Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Gigtsjúkdómar sem rekja má til álags og spennu á stoðkerfí fara vaxandi með komandi kynslóð ef ekkert er að gert, segir Sigrún Baldursdóttir, úr faghópi um sjúkraþjálfun gigtarfólks. Sjúkra- þjálfarinn segir ... Byrgjum brunninn SJÓNVARP, myndbönd, tölvuleikir og alnet eru heillandi afþreying fyrir böm og unglinga og hefur hjá mörgum komið í staðinn fyrir leiki og útiveru. Þessi afþreying er komin til að vera og ætti því alls ekki að banna, heldurtakmarka við ákveðinn tíma á dag. Á móti verður líka að koma hvatning til leikja, íþrótta og útiveru. Öllu ungviði er eðlilegt að hreyfa sig, en þegar í boði er svo margvísleg afþreying sem heltekur huga þess, þá er eins og þessi meðfædda þörf fyrir hreyfingu slokkni smám saman. Rauðu tárin gætu orðið tvö Nú er talið að einn af hveijum fímm einstaklingum sé með gigt og eru gigtsjúk- FORELDRAR! Munið þið þegar það að leika sér var allt annað en að sitja við tölvu eða sjónvarp? dómar yfír 200 talsins. í merki Gigtarfélags íslands eru fimm tár og eitt af þeim er rautt. Það táknar hópinn sem haldinn er þessum sjúkdómum. Gigtin er þjóðfélaginu dýr, enda ekki að furða þar sem svo stór hóp- ur er haldinn henni. Margir gigtsjúkdómar eiga sér enga þekkta orsök. Þó er vitað að ákveðinn veikleiki fyrir sumum sjúkdómunum erfist. Suma gigt, einkum þá sem einkenn- ist af spennu og eymslum í vöðvum og festum þeirra, má rekja til of mikils og einhæfs álags, of lítillar hreyfingar, spennu og streitu. Það læðist Sigrún Baldursdóttir að manni sá grunur að þessi hópur eigi eftir að stækka á komandi árum, þegar vídeó- og tölvuleikjakynslóðin vex úr grasi. Við foreldrar þessarar kynslóðar verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ekki verði tvö rauð tár í merki Gigtarfélags íslands eft- ir nokkur ár. Margir unglingar kvarta yfir verkjum frá stoðkerfi Það er nokkuð áberandi hversu margir unglingar kvarta yfír verkjum frá stoð- kerfí og sumir eru þegar farn- ir, um 10-12 ára aldur, að leita til lækna og sjúkraþjálfara. Orsökina má oft rekja til hreyfingarleysis, einhæfs álags og spennu. Prófíð bara sjálf að leika ykkur í lítilli leikjatölvu í dágóða stund og finnið hvernig líkamsstaðan verður, hvernig vöðv- arnir fara að spennast aftan í hálsi, herðum og víðar. Spennan í t.d. tölvuleikjum og kvikmyndum, sem unglingar sækja mikið í, eykur síðan enn frekar á vöðvaspennuna. Stöðug spenna og röng líkamsstaða veld- ur því að blóðflæði til og frá vöðvum verð- ur ekki eðlilegt. Súrefnisskortur verður í vöðvum og úrgangsefni hlaðast upp í þeim. Vöðvarnir starfa ekki rétt, sumir verða stuttír og spenntir, aðrir slappir og yfír- teygðir. Festur vöðva verða aumar og lið- bönd verða sum yfírteygð. Allt veldur þetta verkjum og getur leitt viðkomandi í verkja- vítahring. Á uppvaxtarárunum þarf ung- viðið mikla hreyfíngu til að byggja upp vöðvastyrk í samræmi við lengingu bein- anna, annars verður líkamsbyggingin slöpp og hætta er á áframhaldandi stoðkerfís- verkjum. Verum vel vakandi... Við verðum að vera vel vakandi yfir börnunum okkar, ég á sérstaklega við þau börn sem við vitum að eru í áhættuhópi, því að mörg börn hreyfa sig yfírdrifíð nóg. Við eigum ekki að banna þeim að nota áðumefnda afþreyingarmiðla, heldur leið- beina þeim með að nota þó í hófí og hvetja þau á móti til útiveru og leikja. Foreldrar, tökum þátt í hreyfingunni með börnunum okkar. Förum í göngutúra, hjólareiðaferð- ir, í sund, á skíði o.s.frv. og stuðlum þann- ig að eigin heilbrigði ogþeirra. Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Sjúkra- þjálfun Máttar og Hópþjálfun Gigtarfélags fslands. ISLENSKT MAL JÓN Aðalsteinn Jónsson, lesendum þessa blaðs að góðu kunnur, send- ir mér bréf sem ég birti hér með þökkum: j,Góði Gísli Jónsson. I 832. þætti þínum, íslenzkt mál, 20. janúar sl. birtir þú ágætt bréf og þarft frá Jóni Þórarinssyni tónskáldi. Þar kemur fram eitt atr- iði, sem ég held, að sé að einhveiju leyti reist á misskilningi hjá nafna mínum. Hann segir orðrétt: „Og af því að þessar línur eru skrifaðar þrettánda dag jóla, á þrettándanum, get ég ekki stiilt mig um að nefna að mér fínnst móðurmálinu ekki hætta búin þótt talað sé um hátíða- höld á sautjándanum (17. júní), en sumir málvöndunarmenn hafa am- ast mjög við því, að mig minnir.