Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 29 JÓHANNA K. MAGNÚSDÓTTIR +Jóhanna Magn- úsdóttir fæddist á Stöðvarfirði 15. mars 1904. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Huldu- hlíð á Eskifirði 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin María Sigurðar- dóttir frá Djúpa- vogi (f. 19.11.18 76, d. 1.1. 1954) og Magnús Guðmunds- son bóndi i Hafnar- nesi við Fáskrúðs- fjörð (f. 16.9. 1868, d. 21.4. 1912). Alsystkini Jóhönnu voru fimm. Tveir bræður hennar dóu ungir. Systur hennar eru: Mar- grét verkakona á Akureyri (f. 14.9. 1899, d. 27.9. 1989), gift Ingólfi Árnasyni (f. 1.3. 1904, d. 21.12. 1995); Sigurlaug versl- unarmaður í Reykjavík (f. 1.11. 1908) gift Kristjáni Stefánssyni (f. 1.9. 1908, d. 28.8. 1963); Björg Andrea (f. 22.10. 1910), gift Jens Lúðvíkssyni útgerðar- manni á Fáskrúðsfirði (f. 29.9. 1910, d. 24.3.1969). Hálfsystkini Jóhönnu sammæðra voru: Þóra Kristjana Sigurðardóttir (f. 8.2. 1913, d. 30.6. 1991), gift Júlíusi Kemp skipstjóra í Reykjavík (f. 5.2. 1913, d. 19.2. 1969). Jón Ragnar Steinsson vélsljóri í Reykjavík (f. 22.5.1919, d. 7.12. 1974). Jóhanna giftist 29.5. 1926 Guðmundi Stefánssyni vélstjóra frá Borgum í Eskifjarðarkálki (f. 2.4. 1895, d. 15.6. 1976). For- eldrar hans voru Stefán Guðmunds- son frá Borgum (f. 13.2. 1864, d. 13.3. 1945) og fyrri kona hans Vilborg Guð- mundsdóttir frá Seldal í Norðfirði (f. 1.11. 1863, d. 17.8. 1899). Börn Jó- hönnu og Guðmund- ar eru: 1) Stefán Viðar sjómaður á Eskifirði (f. 9.6. 1927, d. 30.4. 1979, ókv. og bl.). 2) Anna María (f. 22.3.1929), gift Pétri Kristjánssyni starfs- manni hjá ÚA á Akureyri (f. 1.10. 1929). Þau eiga sex börn. 3) Sæbjöm Reynir starfsmaður ísal (f. 27.10. 1930), kvæntur Þórdísi Björnsdóttur (f. 9.12. 1933). Búa í Hafnarfirði, eiga tvo syni og eina fósturdóttur. 4) Guðmundur Kristinn trésmið- ur og kennari á Eskifirði (f. 21.9. 1933), kvæntur Nönnu Bjarnadóttur (f. 2.9. 1938). Þau eiga fjögur börn. 5) Bára (f. 3.9. 1936) gift Óla Fossberg verkamanni á Eskifirði (f. 13.5. 1936). Þau eiga tiu börn. Auk sinna baraa ólu Jóhanna og Guðmundur upp dóttur Báru, Jóhönnu Mariu Káradóttur (f. 16.9. 1953). Hún er gift Jónasi Margeir Vilhelmssyni rann- sóknarlögreglumanni á Eski- firði (f. 21.7. 1954). Þau eiga þrjá syni. Útför Jóhönnu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. VORIÐ sem ég fæddist réðst til for- eldra minna vinnukona 17 ára stúlka sunnan af Fáskrúðsfirði: Jóhanna Magnúsdóttir, alltaf kölluð Jóa með- al vina og vandamanna. Hún og pabbi voru systkinabörn: María móð- ir hennar alsystir Jóhanns Sigurðs- sonar föður afa míns. Faðir Jóu Magnús Guðmundsson frá Hafnar- nesi í Fáskrúðsfírði var þá dáinn fyrir allmörgum árum. Jóa kom í vistina í maí og var hjá okkur í tvö ár. Mæddi því mest á henni næst móður minni að ann- ast mig fyrsta skeiðið og var ekki á færi aukvisa að sögn, því krakkinn hafði ekki sofíð væran blund fyrstu ellefu mánuðina og hefði lengi eftir það eflaust verið talinn ofvirkur hefðu menn kunnað skil á svo menntuðu orði í minni sveit. Jóa var að eðlisfari ákaflega góðlynd: jafn- aðarlega hláturmild, ræðin og hress í bragði, bugaðist ekki í andstreymi en bar harm sinn með hljóðri reisn. Þegar ég innti hana fyrir nokkrum árum fregna af frækilegu vökulagi mínu í frumbernsku og fleiri frægð- arstrikum hafði hún fá orð um það, hefur annaðhvort verið