Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjöfn Ingólfsdóttir Vaktakerfi S VR marg- samþykkt SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar, segir að það vaktafyrirkomulag sem strætisvagnastjórar hjá SVR starfí eftir hafí verið samþykkt af þeim ítrekað í gegnum tíðina. Unnur Eggertsdóttir, trúnaðarmaður vagn- stjóra, segir í Morgunblaðinu í gær að sérkjarasamningur vagnstjóra sé mun lakari en aðalkjarasamningur Starfsmánnfélagsins. Sjöfn segir að Unnur sé að vitna til ákvæða í kjarasamningi sem hafí komið inn með bókun er varði vagn- stjóra árið 1974. Það að ásaka hana eina fyrir stöðu mála sé ósanngjamt þar sem um sé að ræða áratuga gam- alt ákvæði sem komi inn í kjarasamn- inga löngu fyrir hennar formannstíð. „A þeim árum sem liðið hafa síðan ákvæðið kom inn hefur þetta mál verið uppi með nokkuð reglubundnum hætti og ég vil taka fram að það er engum til sóma, hvorki Starfsmanna- félaginu, Reykjavíkurborg né Strætis- vögnum Reykjavíkur, að hafa ekki tekið almennilega á málinu. Vagn- stjórar hafa hins vegar haft sitt að segja um vaktakerfið, vegna þess að þeir hafa endurtekið greitt atkvæði um að þetta vaktakerfí vilji þeir hafa og ekki annað,“ sagði Sjöfn. Hún sagði að vaktakerfíð hefði verið tekið upp 1974 að tillögu vagn- stjóra sjálfra. Þetta mál varðaði fjölda vagnstjóra og án þess að mæla ákvæðinu bót fyndist henni sjónar- hom Unnar mjög þröngt. Bókun í síðasta kjarasamningi Sjöfn sagði að síðasta kjarasamn- ingi félagsins fylgdi bókun um fyrir- komulag vakta hjá SVR. Störfum nefndar sem unnið hefði að endur- skoðun máls, væri ekki lokið. f nefnd- inni ætti hún sæti, auk fulltrúa Reykjavíkurborgar og SVR, en full- trúum strætisvagnastjóra hefði verið gefíð tækifæri til að fylgjast með starfí nefndarinnar og hefði hún fund- að með fulltrúum vagnstjóra vegna þess. Fulltrúar vagnstjóra, þar á með- al Unnur Eggertsdóttir, hefðu lagt til að hlutlaus aðili yrði fenginn til þess að reikna út nýtt vaktakerfí, en því starfí væri ekki lokið. Aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ segir vaxtamun í bankakerfinu hafa aukist Segir talsmenn bankanna fara með rangt mál HANNES G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, segir að talsmenn Landsbanka og Búnað- arbanka Islands fari með rangt mál þegar þeir haldi því fram að vaxtamunur hafi ekki aukist við þær vaxtahækkanir sem bankar og sparisjóðir hafa tilkynnt að undanfömu. Töiurnar tali skýru máli og talsmenn bankanna hafi ekkert að skýla sér á bak við í þeim efnum. Hannes sagði að ef óverðtryggð útlán væru skoðuð hefðu vextir þeirra hækkað um 1%. Engir vext- ir á óverðtryggðum innlánum hefðu hækkað jafnmikið, þeir hefðu allir hækkað minna eða á bilinu 0,2% til 0,75%. Því gæti það ekki staðist að vaxtamunur hefði ekki aukist. Ef horft væri til vísi- tölubundinna reikninga hefðu út- lánsvextir þeirra hækkað um 0,2%, en vísitölubundnir innlánsreikning- ar hefðu annaðhvort ekkert hækk- að eða þeir hefðu hækkað um 0,15% annars vegar og 0,25% hins vegar. Vegið meðaltal af því hlyti að vera minna en 0,2% sem væri það sem vextir á útlánum hefðu hækkað um. Skortir samkeppni Aðspurður hvort það skyti ekki skökku við að bankar væru að auka vaxtamun á sama tíma og útlánatöp þeirra hefðu minnkað, sagði Hannes, að þetta sýndi ein- faldlega að það væri ekki nægileg samkeppni á þessum markaði hér á landi. Bankar og sparisjóðir breyttu allir vöxtum með sama hætti og notuðu verðbólguspá frá Seðlabankanum sem rökstuðning fyrir hliðstæðum ákvörðunum sín- um. Þá væri það einsdæmi meðal