Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 27 PETUR SIG URÐSSON + Pétur Sigurðs- son, fv. há- skólaritari, fæddist á Ánabrekku í Borgarhreppi á Mýrum 17. febrúar 1896. Hann lést í Reykjavík 15. októ- ber 1971. Foreldr- ar hans voru Sig- urður Pétursson fangavörður og fyrri kona hans, Guðríður Gilsdótt- ir, og var Pétur næstelstur af sjö bömum þeirra. Hinn 27. febrúar 1926 kvæntist Pétur Þóru Guðfinnu Sigurðardóttur (f. 20.4. 1899, d. 9.11. 1979) smiðs á Búðum í Fáskrúðsfirði Einarssonar. Þau eignuðust fjórar dætur, sem allar eru á lífi. Þær eru Stefanía, Guðríður, Sigríður og Sigrún. VERT er að minnast heiðurs- manns, þegar hann á hundrað ára afmæli. Af ævi merkra manna má draga ýmsa lærdóma til eftir- breytni, virða samtímann fyrir sér í ljósi fortíðar og þar með skilja betur sjálfan sig og heiminn. Pétur Sigurðsson háskólaritari lét af störfum sem forstöðumaður stjórn- sýslu Háskólans um þær mundir, sem ég varð prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda haustið 1963. Við Pétur urðum af þeim sökum aldrei starfsfélagar. Hins vegar vissi ég góð deili á honum sem vísindamanni, þar sem hann var meistari í íslenskum fræðum með sjálfa Sturlungu að kjörsviði. Sem stúdent við Háskólann hafði ég margvísleg samskipti við hann, og mér duldust ekki eiginleikar hans. Saman fóru í lunderni hans hávaðalaus lipurð, kankvísi og mannleg hlýja, sem stuðluðu að því, að stúdentar fengu mætur á honum. Vallarferð Það er í frásögur færandi, að laugardag einn síðdegis í maíbyij- un 1955 sat ég sem oftar inni á bókasafni Háskólans og var að lesa til lokaprófs í íslenskum fræðum. Var ég orðinn yfirmáta leiður á vísdómi „Tungunnar", sáttagerð- um Sturlungu og mannviti þjóð- skáldanna, svo að ég afréð að bregða mér á Völlinn og fá mér frískt loft. Þar áttu að leiða saman hesta sína Víkingur og Fram. Þeg- ar ég er að sniglast út, á hvern rekst ég nema sjálfan Pétur há- skólaritara, sem er í það mund að skáskjóta sér út af skrifstofu Há- skólans. Hann leit mig tilsýndar og sagði sem svo: „Þú ert þó ekki að fara á Völlinn?" Er ekki að orð- lengja það, að við horfðum á leik- inn, Pétur gallharður Frammari, en ég Víkingur. Pétur horfði hug- fanginn á það sem fram fór og brúnin lyftist heldur en ekki, þegar síga tók á ógæfuhliðina fyrir Vík- ingum. Svo fór að lokum, að Fram vann. „Víkingar unnu í raun,“ sagði ég. „Þeir áttu leikinn!“ „Ja, satt segirðu,“ ansaði Pétur og brosti, „en ég hef ekki vitað til þess, að báðir geti sigrað." Síðan bætti hann við með hægðinni: „Að minnsta kosti verður það ekki ráð- ið af Sturlungu." Ekki hafði ég þrek til að setjast aftur við lestur fræðanna og sneri heim á leið, en Pétur hélt upp í Háskóla og tók aftur til við skriftir, þar sem frá var horfið. Þetta atvik sýnir í hnotskurn, að í Pétri höfðu samastað emb- ættismaðurinn, fræðimaðurinn og íþróttamaðurinn, dvöldust þeir allir þar í góðu yfirlæti og undu hag sínum hið besta. Leikir æsku- og unglingsára höfðu augljóslega enn mikil ítök í Pétri og héldu honum reyndar síung- um í anda ævilangt. Lífsgleði hans var önn- ur og fyllri en sú, sem sótt verður einungis til skyldurækni embætt- ismannsins og rök- hyggju fræðimanns- ins. Rík og eðlislæg kímnigáfa olli því, að hann skopaðist iðulega að fánýti hlutanna, skopskynið varð hon- um daglegur brandur. Það má ætla, að friðsamlegt marg- býlið í persónu Péturs hafi eflt mjög hófstillta lífsafstöðu hans og gert honum kleift að henda gaman að smámunum og standa af sér vitleysu veraldarinnar án þess að bíða tjón á sálu sinni. Pétur var að sjálfsögðu líka maður íhygli og alvöru og átti sér mörg hugðarefni og hjartans mál. Enginn bregður fyrir sig vitrænu gamni nema hann hafi alvöru að bakhjarli í eðli sínu og vitsmunum. í