Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 25
24 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAVÆÐING OG SAMKEPPNI EINAR Sveinsson, fráfarandi formaður Verzlunarráðs, hvatti í ræðu sinni á aðalfundi ráðsins í fyrradag til þess að gert yrði átak í einkavæðingu á mörgum sviðum atvinnulífsins, þar sem ríkisvaldið er nú umsvifamikið. Einar gerði einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega að umtalsefni og sagði umræður um hana hafa lent á villigöt- um. í ræðu sinni sagði hann: „Eignaraðild að íslenzkum banka eða öðru íslenzku fjármálafyrirtæki verður í fyrirsjá- anlegri framtíð ekki ávísun á sjálfskammtaðan arð. Til þess að þessi fyrirtæki geti gengið þurfa þau öll að ganga í gegnum miklar breytingar umfram það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum. Það er harður slagur fram- undan hjá þessum fyrirtækjum og þess vegna eru þau bet- ur komin í höndum einkaaðila en ríkisins.“ Þessi ummæli fráfarandi formanns Verzlunarráðs hljóta að verða þeim umhugsunarefni, sem telja það „hættuspil" að selja ríkisbankana í hendur einkaaðila. Staðreyndin er hins vegar sú — og blasir við alls staðar í kringum okkur — að ríkisfyrirtæki, sem eru óhjákvæmilega ekki jafnsveigj- anleg og einkafyrirtæki og búa við ýmsar hömlur, sem einkafyrirtækin gera ekki, standa sig verr í síharðnandi alþjóðlegri samkeppni. Það er forsenda þess að íslenzku bankarnir standi sig í samkeppninni, að rekstrarformi þeirra sé breytt, rétt eins og Póstur og sími mun ekki lifa fjar- skiptabyltinguna af nema að skipta um rekstrarform og eiganda. I ræðu Einars Sveinssonar var jafnframt þörf áminning til ríkisstjórnarinnar: „Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún vilji gera ríkisbankana að hlutafélögum og vissulega er það fyrsta skrefið. En næstu skrefin verður líka að stíga og koma þessum rekstri markvisst í hendur einkaaðila." Fleiri hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að fara sér hægt í einkavæðingarmálum. Nú styttist í að stjórnin hafi setið við völd í ár og tímabært að framkvæmdaáætlun um einka- væðingu ríkisfyrirtækja á kjörtímabilinu sjái dagsins ljós. Stjórnvöld hafa nú öðlast nokkra reynslu í einkavæðingu og geta því betur áttað sig á, hvað ber að varast. Nú er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum. ÖRYGGI í LEIGUFLUGI MIKIL umræða hefur blossað upp um öryggi farþega í leiguflugi í kjölfar þess að þota í eigu tyrknesks flug- félags fórst skömmu eftir flugtak frá Dóminikanska lýðveld- inu í Karíbahafi. 189 fórust í flugslysinu, aðallega Þjóðveij- ar. í kjölfar slyssins hefur athyglin beinst að þeim starfshátt- um sem tíðkast að einhverju leyti í leiguflugi, þegar megin- markmiðið er að keyra verðið niður úr öllu valdi. Að mati sérfræðinga er of algengt að sparnaður náist með því að slaka á kröfum í öryggismálum, t.d. við kaup á varahlutum og viðhaldi flugvéla. Einnig hefur komið í ljós að þotan, sem fórst í Karíba- hafi, var fyrir skömmu notuð til að feija íslenska farþega til og frá Mexíkó. Það var hins vegar gert í nafni og á flugnúmeri annars flugfélags og án þess að sótt hafi verið um flugleyfi fyrir vélina hér á landi. Það er skiljanlegt að neytendur sækist eftir lágum far- gjöldum. Flugfélög, ferðaskrifstofur og flugmálayfirvöld verða hins vegar að tryggja að vestrænum öryggiskröfum í flugi sé fylgt til hins ítrasta. Leiguflug er að verða sí- fellt umfangsmeiri hluti flugsamgangna, ekki bara hér á landi heldur um Evrópu alla, og sömu öryggiskröfur eru gerðar til leigflugfélaga og flugfélaga í áætlunarflugi. Flest eru þau flugfélög er sérhæfa sig í leiguflugi vönd að virð- ingu sinni og leggja áherslu á að öryggismál séu í lagi. A því eru hins vegar undantekningar, líkt og komið hefur í ljós. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir í samtali við Morgun- blaðið sl. miðvikudag: „Við verðum að gera einhveijar ráð- stafanir til að fylgjast með því að vélarnar séu frá þeim félögum, sem við teljum þær vera frá og að þær fái ekki afgreiðslu hér nema þær hafi sótt um tilskilin leyfi. Að vísu er ekki fljótséð hvernig því verður best háttað, en þetta eftirlit þarf að herða.“ Það er mikilvægt að flugmálayfirvöld fylgi því eftir að reglum sé fylgt og að atvik á borð við það sem átti sér stað með flugi tyrknesku vélarinnar endurtaki sig ekki. FRYSTIHÚS í BOLUIMGARVÍK Morgunblaðið/Gunnar Hallsson ARKITEKT var fenginn til að hanna útlit nýrra salarkynna frystihússins og hér eru stjórnendur fyrir- tækisins við verk hans á einum ganginum, f.v. Guðmundur Agnarsson fjármálastjóri, Sævar Birgisson útgerðarstjóri, Agnar Ebenezersson framleiðslustjóri og Aðalbjörn Jóakimsson framkvæmdastjóri. Matvælavinnsla framtí ðarínnar Hraðfrystihús Ósvarar hf. í Bolungarvík verð- ur tekið í notkun í dag að loknum gagngerum endurbótum. Verður þar mjög góð aðstaða til matvælaframleiðslu og í skoðunarferð um salarkynni hússins í vikunni kom skurðstofa sjúkrahúss helst upp í huga Helga Bjamason- ar. Þar verður einnig sameiginleg yfirstjóm Bakka hf. og Ósvarar en stefnt er að samein- ingu félaganna undir merkjum Bakka. ÓSVÖR hf ii í Bolungarvík: Stærstu hluthafar H'^.afó M.kr. Bakki hf. 160 Sund hf. 30 Burðarás hf. 25 Heimaafl hf. 22 Gná hf, loðnuverksmiðja 20 Tryggingamiðstöðin hf. 20 Kaldá hf., útflutningsfyrirtæki 15 Aðrir 18 Samtals 310 MARKMIÐ okkar er að byggja upp öflugt sjáv- arútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum. Það ætl- um við að gera með því að styrkja útgerðina og koma upp góðri og arðsamri fiskverkun, bæði rækju- og bolfiskvinnslu, þar sem framleidd verða matvæli eftir óskum kröfu- hörðustu kaupenda," segir Aðal- björn Jóakimsson, framkvæmda- stjóri Ósvarar hf. í Bolungarvík. Frá því fyrirtæki hans, rækjuverksmiðj- an Bakki hf. í Hnífsdal, og fjárfest- ar sem hann fékk til liðs’ við sig keyptu meirihluta hlutafjár í Ósvör af bæjarsjóði Bolungarvíkur á fyrri- hluta síðasta árs hefur stöðugt ver- ið unnið að uppbyggingu fyrirtækis- ins að nýju. Merkum áfanga er náð með formlegri opnun frystihússins í dag. Ósvör er almenningshlutafé- lag og er stefnt að skráningu hluta- bréfa þess á Verðbréfaþingi íslands innan tveggja ára. Gagngerar endurbætur Þegar nýir stjórnendur tóku við rekstrinum var annar togari Ósvar- ar, Dagrún ÍS, með bilaða vél og hafði legið bundinn við bryggju í hálft ár. Utgerð og vinnsla, sem hafði verið á höndum tveggja fyrir- tækja frá gjaldþroti Einars Guð- finnssonar hf., var sameinuð með yfirtöku Ósvarar á eignum Þuríðar hf. Þá var svo komið að rækjuvinnsl- an hafði misst vinnsluleyfi