Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 7 FRETTIR Tillögur framkvæmdasljóra norrænu ráðherranefndarinnar ræddar í ríkisstjórn 13 norrænar stofnanir lagð- ar niður - 3 nýjar verða til TILLOGUR STENBACKS 13 stofnanir sem verða lagðar niður: EJ Tillögur um að leggja niður þrettán norrænar samstarfsstofnanir og stofna þrjár nýjar voru í gær kynntar fyrir ríkis- * stjóm og þingmönnum. Olafur Þ. Stephensen hefur kynnt sér tillögur Párs Stenbáck, framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar. HALLDÓR Ásgrímsson, utan- • ríkisráðherra og samstarfsráð-. herra Norðurlanda, kynnti í gær fyrir ríkisstjórninni og íslands- deild Norðurlandaráðs tillögur Párs Stenbácks, framkvæmda- stjóra norrænu ráðherranefndar- innar, um gagngera uppstokkun á norrænum samstarfsstofnun- um. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur ríkisstjórn- in enn ekki tekið endanlega af- stöðu til tillagna Stenbácks, enda þarf hún þess raunar ekki fyrr en í kringum mánaðamótin, fyrir næsta fund samstarfsráðherra Norðurlanda. Ráðherrar ríkis- stjórnarinnar og þingmenn ís- landsdeildarinnar tóku tillögunum þó almennt vel, eftir því er Morg- unblaðið kemst næst. Breytingar á norrænum sam- starfsstofnunum eru seinasti áfanginn í þeim miklu breytingum á Norðurlandasamstarfinu, sem hófust fyrir nokkrum árum, eink- um vegna nánari tengingar nor- ræns samstarfs og Evrópusam- starfsins og inngöngu þriggja norrænna ríkja í Evrópusamband- ið. Samstarf norrænna stjórri- málamanna á vettvangi Norður- landaráðs og norrænu ráðherra- nefndarinnar hefur nú þegar gengið í gegnum allróttæka skipulagsbreytingu. Nú á að stíga skrefið til fulls og stokka upp í norrænum samstarfsstofnunum, sem eru 47 talsins. „Norrænt notagiidi“ Síðastliðið haust skilaði sér- fræðinganefnd á vegum norrænu ráðherranefndarinnar skýrslu um samnorrænu stofnanirnar, þar sem lagt var mat á það hvernig hver og ein stofnun kæmi að „nor- rænum notum“. Hugtakið „nor- rænt notagildi" á við um „starf- semi, sem gæti farið fram í hveiju landi fyrir sig en sem telst skila jákvæðari árangri sem norrænt samstarfsverkefni; sem eflir og þróar norræna samkennd; og sem eykur getu og samkeppnishæfni Norðurlanda." Af 47 stofnunum töldust 19 ekki uppfylla skilyrðin um „norrænt notagildi" og sér- fræðinganefndin lagði til að starf- semi þeirra yrði hætt. Pár Stenbáck hefur lagt áherzlu á að notagildishugtakið snúi ekki ein- göngu að fjárhagslegri hag- kvæmni viðkomandi stofnana, heldur eigi það við um slagkraft stofnananna og þýðingu þeirra fyrir þróun Norðurlandasam- starfsins. Á grundvelli skýrslu sérfræð- inganefndarinnar og þeirra at- hugasemda, sem fram komu við innihald hennar, var Pár Stenbáck svo falið að gera ýtarlegri tillögur um afdrif hverrar stofnunar fyrir sig. Tillögur framkvæmdastjór- ans, sem voru lagðar fyrir fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Helsinki fyrr í vikunni, gera ráð fyrir að þrettán stofnanir verði lagðar niður, þrjár fái að lifa en undirgangist róttæka endurskipu- lagningu og þrjár nýjar verði sett- ar á fót í þeim tilgangi að taka við hluta verkefna stofnana, sem leystar verða upp. Samstarfið veikist ekki „Framkvæmdastjórinn álítur að tillögurnar hafi ekki í för með sér að norrænt samstarf veikist,“ segir í skýrslu Stenbácks. „Sam- starfi verður haldið áfram á öllum mikilvægustu sviðum, þótt það kunni að verða í breyttu formi. Stofnanaformið þarf ekki alltaf að vera það bezta til að stuðla að árangursríku Norðurlanda- samstarfi.“ í skýrslu framkvæmdastjórans segir að starfsemi margra þeirra stofnana, sem lagðar verða niður, megi halda áfram með verkefna- styrkjum, til dæmis til norrænna vísinda- og fræðimanna. Með því sparast margvíslegur kostnaður, Orkugjald hitaveitu lækkar í Borgarnesi Borgarnesi. MorgunbladiO. NOTENDUR hitaveitu í Borg- arnesi fengu nýlega fyrsta reikn- inginn frá Hitaveitu Borgarness eftir verulegar skipulagsbreyting- ar á Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar (HAB) um síðastliðin áramót. Fram kemur að vatns- gjald hefur lækkað úr 94,49 kr. pr. rúmmetra í 70,80 kr. pr. rúm- metra eða um 25% og fastagjald hefur lækkað um 10%. í bréfi tii hitaveitunotenda í Borgarnesi segir Óli Jón Gunnars- son bæjarstjóri m.a. um þessi Norræna samstarfsnefndin um læknisfræðirannsóknir sem varða