“ Nú vill svo til, að ég hef sjálfur tvívegis rætt um 17. júní í litlu sunnudagspistlum mínum í Mbl., þ.e. 5. aprfl 1992 og 19. júní 1994. _ Ef Jón Þórarinsson á m.a. við þessa þætti, hefur hann a.m.k. misskilið það, sem ég segi í þeim. Þess vegna sendi ég þér þessar línur til birting- ar og um leið til áréttingar á því, sem ég og ýmsir aðrir höfum verið að reyna að koma mönnum í skiln- ing um. Það, sem um er að ræða, er það, að mjög er farið að brydda á því, að menn sniðganga svonefnt tímaþolfalt. Það stendur eitt sér án nokkurs stýriorðs, eins og þú veizt mætavel. Dæmi skulu nefnd. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811, en ekki á 17. júní, eins og nú má oft heyra. Á sama hátt segj- um við, að þetta eða hitt hafi gerzt 17. júní, ekki á 17. júní. Að sjálf- sögðu kemur þetta fyrir í margs konar samböndum öðrum. Þegar ég var að setja þetta bréf saman, heyrði ég frétt á Bylgjunni, þar sem sagt var frá atburði, sem gerðist á aðfara- nótt laugardags. Hér átti vitaskuld að segja aðfaranótt laugardags og sleppa forsetningunni á. Þetta held ég bæði þú og Jón Þórarinsson geti verið mér og öðrum sammála um. í pistlum mínum var aldrei talað „um hátíðahöld á sautjándanum (17. júní)“. Hins vegar tók ég þetta tímaþolfall aftur fyrir í sambandi við 17. júní tveimur árum síðar til . þess að benda á ranga notkun þol- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 836. þáttur fallsins í oftnefndum dæmum. Til- efnið þá voru skrif Baldurs Pálma- sonar í Mbl. 9. júní 1994, þar sem hann ræddi um, hversu hvimleitt væri að bæði heyra og sjá menn misþyrma móðurmálinu á þennan hátt. Hins vegar benti Baldur á það, að forsetningin á eigi að vera, þegar talað er um, að eitthvað ger- ist á þjóðhátíðardaginn, sbr. á sumardaginn fyrsta. En Baldur vildi einnig koma þeirri „meinloku fyrir kattarnef", eins og hann orðaði það, að tala um sautjándann fyrir 17. júní. Þar var og er ég honum alveg sammála. Þetta tókum við Baldur fram á sínum tíma og annað ekki. Enda þótt „móðurmálinu sé ekki hætta búin“, þótt talað sé um hátíðahöld „á sautjándanum", er ástæðulaust að taka þetta upp, þótt benda megi á þrettándann í þessu sambandi. Auk þess held ég þetta sé ekki gamalt í málinu." ★ Salómon sunnan sendir: Þrælbeinið Þingskála-Jón varð þrisvar á ævinni hjón, þú veist, eða þannig, og sú þriðja var Rannveig, en þá var hann skertur á sjón. ★ Frá Baldri Hafstað með þökkum þegið: „Blessaður og sæll, Gísli, og þakka þér laugardagsskemmtunina. Sumir auglýsendur virðast vilja baktryggja sig gegn hugsanlegum ásökunum um kynferðislega mis- notkun fomafna. Baktryggingin felst í því að segja „hann/hún“, t.d. þegar auglýst er eftir „starfs- krafti" og talið upp hvaða kostum umsækjandi þurfí að vera búinn. Þetta mætti útfæra svona: Stofnunin vill starfskraft nú sem styrki okkar hróður, hann/hún/það og sá og sú sé semsagt góð/gott/góður. Kær kveðja. PS. Orðalagið „kynferðisleg mis- notkun fomafna" kemur fyrir í grein Hallbergs Hallmundssonar í Mbl. 3. janúar sl. Dæmi um slíkt væri: Konungur verðlaunar hetj- una með því að gefa honum dóttur sína...“ ★ 1) Fréttir á Stöð tvö fá plús fyr- ir seljendur (í stað ómyndarinnar „söluaðilar") og rannsakendur (í stað „rannsóknaraðilar"), og fréttir ríkissjónvarpsins fá plús fyrir bjóð- endur (í stað „tilboðsaðilar", - en stóran mínus fyrir „aldist upp“ í stað ólst upp (um tíræðan öldung). Böm tóku eftir þessu og undmð- ust. Bragð er að þá bamið finnur. 