og í það sama stefndi í bolfiskvinnslunni. „Við þurftum að ákveða hvernig ætti að bjarga málum, með klastri eða varanlegum Iausnum. Eftir ítar- lega athugun stjórnenda félagsins var ákveðið að ráðast í nauðsynleg- ustu endurbætur á rækjuvinnslunni og koma henni sem fyrst í gagnið þannig að hjól atvinnulífsins stöðv- uðust ekki. Hún hefur verið starf- rækt í fjóra mánuði og framleiðslan gengið vel. Þegar rækjuverksmiðjan var opnuð var bolfiskvinnslan stöðv- uð og hafin endurbygging hrað- frystihússins,“ segir Aðalbjörn. Jafnframt þessu var sett ný aðalvél í Dagrúnu og unnið að öðrum endur- bótum og hélt hún til veiða á ný í síðasta mánuði. Á næstunni verður unnið að frekari endurbótum á rækjuverksmiðjunni en það verður unnt að gera án þess að stöðva vinnsluna. „Við ákváðum að koma hér upp aðstöðu fyrir matvælavinnslu fram- tíðarinnar, eins og við sjáum hana fyrir okkur, og það þýddi að ráðast varð í gagngerar endurbætur á frystihúsinu,“ segir Aðalbjörn. Tek- ið er tillit til ströngustu krafna um gæðastjórnun. Húsinu er skipt upp í vinnusvæði sem hvert hefur sitt stjómkerfi og að þeim eru ákveðnar gönguleiðir. Aðstaða er fyrir starfs- fólk inni á svæðunum þannig að það þarf ekki að fara út af því í vinnu- tímanum og aðrir hafa þar ekki aðgang. Sameiginleg yfirstjórn I húsinu verða skrifstofur beggja fyrirtækjanna, Ósvarar og Bakka, enda eru stjómendur þeir sömu. Allt stjórnkerfið er tölvuvætt svo að stjórnendur hafa alltaf aðgang að upplýsingum um framleiðslu og rekstur og eiga því að geta brugðist fljótt við öllum uppákomum í rekstri. Bakki hf. tók á sínum tíma upp beint samband við kaupendur rækj- unnar og hóf framleiðslu eftir gæða- kröfum og undir merkjum þeirra. Þessi vinnubrögð voru tekin upp í rækjuvinnslunni hjá Ósvör og segir Aðalbjöm að sameining yfírstjómar félaganna hafi verið gerð í þeim til- gangi að tryggja framgang breyting- anna. Pökkunin flutt heim Meginhluti framleiðslu Bakka hf. hefur hingað til farið til Englands. Rækjunni hefur verið pakkað í neyt- endaumbúðir í pökkunarstöðvum þar. En nú er fyrirhugað að_ flytja vinnuna til Bolungarvíkur. í nýja frystihúsinu er pökkunaraðstaða og þar verður pakkað rækju frá Bakka og Ósvör. Aðalbjörn segist þegar hafa orðið var við töluverða spurn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 25 4- eftir þessum afurðum. „Ábyrgðin á endanlegum gæðum vörunnar er sífellt að færast meira yfir á herðar framleiðendanna sjálfra. Nauðsyn- legt er að standa mjög vel að fram- leiðslunni á öllum stigum hennar og við treystum okkur til að stand- ast ýtrastu kröfur," segir Aðalbjöm. Hann segir að vissulega sé áhættan mikil og hörð samkeppni á neyt- endamarkaðnum en gaman verði að taka þátt í henni. Þá hafi þessi nýjung ýmsa kosti í för með sér. Möguleikar séu á örari afskipun afurðanna. Þá ætti stærri hluti end- anlegs verðs vörannar að haldast í Iandinu með því að hluti framleiðsl- unnar fari sem tilbúin vara og milli- liður falli út. Farið verður inn á sömu braut í bolfiskvinnslunni. Framleiddur verður fiskur fyrir sérhæfðar verk- smiðjur sem vinna vörana áfram og selja á markaði fyrir gæðavörar. Þá verður hafin framleiðsla fisk- stykkja í neytendapakkningum und- ir vöramerkjum kaupendanna og selt á sama markaði. Telur Aðal- björn að með