Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Halldór SÝNINGIN kynnt. Marianne Rassmusen, John Legate og Ellen Ingvadóttir segja veg íslenzku sjáv- arútvegssýningarinnar fara stöðugt vaxandi. Mikill áhugi á íslenzku sjávarútvegssýningumii MIKILL áhugi er á þátttöku í ís- lenzku sjávarútvegssýningunni, sem haldin verður hér á landi í Laugar- dalshöllinni í september í haust. Segja má að allt pláss sé upppant- að, þó er ætlað heldur meira rými undir sýninguna en í síðasta skipti. John Legate, framkvæmdastjóri Nexus Media Ltd., sem skipuieggur sýninguna, segir að aldrei hafí sýn- endur pantað pláss með jafnmiklum fyrirvara, enda séu enn átta mánuð- ur í sýninguna. „Skýringin virðist liggja í batnandi afkomu í sjávarút- vegi, bæði á Islandi og annars stað- ar í heiminum,“ segir John Legate. Hugsanlegt er að hægt sé að auka húsakost, verði aðsókn sýnenda enn mikil, en auk Laugardalshallarinnar verða fluttar inn sérstakar skemmur til að hýsa hluta sýningarinnar. Sýn- ingarsvæðið verður því alls 4.105 fermetrar. Nú er gert ráð fyrir því að sýningarbásar verði nokkuð á annað hundrað, en um 500 fyrirtæki alls verði kynnt á sýningunni. Af þeim er um helmingurinn íslenzk fyrirtæki. Færeyskur þjóðarbás Þegar hafa fímm svokallaðir þjóð- arbásar verið pantaðir. Það eru ís- lenzk fyrirtæki koma saman undir merkjum Samtaka iðnaðarins, en auk þess eru þjóðarbásar frá Dan- mörku, Noregi, Hollandi, Færeyjum og Kanada, en það er fylkið Nova Seotia, sem verður fulltrúi Kanada hér í haust. John Legate segir að þrátt fyrir að alþjóðleg sjávarútvegs- sýning verði haldin í Þrándheimi í Noregi í sumar, verði norski þjóðar- básinn nú stærri en á síðustu sýn- ingu. „Það er því ekki að sjá, að fiskveiðideilur Islands og Noregs, dragi úr þátttöku Norðmanna í Is- lenzku sjávarútvegssýningunni," segir John Legate. Af öðrum þátttökulöndum má nefna Austurríki, Belgíu, Finnland, Frakkland, Þýzkaland, Ítalíu, Japan, Pólland, Portúgal, Suður-Afríku, Spán, Svíþjóð, Sviss, Tæwan, Bret- land og Bandaríkin. Panta óvenju snemma Marianne Rassmusen, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Nexus, segir að íslenzku fyrir- tækin hafí pantað pláss óvenju snemma og í mörgum tilfellum hafí þau stækkað við sig frá síðustu sýn- ingu, sem var fyrir þremur árum. „íslenzka sjávarútvegssýningin hef- ur öðlast mikinn sess í heimi sýninga af þessu tagi og hefur meðal annars skotið Alþjóðlegu sjávarútvegssýn- ingunni í Bella Cebter í Kaupmanna- höfn aftur fyrir sig. Það skiptir miklu máli í þessu sambandi hve mikilvæg- ur sjávarútvegurinn er íslendingum. Þegar erlend fyrirtæki átta sig á því, þá fá þau meira traust á íslensk- um sjávarútvegi og íslenzku sjávar- útvegssýningunni um leið,“ segir Marianne Rassmusen. Ellen Ingvadóttir, umboðsmaður sýningarinnar hér á landi, segir að mörg minni fyrirtæki, sem voru með á síðustu sýningu í fyrsta sinn, hafi náð mjög góðum árangri. Sýningin hafí skilað þeim miklum viðskiptum og tekjum, sem tryggt hafí rekstur þeirra að minnsta kosti til þessa. Þessi fyrirtæki verði öll með nú. Norðmenn fjölmennastir á síðustu sýningu Gestir á síðustu sýningu voru alls 12.127, þar af 428 að utan. Flestir voru þeir frá Noregi, 65, 47 frá Danmörku, 37 frá Svíþjóð, 35 frá Hollandi, 32 frá Grænlandi og 30 frá Þýzkalandi. Þá má áætla að er- lendir sýnendur verði að auki um 500. Bókanir á hótelherbergjum eru þegar hafnar, en sýningin stendur yfír dagana 18. til 21. september. Samhliða sýningunni er áætlað að halda ráðstefnu í samvinnu sam- taka úr íslenzka atvinnulífinu og Evrópusambandsins. Þar verður kynnt svokalluð „Framtaks áæltun", en henni er ætlað að örva viðskipti og samvinnu á sviði sjávarútvegs milii landa. Henni er einnig ætlað að örva starfsemi meðalstórra fyrir- tækja. „Meiriháttar sigxir“ AÐ SÖGN Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ, hefur það ekkert for- dæmisgildi að Hæstiréttur dæmdi útgerðarmann Guðfinns KE 19 til að endurgreiða fyrrverandi háseta á bátnum 292 þúsund krónur. Þær höfðu verið dregnar af launum hans vegna leigu á kvóta fyrir bátinn frá mars til maí 1992. Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasambands Islands, kallar dóminn aftur á móti meiriháttar sigur. Bannað í mörg ár að kaupa kvóta og draga frá skiptum „Þetta er svolítið sérstakt mál að því leyti til að þetta gerist áður en samið var um að þetta væri óheim- ilt,“ segir Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra út- vegsmanna. „Dómurinn hefur ekkert fordæmisgildi. Það vita allir að það er búið að vera bannað í mörg ár að kaupa kvóta og draga hann frá skiptum. Hann segir að þetta hafi verið fyrir þann tíma og útgerðarmaður- inn hafi viljað láta á það reyna hvort samkomulag hans við skipshöfnina héldi um þetta atriði. Ákvæði kjara- samninga sem þá hafi verið í gildi, Hæstiréttur dæmir þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum ólöglega miðað við dóm Hæstaréttar, hafi ekki heimilað að þetta væri gert, þótt samkomulag um það hafí verið gert við skipshöfnina. Aðspurður um hvort það tíðkist enn að sjómenn séu látnir taka þátt í kvótakaupum segir Kristján að það sé alveg liðin tíð. Staðfesting Hæstaréttar á okkar túlkun „Þetta er meiriháttar sigur,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands. Hann segir að fyrir það fyrsta hafí kvótakaup sjómanna verið bönnuð samkvæmt dómi Hæstaréttar og í öðru lagi séu samningar útgerðarmanna við sjó- menn sem ekki hafi fengið staðfest- ingu stéttarfélaga kolólöglegir. „Þótt skriflegur samningur hafí verið gerður í þessu kvótakaupamáli var hann dæmdur kolólöglegur úr því hann hafði ekki fengið staðfest- ingu stéttarfélagsins," segir Sævar. „í raun er þetta ekkert nýtt fyrir okkur. Þetta er aðeins staðfesting Hæstaréttar á því að okkar túlkun á þessum tveimur þáttum hafí alltaf verið rétt.“ Hann segist ekki hafa orðið var við að skipun úrskurðarnefndar um fískverð hafí komið í veg fyrir svona mál. „Hún átti ekkert endilega að taka á því,“ segir hann. „Hún átti að skapa mönnum rétt til að semja um fiskverð og koma í veg fyrir ein- hliða ákvörðun fiskkaupenda um það hvaða verð væri borgað fyrir afl- ann.“ Sævar segir að hún hafí skilað því starfi: „Hún hefur tekið á all- mörgum málum og það sem skiptir meira máli er að hún hefur leitt til þess að sjómenn og útgerðarmenn hafa klárað málin heima fyrir. Það er það sem við ætluðumst til.“ Að sögn Sævars veit hann dæmi þess að sjómenn séu látnir taka þátt í kvótakaupum enn þann dag í dag. „Ég vonast til þess að menn vitkist eftir þennan dóm og láti þetta ekki yfír sig ganga lengur. Þarna höfum við fengið staöfestingu á því að þetta er bullandi ólöglegt.“ FRÉTTIR: EVRÓPA Undirbúningur Svía undir ríkjaráðstefnu ESB Ríkjaráðstefna fyrir opnum dyrum Stokkhólmi. Morgunblaðið. I ÞETTA skiptið verður ekki hægt að endurtaka leikinn frá því Maa- stricht-sáttmálinn var gerður og undirbúa niðurstöður ríkjaráðstefn- unnar fyrir luktum dyrum. Þær verður á einhvern hátt að undirbúa svo að almenningur í Evrópu geti fylgst með þeim hugmyndum, sem ræddar eru, svo niðurstaðan verði ekki í andstöðu við þorra almenn- ings. Þetta segir Sven-Oluf Peters- son sendiherra, sem vinnar að und- irbúningi ríkjaráðstefnu ESB í vor. Sænska stjórnin er hlynnt styrkri utanríksstefnu ESB og möguleikum til að fylgja henni eftir, en hafa beri í huga að engin ógn blasi við Evrópu. Heima fyrir hafa Svíar þróað kerfi til að almenningur geti fylgst með því hvernig stjórnsýslan gangi fyrir sig. Þannig eru flest bréf og skjöl ráðuneyta opin þeim, sem vilja fylgjast með, nema eðlilega þau skjöl er snerta öryggi ríkisins. Sama hátt vilja Svíar taka upp innan ESB, þar sem stjórnsýslan þykir rammlokuð og með öllu óað- gengileg. Petersson þykir brýnt að brejding verði á hjá ESB, sem lið í að