2) I fréttapistli frá Þýskalandi í útvarpinu kom fyrir ærið útlensku- legt orðalag, sem er því miður ekk- ert einsdæmi um þessar mundir. Það var nokkurn veginn svona: Allir, sem sáu skipið, áttu ekki von á o.s.frv. (everybody who saw the ship did not expect etc.). Kemur nú að því sem Kristinn Pálsson á Blönduósi vakti athygli á ekki fyrir löngu hér í þættinum, að við emm að glata hinum og þessum fornöfn- um. Nú steðjar hættan að fomafn- inu enginn. Fréttin áðan ætti að vera: Engir, sem sáu skipið, bjugg- ust við o.s.frv. 3) Hressandi var að heyra konu á kvöldvöku segja Haralds. Þetta er hið klassíska, góða eignarfall af Haraldur, ekki hið síðboma „Haraldar". Það fer í fínu taugam- ar á umsjónarmanni. (Þess ber að geta að „fara í taugamar á“ er síðborið og óklassískt!) Er ekki handan við mörkin, þeg- ar dagskrárgerðarmaður í útvarp- inu notar orðskrípið „ókei“? ★ „Fyrir engum á meiri blygðun að bera en fyrir einum ungling. Það er betra að gjöra ljótt eitthvað í höfðingjans augliti en barnsins. Hvar á þinn sonur gott að læra, ef hann sér eigi til föðurins annað en það illt er?“ (Jón Vídalín: Prédikun fyrsta sunnudag eftir þrettánda.) ★ Auk þess eftir áskomn: Höldur beygist eins og hundur og hestur. Það er margstaðfest af fornum bókum; höldur - höld - höldi - hölds. Heill heimur fyrir stúdenta Dalla Ólafsdóttir eins og RÚSSAR, Kínveijar, Danir og Þjóðveijar. Það er ekki hægt að segja annað en að Há- skóli íslands hafí gerst alþjóðlegri með ári hveiju. Röskva hefur á seinustu árum unnið ötullega að því að efla samgang erlendra stúdenta við íslenska háskólanema en jafn- Iramt gert stúdentum auðveldara að fara er- lendis í nám.. Ein meginforsendá þess að íslenskir stúd- entar geti nýtt sér stúdentaskiptaáætlanir Sókrates er að við sinnum gest- gjafahlutverki okkar sem skyldi. Því hefur móttökuneti fyrir erlenda Innan Leonardo-kerfis- ins er að fínna leið, seg- ir Dalla Ólafsdóttir, sem gæti reynst kjörin fyrir háskólastúdenta. stúdenta verið komið á fót í vetur. Gefínn var út bæklingur sem hefur að geyma margar upplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að komast af þegar komið er hingað til lands. Bæklingurinn mæltist mjög vel fyr- ir hjá erlendu stúdentunum og verð- ur endurbætt útgáfa hans gefín út árlega á vegum SHÍ og Alþjóða- skrifstofu háskólastigsins. Mót- tökunetið er unnið í samvinnu við nemendaráðgjafa í öllum deildum en miðað er að því að þeir verði nokkurs konar hjálparhellur þeirra erlendu stúdenta sem stundi nám innan deildanna. En betur má ef duga skal. Til að efla enn samgang íslensku og erlendu stúdentanna ætlar Röskva að koma á fót svokallaðri Tungu- málamiðlun. Hugmyndin er sú að erlendur stúdent myndi kenna ís- lendingi sitt tungumál og fá íslenskukennslu í staðinn. Hér mætti hafa bæði gagn og gaman af. Margir möguleikar íslenskum stúdent- um bjóðast nú margir möguleikar til þess að gera nám sitt alþjóð- legt með hinum nýju áætlunum Evrópusam- bandsins sem kenndar eru við Sókrates og Leonardo. Innan Leon- ardo-kerfisins er að fínna leið sem gæti reynst kjörin fyrir háskólastúdenta þar sem stúdentum gefst kostur á að komast í starfsþjálfun hjá fyrir- tækjum alls staðar í Evrópu. Á næsta starfsári hyggst Röskva beita sér fyrir kynningu á þessum möguleika í samstarfi við Leonardo á Islandi og öðrum sem finnast inn- an þessara áætlana. Hugmyndin er að þetta verði raunhæfur möguleiki fyrir stúdenta í hvaða deild sem er og myndi Stúd- entaráð, undir stjórn Röskvu, gera stúdentum auðvelt að notfæra sér þennan kost. Stúdentaráð myndi gerast milligönguaðili um útvegun starfa hér á landi og erlendis og þannig þyrftu stúdentar sem hyggðust fara til útlanda útvega erlendum stúdentum störf hér á landi. Stúdentaráð myndi vera í samvinnu við evrópskar stúdenta- hreyfíngar og sjá til þess að stúd- entarnir fengju störf erlendis. Tæki- færið er til staðar, aðeins þarf að kynna Leonardo-áætlunina fyrir stúdentum. Það er því greinilegt að heill heimur stendur stúdentum opinn. Röskva ætlar að halda áfram því starfí sem hún hefur unnið í alþjóðamálum seinustu árin. Það er hagur stúdenta að tengsl við umheiminn séu efld. Grípum gæsina meðan hún gefst. Höfundur skipar 4. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.