norðurslóð (NoSamf) Norræna nefndin um byggingarlög og -reglur (NKB) Norræna hagrannsóknaráðið (NEF) i Norræn nefnd um rannsóknir í Evrópurétti (NORFEIR) Þjóðfræðastofnun Norðurlanda (NIF) Norræni heimilisfræðaháskólinn (NHH) Norræna listamiðstöðin (NKC) Norræna tenglanetið í fíkniefnamálum (NARK) Norræna rannsóknastofnunin í byggðamálum (NordRefo) Norræna stofnunin um skipulagsmál og áætlanagerð (NORDPLAN) Norræna tungumála- og upplýsingamiðstöðin (NSIC) Norræna málstöðin (NSS) Norræna hagstofan (NSSEK) sem óhjákvæmilega fylgir því að starfrækja sérstaka stofnun. Jafnframt er kveðið ríkt á um að þær stofnanir, sem halda áfram starfsemi, leiti í auknum mæli eftir nýjum fjármögnunaraðilum — þannig er Norræna húsinu í Reykjavík gert að ganga til samn- inga við Reykjavíkurborg um aukna þátttöku í rekstrarkostnaði — og loks er flestum stofnunum, sem eftir eru, gert að breyta skipulagi sínu og starfsháttum að einhveiju leyti. Norræna húsið tengist mál- og menningarstofnun Engin þeirra norrænu stofn- ana, sem starfræktar eru á ís- landi, verður lögð niður. Þvert á móti er lagt til að tungumálaráð- gjöf Norræna hússins verði efld og tengist hinni nýju „mál- og menningarstofnun“, sem sett verður á fót í Helsinki og kemur í stað Nörrænu málstöðvarinnar og Norrænu tungumála- og upp- lýsingamiðstöðvarinnar. Þannig eiga nýja stofnunin í Finnlandi og tungumálaráðgjöf Norræna hússins að stuðla að því að efla kunnáttu í skandinavísku málun- um og miðla þekkingu um nor- ræna menningu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leggja íslenzk stjórnvöld áherzlu á að hinn íslenzki hluti hinnar nýju stofnunar verði að flestu leyti rekinn sem sjálfstæð eining. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórn- ir Norðurlandanna verði búnar að gera upp hug sinn til tillagna framkvæmdastjórans fyrir 4. marz, en þá munu samstarfsráð- herrarnir taka ákvörðun um það hvort þeir samþykkja tillögur Stenbácks og ákveða breytingar á ijáúögum NÓrðurlandaráðs í samræmi við það. Norðurlandaráð fær síðan frest til marzloka að gera athugasemdir við niðurstöðu ráðherranna. Gert er ráð fyrir samstarfsráðherrafundi 10. apríl, þar sem endanleg ákvörðun verð- ur tekin og framkvæmdastjóran- um gefin fyrirmæli um að hrinda uppstokkuninni í framkvæmd. V inningar úr Safnkortspott mál. „Um liðin áramót gengu yfir verulegar skipulagsbreytingar á rekstri HAB, en að þeim hefur verið unnið um nokkurt skeið. Eftir breytingarnar selur HAB í heildsölu vatn til bæjarveitna í Borgarnesi og á Akranesi auk smásölu meðfram aðveitulögninni. Um áramót tók Hitaveita Borgar- ness (HB) til starfa og yfirtók allt dreifikerfi HAB í Borgarnesi. Hitaveita Borgarness mun hér eft- ir þjóna bæjarbúum á líkan hátt og verið hefur.“ Dregið var úr Safnkortspotti ESSO þann 31. janúar og voru vinningar bæði vandaðir og áhugaverðir sem fyrr. JAPISS SamviiMiifBrllir-Laiiilsýii E3BK1 ÚTILÍF BHB Panasonic NV-HS600 myndbandstæki frá Japis, að verðmæti 84.900 kr. Ragnhildur Björk Karlsdóttir, Gauksrima 15, 800 Selfoss. Páskaferð til Benidorm frá Samvinnuferðum Landsýn, að verðmæti 65.000 kr. Steinþór Haukur Oddsson, Ránargötu 21, 600 Akureyri. 15.000 kr. gjafabréf frá Útilífi Auðunn Ásberg Gunnarssonar, Laufengi 174, 112 Reykjavík Steinþór Jóhannsson, Skriðuvöllum 9, 880 Kirkjubæjarklaustur. Heimsbyggðin, bók frá Máli og menningu að verðmæti 8.400 kr. Elvar H. Þorvaldsson, Hátúni 9,105 Reykjavík, Gísli Guðlaugur Gíslason, Snælandi 6,108 Reykjavík, Guðmundur Gíslason, Geirshlíð 371 Búðardalur, Guðrún Jóhannesdóttir Hlíðarhaga 601 Akureyri, Pétur Hafsteinn Stefánsson, Prestbakka 11, 109 Reykjavík, Samúel Jón Guðmundsson, Framnesvegi 48, 101 Reykjavík, Sigríður Fanney Jónsdóttir, Aðalgötu 14, 420 Súðavík, Stefán Bergþórsson,Ægisbraut 3, Búðardalur, Valborg Þorgrímsdóttir, Kópavogsbraut 85, 200 Kópavogur, Þórður Ólafur Ragnarsson, Vallarbraut 3, 300 Akranes. Viðskipti vinningshafa áttu sér stað á eftirtöldum stöðum: Á benstnafgreiðslunum Skógarseli, Fellsmúla, Stórahjalla, Borgartúni og Lækjargötu f Hafnarfirði, Bensínstöðinni hf. ísaftrði, í Skaftárskála, hjá Þyrli í Hvalfirði og Veganesti Akureyri. 41 Mál l^jl og menning Til hamingju meö vinninginn! SAFNK0RT ESS0 - enginn kostnaður, aðeins ávinningur! Oliufélagiðhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.