Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 19 UTI AÐ BORÐA MEÐ OLAFIU HRONN J0NS00TTUR Það eru ekki til gúrkur,“ segir þjónninn. „Skrýtið,“ svarar Ólafía Hrönn, „ég hef lent í þessu nokkrum sinnum, að ekki séu til gúrkur þar sem maður hefði einmitt búist við að þær væri að fínna.“ Kannski má bjóða henni eitthvað annað út í Campari-glasið? ■ „Ó,“ segir þjónninn, „ég hélt að gúrkan ætti að fara í púrtvínið," og gengur á hæl. Ólafía Hrönn sýnir með látbragði hvernig gúrkubita er þröngvað ofan í púrtvínsstaup. Til hvers ergúrkan annars? „Nú, hún tekur af þetta ailra beiskasta." Hvað getur þú sagt af þínum prívathögum ? „Eg er móðir tveggja stráka, fimm og tíu ára. Atti þann fyrri á þriðja ári í Leiklistarskólanum, sem auðvitað var ekki mjög sniðugt því þetta er svo strangt nám. Eg fór í viku barnsburðarleyfí. Það var al- gert bull. Eg hálfsvaf allan veturinn í skólanum og pabbinn kom með strákinn til mín svo ég gæti gefíð honum. Það endaði auðvitað með því að ég missti mjólkina út af..." „Afsakið get ég beðið ykkur um að flytja ykkur inn í innri salinn við erum í dálitlum vandræðum,“ segir þjónninn. Vodka er best. „Rauðsprettuflök eru nokkuð sem ég myndi að jöfnu ekki'fá mér,“ segir Ölafía Hrönn eftir drykklanga þögn í innri sal. „Voruð þið búnar að panta,“ spyr þjónninn. „Það er reyktur lundi í forrétt fyrir okkur báðar. Eg bið um heilsteikt rauðsprettuflök í gráð- ostasósu og hún ætlar að fá lúðu með humarsósu," segir leikkonan af öryggi. Má bjóða ykkur vín með matnum ? „Ég drekk ekki léttvín ætli ég fái ekki bara það sama aftur,“ heldur hún áfram. Spyrjandinn vill hins vegar fá að skoða vínlistann og Ólafía Hrönn styttir þjóninum, sem finnur sig knúinn til þess að bíða, stundir á meðan. „Er alltaf jafn mikið að gera,“ spyr hún. „Já, já. Þakka þér fyrir,“ svarar hann. Hvert sæti er skipað, ýmist nokki'um út- lendingum saman eða Islendingum að skemmta slíkum, eða sjálfum sér, og fer sam- ræðutækni spyrjandans nokkuð fyrir ofan garð og neðan. Finnst þérléttvín vont? „Ha?“ Hvað hefurþú á móti léttvíni? „Helst drekk ég bara vodka og svo er ég búin að vera á sykur- og gerlausu fæði í vetur þannig að ég má ekki drekka það.“ (Ids verrí gúdd híer heyrist af næsta borði). Ólafía Hrönn er ekki á sama máli og skilar forréttinum, hráum og reyktum lunda, sem fyrr var getið. Þjónninn kemur aftur að vörmu spori með rækjurétt, sem hún hefur frekar lyst á en ekki meira en svo. Hvernig hófst samstarf ykkar Dóru W'onder? „Það var Sigurður Valgeirsson ritstjóri Dagsljóss sem kom okkur saman. Við erum sköpunarverk hans.“ Afhverju eruð þið hættar? „Ég bara veit það ekki. Við áttum að vera út veturinn, hélt ég, en Radíus-bræður voru á lausu og þeir vildu þá frekar." J lí Jj r t 'J’ Jj mú í Ég er búin að bíða í fjórar mínútur,“ segir aðspurð --7------------------------------------------------ Olafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, sem eyddi kvöld- stund á veitingastaðnum Þremur Frökkum/Hjá Ulfari með Helgu Kr. Einarsdóttur. Og tíminn er ekki hið eina, sem tekið er föstum tökum. Hún eyðir aldrei út á krít og sparar til mögru áranna. Stundum lætur hún þó hafa sig út í eitthvað sem hún sér eftir. Ertu tímabundin? «««■««« „Ó, leit ég á klukkuna?