Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 33 OSKAR MARKÚSSON -U Óskar Markús- ' son var fæddur á Patreksfirði 12. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 12. febrúar síðastlið- inn. Óskar var son- ur Ágústínu Rós- mundsdóttur, f. 22.8. 1887, d. 18.2. 1972, og Markúsar Jósepssonar, d. 30.3. 1934. Bræður Óskars voru Agn- ar, f. 2.8. 1922, d. 5.1. 1990, og Rós- mar, sem lést í æsku. Einnig átti Óskar eina hálfsystur sam- feðra, Markúsínu. Eiginkona Óskars var Svava Einarsdóttir frá Barðaströnd, f. 9.7. 1914, d. 17.7. 1980. Þau bjuggu allan sinn búskap á Patreksfirði, fyrst í Bræðraborg og síðan í Aðalstræti 120. Dætur Svövu eru 1) Eva Elsa Sigurðardóttir, f. 10.2. 1939, gift Hreiðari Pálmasyni, f. 5.11. 1940, sonur þeirra er Pálmi Rafn, f. 1.2. 1973. 2) Guðrún Ása Þorsteinsdótt- ir, f. 27.8.1943, gift Jóni G. Guðbjörns- syni, f. 26.7. 1943. Börn þeirra eru Svava Osk, f. 28.9. 1964, Einar Freyr og Guðbjörn Freyr, f. 18.9. 1969. Börn Óskars og Svövu eru 1) Ágústa Markrún, f. 3.3. 1951, gift Sveini Hauki Sigvalda- syni, f. 21.2. 1958, dóttir Ágústu Markrúnar er Linda, f. 19.1. 1972. 2) Guð- ríður, f. 23.12.1952, gift Kristj- áni Ádolfssyni, f. 14.4. 1948. Þeirra börn eru Andri, f. 20.2. 1990 og Dagný, f. 5.1. 1994. Óskar átti eitt barnabarna- barn, Matthías Knút Matthías- son, f. 24.7. 1995, son Lindu Ragnarsdóttur. Utför Óskars verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú ertu farinn frá okkur, elsku pabbi minn. Þú ert vonandi kominn til hennar mömmu, sem þér þótti svo vænt um og saknaðir svo mik- ið og varst í rauninni búinn að bíða lengi eftir að komast til. Við I systurnar vorum mikið búnar að | reyna að fá þig nær okkur, en þú , vildir vera heima á Patreksfirði ' undir háu fjöllunum og við sjóinn, þar sem þú hafðir lifað og starfað mestan hluta þinnar ævi. Meðan þú hafðir heilsu og krafta til varstu duglegur og sam- viskusamur, „harður í horn að taka, hraustur og snar í verki“, eins og einn orti um þig. Hendurn- I ar þínar voru líka orðnar vinnulún- ar eftir að hafa um margra ára ( skeið starfað í fiskimjölsverk- { smiðjunni heima og tæknin ekki mikil þá og þurfti að láta handafl- ið eitt duga. Minningarnar hrannast upp á svona stundum og efst upp í hug- ann leita minningarnar frá æskuárunum. Það er þetta litla sem verður svo stórt og skiptir svo miklu máli seinna í lífinu. I Ég man hvað mér fannst gott, I þegar þú komst inn í herbergið I okkar Gau systur, áður en þú fórst í vinnuna á morgnana og klappað- ir okkur á ennið og ég þóttist sofa til þess að þú héldir því áfram. Eg man þegar þú fórst alltaf á hjóli í vinnuna og þegar þú komst heim í hádegismatinn, þá hlupum við systurnar á móti þér og þú leyfðir okkur að sitja á stönginni á hjólinu þínu til skiptis. Ég man líka eftir, þegar þú tókst upp munnhörpuna þína og spilaðir fyrir okkur kátur og hress og við vildum helst heyra jólalögin á hvaða árstíma sem var. Ég vildi að þú hefðir verið nær okkur og við hefðum getað gert meira fyrir þig, en svona er lífið oft. Síðasta árið sem pabbi lifði dvaldi hann á sjúkrahúsi Patreks- fjarðar við frábæra umönnun allra sem þar starfa og færum við syst- urnar þeim okkar bestu þakkir. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Blessuð sé_ minning þín. Markrún Óskarsdóttir. í gær barst mér sú sorgarfrétt að hann afi minn væri dáinn. Ég er elsta barnabarn þeirra afa og ömmu á Patró og ber nafn þeirra beggja. Nú er ég búsett erlendis og kem því ekki við að fylgja afa. Því langar mig að senda nokkur kveðjuorð en vil jafnframt minnast ömmu minnar. Leiðir afa og ömmu lágu saman fyrir um hálfum fimmta áratug. Amma var þá einstæð móðir með tvær dætur sem hún hafði alið upp hjá foreldrum sínum og í skjóli sinnar fjölskyldu. Hann hafði minna haft af sinni fjölskyldu að segja en ræktaði mjög gott sam- ANTON EIÐSSON , 4- Anton Eiðsson fæddist í ■ Flateyjardal við Skjálfanda 23. mars 1922. Hann lést í { Hrísey 7. febrúar síðastliðinn, Utför Antons fer fram frá Hríseyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. VIÐ SAMHRYGGJUMST og vilj- um biðja Guðs friðar, blessunar og huggunar eftirlifandi eiginkonu, Elínu Hansdóttur frá Færeyjum, ( börnum og barnabörnum. Viljum I við kveðja frænda og mág með ^ orðum Hallgríms Péturssonar: Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, Iíf mannlegt endar skjótt. Ég lifi' í Jesú nafni, í Jesú nafni' eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, [ Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Herdís Magnúsdóttir, Petra Johannessen. band við móður sína sem dvaldi langdvölum á Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar. Afi og amma voru um margt ólíkar persónur en þeim auðnaðist farsæl sambúð í hart- nær þijátíu ár. Þau settu saman heimili á Patreksfirði og fljótlega festu þau kaup á lítilli íbúð inn á Björgunum þar sem heimili þeirra stóð æ síðan. Þau eignuðust saman dæturnar Ágústu Markrúnu og Guðríði pg dætur ömmu, Eva og Guðrún Ása, fylgdu henni. Lífsvið- urværið var af sjávarafla eins og tíðkast hefur í sjávarplássum til þessa, störf í frystihúsinu og fisk- mjölsverksmiðjunni, sem var lengst af aðalstarfsvettvangur afa. Það hefur ekki verið auðvelt að sjá sex manna fjölskyldu farborða af litlum efnum og oft stopulum störfum, þau fóru vel með og voru nægjusöm og enginn skortur. Heimili þeirra var hlýlegt og lát- laust en bar vitni miklum myndar- skap. Þau voru gestrisin og enginn mannamunur gerður. Dæturnar fjórar fluttu allar ungar að heim- an, unnu fyrir sér eftir því sem þær höfðu aldur til og tíðkaðist og stofnuðu svo sín eigin heimili fjarri heimabyggð. í dag eru barnabörnin sjö að tölu og fyrsta barnabarnabarnið fæddist á síð- asta sumri. Þegar ég var barn að alast upp í Borgarfirðinum fórum við fjöl- skyldan annað hvert sumar vestur á Patró og einnig komu afi og amma einnig oft suður í sínum fríum. Þetta voru afskaplega skemmtilegar ferðir, bílferðirnar vestur um Dali og Barðastrandar- sýslur ævintýri líkastar fyrir mig og alltaf svo gott og notalegt að koma til ömmu og afa. Sveitastelp- an naut þess að líka að komast að sjávarsíðunni og leika sér þar, þótt þeim væri ekki um það gefið að ég væri að flækjast í fjörunni. Ég hef ekki komið vestur síðan amma heitin var jarðsungin. Þá hvarlaði ekki að mér að ég ætti ekki eftir að heimsækja afa á Patró. Afi kom hins vegar suður einu sinni til tvisvar á ári og þá gafst færi á að hitta hann. Hann hafði mjög gaman af spilum. Eink- um spilaði hann rommí og manna við okkur sytkinin. Vel mátti sjá á látæði hans þegar vel gekk og einnig miður, en oftar en ekki hafði hann haft yfirhöndina þegar upp var staðið. Um þetta eigum við skemmtilegar minningar og m.a. um heimsóknir hans til okkar Einars