Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 39 IDAG MESSUR BRIDS Umsjón Guöm. Fáll Arnarson EINN helsti styrkur Stand- ard-kerfisins er einn-yfir- einum og endursögn opnara á grandi. Þá hafa báðir tjáð sig um lit og opnarinn skýrt frá jafnri skiptingu og 12-14 háspilapunktum. Eftir þessa byijun er yfir- leitt leikur einn að komast í réttan samning. En ekki alltaf: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁD104 ¥ 6 ♦ G1076 ♦ KG105 Vestur Austur 4 K86 4 9632 V KG52 11111 V D10743 ♦ D4 ♦ Á2 4 9863 4 74 Suður ♦ G5 V Á98 ♦ K9853 4 ÁD2 Vestur Norður Austur Suður - - _ .. 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: Hjartatvistur. Eins og sést eru fimm tígl- ar besta geimið. En hvemig á að komast þangað? Margir spilarar nota svokallaða „tví- hleypu“, en þá segir svar- hönd tvö lauf (þrengra hlaupið) við grandinu með geimáskorun af ýmsum toga, en tvo tígla (víðara hiaupið) með geimkröfu- hönd. En ekki er að sjá að norður geti leyst vandann með því að fara í gegnum tvo tígla. Suður myndi sýna fimmlit í tígli með þremur tíglum, en hvað gæti norður sagt við því annað en þijú grönd? Þrílita hendur eru alltaf erfiðar viðfangs og eina raunhæfa lausnin er að sýna einspilið á einhvem hátt. Kerfisspekingar ættu að íhuga þann möguleika að segja tvö grönd við einu grandi, sérstaklega til að skýra frá einspili. Sagnir gætu þá gengið: Vestur Norður AusUir Suður - - 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 grönd' Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu'" Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Allir pass ‘ Einspil í laufi eða hjarta " Hvar er einspilið? * I hjarta. Þessi aðferð lítur út fyrir að ganga upp, enda er óþarfí að nota tvö grönd sem áskor- un í þijú, þar sem hægt er að fara í gegnum tvö lauf með slík spil. En víkjum að þremur gröndum. Sá samningur lítur illa út, en vinnst þó samt með bestu spilamennsku. Sagnhafi dúkkar hjarta tvisvar og spilar svo strax spaðagosa - kóngur og ás. Nú em ijórir slagir teknir á lauf. Austur má henda einum tígli, en í síðasta laufið neyð- ist hann til að kasta hjarta. Og þá má sækja níunda slag- inn á tígulkóng. Pennavinir ENSKUKENNARI við ít- alskan skóla þar sem nem- endur eru 14-18/19 ára skrifar og segir marga nemendur sína vilja eignast íslenska pennavini. í skól- anum er áhersla lögð á tungumáianám. Hægt er að skrifa eða senda símbréf í skólann: David C. Drinnan, Liceo Scientifico ind- irizzo Linguistico, Piazza Bava 2, Fossano (CN), Italy, fax: 0039-172 654246. 0<"|ÁRA afmæli. Á OvJmórgun, mánudaginn 19. febrúar, verður áttræð Guðrún D. Björnsdóttir, Hæðargarði 33, Reykja- vík. Eiginmaður hennar var Valdimar Leonhardsson, bifvélavirki, sem lést í febrúar 1979. Guðrún tekur á móti gestum á heimili son- ar síns í Jakaseli 12, í dag, sunnudaginn 18. febrúarfrá kl. 15 til 18. /? OÁRA afmæli. Þriðju- Ovfdaginn 20. febrúar, verður sextug Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Ásbúð 102, Garðabæ. Yki henni og eiginmanni hennar Jóni Oddssyni ánægju að sjá vini og ættingja í Odd- fellowhúsinu við Vonar- stræti, í Reykjavík á afmæl- isdaginn klukkan 17 til 19. rnÁRA afmæli. Á t)\/morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður fímm- tugur Jón Þorsteinsson, sóknarprestur í Mosfells- prestakalli, til heimilis að Garðhúsum 34, Reykja- vík. Eiginkona hans er Sig- ríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður. Séra Jón verður að heiman á afmæl- isdaginn. 4 /VÁRA afmæli. A f4\/morgun, mánudaginn 19. febrúar, verður fertugur Þórður Pétursson, Dreka- vogi 16, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í mat- sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð frá kl. 15-18 í dag, sunnudag- inn 18. febrúar. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. janúar sl. í Hall- grímskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Helena R. Sigmarsdóttir og Stefán H. Jóhannesson. Þau eru búsett í Danmörku. Ljósmyndari Brynjólfur Jónsson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sól- veig Birna Jósefsdóttir og Sigurður Einarsson. Heimili þeirra er í Sólbergi 2, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí si. í Bow Lodge, Bow, Washington Wendy Schaffer og Pétur Sim. Blóma- stúlka var Heiður Loftsdóttir og hringaberi Bjarki Jó- hannsson. STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drakc YATNSBERI eftir Frances Drake Afmælisbarn dagsins: Þú átt a uðvelt með að tjá þig, og bjartsýni þín aflar þér vinsælda. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Deilur innan fjöiskyldunnar geta spillt annars góðum degi. Reyndu að gæta tungu þinnar og koma á sáttum milli deilu- aðila. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert nokkuð kærulaus í dag, en ættir samt að gæta varúð- ar í umferðinni. Varaðu þig á náunga, sem segir ekki allan sannleikann. Tviburar (21. maí- 20. júní) Þér gengur hálf illa að leysa heimaverkefni í dag. Láttu það bara biða betri tíma, og notaðu daginn til að sinna ástvini. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HI0 Þú þarft ekki að leita langt eftir aðstoð við að leysa heimaverkefni. Allir standa með þér, og fjölskyldan fagnar saman í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) -ef Þú átt í mörgu að snúast f dag, og félagslífið hefur upp á margt að bjóða. Skopskyn þitt kemur þér að góðu gagni þegar kvöldar. -----/-------------------- Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú festir kaup á góðum hlut til að fegra heimilið í dag. Viðbrögð við góðri hugmynd þinni láta standa á sér. Hafðu þolinmæði. V^r (23. sept. - 22. október) Tefldu ekki vinnunni í tvísýnu með því að fara núna í ótíma- bært ferðalag. Þú ættir frekar að bíða þar til betur stendur á. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Cj|0 Þú ættir að nota daginn til hvíldar og slökunar, því lík- aminn þarfast umhirðu. Það væri tilvalið að skreppa í hressandi gönguferð. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Láttu ekki fjármálin spilla góðri vináttu. Þótt vinur geti ekki lánað þér peninga, er hann engu að síður sannur vinur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að koma reglu á fjár- málin og varast að eyða pen- ingum í óþarfa glingur. Mundu að greiða reikninga á réttum tíma. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú hefur farið leynt með fyrir- ætlanir þínar í viðskiptum, en nú getur þú skýrt þínum nán- ustu frá því hvað stendur til. Fiskar (19.febrúar-20.mars) Leikir og störf fara vel saman í dag, og þér verður vel ágengt í viðræðum við áhrifamenn. Framtíðarhorfurnar eru góðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í Hveragerðiskirkju. Guðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14. Sr. Svavar Stefánsson í Þorláks- höfn messar. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sókn- arprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Boðið upp á akstur frá Hraunbúðum. Barnasamvera meðan á prédikun stendur. Messu- kaffi. HOLTSPRESTAKALL í Önundarfirði: Barnaguðsþjónusta í Flateyrarkirkju kl. 11.15. Almenn guðsþjónusta í Holtskirkju kl. 14. Sr. Gunnar Björns- son. AKRANESKIRKJA: BarnaguðsjDjón- usta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og fjölskyldna þeirra. Ferming- arbörn aðstoða. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL. Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa í Borgarkirkju kl. 14. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Laugordogur 17. febrúor. Flautuskólinn kl. 11:00. Sunnudogur 18. febrúor: Guisþjónusto kl. 14:00. Sr. lúrus Holldórsson. Orgonisti Povel Smid. Þriðjudagur 20. febrúor: Kótir krokkar, bornastorf fyrir 8-12 óro i Sofnoíorheimilinu. Um helgina býður IKEA vel að vanda. Þessir hlutir eru á sérstöku tilboði meðan birgðir endast. Opið frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag. Mast hljómtækjahirsla fyrir fólkið í landinu Holtagörðum við Holtaveg / Grænt númer 800 6850

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.