Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 5 FRÉTTIR Greinargerð sóknarnefndar Langholts- kirkju vegna deilnanna í kirkjunni * Ottast klofning í sókninni SÓKNARNEFND Langholtskirkju hefur mestar áhyggjur af klofningi innan sóknarinnar á meðan deilumál innan hennar hafa ekki verið leyst, að því er fram kemur í greinargerð til biskups. í henni segir að allstór hópur hafi alvarlega rætt um að segja sig úr söfnuðinum verði sr. Flóki Kristinsson áfram sóknarprestur. „Þá hafa viðhorf sóknarprests sem fram hafa komið í Ijölmiðlum, að deilan sem ríkir komi söfnuðinum ekkert við, og skoðanir hans á safnaðar- og kirkju- starfinu valdið almennri hneykslan og gremju meðal sóknarbarna.“ Sóknarnefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af því að sóknarbörn hafi hafnað þjónustu sr. Flóka og leitað til annarra presta um kirkjulegar athafnir. „Er óánægja þessi því mið- ur ekki einskorðuð við hina fullorðnu heldur finnst börnum og unglingum erfitt að umgangast prestinn. Þessi óánægja kemur m'.a. fram í þeirri staðreynd að innan við helmingur fermingarbarna í sókninni, sem fermast eiga í vor, ganga nú til prestsins." Ekki aðeins um prest og organista Sóknarnefndin vekur athygli á því að of mikil einföldun sé að tala að- eins um ágreining milli prests og organista. Nefndin rekur sáttargjörð frá 8. febrúar 1994 til ákvörðunar sóknarnefndar um að hætta auka- greiðslum til sóknarprestsins að fjár- hæð kr. 50.000 kr. á mánuði. Eftir að sóknarpresti var tilkynnt þessi ákvörðun sóknarnefndar um afnám aukagreiðslnanna var Haukur Ingi Jónasson ráðinn æskulýðs- og safn- aðarkennari við kirkjuna. Sóknar- nefnd var einhuga í afstöðu sinni í báðum þessum efnum enda fannst henni sóknarpresturinn ekki hafa sinnt safnaðarstarfinu sem skyldi. „Þar sem hvoru tveggja kom upp á sama tíma, ráðning æskulýðsfulltrúa og afnám greiðslna til sóknarprests, hafði sóknarprestur í hótunum við sóknarnefnd að leggja stein í götu hins nýráðna starfsmanns. Gekk það eftir og neitaði sóknarprestur að rita undir starfssamninginn sem hann hafði þó sjálfur gert. Stóð styrr um samning þennan og ráðninguna fram eftir vetri og allt þar til áðurnefnd sáttargjörð var undirrituð af sóknar- nefnd og sóknarpresti." Sóknarnefndin segir að mikil eftir- sjá hafi verið í æskulýðsfulltrúanum þegar hann hafi ákveðið að segja upp störfum og tekur fram að sóknar- prestur hafi tilkynnt formanni sókn- arnefndar að ef hún tæki þá ákvörð- un að hætta greiðslum til sín þá væri samskiptum hans við sóknar- nefnd lokið nema að forminu til. Hafi það gengið eftir. „Frá því ákvörðunin var tekin að afnema greiðslurnar til sóknarprests og til þess tíma þegar hann fór í náms- leyfi um mitt ár 1994 ríkti ófremdar- ástand innan veggja kirkjunnar og grunnt var á því góða rnilli sóknar- prests og sóknarnefndar. Þá var stirðleiki milli prestsins og starfs- manna safnaðarins . . .,“ segir í greinargerðinni og tekið er fram að segja megi að sóknarprestur hafi lagt sérstaka fæð á gjaldkera sóknar- nefndar, Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur, og taldi að ákvörðun um að fella greiðslurnar niður væri runnin undan hennar riijum. Fram kemur að sókn- arprestur hafi gert þá kröfu við sátt- argjörð í