vestrænna ríkja að verðbreytingar Loðnan hreinsuð úr höfninni Þórshöfn. Morgunblaðið. HREINSUNARSTARFI er nú lokið í höfninni hér á Þórs- höfn eftir að óhapp varð við loðnulöndun úr Júpíter og rúm 100 tonn af ioðnu lentu í sjónum. Hafnarvörður, Sigurður Óskarsson, sagði að veður hefði verið hagstætt meðan hreinsunin stóð yfir og loðnan hefði öll verið í haug á af- mörkuðu svæði á hafsbotnin- um þar sem auðvelt var að ná henni með dælu. Sjór var stilltur og haugurinn þess vegna kyrr og engin dreifing á loðnunni. Að sögn Rafns Jónssonar verksmiðjustjóra hefur engin mengun hlotist af þessu óhappi og er höfnin nú fullhreinsuð. milli einstakra mánaða væru upp- reiknaðar til heils árs með tveimur aukastöfum og útkoman talin gefa sérstakt tilefni til vaxtabreytinga eins og komið hefði fram hjá einum talsmanni bankanna. Hann sagði að á endanum þýddi þetta verri lífskjör hér á landi en annars þyrftu að vera. Afleiðingin yrði of hátt vöruverð, of litlar fjár- festingar og þar af leiðandi minni hagvöxtur og framleiðni en hér gæti verið. Hannes sagði að til þess að bæta úr þessu þyrfti virkari sam- keppni erlendis frá sem veitt gæti innlendum bankastofnunum meira aðhald. Þá væri mikilvægt að breyta ríkisbönkunum í einkafyrir- tæki sem hefðu hagnað að mark- miði, því það eitt gæti knúið niður rekstrarkostnað og útlánatöp og þar með vaxtamun. Grétar Jón Magnússon Röng mynd í FRÉTT um formannskjör í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar í gær urðu þau leiðu mistök að röng mynd birtist af Grétari Jóni Magnússyni einum af þremur frambjóðend- um í kjörinu. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir UNNIÐ við hreinsun í höfninni á Þórshöfn. Fundur ráðherra ríkisstj órnarinnar með bankastjórum Seðlabanka íslands í gær Forsendur fyrir lækk- un vaxta á langtíma- og skammtímamarkaði FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að það hafi verið sam- eiginleg niðurstaða af fundi ráð- herra ríkisstjórnarinnar með banka- stjórum Seðlabankans í gær um vaxtamál að nú væru þær aðstæður til staðar að forsendur væru fyrir vaxtalækkun. Birgir ísleifur Gunn- arsson seðlabankastjóri sagði að ýmis teikn bentu til þess að vaxta- Íækkanir væru framundan, bæði hvað langtíma- og skammtíma- markaðinn varðaði. Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið að dregið hefði mjög úr lánsfjáreftirspurn ríkis og sveitarfé- laga og það sama gilti um lánsfjár- eftirspurn í húsnæðiskerfinu., Verð- bólga væri minni en spáð hefði ver- ið og Seðlabankinn hefði endur- skoðað verðbólguspár sínar í sam- ræmi við það. Allt útlit væri fyrir að það myndi ríkja friður á vinnu- markaði út þetta ár og ekki væri lengur fyrir hendi óvissa vegna stórrar innlausnar á ríkisverðbréf- um, vextir á erlendum mörkuðum hefðu farið lækkandi allt í kringum okkur, þau þenslumerki sem menn töldu að hefðu sýnt sig væru ekki lengur til staðar og þannig mætti áfram telja. „Þetta segir okkur að þessar að- stæður eru til staðar og því er Seðla- bankinn sammála. Það sem kannski skiptir öllu máli núna er að menn leiti leiða til þess að ná þessu niður og við munum eiga fundi með riki- sviðskiptabönkunum á næstunni," sagði Finnur. Spurningu um það hvort Seðla- bankinn myndi beita þeim stjórn- tækjum sem hann hefur yfir að ráða til að vextir á markaði lækkuðu, vísaði Finnur til Seðlabankans. „Ég held að það sé vilji okkar allra að leita þeirra Ieiða sem færar eru með markaðsaðgerðum til þess að vextir geti lækkað," sagði hann einnig. Aðspurður hvort það ætti bæði við um verðtryggða og óverðtryggða