því móti sé hægt að auka verulega verðmæti framleiðsl- unnar. Það krefjist agaðri vinnu- bragða að framleiða vörur á neyt- endamarkað en hann segist ekki óttast erfiðleika við að taka upp ný vinnubrögð í Ósvör. Þetta sé ferli sem taki ákveðinn tíma og stjórn- endur fyrirtækisins hafi áður geng- ið í gegnum það í Hnífsdal. Stjórnendur Bakka hafa miklu reynslu af rekstri rækjuvinnslu og með bolfiskvinnslunni eru þeir að víkka sviðið. Þeir ætla að taka þetta verkefni sömu tökum og rækju- vinnsluna, eins og áður er að vikið, og munu tæknivæða bolfiskvinnsl- una eins og mögulegt er. Nægjanlegt hráefni Kvóti Ósvarar samsvarar iiðlega 5.000 tonnum þorsks og er fyrirtæk- ið í hópi fimmtán kvótahæstu fyrir- tækja landsins. Til viðbótar er hrá- efni, bæði rækja og bolfiskur, keypt af útgerðum í beinum viðskiptum eða á markaði eftir því sem hag- kvæmt þykir. Segir Áðalbjöm útlit fyrir að hráefni verði nægjanlegt. Togarar fyrirtækisins, Dagrún og Heiðrún, era á rækjuveiðum fyrir Ósvör og Bakka. Vinur og Flosi hafa verið gerðir út á línu í vetur og afli þeirra fer til vinnslu í nýja frystihúsinu. Bæði rækju- og línu- veiðarnar hafa gengið vel í vetur. Þurfum erlent starfsfólk Nú vinna um 100 manns við rækjuvinnslu hjá Bakka, svipaður fjöldi hefur unnið við rækjuvinnslu Ósvarar og framkvæmdirnar í frystihúsinu og 60-80 menn á sjó. Þörf er á 80 manns til viðbótar vegna bolfiskvinnslunnar og hefur gengið illa að fá fólk til starfa. Til þess að geta verið með vant fólk á báðum stöðum hefur verið dregið úr rækjuvinnslunni og helmingur starfsfólksins fluttur í bolfiskvinnsl- una. Segir Aðalbjörn að afköst verði aukin á báðum stöðum eftir því sem starfsfólki fjölgar. Á næstunni koma 18 Pólveijar, að undangeng- inni árangurslítilli tilraun stjórn- enda Ósvarar til að fá starfsfólk úr öðrum landshlutum. „Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að ekki fást nægilega margir íslendingar til starfa við fiskverkun til þess að halda vinnsl- unni gangandi og nýta auðlindina til að standa undir velmegun þjóðar- innar. Eg tel að við verðum að líta fordómalaust á veruleikann sem við búum við, að við þurfum erlent fisk- verkafólk til að geta nýtt þau sókn- arfæri sem felast í atvinnugrein- inni, annars missum við fiskinn óunninn úr landi. Ég vona að stjórn- völd skilji þetta og geri okkur kleift að manna vinnsluna," segir Aðal- björn. Spurður um ástæður þess að ís- lendingar fást ekki til að vinna í fiski, hvort það væri ekki vegna Iágra launa, segir Aðalbjörn að kaup í vaktavinnu í þeirri fiskvinnslu sem hann standi fyrir sé ekki lægra en UNNIÐ við að stilla vélar í nýju rækjupökkunarstöðinni. Kaupið er of lágt „ÉG HELD að allir Bolvíkingar vilji róa með Aðalbirni. Það gengur vel hjá honum að fá hráefni og selja afurðirnar og honum virðist líka ganga vel að fá fjárfesta til liðs við sig,“ segir Daði Guðmundsson for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur. Hann segir að stefna verði að því að það fólk sem komi til vinnu hjá Ósvör setjist að í Bolungarvík. Nóg sé af húsnæði á staðnum og þjón- usta góð. Ef íslendingar vilji ekki búa þar þá sé sjálfsagt að fá Pól- veija til þess. Fjórir Bolvíkingar eru skráðir atvinnulausir, sumir að hluta, og segir Daði að ákveðnar skýringar séu að baki hveiju