sambandið fái á sig alþýðlegri blæ og að almenningur fái það á tilfinninguna að ESB komi sér að gagni. Styrk utanríkisstefna en ekki her Svíar hafa ekki áhuga á auknu varnarmálasamstarfi innan ESB, enda segir Peterson að þau mál séu ekki á dagskrá ríkjaráðstefnunnar. Hins vegar segir Peterson að sam- bandið þurfi miðla til að geta brugð- ist við skyndilegu neyðarástandi, til dæmis vegna átaka þjóðarbrota, eins og reynslan í Bosníu sýni, eða vegna félagslegra átaka og þar þyki eðlilegt að nýta Vestur-Evr- ópusambandið, sem Svíar eru áheyrnaraðilar að, þótt á því séu ýmis tormerki. Um leið þurfi einnig að styrkja möguleika ESB til að reka styrka utanríkisstefnu, meðal annars með einhvers konar einingu í ætt við eigið utanríkisráðuneyti. Oft heyrist nefnt að þar með sé ESB aðeins að undirbúa sig undir að taka að sér aðrar aðgerðir en þær sem eru beinlínis herðnaðarleg- ar. Petersson segist ekki taka und- ir þetta, því annað sé ekki á dag- skrá. Evrópu sé ekki hótað á þann hátt sem var, meðan Varsjárbanda- lagið var og hét. Dýr ást REGLUR Evrópusambandsins um innri landamæri valda fólki í Tornedalen, sem er á landa- mærum Svíþjóðar og Finnlands í norðri, miklum áhyggjum. Aldalöng hefð er fyrir því að efnt sé til ástarsambanda yfir landamærin en jafnframt er al- gengt að hin ástföngnu pör kjósi að búa hvort 1 sínu lagi sín meg- in landamæranna. Fyrir þær þúsundir para sem lent hafa í þessari stöðu hefur það ávallt verið sjálfsagður hlut- ur að hægt sé að fara yfir landa- mærin án nokkurrar skrif- finnsku enda landamærin gjarn- an kölluð hin „friðsömustu í heimi“. Eftir að Svíar og Finnar gengu í Évrópusambandið gæti þó orðið nokkur breyting þar á. Þeir sem fara frá Svíþjóð yfir til Finnlands til að dvelja þar næturlangt vegna næturfunda, verða nú að hafa nákvæma tölu á þeim ferð- um. Verði ferðirnar fleiri en 185 AÐSKILUR langur armur ESB finnska og sænska elsk- endur? á ári gætu þeir neyðst til að skrá bifreiðar sínar í Finnlandi, sam- kvæmt reglum Evrópusambands- ins. Þar sem gjöld á bifreiðar eru margfalt hærri í Finnlandi en í Svíþjóð gæti þetta haft allt að 500 þúsund íslenskra króna aukakostnað í för með sér fyrir meðalbifreiðina. Óttast íbúar í Tornedalen að það hversu dýrkeypt ástin gæti reynst muni nægja til að slökkva jafnvel heitustu ástarelda. \ I > \ I I i i I I I I ESB er enn úti , í miðri Maas ' Brussel. Reuter. SILVIO Fagiolo, hinn reyndi ítalski diplómat sem hefur verið fenginn til að stýra ríkjaráðstefnu Evrópu- sambandsins fyrstu þrjá mánuðina, segir að öll aðildarríkin muni þurfa að gera meiri eða minni málamiðl- anir á ráðstefnunni vegna þess að þau eigi engan annan kost. Þetta eigi líka við um Breta, þótt þeir séu ekki hrifnir af málamiðlunum í Evrópumálum. Ekkert áframhald án ríkjaráðstefnunnar Fagiolo segir að viðfangsefni ríkjaráðstefnunnar, til dæmis stækkun Evrópusambandsins, fjölgun atkvæðagreiðslna í ráðherr- aráðinu og þróun sameiginlegrar utanríkisstefnu séu öll viðkvæm mál, en þau muni engu að síður verða leyst á því eina ári, sem áformað er að ráðstefnan standi. „Hin endanlega málamiðlun mun ná yfir öll málefnin," segir Fagiolo. „Ég sannfærður um að okkur muni ekki mistakast." Diplómatinn segir að á ríkjaráð- stefnunni þurfi skilvirkara, fljót- virkara og lýðræðislegra Evrópu- samband að verða til, auk þess sem búa þurfi sambandið undir fjölgun aðildarríkja og ný verkefni á sviði utanríkismála. „Éf þéssi ráðstefna væri ekki haldin, gæti ESB ekki stækkað. Án þess að breyta reglun- um, getur Evrópusambandið ekki haldið áfram,“ segir Fagiolo. Hann bætti því við að ríkjaráð- stefnan væri „óhjákvæmilegur áfangi á leið til nýs Evrópusam- bands" og bætti við að í Maastricht (nafn borgarinnar, sem sáttmálinn er kenndur við, þýðir vaðið á Maas) hefði Evrópusambandið verið skilið eftir í miðju straumvatninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.