búin að gleyma því eða sem líklegra er ekki talið þvílíka smámuni umtalsverða, enda staðið í barnaþvargi hálfa öld og orðin ýmsu vön. Jóa giftist liðlega tvítug Gúð- mundi Stefánssyni vélstjóra. Hann var frá Borgum, smá býli skammt innan við Eskifjarðarkaupstað, en hafði að nokkru alist upp á prests- setrinu Hólmum þar sem faðir hans var í vinnumennsku. Jóa og Mundi hófu búskap á loftinu hjá okkur í Skálholti 1925 og bjuggu þar til vors 1927. Guðmundur Stefánsson var ein- hver mesti geðprýðismaður sem hægt er að hugsa sér. Þau áttu því sannlega skap saman hjónin. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar, dansaði eins og herforingi á böllum og stjómaði gömlu dönsun- um af skörungsskap fram á efstu ár svo eldri kynslóðin komst ekki upp með að gleyma þeim né yngra fólkið undan að læra þá meðan hans naut við. Mundi tók ungur að stunda sjó, var bæði háseti og formaður á mörg- um gömlu vélbátanna en lengst vél- stjóri. Hann var einn þessara snjöllu vélamanna af gamla skólanum sem lærðu allt af sjálfum sér eða höfðu þetta í puttunum, gátu látið hvem rokk snúast, gældu við hann eins og húsköttinn og hmkku upp af fastasvefni ef annarlegur tónn lædd- ist inn í vélarmalið. Hann var fjölda ára vélstjóri hjá föður mínum á ýmsum bátum smáum og stórum, hefur líklega verið lengur í skiprúmi með honum en nokkur maður annar. Guðmundur var ástríðufullur veiðimaður, haldinn þessari fmm- stæðu náttúm sem fer eins og raf- lost um hveija taug sumra manna svo hárin rísa á höfði þeim og neist- ar hrökkva af skeggbroddunum ef þeir koma í námunda við eitthvað kvikt. Á sjó hafði hann byssuna fyr- ir ofan sig í kojunni og skotin til höfða svo púðrið vöknaði ekki. Ég fór einu sinni með honum á hnísu- skyttirí út fyrir Hornafjarðarós á skipsjullunni þegar ég var strákur. Við rörum út á móts við Skerið og vorum fyrr en varði í miðri vöðu: hnísur óðu allt í kringum okkur. í fyrstu var sem veiðihugurinn bæri Munda ofurliði og hann gæti ekki haldið byssunni í sigti fyrir tauga- titringi. Þegar hann ætlaði að hleypa af heyrðist blástur hinumegin við bátinn. Þá hætti hann við, snerist á hæli leiftursnöggt og miðaði en ákvað á síðasta sekúndubroti að brenna frekar á aðra sem var að velta sér rétt undir bakborðskinn- ungnum. En árans vandræði: hún var þá svo nærri að hann hefði orð- ið að skjóta í gegnum bátinn til að hæfa hana á réttum stað og réttri stund. Þegar þannig hafði gengið um hríð lét hann vopnið síga, horfði með djúpri fyrirlitningu á hvalagerið eins og honum kæmi það ekkert við, skyrpti því næst út fyrir borðstokk- inn líktog hann væri að reka frá sér illan anda. Svo lyfti hann byssunni rólega upp að vanganum og skaut þá sem næst kom upp rétt framan- við uggann um leið og hún pústaði, síðan hveija af annarri og flutu allar eins og korkur meðan við vorum að róa að þeim. „Þær geta gert mann vitlausan þegar þær blása svona allt í kring,“ sagði hann afsakandi. Ég rengdi hann ekki: það mátti greini- lega engu muna! Jóa og Mundi reistu sér steinhús inn og upp af kirkjunni og kölluðu Bjarg. Þau fluttu inn í ársbyrjun 1929 og bjuggu þar allan sinn bú- skap upp frá því. Þegar við fórum að aftansöng á aðfangadagskvöld jóla komum við oft til þeirra að lok- inni messu og þágum góðgjörðir. Þess vegna er heimili þeirra í endur- minningunni tengt klukknahljómi, kertaljósum, rósabollum með ijúk- andi súkkulaði, brauðfötum