tilfelli. Hann segir að útlitið framundan sé gott. Um 20 útlendingar eru í vinnu í Bolungarvík, mest Pólveijar í vinnu hjá Bolfiski hf. Þá eru 18 Pólveijar á leiðinni til Ósvarar. Hrökklast í burtu Illa hefur gengið að fá fólk at- vinnulaust fólk úr öðrum lands- hlutum til vinnu í Bolungarvík. Og Daði segir að reynslan af því fólki sem þó hefur komið sé ekki nógu góð. Ágætis fólk hafi komið en einnig fíkniefnaneyt- endur og annað vand- ræðafólk. Flestir hafi hrökklast í burtu á fyrstu vikunum og sumir reyndar aldrei mætt til vinnu. „Kaupið er allt of lágt,“ segir Daði þeg- ar hann er spurður um skýringar á því hvað iíla gengur að fá fiskvinnslufólk til starfa. Hann segir að starfsfólk í rækju- vinnslunni sé með til þess að gera góðan bónus en hafi þó aðeins um 80 þúsund krónur í kaup á mánuði. „Það verður lítið eftir þegar fólk þarf að halda sér uppi. Ég sé ekki aðra leið en að hækka kaupið, það er orðið hættu- lega lágt,“ segir Daði. Aðför gegn smábátum Hann segir að einn skuggi hvíli yfir annars góðu atvinnulífi og talar þá um það sem hann kallar aðfarirnar gegn smábátaútgerð- inni. Smábátarnir skapi mikla vinnu og stundi vistvænar veiðar. Hann segir að fiskurinn af þeim fari aðallega til vinnslu í heima- byggð og hafi til dæmis staðið að mestu leyti undir vinnunni í Bol- ungarvík á sumrin í mörg ár. Daði Guðmundsson talað er um í Danmörku. Samt fáist ekki starfsfólk. Að mati Aðalbjöms verða Bolvík- ingar að mynda kjama starfsfólksins þó einnig verði alltaf eitthvað um að fólk komi til skemmri dvalar. Vonast hann til að fá fleiri heima- menn til starfa þegar fyrirtækið hef- ur fest sig í sessi og fólk sjái fram á öragga vinnu. Nóg er af húsnæði í Bolungarvík og verður unnið að því að kynna staðinn og fyrirtækið í þeim tilgangi að fá fólk til að flytja þangað. Breyting á nafni og aukið hlutafé Áætlað er að enduruppbygging Ósvarar kosti um 350 milljónir kr. Er hún fjármögnuð með auknu hlutafé og langtímalánum, að sögn framkvæmdastjórans. Hlutafé var um 80 milljónir við eigendaskiptin en var strax aukið og stendur nú í 310 milljónum kr. Hluthafar era á þriðja hundrað. Bakki hf. er stærsti hluthafinn með 160 milljóna kr. eignarhlut. Á aðalfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum verður lögð fram tillaga um að auka hlut- afé um 140 milljónir kr. og segir Aðalbjöm að hluthafamir séu þegar búnir að skrifa sig fyrir 100 milljón- ir kr. Á aðalfundinum verður lögð fram tillaga um að breyta nafni Ösvarar í Bakka. Aðalbjörn segir að bæði fyrirtækin framleiði vörur undir merki Bakka hf. sem sé búinn að vinna sér ákveðna stöðu á markaðn- um. Því þyki stjórn Ósvarar eðlilegt að nota Bakkanafnið einnig sem heiti félagsins. „Það má líta á nafn- breytinguna sem fyrsta skrefið í sameiningu félaganna. Markmið' beggja felaganna er að koma á sam- vinnu og hugsanlega sameinast öðr- um útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækjum á svæðinu,“ segir Aðal- björn. Hann tekur það fram að sam- eining Bakka/Ósvarar við önnur fyrirtæki sé ekki í augsýn en vonar að augu annarra opnist fyrir nauð- syn þess, þó síðar verði. Traust á starf okkar „Við lítum til öflugra sjávarút- vegsfyrirtækja annars staðar á landinu. Þau eru mörg hver með tvöfalt meiri kvóta en við. Með stærri einingu er