Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ H ERLENT Framkvæmdastj óri norska flugmannafélagsins Kannið með hvaða flugfélagi er flogið FLUGSLYSIÐ í Karíbahafi í síð- ustu viku hefur hleypt af stað umræðu um mismunandi örygg- iskröfur hjá flugfélögum og hefur athyglin einkum beinst að leigu- flugfélögum. í umfjöllun blaðsins Dagbladet í Noregi um þessi mál heldur Sigurd Lokholm, fram- kvæmdastjóri félags norskra at- vinnufiugmanna, því fram, að norskir leiguflugsfarþegar eigi á hættu að lenda uppi í flugvélum frá óöruggum félögum. Lokholm hvetur til þess að menn gangi úr skugga um með hvaða flugfélagi er ferðast í leigu- flugi. „Hafi menn ekki heyrt á félagið minnst ættu þeir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir fara um borð í flugvélar þess,“ sagði hann. Segir í blaðinu, að þó svo að ferðin sé farin á vegum virtrar ferðaskrifstofu og með flugvél frá viðurkenndu flugfélagi hafi menn enga tryggingu fyrir því að þeir komi til baka með öruggri flugvél. Leiguflugfélögin geti að eigin frumkvæði og ef þeim svo sýnist leigt flugvélar frá miklu ábyrgðarlausari flugrekendum. Slíkt gerðist einmitt í sambandi við ferðina sem lauk með brot- lendingu undan ströndum Dómin- íkanska lýðveldisins, segir Dag- bladet. Fram kemur í blaðinu, að norsku flugmannasamtökin vilja að norsk stjórnvöld taki upp strangari reglur gagnvart flug- vélum útlendra félaga, sem til Noregs fljúga, af öryggisástæð- um. Viija flugmannasamtökin, að teknar verði upp sams konar regl- ur um komu flugvéla til landsins og gilda í Bandaríkjunum. Þang- að fær fjöldi flugfélaga margra landa ekki að koma, eru á svört- um lista, jafnvei þótt þau séu talin uppfylla alþjóðareglur. Tímaritið Condé Nast Traveler birti nýlega lista yfir 85 áætlunar- flugfélög sem metin eru eftir fjölda flugslysa sem vélar þeirra hafa orðið fyrir og leitt hafa til dauðsfalla. í efsta sæti er flugfé- lag Víetnams en tvisvar hafa þotur þess brotlent í 77.703 ferð- um og banaslys hiotist af, sem jafngildir því að 25,74 slíkar brot- lendingar eigi sér stað hjá félag- inu í hverri milljón flugferða. Reyndar ætti rússneska flugfé- lagið Aeroflot að vera langefst því einungis árið 1992 brotlentu 25 flugvélar þess þar sem dauðs- föll áttu sér stað. Rússnesk og þar áður sovésk stjórnvöld héldu upplýsingum um flugslys leynd- um. í öðru sæti á lista Condé Nast Traveler er flugfélag Kína og tyrkneska flugfélagið TYH því þriðja með 7,82 brotlendingar í milljón flugferðum. Sænska flug- mannafélagið hefur hvatt til þess að áætlunarflug þess til Stokk- hólms verði stöðvað en í bréfi samtakanna til yfirvalda segir að bæði flugfélagið og tyrkneska loftferðaeftirlitið „kæri sig koll- ótt“ um alþjóðlega öryggismæli- kvarða. Af þeim félögum sem fljúga til Noregs kemur pólska félagið verst út hvað flugöryggi snertir, er í 14. sæti á framangreindum lista. Fjórum sinnum í 811.569 flugferðum félagsins hafa orðið banaslys, eða sem svarar 4,93 brotlendingum í milljón ferðum. •Flugleiðir eru í 68. sæti á lista tímaritsins en þar kemur fram að í 337.696 ferðum félagsins hafi aldrei orðið dauðaslys. Hið sama á við um félögin í 53.