júní 1995 að Ólöfu Kol- brúnu yrði vikið úr sóknarnefndinni. Fram kemur að fljótlega hafi farið að bera á ágreiningi á milli sóknar- prests og organista og hæst hafi borið söfnun fyrir nýju orgeii. „Fannst presti að sú söfnun stæði annarri fláröflun innan kirkjunnar fyrir þrifum jafnframt því sem hann lýsti sig mótfallinn fyrirhugaðri stað- setningu og stærð orgelsins í kirkj- unni. Þá skapraunaði organistanum það áhugaleysi sem sóknarprestur sýndi söfnuninni og þær yfirlýsingar sóknarprests í fjölmiðlum að nýta ætti söfnunarféð til lagfæringa á kirkjubyggingunni." Sóknarnefndin telur ekki lausn á deilunni að segja organistanum upp störfum. „Hefði sóknarnefnd farið að vilja sóknarprests er vitað mál að sú ákvörðun hefði skapað fleiri vandamál en hún hefði leyst og söfn- uðurinn klofnað til mikils skaða fyrir þjóðkirkjuna,“ segir sóknarnefndin í greinargerðinni. Nefndin fagnar því að biskup ís- lands ætli að úrskurða í málinu því sú staða sem ríki innan safnaðarins sé óþolandi. „Er það mat sóknar- nefndarinnar að því neyðarástandi verði ekki aflétt meðan séra Flóki Kristinsson er sóknarprestur Lang- holtssafnaðar." Varað við rýmri lieim- ildum til símahlerana RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður segir mjög varasamt að rýmka lagaheimildir um hleranir hér á landi. Lögreglustjórinn í Reykjavík vill að slíkar lagabreytingar verði skoðaðar. Ragnar segist sannfærður um að verði það gert verði hleranir misnotaðar og vísar þar til reynslu í öðrum löndum. Standa eigi fast gegn tilhneigingu ríkisins að ganga inn á einkalífssvið borgaranna. „I Evrópu er alltaf verið að reyna að styrkja friðhelgi einkalífsins og koma í veg fyrir að þar verði sam- bærileg þróun og er t.d. í Bandaríkj- unum þar sem menn hafa misst þetta dálítið úr böndunum. Við höfum ver- ið að gera þetta einnig og gerðum nýlega brejftingar á stjórnarskránni þar sem hleranir voru teknar inn. Það er alltaf tilhneiging hjá ríkisvald- inu til að ganga inn á þetta einkalífs- svið borgaranna, en það á ekki að láta undan þeim þrýstingi. Auðvitað væri mjög þægilegt fyrir lögregluna að geta hlustað á það sem ég og þú segjum hvenær sem er, en við eigum ekki að láta undan þeim rökum að það sé hagkvæmt að fá að njósna um einkalíf fólks þó að þetta sé gert í góðu skyni, þ.e. að upplýsa glæpi. Við verðum að vega og meta þá hagsmuni sem eru í húfi. Alls staðar þar sem slíkur ágangur hefur verið leyfður hefur þetta verið misnotað og ég -er sannfærður um að það sama myndi gerast hér. Það er þannig að tæknin tekur stjórnina af mönnum í þessum efnum. Það er enginn vafi á að um leið og slakað verður á lagaheimildum þá verður þetta misnotað," sagði Ragnar. Friðhelgi einkalífs Sigurmar K. Albertsson, varafor- maður Lögmannafélagsins, sagðist telja að lögmenn væru almennt þeirr- ar skoðunar að fara ætti mjög var- lega í að rýmka lagaheimiidir um hleranir. Hættan á misnotkun ykist ef slakað væri á reglum um þessa hluti. Hann benti á að ef herbergis- hlustun yrði leyfð væri hætt við að farið yrði að hlusta fleiri samtöl en þau se_m beinlínis tengdust rannsókn máls. I þessu efni bæri að leitast við að standa vörð um friðhelgi einkalífs borgaranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.