“ Kvennagrín er ekkert Srín Þótti ykkar grín kannski ofmikið kvenna- grín? „Sumir hafa sagt við okkur eitthvað á þá lund að þeim hafí ekki orðið Ijóst fyrr en þeir sáu okkur Dóru að kvennahúmor væri öðru- vísi. Síðan fékk ég líka að heyra að konur væru bara ekkert fyndnar, því miður. Það væri leitt en þær væru það bara ekki. „Þið eruð með brjóst og það er ekki fyndið," var sagt. Þetta er kannski asnalegt en ég veit alveg hvað er verið að fara. ■m Ég vildi alltaf leika subbulegan karl á nærbol eins og við gerðum í upphafi en það féll ekki í mjög góðan jarðveg. Við unnum atriðin ekki alveg nógu vel og fyrsta daginn tókum við upp ein fimm, sem er allt of mikið. Þetta gekk bara ekki upp. Skúrinn sem við tókum upp í hentaði heldur ekki alveg nógu vel, það var svo mikið suð þar. Atriðin voru kannski ekki alveg nógu vel skrifuð heldur,“ segir hún. (Þögn). Ertu nokkuðað verða lasin? , „Ég er alveg hrikalega syfjuð. Fyrirgefðu. Ég er alls ekki að reyna að vera leiðinleg. Eiginlega sá ég svolítið eftir að hafa sagt já við þig,“ segii' leikkonan og lætur í sái'abót söguna af því þegar hún sofnaði í sæti sínu á Hótel Borg eftir dýrindis máltíð í Perlunni með manni sinum og hjónum sem hún var að hitta í fyrsta sinn. „Maturinn fær sex,“ segir Ólafía Hrönn þegar máltíðinni lýkur. „Ekki meira, því miður.“ Er það samdóma álit að þótt fískurinn hafí augljóslega verið gott hráefni, skorti talsvert upp á það að stuggað sé við bragðlaukunum. l/ildi fá að ráða Hverju myndir þú vilja breyta í íslensku leikhúsi? (Færist öll í aukana.) „Mér fínnst ofsalega gott að vera í Þjóð- leikhúsinu og alveg æðislega gaman en ég vildi óska þess að maður fengi að ráða meiru. Það væri frábært ef leikararnir fengju að vera með frá byrjun, veldu leikrit, veldu sér hlutverk og hvert ætti að stefna með uppfærslunni." Ertu þá að kvarta undan miðstýringu? „Jaá, hún er of mikil. Þegar maður fer út í vinnu með frjálsum leikhópi er það svo ofboðslega nærandi, hvort sem um djúp verk er að ræða eða ekki. Maður fær útrás fyrir þessa þörf sem er inni í manni.“ Hvenær byrjaðir þú svo að syng- ja? (Tekst á loft). „Ég vissi alltaf að ég gæti orðið jass-söngkona, þótt ég segi sjálf frá. Hvernig vissir þú það? „Ég veit það ekki. Ég hafði ekki hlustað mikið á jass að vísu en vissi að ég væri með breiða rödd og ryþma. Ég bara vissi það.“ Það þarf ekki meira til? „Jú, einhverja innri þörf. Ég var svolítið stúrin yfir því að hafa ekki látið reyna á þetta og sló því til eftir hvatn- ingu frá manninum mínum. Ég var ömurleg fyrst, það var allt að en ég hef nægan tíma. Það er svo gott að fara úr leikhúsinu og breyta til.“ Hvað langar þig til að fást við næst í sönglistinni? „Mig langar til þess að syngja meira afró. Svona kongó-bongó-ryþmískan-bassa-jass, sem ég heyri inni í mér.“ Myndir þú segja skilið við leiklistina ef þú fengh• tækifæri til aðhelga þig söngnum? „Já, já,“ segir hún með ákefð. Ertu þá búin að skila því sem þú býrð yfír á þeim vettvangi? „Ég væri allavega til í að hvíla mig.“ Hvaðan kemur orðtakið að hlæja eins og togari? „Við vinkonurnar í frystihúsinu á Hornafirði töluðum oft um að einhver reykti eins og síðutogari. Þetta kemur svo í framhaldi af því.“ Ólafía Hrönn leikur um þessar mundir í Kardimommubænum, Don Juan, og Sápu 3 i Hlaðvarpanum. Á heimleiðinni trúði hún spyrjanda fyrir þeim sérkennilega kvilla að vera poppkornssjúklingur með heiftarlegt popp-óþol sem lýsir sér í algeru magnleysi. Poppkorns hafði hún einmitt neytt fyi-r um daginn og það var því með nokkrum létti að henni var skilað, geispandi, að litju húsi við Skólavörðustíg. (Tjaldið.) VISA korthafar íferðahugleiðingum eru í góðum málum. PORTUGAL ALGARVE 5,00(1 kr MAJORCA, 5/1 COMA afsláttur á mann afsláttur á mann Takmarkað sætaframboð. Einstök kjör á ferðum til Algarve í Portúgal og Sa Coma á Majorca. Kynnið ykkur brottfarardaga og skilmála. OPIÐ ÁLAUGARDÖGUMkl.: 10-14 V/SA Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 FERÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.