vexti, sagði Finnur að það væri mat Seðlabankans að talsverðar vænt- ingar væru nú um það að langtíma- vextir gætu lækkað. Að auki hlyti minni verðbólga og lítil sem engin þenslumerki að verða til þess að vextir lækkuðu. Breyttar aðstæður Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar á þessum fundi. „Við skýrðum ráðherrunum frá okkar afstöðu til stöðunnar í vaxtamálum, þeirrar þróunar sem orðið hefur á undanförnum vikum og hvernig landið lægi framundan. Við skýrðum m.a. frá því að okkur finnst ýmislegt vera í umhverfinu nú sem geti bent til þess að vaxta- lækkanir séu framundan, bæði hvað langtíma- og skammtímamarkaðinn varðar. Hins vegar voru engar ákvarðanir teknar um neinar að- gerðir heldur verður þetta að skýr- ast á næstu dögum og vikum,“ sagði Birgir. Birgir segir að aðstæður hafi breyst mikið frá áramótum. Gjald- eyrisútstreymið hafi verið mikið og í raun ekki stöðvast fyrr en eftir áramót auk þess sem mikil útlána- aukning í bankakerfinu hafi valdið því að lausafjárstaða bankanna hafi verið í lágmarki. „Við brugðumst við þessu með hækkun vaxta á skammtímamarkaði en nú hefur þetta hins vegar breyst. Gjaldeyris- staðan fór batnandi í janúar og sú þróun hefur haldið áfram nú í febr- úár. Við vildum að vísu sjá gjaldeyr- isstöðuna styrkjast meira en hún hefur verið að gera en engu að síður hefur umhverfíð breyst talsvert á undanförnum vikum og það á að gefa tilefni til breytinga." Birgir segir að vaxtamunur milli Islands og nágrannalandanna sé vissulega orðinn talsverður. Hins vegar geti menn verið að glíma við misjafnar efnahagsforsendur eftir löndum á hveijum tíma og því sé ekkert gefið að vaxtaþróun sé ætið sú sama til skemmri tíma litið. „Til langframa hljóta vextir erlendis hins vegar að hafa áhrif á vexti hérlend- is. Hins vegar er alveg ljóst að skammtímavextir hér verða að vera eitthvað hærri en erlendis til þess að stuðla að jákvæðum gjaldeyris- jöfnuði. Það er mjög erfitt að bera okkur saman við öflugustu við- skiptaeiningar í veröldinni á borð við Bandaríkin og Þýskaland. Við höfum hins vegar verið með svipað vaxta- stig og Svíþjóð, svo eitthvað sé nefnt.“ Vaxtahækkanir viðskipta- bankanna tímaskekkja Aðspurður hvort gagnrýni á við- skiptabankana fyrir vaxtahækkun sína hafí verið réttmæt í ljósi undan- genginna vaxtahækkana Seðlabank- ans, segir Birgir ísleifur að hann skilji í raun ekki af hveiju viðskipta- bankarnir hafi fyrst brugðist við þeg- ar ástandið hafí verið farið að breyt- ast. „Þeirra viðbrögð komu þegar útlánaaukningin hafði stöðvast og lausafjárstaða þeirra var farin að batna. Við skiljum því ekki þessa tímasetningu. Við hefðum skilið það ef bankamir hefðu verið með þessar hækkanir í kjölfarið eða á svipuðum tíma og okkar hækkanir í desember. En við skiljum ekki þá tímasetningu að vera að hækka núna í byijun febr- úar þegar umhverfíð er breytt. Alla- vega höfum við ekki fengið neinar skýringar sem við skiljum." Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst að vaxtahækkanir Seðlabankans í desembér hafi í raun verið síðbúin viðbrögð við þeim þenslumerkjum sem orðið hafi vart við í kringum kosningarnar síðastliðið vor. Birgir segir þessa gagnrýni ekki eiga við nein rök að styðjast. „Við bregðumst við jafnóðum og hlutirnir gerast og ef menn skoða breytingar á skamm- tímavöxtum yfír árið má sjá að þeir sveiflast upp og niður eftir því hvem- ig ástandið hefur verið , t.d. á gjald- eyrismörkuðunum. Sveiflurnar hjá okkur hafa í raun verið mun minni en hjá öðmm bönkum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.