fullum af gyðingakökum, þykkum randal- ínssneiðum og bústnum hálfmánum með sveskjusultu. Þau eignuðust fímm börn, ólu að auki upp eitt bamabama sinna, og niðjafjöldann fæ ég ekki tölu á kom- ið. Samt höfðu þau alltaf afgangs umhyggju fyrir fjarskyldari ættingj- um og vinum, já vandalausum líka mikil ósköp, því mannslundin eykst eftir því sem af er tekið. En árin slíta öllum og ekki eru þau miskunnsömust við þá sem aldr- ei kunnu að hlífa sér. Jóa tók að fínna til í hnjánum og komst að lok- um ekki fetið þrautalaust. Við aukn- ar kyrrsetur fengu pundin færi á henni og sívaxandi þyngd gerði henni æ erfíðara um gang: grimmi- legur vítahringur sem fáum tekst að bijótast útúr. Þó vann hún sín verk í hjólastólnum sem ekkert væri og hélt öllu í góðu horfi á heimilinu. Maturinn stóð á borðum þegar Mundi kom heim í hádeginu, engin hætta á öðru - og á kvöldin sátu þau í stofunni og horfðu á sjónvarp- ið saman uns tími var kominn til að fara í háttinn. Þartil einn dag að gestur kvaddi dyra og hvíslaði að Munda hæversklega en ákveðið að nóg væri starfað, og hvað stoð- aði þá að mögla? Það voru sár viðbrigði að eiga ekki von á honum framar upp Kirkjustíginn þegar litið var út um eldhúsgluggann um hádegisbil, þurfa að horfa á stólinn hans auðan framan við sjónvarpið og hafa engan til að taka í höndina á eða tala við í hálfum hljóðum þegar komið var undir sæng á síðkvöldum. En þannig er lífíð, og það sem verður að vera viljugur skal hver bera. Þegar ég kom til Jóu í fyrsta sinn eftir fráfall Munda sátum við að vanda við eldhúsborðið, horfðum öðru hveiju niðreftir götunni eða út á fjörðinn og ræddum saman glað- lega um heima og geima. Hún hafði frétt þeir væru farnir að krukka í hné á farlama fólki læknarnir fyrir sunnan og hafði áhuga á málinu. Ekki svo að skilja að henni væri vorkunn að hjóla um eldhúsgólfið og brölta við hækju milli herbergja eftirleiðis sem mörg undanfarin ár. Þó væri allur munur að losna við verstu kvalirnar, í það minnsta í öðru hnénu. Ég heimsótti hana á Landsspítal- anum að nýlokinni skurðaðgerð. Henni leið ekki vel, gat rétt með herkjum bölvað píslum sínum og sagði: „Þennan andskota geri ég aldrei aftur!“ Ég lét í ljós efasemdir um að hún stæði við það og sagði smáskrýtlu til að létta henni í lund. Þá hló Jóa eins og hún væri orðin albata en sagði reyndar það væri deyfilyfjunum einum að þakka - án þeirra gæti hún ekki svo mikið sem brosað, aðeins grett sig. Þrátt fyrir það var spítalalyktin varla rokin úr vitum henni þegar hún bað læknana að losa sig við steinahröngl sem hijáði hana inn- vortis. Þegar við sátum næst við eldhúsborðið heima hjá henni var þetta orðið allt annað líf: þrautirnar horfnar úr öðru hnénu og steinasafn- ið eins og hveijir aðrir náttúrugripir sem hægt var að skoða sér til skemmtunar. En reynslutími hennar var ekki á enda. í lok apríl 1979 var eskfirskur bátur á heimleið að endaðri vetrar- vertíð og fórst í fjarðarálunum rétt innan við Vattarnestanga. Frétt um slysið barst nær samstundis í land og skip fóru óðar á vettvang. Þegar einn leitarbátanna var á siglingu skammt utan við land í illskusjó lyfti stóraldan þungum manni á örmum sér upp að borðstokknum þar sem sterkar hendur biðu líktog kallaðar til að taka á móti honum. Þar var Stefán Viðar Guðmundsson kominn af hafi í hinsta sinn. Til skipsfélaga hans hefur aldrei spurst. Stefán var elstur