þeim skilningi má hafa fyrir satt, að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Uppruni og námsár Pétur Sigurðsson var fæddur að Ánabrekku á Mýrum 17. febrúar skemmtilega sagt í viðtalsbók Bjöms Th. Bjömssonar Seld Norð- urljós (Rvík 1982), þar sem hann ræðir við fjórtán fomvini skálds- ins. Eins og nærri má geta, hafa viðskiptin við Einar verið á marga vegu bæði frásöguleg og eftir- minnileg, en af orðum Péturs kem- ur einnig fram, að fyrir vikið sat reglubundið nám á hakanum. En hann lét ekki deigan síga og lauk síðar prófi í fræðigrein sinni árið 1923 samtímis Vilhjálmi Þ. Glsla- syni. Mega þeir kallast báðir tíma- mótamenn í sögu Háskóla íslands, því að þeir voru fyrstir til að ljúka meistaraprófi í íslenskum fræðum við Háskólann. Þeir þreyttu prófið í stafrófsröð, svo að Pétur hafði það síðar í flimtingum, að hann hefði fyrstur brotið ísinn. „Er ekki p á undan v-i?“ spurði hann og hló við. Háskóli og stjórnsýslustörf Ævistarf Péturs var ofið úr þremur meginþáttum. Langmest fór þar fyrir stjórnsýslustörfum hans. Þá lagði hann stund á rann- sóknir í fræðigrein sinni og bók- fræði og loks sinnti hann félags- störfum og íþróttamálum. Pétur var skipaður í embætti háskólaritara 1929. Þá bjó Háskól- inn við þröngan húsakost í Al- þingishúsinu við Austurvöll, uns hann fluttist í eigið húsnæði á Melunum árið 1940. Gegndi Pétur embættinu í þijátíu og fjögur ár eða rúman mannsaldur, þar til hann lét af því fyrir aldurs sakir. Starfslok hans voru 1. janúar 1964. Allur rekstur Háskóla ís- fjölfróður um sögu lands og þjóð- ar, sagði harla vel frá, enda kunn- ur Völundarhúsi sagnabragða Sturlu Þórðarsonar og annarra fornra meistara. Það má láta sér til hugar koma, að Pétur hafi vart notið meiri hvfldar af öðru en því að fara í árlegar stuttar sumarleyf- isferðir um landið með glöðu starfsfólki Happdrættisins og hverfa um stundarsakir frá um- stangi skrifstofustarfa til útivistar. Pétur var mannblendinn, kunni vel við sig innan um fólk og var forvit- inn um menn og málefni. Vilhjálm- ur Þ. Gjslason lýsir Pétri svo í eftir- mælum, að hann hafi verið frið- semdarmaður og mannasættir, en samt hafi hann verið „ákveðinn og einarður í skoðunum, t.d. í stjórn- málum, sem hann hafði mikinn áhuga á.“ Þess má geta, að Pétur var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík 1929-33. Til viðbótar var Pétur fram- kvæmdastjóri Háskólabíós fyrstu starfsár þess frá 1942-47, eða uns ástæða þótti til að ráða þar sér- stakan forstjóra sökum vaxandi erils Péturs. Vegna þess trúnaðar- trausts sem hann naut að verðugu voru honum falin mörg verkefni í þágu Háskólans. Hann hafði á hendi ritstjórn Árbókar Háskólans og var formaður byggingarnefndar Gamla Garðs, svo að eitthvað sé nefnt. Magnús Már Lárusson lýsti mannkostum Péturs svo í minning- argrein eftir hann: „Létt og fjörug samtöl, íofin mikilli lífsspeki, skipuleg vinnubrögð, árvekni, eft- irtekt, mannúð." Allir eru sammála um, að Pétur hafi verið skipulegur 1896 og lést 15. október 1971 hálfáttræður að aldri. Voru for- eldrar hans Sigurður Pétursson fangavörður og fyrri kona hans Guðríður Gilsdóttir. Pétur lærði snemma að taka tillit til annarra í fjölmennum systkinahópi, en úti- vist og fótbolti, sem hann stundaði I húsasundum og á Skólavörðuholt- inu, varð honum sú uppspretta, sem hann æ síðan bergði á allt sitt líf, hvarvetna þegar færi gafst. Knattsþyman er með því marki brennd, að hún er í senn félags- íþrótt og einstaklingsíþrótt, gleði- leikur afreksmannsins. Fyrir þær sakir lærði Pétur í fótboltanum það sem er öllum vænlegt til þroska og farsældar: að duga öðrum og duga sjálfum sér. Á unglingsárum Péturs var lífið honum eins og öðrum ungmennum bæði vinna og leikur. Eftir stúdentspróf 1914 lagði hann leið sína til Kaupmannahafn- ar og lauk þaðan cand.phil.