hægt að nýta bet- ur kvóta og framleiðslutæki. Stærra Vilja fjölskyldu- fólk í bæinn ÁGÚST Oddsson, for- seti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, telur að bjartari tíð sé framundan á staðnum eftir erfiðleika í at- vinnumálum og fólksfækkun á síðustu árum. Nú vanti fólk til starfa hjá Ósvör og segir hann fyrirhugað að kynna bæinn og þá þjónustu sem þar er í boði til þess að fá fólk til að flytjast þangað. Illvígar deilur voru í Bolungarvík í byrj- un síðasta árs vegna ákvörðunar meirihluta bæjar- stjórnar að selja Bakka hf. hluta- bréf sín í útgerðarfélaginu Ós- vör hf. Bæjarbúar skiptust í fylk- ingar með og á móti sölunni. Ágúst segir að deilurnar hafi skilið eftir sár í samfélaginu sem tíminn einn geti læknað. „Þegar við ákváðúm að selja hlutabréfin tókum við þann eina kost sem við töldum raunhæfan í stöð- \ unni. Hann var alls ekki án áhættu eða sársauka. Það sem af er bendir allt til þess að ákvörðun okkar hafi verið rétt og skynsamleg og ég finn að afstaða margra þeirra sem efuðust hefur veriðað breyt- ast,“ segir Ágúst. Fækkað hefur í Bolungarvík á und- anförnum árum og á síðasta ári fluttu í burtu 62 íbúar um- fram aðflutta. Um áramót bjuggu innan við 1.100 manns á staðnum en íbúar voru talsvert á þrett- ánda hundrað fyrir nokkrum árum. Fjöldi gamalgróinna Bolvíkinga var í hópi þeirra sem flutti á síðasta ári. Lítill markaður hefur verið fyrir fasteignir þannig að fólk sem á húseignir á staðnum hefur átt erfitt með að hreyfa sig. Ágúst segir ótrygga vinnu og deilurnar í bænum vissulega hafa átt sinn þátt í brottflutningi fólks en tel- ur að erfiður vetur í fyrra og óöryggi í kjölfar snjóflóöanna hafi einnig haft sitt að segja. Kynningá Bolungarvík Ágúst segir að sá uppgangur sem verið hefur í bænum með framkvæmdum á vegum nýrra eigenda Ósvarar hf. hafi bjargað miklu í vetur. Iðnaðarmenn hafi haft mikla vinnu við breytingar á rækjuvinnslu og frystihúsi og togaranum Dagrúnu og nú hafi Ósvör auglýst eftir fjölda fólks í vinnsluna. „Það breytist margt um leið og hjól atvinnulifsins fer að snúast í rétta átt. Þá fljóta margir með,“ segir Ágúst. Hann segir að nú þegar at- vinnumálin séu að komast í lag sé meginmálið að halda í fólkið og fá fjölskyldufólk til að flytja á staðinn. Bæjarstjórnin ætlar að taka þátt í kynningu á bænum og því sem hann hefur að bjóða. Bendir Ágúst á að Bolvíkingar hafi byggt upp góða þjónustu á öllum sviðum. Nefnir hann ein- setinn grunnskóla, leikskóla, góða íþróttaaðstöðu, heilbrigðis- þjónustu, verslanir og fjölþætta persónulega þjónustu. Hann segir einnig nauðsynlegt að breyta ímynd Vestfjarða. Landshlutinn hafi fengið á sig hálfgert óorð í huga lands- manna, meðal annars vegna umræðna um Vestfjarðaaðstoð, snjóflóð, erfiðar samgöngur og vöruverð. Ymislegt jákvætt sé að gerast sem eigi að geta verið lyftistöng fyrir staðina, eins og til dæmis bættar samgöngur með Vestfjarðagöngum og öflugt at- vinnulíf á mörgum stöðum. Enginn vill félagslegar íbúðir Vegna fólksfækkunar og upp- byggingar atvinnulífsins er fyr- irsjáanlegt að mikið verður um innlent og erlent farandverka- Ágúst Oddsson fyrirtæki hefði fjölbreyttari rekstur og stæðist betur óhjákvæmilegar niðui’sveiflur í einstökum greinum sjávarútvegsins. Öflugt fyrirtæki myndi treysta byggðina