barna þeirra Jóu og Munda. Ég var af hendingu staddur á Eski- fírði þegar þessa harma bar að hönd- um og fór vitanlega heim til Jóu þótt sporin upp Tunguna væru þung í þetta sinn. Við sátum við eldhús- gluggann eins og svo margoft áður, en fátt var nú talað og ekki litið út á fjörðinn. Sagt er að tíminn græði öll sár, en það er ekki satt. Aftur á móti eru sumir af svo góðu efni gerðir að þeir bogna aldrei, eru stærstir þegar mest á reynir og hafa fæst orð um það sem dýpstum sárs- auka veldur. Þegar frá leið og Jóa gat á ný farið að íhuga sín mál á löngum setum í stólnum sínum komst hún að þeirri hárréttu niðurstöðu að álappalegt væri að koma róandi tveim hækjum að strönd eilífðar- landsins hvort sem endaspölurinn yrði lengri eða skemmri. Hún afréð að Ieggjast undir hnífínn hjá þeim fyrir sunnan einu sinni enn og leyfa þeim að spreyta sig á hinu hnénu. Átti ég ekki kollgátuna? Við hittumst vorið 1983 í veislu- fagnaði sem bæjarstjórnin bauð til á 100 ára afmæli skólans. Hún var þar mætt með lið sitt og lék við hvem sinn fíngur: formóðir fleiri nemenda skólans en flestar konur aðrar ef ekki allar. Hnén væm reyndar ræflar enn og yrðu víst ekki til stórræða úr þessu, sagði hún, en kvalimar þó að mestu horfnar. Um haustið ákvað hún upp á sitt ein- dæmi að fara á elliheimilið. Það kom mörgum í opna skjöldu en er ofur skiljanlegt þegar að er gáð, því að- eins eitt er þeim óbærilegt sem ævi- langt hafa borið annarra byrðar: að verða sínum nánustu til þyngsla í ellinni þótt boðnir og búnir séu að gjalda fósturlaunin að verðleikum. Eins og vænta mátti kom á dag- inn að_ hún hafði metið stöðu sína rétt. Árin lögðust á herðar henni með auknum þunga og hin síðustu urðu henni vemlega örðug á ýmsa lund. Líkaminn var slitinn og óminnisnornir gerðust með ári hveiju aðgangsharðari. Hún tók það nærri sér uns henni lagðist sú líkn með þraut að gera sér ekki lengur grein fyrir minnistapinu. Þá leið henni betur. Ég heimsótti hana í hvert sinn sem ég kom til Eskifjarð- ar og var bæði glaður og eilítið stoltr ur yfir að hún þekkti mig alltaf, jafnvel eftir að farið var að vefjast fyrir henni að bera kennsl á þá sem nákomnari voru og nær bjuggu. Þartil í hittiðfyrra að við brostum bæði dálítið vandræðaleg eftir að hafa heilsast, því nú var augljóslega nánari skýringa þörf. „Þetta er Bragi," sagði ég. „Nei, er þetta hann Bragi?“ sagði hún. „Mikið hefurðu breyst - og hvað þú ert orðinn stór!“ Ég hafði sterklega á tilfinningunni að í huganum væri hún að bera mig saman við vökuþolinn strák á fyrsta ári sem hún gekk með í fanginu margar nætur endur fyrir löngu og reyndi að róa. Eftir að við höfðum hjalað saman um stund gekk ég út á svalir til að líta yfír Framkaupstað- arvíkina en kom að vörmu spori inn aftur. Þá leit hún á mig og spurði eins og við hefðum ekki sést fyrr: „Hver ert þú?“ Þetta urðu okkar hinstu fundir og spurningu hennar er ég enn að velta fyrir mér en fæ víst seint svarað. Ég þakka að leiðar- lokum einstaka góðvild í garð míns fólks og tryggð sem aldrei brást. Vandamönnum hennar sendi ég vinarkveðju. Einar Bragi. Góð kona er gengin. Tengdamóð- ir mín, Jóhanna K. Magnúsdóttir, er horfín yfír móðuna miklu. Hún lést á dvalarheimili aldraðra á Eski- firði 8. febrúar síðastliðinn. Hugur- inn reikar nú tæp fjörutíu ár aftur 1 tíinann. Þá kom ég öllum ókunn- ugur í fyrsta skipti á heimili hennar á