bróður míns þegar við bjuggum saman um nokkura ára skeið í Reykjavík og vorum þar við nám bæði. Nú hef ég búið er- lendis í sjö ár og því samfundir okkar orðið færri. Síðast hittumst við í júlí 1993 á brúðkaupsdegin- um mínum. Hann var hress að vanda og þótt hann kynni ekki annað tungumál en sitt móður- mál, þá vafðist það ekki fyrir hon- um að blanda geði við gestina, þar með talið fjölskyldu mannsins míns sem er dönsk og danska vini okkar. Varð hann þeim eftirminni- legur. Afi og amma störfuðu sem verkafólk í sjávarplássi með rætur í íslenskri sveitamenningu og á það við um marga af þeirra kyn- slóð. Þetta er fólkið sem lagði grundvöllinn að velferð okkar í dag. Þau voru stolt fólk en gott og undu hag sínum tiltölulega vel, en tækifærin voru ekki þau sömu og nú. Okkur unga fólkinu finnst svo margt sjálfsagt í dag, bæði um efnisleg gæði og tæki- færi til menntunar. Afi og amma sinntu störfum sínum af kostgæfni og samviskusemi og innrættu dætrum sínum sömu viðhorf. Sjálf er ég þakklát fyrir slík viðhorf. Það hefur reynst mér gott vegar- nesti. Blessuð sé minning þeirra beggja. Við Jakob vottum mömmu og systrum hennar samúð okkar, svo og öllu frændfólki öðru og öðrum aðstandendum. §vava Osk Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR, Fögrubrekku 17, Kópavogi, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 14. febrúar sl. Útförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópa- vogi föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Kjartan Sveinsson, Þórir Kjartansson, Friðbjört E. Jensdóttir, Sveinn Kjartansson, Hólmfríður Böðvarsdóttir, Jón Kjartansson, Bertha Pálsdóttir, Eyrún Kjartansdóttir, Haukur Helgason, Sigrún Kjartansdóttir, Þorbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, systir, amma og langamma, INGUNN MAGNÚSDÓTTIR TESSNOW, Gullsmára 11, Kópavogi, sem lést 7. febrúar sl., verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Werner Tessnow, Unnur Tessnow, Baldvin Einar Skúlason, Hulda Björg Baldvinsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Hafdís Erla Baldvinsdóttir, Einar Ragnarsson, Helgi Magnús Baldvinsson, Bára Mjöil Ágústsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sveinína Magnúsdóttir og iangömmubörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Bóndastöðum, Seyðisfirði, síðast Smáratúni 13, Selfossi. Reynir Valgeirsson, Þóra Valdís Valgeirsdóttir, Örn Jónsson, Sigríður I. Gísladóttir, barnabörn, langömmubörn, systur, og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, stjúpföður, afa og langafa, ÓLAFS VIGFÚSSONAR, Safamýri 46, Reykjavík, áður bóndi á Þverá á Síðu. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14-G, Landspítala, fyrir hlýhug og um- hyggju. Vigfús Ólafsson, Hanna Hjartardóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Lárus Valdimarsson, Jóhann Ólafsson, Guðsteinn Kristinsson, Guðlaug Steingrímsdóttir, Hörður Kristinsson, Ragnheiður B. Björgvinsdóttir, Katla Magnúsdóttir, Óskar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSMUNDAR HÁLFDÁNAR MAGNÚSSONAR, Eyrarstíg 1, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Helga Kristjánsdóttir, Halldóra Ásmundsdóttir, Steindór Björnsson, Jóhanna Ásmundsdóttir, Jón Kr. Ólafsson, Ásmundur Ásmundsson, Sigurbjörg Hjaltadóttir, Kristján Ásmundsson, Magnús Ásmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.