að mestu við vímuefni, ofbeldi og atvinnuleysi. Atvinnu- möguleikar eru ekki eins miklir og áður fyrr og erfitt er að afla sér þeirrar reynslu sem krafist er á vinnu- markaðnum. Vinna er okkur ís- lendingum hugleikið fyrirbæri. Við teljum okkur vinnusama þjóð og kvörtum frekar yfir lágum launum en vinn- unni sem slíkri. Þó erum við ekki alltaf meðvituð um þá vinnu sem unnin er í samfélag- inu, án þess að laun séu tekin fyr- ir, því við höfum tilhneigingu til að líta fram hjá slíkum störfum. Flest- um er þó ljóst að heimilisstörf eru mun stærra framlag til samfélags- ins en hagtölur sýna. Þeir eru færri sem gera sér grein fyrir hve hátt hlutfall samfélagsþjónustu er unnið í sjálfboðavinnu. Nýgerð könnun í tíu löndum Vestur-Evrópu sýndi að um helmingur starfa að félagsleg- um málum er unninn í sjálfboða- vinnu. Á undanförnum árum hefur orðið athyglisverð þróun á starfsvett- vangi sjálfboðaliða. Ungu fólki gefst nú í auknum mæli tækifæri á að afla sér reynslu og auka víð- sýni með dvöl erlendis við sjálfboða- liðastörf. Á íslandi er hugtakið sjálfboðavinna lítt þekkt, þó margir starfi með þeim hætti að áhugamál- um sínum á vegum frjálsra félaga- samtaka á borð við íþróttafélög, björgunarsveitir, líknarfélög og ýmis réttindasamtök. Sjálfboða- vinna hefurþannig verið þrengra skilgreind á íslandi en annars stað- Jóhanna Þórdórsdóttir Sveinbjörn Dagnýjarson ar í Evrópu. Erlendis hefur lengi tíðkast að fólk vinni í sjálfboðavinnu að ákveðnu verkefni, til lengri eða skemmri tíma, með svipuðum hætti og um launuð störf væri að ræða. Samkvæmt því er sjálfboðavinna það að einstaklingur, að eigin frum- kvæði, vinnur að ákveðnu verkefni í tiltekinn tíma án þess að krefjast launa, en er séð fyrir fæði, hús- næði og vasapeningum. Hvað hvetur fólk til að starfa um tíma í sjálfboðavinnu? Ævintýra- þrá!? I raun er um könnunarleiðang- ur að ræða, þar sem einstaklingur- inn kannar sjálfan sig og aðra. Sjálfboðavinna er þannig upp- spretta nýrra hugmynda. í starfinu fá sjálfboðaliðarnir yflrsýn yfir fé- lagslegar aðstæður og menningu sem er þeim framandi. Þetta veitir þeim aukna þekkingu, þroskar per- sónuleika þeirra og vekur ábyrgðar- kennd innan eigin samfélags. Þjóð- félagið hefur hag af því að fá nýjar hugmyndir frá sjálfboðaliðum og þessi samvinna stuðlar að nýsköp- un. Vegna mikilvægis sjálfboðavinnu hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 5. desember ár hvert sjálfboðaliðs- starfi. 5. desember síðastliðinn komu saman á ráðstefnu í Brussel fulltrúar frjálsra félagasamtaka frá flestum ríkjum Evrópu (Non- Governmental Organizations, sam- tök rekin án gróðamarkmiða og án ríkisafskipta). Umræðan snerist um hver yrði þáttur sjálboðaliðastarfa í samfélagi framtíðarinnar. Þeir sem stóðu að ráðstefnunni í Brussel voru Evrópusambandið, Evrópuráð- ið, UNESCO og Evrópusamtök frjálsra félagasamtaka, sem ein- beita sér að sjálfboðaliðastarfi. Fulltrúi frá Alþjóðlegum ung- mennaskiptum (AUS) sótti ráð- stefnuna í Brussel. Edith Cresson fyrrvérandi forsætisráðherra Frakklands og núverandi stjórnar- maður í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (stjórnandi menntamála, starfsþjálfunar og æskulýðsmála) setti ráðstefnuna. Cresson lagði mikla áherslu á mik- ilvægi sjálfboðaliðsstarfs fyrir lýð- ræðissamfélög. Hún sagði slík störf auka félagslega samheldni og vera nokkurskonar „samfélags- lím;. Á ráðstefnunni kom einnig fram að sjálfboðaliðastarf væri nauðsyn- legt til að veita fólki innsýn í ólíka þætti samfélagsins án þess að um eiginlega starfskynningu væri að ræða. Þó að þeir sem vinna