-prófi ári síðar. Hann nam þar með frá- töfum íslensk fræði um fjögurra ára skeið en sneri endanlega heim- leiðis 1920. Enginn vafi er á þvi, að þessi ár hafa verið honum lær- dómsrík og þroskandi. Það er þrek- raun hveijum námsmanni að dvelj- ast langdvölum í erlendri stórborg, félitlum og einum síns liðs, og verða sífellt að beita sig aga og sýna viljafestu, ef ekki á illa að fara. Slíkur tími skilur oftar en ekki eftir sig djúp spor í reynslu- heimi manna og mótar manngerð þeirra. Því miður er mér fátt kunn- ugt um Kaupmannahafnarár Pét- urs annað en það, að hann varð svo happasæll, að hann komst í náin kynni við Einar skáld Bene- diktsson og var um hríð eins konar ritari hans, „prívatsekreter og sel- skapsherra“. Frá þessu er lands hvíldi á herðum honum, en Pétur hafði miklu meira á sinni könnu. Hann var einnig forstjóri Happdrættis Háskóla íslands frá upphafi, þegar það .var sett á lag- girnar 1933, og gegndLþví starfi lengur en í heilan mannsaldur. Þarf ekki að fara í grafgötur um, hversu þessi fésýslustofnun hefur verið Háskólanum mikilvæg allt frá stofnun og vart er hægt að gera sér í hugarlund, hvar Háskól- inn væri í raun og veru staddur með húsakynni sín, búnað og raun- ar alla starfsemi, ef Happdrættinu hefði ekki verið komið á fót og það skilað þeim arði, sem raun ber vitni, íslenskri þjóðmenningu og lærdómslistum til heilla og framf- ara. Segir þetta auðvitað sína sögu um hinn ótrúlega dijúga skerf Péturs til eflingar Háskólanum. Pétur hefur án efa átt mikinn þátt í að móta Happdrættið frá fyrstu tíð ásamt Alexander Jó- hannessyni og öðrum ágætum stjómarmönnum þess. Ekki síst hefur Pétur persónulega skapað þar þann rétta starfsanda, sem ríkja verður til þess að fyrirtæki blómgist. Páll H. Pálsson fymim forstjóri Happdrættisins, sem vann undir stjórn Péturs hátt á þriðja áratug, komst svo að orði í minn- ingargrein um hann: „Pétur sýndi öllum og öllu sömu alúðina og vin- áttuna í hveiju sem var.“ Ég hygg, að þarna sé Pétri rétt lýst í öllum viðskiptum sínum við samstarfs- fólk sitt bæði í og utan Háskólans. Er enginn vafi á því, að Pétur hefur haft mikla ánægju af störf- um sínum í Happdrættinu, þótt þau væru annasöm, enda var þar ævin- lega gott og trútt starfsfólk. Mun tæpast ofsagt, að þegar umsvif jukust hafi hálfur starfsdagur Pét- urs komið í hlut Happdrættisins. Pétur var af upplagi og lærdómi í starfi, nákvæmur og vandvirkur, að öðram kosti hefði hann ekki verið jafnafkastamikill í starfi og raun ber vitni. Vart mundu störf Péturs þykja eins manns verk í dag, enda þekktust þá ekki stimpil- klukkur. Fyrsti aðstoðarmaðurinn var ekki ráðinn á skrifstofu Há- skólans fyrr en 1942. Erla Elías- dóttir síðar aðstoðarháskólaritari kom til starfa á skrifstofuna 1949 og var starfsmaður Háskólans í 40 ár. Hún minnti mig á, að á dögum Péturs hefði skrifstofan ævinlega verið opin til hádegis á laugardögum, en oftlega bar svo við, að unnið var síðdegis, þegar annir vora miklar. Verk, sem þoldu ekki bið, vora unnin. Eg nefni þetta lítilræði til þess að vekja athygli á, hversu vinnusiðferði hefur stór- lega breyst. Þá þótti yfirvinna sjálfsögð, ef svo bar undir, en greiðsla fyrir hana var með öllu óþekkt. Menn höfðu sín laun. Ég gæti vel trúað því, að Pétur hefði flokkað það undir veraldarinnar vitleysu að gjalda mönnum reglu- lega fé fyrir óunna yfirvinnu. Nýir siðir koma með nýjum herram. Fræðistörf Það má merkilegt heita, að Pét- ur skyldi hafa í önnum sínum nokk- urn tíma aflögu til vísindaiðkana. Meistaraprófsritgerð hans fjallaði um hlut Sturlu Þórðarsonar í Sturl- ungasögu og helstu einkenni sagnaritunar hans. Var hún birt undir heitinu „Um íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar" í ritröðinni Safni til sögu íslands og íslenskra bókmennta (1933-35). Þetta var mikil og vönduð rannsókn, og eru sumar niðurstöður hennar enn í fullu gildi. Könnunin ber með sér, að vísindarannsóknir lágu vel fyrir honum og að honum hefði verið mikill frami búinn í þeim efnum, ef honum hefði gefíst færi á að einbeita sér að þeim, en þá voru aðstæður allar aðrar en nú og fárra kosta völ. Það segir sig sjálft, að umsvif Péturs í embætti háskólaritara gáfu honum ekki mikið svigrúm til tímafrekra rannsókna. En áhug- inn dvínaði aldrei. Eftir Pétur liggja ýmsar nýtar greinar í ís- lenskum fræðum, svo sem um Haukdælaþátt, um föðurætt Hauks lögmanns Erlendssonar, og um Hannes biskup Finnsson. Hann bjó til prentunar Kvæðasafn Einars Benediktssonar á aldarafmæli skáldsins 1964, en Sigurður Nor- dal ritaði um skáldið og kveðskap hans. Pétur var hafsjór af fróðleik. um bækur, fomar og nýjar, enda sýslaði hann við bókfræði meira og minna alla ævi. Áður en hann tók við embætti háskólaritara vann hann á Landsbókasafninu, var þar bókavörður í fjögur ár, og vann þar m.a. að ritaukaskrám og stóra bókfræðiriti fram til 1844. Þar að auki skrifaði hann sitt af hveiju í árbækur þess. Fyrir fræðistörf sín var Pétur sæmdur prófessorsnafn- bót í heiðursskyni 1954 og „var það að maklegleikum", svo að vitn- að sé í ummæli Einars Ólafs Sveinssonar. Þess má og geta, að hann sat lengi í nafnanefnd Reykjavíkur, var einn stjómar- manna Hins íslenzka fomritafélags og sat um skeið í stjórn Vísindafé- lags íslendinga. íþróttir Eins og fyrr segir, hafði Pétur yndi af íþróttum. Hann var alla ævi máttarstólpi Knattspymufé- lagsins Fram, harðfylginn og leik- inn bakvörður í liði þeima á yngri árum og sat um árabil í stjórn fé- lagsins. Var heiðursfélagi þess. Sæti átti hann í Knattspyrnuráði Reykjavíkur og formaður þess 1941-1943. Þá sat hann í stjóm ÍSÍ 1922-31 og var varaforseti um stund. Sannast hið fomkveðna: Það ungur nemur, gamall temur. Rætur Péturs lágu djúpt í íslenskri menningu og sögu, og hann unni landinu, sem hann þekkti flestum betur. Líklega hefði hann ekki á efri áram kosið aðra vegferð í líf- inu en hann fór. Hann var einnig hamingjumaður í einkalífí sínu. Eiginkona hans var Þóra Sigurðar- dóttir og áttu þau hjón fjórar dæt- ur, sem allar eru á lífí. Mannkostir Þrátt fyrir nokkra leit hef ég ekki komið auga á mannlesti Pét- urs til að skyggja mynd hans. Það . mætti segja um hann líkt og Gunn- ar Hámundarson, þótt þeir verði ekki að öðra leyti saman bomir, að gallaleysið væri helsti ljóður á ráði hans. Mig fýsir að draga upp sanna mynd af Pétri en ég get ekki skrifað um bresti, sem ég veit ekki um eða get ekki fundið. Pétur Sigurðsson virðist hafa verið í hvívetna vammlaus maður. Ást- sæll var hann sökum mannkosta sinna og hinn mesti nytjamaður Háskóla íslands. Hann var alla tíð skyldurækinn, hvað sem hann tók sér fyrir hendur, hæglátur í orðum og fasi, léttur í lund og glaðsinna og hleypidómalaus. Síðast en ekki síst var hann hégómalaus, sem var á hans dögum afar fátítt um menn með miklar lærdómsgráður. En það er önnur saga. Mikið er í þá menn spunnið, sem sjá sjálfa sig og umhverfi sitt í nokkum veginn réttu ljósi. Á aldarafmæli Péturs Sigurðssonar ér ljúft að minnast hans. Þeir sem sinna af trúnaði skyldum sínum í kyrrþey era sjaldnast söguefni og hverfa fyrr í djúp gleymskunnar en ófriðar- menn. Ævi hans vottar þau sann- indi, að farsæld í lífinu er ekki tengd hávaða, frekju og neyslu- græðgi, heldur friðsemd, samræmi og hófstillingu. Að hafa auga á sönnum lífsgildum og vera þeim trúr. Þetta kennir Pétur Sigurðs- son eftirkomendum sínum. Bjarni Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.