Eskifirði, heitbundinn Báru, yngstu dóttur hennar. Móttökur Jóu, eins og hún var oftast kölluð, voru slíkar, að kvíði sá er ég bar í brjósti, að hitta tilvonandi tengda- fólk mitt, hvarf eins og dögg fyrir sólu, því hún tók mér af þvílíkum kærleika, sem um hennar eigin son væri að ræða. Jóa mátti muna tímana tvenna. Á bamsaldri kynnt- ist hún erfiði brauðstritsins. Og hún lét ekki sitt eftir liggja, henni féll aldrei verk úr hendi. Aldrei æðrað- ist hún, sama hve vinnudagurinn var langur. Jóa var mjög félagslynd kona, hún starfaði mikið að félagsmálum, m.a. í kirkjufélaginu Geislanum og var einn af stofnendum þess félags. Einnig starfaði hún mikið í Slysa- varnafélaginu og verkalýðsfélaginu Árvaki. Jóa hafði mikið yndi af tónlist. Ég minnist þess sérstaklega, þegar ég spilaði fyrir hana gömlu góðu lögin á harmonikuna hve ásýnd hennar ljómaði og alltaf söng hún með. Hún kunni ógrynni af textum og alls kyns vísum og var alveg ótrúlegt hve vel hún mundi textana, alveg fram á hin síðustu ár. Nú er Jóa horfín á braut og ég mun sakna hennar um ókomna framtíð. Ég vil við leiðarlok þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Betri ömmu hefðu bömin ekki getað eignast. Minningarnar um þig eru rrtér afar dýrætar og ég þakka af alhug fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Jóhönnu Kristínar Magnúsdóttur. Óli Fossberg. Okkur systur langar með nokkr- um orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar, Jóhönnu Kristínar Magnúsdóttur. Við viljum þakka allar góðu stundimar sem við áttum með henni á Bjargi og síðan á dval- arheimili aldraðra á Eskifirði. Okkur er það sérstaklega ljúft að minnast þeirra stunda, þegar við fengum að sofa heima hjá ömmu og komast úr atinu heima í kyrrðina hjá henni og afa. Og þegar við vöknuðum á morgnana fengum við oftast nýbak- aða jólaköku og mjólk og ekki má gleyma góðu pönnukökunum henn- ar sem við fengum svo oft. Amma átti í mörg ár við heilsu- leysi að stríða, en þrátt fyrir það var hún alltaf jafn létt í lund og kom okkur alltaf í gott skap, ekki síst ef eitthvað bjátaði á. Ámma hafði alveg einstakt lag á því að kæta alla sem í kringum hana voru. Og gaman þótti henni, þegar við fórum með hana í bíltúr og fengum okkur ís. Við leiðarlok hrannast minning- arnar upp og það er svo ótal margs að minnast sem við munum aldrei geta þakkað henni til fulls. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og biðjum algóðan guð að geyma þig í nýjum heimkynnum. Hvíl þú í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast,. margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, marp er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Jóhanna, Matthildur, Harpa, Hulda, Þórey, Erla og Alda. Elsku langamma okkar á Elló er dáin og nú er hún komin til guðs. Nú vitum við að henni líður vel og verður ekki meira lasin. Við vitum líka að langafí hefur tekið á móti henni og nú eru þau saman. Elsku langamma, við söknum þín mjög mikið. Nú getum við aldrei komið til þín í heimsókn í Hulduhlíð, en einhvem tímann munum við hitta þig aftur. Minning þín lifír í huga okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn og allt er orðið hljótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin, á'bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hilmar, Símon, Sonja, Steingrímur, Bára og Jens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.