- 85. sæti. Hættulegustu flugfélögin Þýska tímaritið Focus birtir í nýjasta hefti sínu yfirlit yfir „hættulegustu flugfélög í heimi" FLUGVÉL tyrkneska flugfélagsins THY í flugtaki. Sænska flugmannafélagið hefur hvatt til þess að áætlunar- flug þess til Stokkhólms verði stöðvað. að mati sérfræðinga úr flug- rekstri, embættismanna og full- trúa ferðaskrifstofa, sem tíma- ritið ræddi við. Fjögur hættulegustu flugfé- lögin eru sögð vera Alas Naci- onales og Dominicana frá Dóm- iníkanska lýðveldinu og tyrk- nesku flugfélögin Holiday Air og Active Air. Alas Nacionales og Dominic- ana eru í raun pósthólfafyrir- tæki, sem ekki eiga eigin flugvél- ar heldur leyfa öðrum að nota nafn sitt. Holiday Air notar mikið af úreltum rússneskum búnaði og Active Air einungis rússneskar þotur og áhafnir frá fyrrum Sov- étlýðveldum. Tímaritið segir að einnig beri að hafa varann á varðandi eftir- talin flugfélög: Top Air (Tyrk- land), Akdeniz Air (Tyrkland), Birgenair (Tyrkland), Albatros Air (Tyrkland), Venus Air (Grikkland), Ambar Air (Dómin- íkanska lýðveldið), Taesa (Mex- íkó), Tarom (Rúmeníu), Jaro Int- ernational (Rúmeníu) og Nigeria Airways (Nígeríu). Að auki er tekið fram að ávallt sé áhætta fólgin í því að taka innanlandsflug í eftirtöldum ríkj- um ef flogið er með innlendum félögum: Kína, fyrrum Sovétlýð- veldi, fyrrverandi Júgóslavía, Indónesía, Kólumbía, Fiiippseyj- ar, Indland, San Salvador og Zaíre. Olíuleki ógnar dýralífi í Wales London. Reuter. FLOTGIRÐINGAR voru í gær lagðar umhverfis olíuskip- ið Sea Empress sem hafði strandað undan strönd hafnar- bæjarins Milford Haven í suðvesturhluta Walesmeð þeim afleiðingum að 4.000 tonn af hráolíu láku i sjóinn. Dráttarbátar drógu skipið á flot en á því var enn 10 gráðu slagsíða. Um 130.000 tonn af hráolíu voru í skip- inu_ og olía var hætt að leka í sjóinn. Átta kílómetra löng olíubrák var við ströndina, sem er þekkt fyrir dýralíf, einkum svartfugla, og þar er einn- ig mikið um seli. Óttast var að dýralífið væri í hættu en yfirvöld sögðust gera allt sem á þeirra valdi stæði til að afstýra náttúruspjöllum. Talið er að mannleg mistök hafi valdið strandinu. Skipið er skráð í Líberíu. Reuter Norður-Kórea „Sósíalískir svikarar“ fordæmdir Hong Kong. Reuter. KIM Jong-ii, leiðtogi kommún- istastjórnarinnar í Norður-Kóreu, hefur látið birta auglýsingu á for- síðu dagblaðs í Macau, sem er undir stjórn Portugala, þar sem hann gagnrýnir kommúnista í öðrum löndum og segir þá hafa brugðist kommúnismanum. Kim Jong-il, fordæmdi „henti- stefnumenn og sósíalíska svikara sem hafa horfið frá hugmynda- fræðiiegu starfi í nokkrum sósíal- ískum löndum með því að taka upp aðferðir kapítalista, þar sem peningar drottna yfir alþýðunni". Leiðtoginn segir kommúnista í mörgum löndum hafa vanrækt „hugmyndafræðilega fræðslu" og einblínt á efnahagslega uppbygg- ingu. „Þetta hefur leitt til efna- hagslegrar stöðnunar og hruns sósíalismans og í staðinn hefur verið tekinn upp kapítalismi.“ neiurpu boðið elskunni binni út að borða nýlega? Hann kymi örugglega að meta það! PASMASTA KLAPPARSTÍG 38 - S. 561 3131 ► I | 1 > I i' i I L I í ■ I I I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.