hér á norð- anverðum Vestfjörðum. Síðast en ekki síst yrði auðveldara að laða fjárfesta að atvinnurekstri hér en það er höfuðnauðsyn að fá meira fjármagn inn á svæðið," segir Aðal- björn. Hann bendir á að ótrúlega vel hafi tekist að fá fjárfesta til að leggja peninga í Ósvör og segir að það sýni möguleikana sem enn öflugra fyrirtæki hefði. Burðarás hf., fjárfestingarfélag Eimskips, Tryggingamiðstöðin, loðnuverksmiðjan Gná og útflutn- ingsfyrirtækið Kaldá eru meðal þeirra fjárfesta sem gengu til liðs við Ósvör á síðasta ári, hver með 15-25 milljónir kr. Nú hefur Sund hf. sem á síðasta ári seldi hlutabréf sín í Olís keypt 30 milljóna kr. hlut og er þar með orðið stærsti einstaki hluthafinn i fyrirtækinu, fyrir utan Bakka hf. Aðalbjörn fagnar sérstak- lega þátttöku Sunds hf., bendir á að þar sé á ferðinni aðili sem sé eingöngu að leita að góðri fjárfest- ingu en hafi ekki neinna annarra viðskiptahagsmuna að gæta. Fleiri fjárfestar hafi keypt smærri hluti og segist hann vonast til að þeim fjölgi á næstu mánuðum. „Við lítum á þetta sem yfirlýsingu um traust á því sem við eram að gera,“ segir Aðalbjörn. Nú tekur reksturinn við „Þetta er ekki eins og hlaup sem -er búið þegar maður er kominn í mark,“ segir Aðalbjöm þegar hann er spurður um framtíðina á þeim tímamótum sem nú era í uppbygg- ingu fyrirtækisins. „Ég lít fremur á þetta sem göngu þar sem markið er alltaf framundan. Ég sé að flest- ir hlutir ganga fram eins og ég gerði ráð fyrir. Nú er komið að rekstrinum, sjálfri framleiðslu mat- vælanna, og þá reynir á starfsfólk- ið. Maður getur átt von á vindum úr öllum áttum en ég hlakka til að takast áfram á við verkefnin. Fjár- hagsstaða fyrirtækisins er þannig að ég tel að dæmið gangi upp. Því má heldur ekki gleyma að hér í Bolungarvík býr kraftmikið og dug- legt fólk sem ég.veit að sparar sig hvergi við uppbyggingu góðs fyrir- tækis,“ segir Aðalbjörn Jóakimsson. fólk í bænum á næstunni. Ágúst segir að reynslan sýni að ver- búðalífinu fylgi ýmis vandamál sem ekki séu góð fyrir staðinn. Því verði að leggja alla áherslu á að laða að fjölskyldur. Nóg er af húsnæði í Bolungar- vík, til dæmis standa um 20 íbúð- ir í félagslega húsnæðiskerfinu auðar. Vegna innlausnarskyldu bæjarsjóðs var fólkið sem þar bjó óbundið og gat flutt í burtu þegar það vildi. Jafnframt féll fasteignaverð á frjálsa markaðn- um og þá varð greiðslubyrði fólks minni við að kaupa sér ein- býlishús en greiða af lánum íbúða í félagslega kerfinu. Þess vegna keypti hluti fólksins eigið húsnæði og nánast enginn hefur fengist til að fara í félagslegu íbúðirnar í staðinn, að sögn Ág- ústs. Hann segir að félagslega íbúðakerfið sé orðið mikið vandamál. Bærinn sitji uppi með skuldbindingar vegna íbúða sem enginn vilji kaupa. Hins vegar sé ekki hægt að leigja þær út nema til skamms tíma í senn og því erf itt að treysta á þær við að leysa húsnæðismál fólks sem vildi flytja á staðinn, eins og kerfið er í dag. Telur Ágúst nauðsynlegt, að lækka kostnað- inn við félagslegu íbúðirnar, nið- ur í skynsamlegt verð, til þess að hægt verði að nýta þær eins og til er ætlast. Það þýði hins vegar að afskrifa verði eitthvað af skuldunum sem áþeim hvíla en erfitt sé að sjá hver vilji greiða þann kostnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.