sjálf- boðaliðastarf fái einhverja vasapen- inga má ekki líta á slíka vinnu sem tilraun til að lækka atvinnuleysistól- ur. Aðeins ein samtök eru til á ís- landi sem bjóða upp á sjálfboða- vinnu til lengri tíma; Alþjóðleg ung- mennaskipti (AUS). AUS er aðili að alþjóðasamtökunum ICYE (Int- ernational Christian/Cultural Youth Exchange), sem starfrækt eru í 40 löndum í ölíum heimsálfum. Samtök þessi voru stofnuð eftir seinni heimsstyrjöldina með • samvinnu kirkjudeilda í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Megin markmiðið Alþjóðleg ráðstefna um sjálfboðavinnu í Evrópu verður hér á landi 2. til 8. febrúar. Jóhanna Þórdórsdótt- ir og Sveinbjörn Dagnýjarson skrifa um sýningu á Snorrabraut 27 í tengslum við ráðstefnuna. var að auka umburðarlyndi ungs fólks gagnvart ólíkum menningar- heimum. Á undanförnum 35 árum hafa um 700 íslensk ungmenni dvalist, um eins árs skeið, á vegum AUS víðs vegar um heiminn, og tekið þátt í margs konar sjálfboðavinnu. I Vestur-Evrópu eru að jafnaði 30 milljónir manna í sjálfboðavinnu, sumir í hlutastarfi en oftast er um fullt starf að ræða. Evrópusam- bandið tók nýverið ákvörðun um að leggja fé til stuðnings ungu fólki sem vill fara til annars lands sem sjálfboðaliðar. í byrjun átti að leggja 150 milljónir íslenskra króna til uppbyggingar verkefnis- ins (pilot project) en á fundinum í Brussel var tilkynnt að sú upphæð hefði verið tífölduð. í beinu fram- haldi af þessari umræðu var ákveð- ið að halda hér á landi alþjóðlega ráðstefnu um stöðu sjálfboðavinnu í Evrópu dagana 2. til 8. febrúar. Undirbúningur ráðstefnunnar hef- ur verið í höndum AUS. í tengslum við ráðstefnuna verður haldin sýn- ing á ýmsum málefnum tengdum sjálfboðavinnu og hverjir mögu- leikar fólks eru til slíkra starfa. Þema sýningarinnar er „Ungt fólk og sjálfboðavinna". Verður hún opnuð mánudaginn 5. febrúar og stendur í viku. Sýningin er til húsa á Snorrabraut 27 og eru allir vel- komnir. Af framansögðu má ljóst vera að mikilvægt er að skilgreina stöðu sjálfboðaliða með tilliti til samfé- lagsins í heild. Ráðstefna var haldin í Bonn árið 1989 um málefni þeirra sem vinna um lengri tíma í sjálf- boðaliðastarfi. í kjölfar hennar var stofnuð nefnd til að vinna að sam- eiginlegri stefnu í þessu máli. Nefndin hefur nú skilað niðurstöð- um og liggja þær til grundvallar ákvörðunar Evrópusambandsins um að leggja ofuráherslu á að styrkja verkefni félaga sem taka við fólki frá öðrum löndum og koma þeim í skilgreint sjálfboðaliðastarf. Nefndin leggur áherslu á eftirfar- andi markmið: - að efla sjálfboðaliðastarf til skemmri eða lengri tíma, innan lands sem utan; - fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir sjálfboðaliðastarf með því að hvetja til að komið verði á samræmdri löggjöf í Evrópu- ríkjunum og breytingum á Evr- ópusambandslögunum í ljósi gildis slíks starfs fyrir samfélag- ið; - að tryggja lagalega stöðu sjálfboðaliða sem „ekki launþeg- ar" og lagalega stöðu þeirra félaga er senda og taka á móti sjálfboðaliðum sem „ekki at- vinnurekendur". Alþjóðleg ungmennaskipti hvetja alla til að kynna sér hlut sjálfboða- yinnu í samfélagi hinna ýmsu þjóða. I ljósi þess að samfélagið tekur stöð- ugum breytingum hlýtur það að skipta sköpum að sem flestir hafi sem mesta og besta yfirsýn yfir ólíka þætti þess. Um leið og starf sjálfboðaliða krefst þroska þess sem það vinnur þroskar það viðkomandi einstakling. Þannig getur sjálfboða- vinna verið öflugt tæki til að auka félagslega samheldni. Höfundar sitja í sjórn Alþjóðlegra ungmcnnaskipta (AUS)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.