Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Álit félagsmálaráðherra á hæfi til setu í sveitarstjórnum eftir færslu grunnskólans Kennarar og skólastjórar almennt ekki vanhæfir KENNARAR og skólastjórar verða almennt ekki vanhæfir til setu í sveit- arstjómum eftir 1. ágúst næstkom- andi þegar grunnskólinn færist alfar- ið til sveitarfélaganna frekar en aðr- ir starfsmenn sveitarfélaga, sam- kvæmt áliti félagsmálaráðherra, en álitið’er gefið í framhaldi af fyrir- spum stjómar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar að lútandi. í áliti ráðherra segir ennfremur með vísan til 59. greinar sveitar- stjórnarlaga að skólastjórar og aðrir stjórnendur grunnskóla verði ekki kjörgengir í skólanefndir eftir 1. ágúst. Jafnframt telur ráðuneytið eðlilegt að sveitarstjómir leitist við að skipa ekki starfandi kennara í skólanefndir, þar sem líklegt sé að þeir muni hafa hagsmuna að gæta við úrlausn margra mála sem líklegt sé komi til kasta skólanefnda. Getiir orðið vanhæfur Loks telur ráðuneytið með vísan til 45. gr. sveitarstjórnarlaga að þegar einstök mál eru til umfjöllunar á vettvangi sveitarstjórnar, sem varða grunnskóla eða starfsmenn þeirra sérstaklega, geti sveitar- stjórnarmaður sem jafnframt er skólastjóri eða kennari orðið van- hæfur til að fjalla um þau mál. Sem dæmi eru nefnd kjara- og ráðningar- mál starfsmanna grunnskóla. „Jafn- framt verður að telja eðlilegt að sá sveitarstjómarmaður víki sæti ef slík sérstæð mál varða annan grunnskóla í sama sveitarfélagi og geta haft for- dæmisgildi fyrir annan/aðra skóia í sveitarfélaginu," segir í álitinu. Ennfremur segir: „Ef hins vegar um er að ræða almenn mál sem varða sveitarfélagið og íbúa þess, svo sem afgreiðsla fjárhagsáætlunar og ársreikninga, verði þessir aðilar ekki vanhæfir til að fjalla um málið í sveitarstjórn þar sem slík mál verða ekki talin þess eðlis að almennt megi ætla að starfstengslin móti viljaafstöðu viðkomandi sveitar- stjórnarmanns.“ Veður spillir færð BYLUR og skafrenningur voru víða um landið í gær. Lélegt skyggni var á Akureyri aðfara- nótt laugardags vegna skaf- rennings. Erilsamt var hjá lög- reglunni, sem aðstoðaði fólk við að komast leiðar sinnar þegar skemmtistaðir lokuðu og starfsfólk stofnana við að komast til vinnu sinnar. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli og á Selfossi var mjög hvasst und- ir Eyjafjöllum og illfært var um Svínahraun. Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson um samning Norðmanna og Færeyinga Hillir undir samnings- vilja Norðmanna Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var papp- írskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dag- blaðapappír um allan heim á und- anförnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar Qölgunar aðsendra greina o g minningargreina er óhjá- kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blað- inu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almenn- NORÐMENN og Færeyingar náðu samkomulagi í Ósló á föstudagskvöld um gagnkvæmar fískveiðiheimildir á árinu í lögsögum landanna. Löndin bundust samtökum um að vinna gegn löndun á afla veiddum af kvótalaus- um skipum á alþjóðlegum hafsvæðum í NA-Atlantshafí. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra sagði þennan samning framhald á eldri samningi og litlu skipta fyrir íslendinga. Það væri jákvætt að Norðmenn hefðu ákveðið að láta deilur um norsk-íslensku síldina ekki standa í vegi fyrir samkomulagi við Færeyinga. Því gætu menn leyft sér að vona að það hillti undir meiri samningsvilja af hálfu Norðmanna en hingað til. Norðmenn fá að veiða samtals 6.150 tonn af löngu, keilu, ufsa og blálöngu og 10.200 tonn af makríl í færeyskri lögsögu. Færeyingar fá að veiða 2.900 tonn af þorski, 2.150 tonn af ufsa, 600 tonn af ýsú, 300 tonn af karfa og 300 tonn af háfi og hámeri í norskri lögsögu. Einnig fá þeir að veiða 3.980 tonn af makr- íl við Noreg og 1.000 tonn af síld innan norskrar lögsögu í Norðursjó ásamt því að taka hluta af rússnesk- um síldarkvóta sínum innan norskr- ar lögsögu í Barentshafi. um aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en íengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálks- entimetra í, blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Færeyingar fengu auknar veiði- heimildir við Svalbarða og mega veiða þar 1.775 tonn, þar af 1.450 tonn af þorski, á þessu ári. Færey- ingar skuldbundu sig til að tak- marka veiðar sínar í Barentshafi við þá kvóta og tegundir sem þeim er úthlutað af strandríkjum. Sam- komulagið felur í sér að löndin muni vinna gegn löndun í sínum höfnum á þorski eða öðrum afla sem kvótalaus skip veiða á alþjóðlegum hafsvæðum í NA-Atlantshafi. Samningaviðræður á miðvikudag Á miðvikudag hefjast í Ósló samningafundir Islendinga, Færey- inga, Norðmanna og Rússa um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Aðspurður um samn- ingshorfur taldi Halldór Ásgríms- son ekki ástæðu til að vera með neina sérstaka bjartsýni. Um 700 milljónir til sjávarvarna GERT er ráð fyrir að veija milli 600-700 milljónum króna til sjávar- varna við byggðir landsins á næstu tíu árum, samkvæmt áætlun Vita- og hafnamálastofnunar. Þar af er gert ráð fyrir að veija allt að 318,8 milljónum króna til nýframkvæmda. Stærstu verkefnin til nýfram- kvæmda verða á Álftanesi en þar er áætlað að veija um 47,1 millj. og á Seltjarnarnesi _ verður varið sam- tals 28,8-jnillj. Á þessu ári er gert ráð fyrir að veija rúmum 50 millj. til framkvæmdanna. ■ Stærstu verkefnin/9 Hriktir í kirkjuskipinu ►Deilur hafa verið tíðar innan Þjóðkirkjunnar undanfarið. Klerk- ar og leikmenn voru inntir álits á ágriningsmálum og stöðu kirkj- unnar. /10 Við erum að rífa hverannan á hol ►Framboð Buchanans vekur ótta í herbúðum repúblikana. /14 Svigrúm skortir í skólakerf ið ► Höfuðvandamál íslenska grunn- skólakerfisins og rótin að því sem skilgreint hefur verið agavanda- mál er sá að stórum hluta nem- enda leiðist og líður illa í skólan- um. /20 Þessu lýkur aldrei ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er.að þessu sinni rætt við Jón Hákon Magnússon í Kynn- ingu og markaði - KOM. /24 B ► l-32 Bein íbaki ►Eva Ólöf Hjaltadóttir greindist með alvarlega hryggskekkju fyrir tæpum tveimur árum, og hefði hún valdið henni örkumli, ef ekkert hefði verið að gert. Á dögunum lagðist hún undir hnífinn hjá Ragn- ari Jónssyni bæklunarskurðlækni. /1 og 14-19 Keltar eða Keldar ►Á þorrablóti með kampakátum Keldhverfingum. /2 Ævintýri atvinnu- spilara ►Fyrsti og eini atvinnuspilari ís- lendinga í brids heitir Hjördís Ey- þórsdóttir en hún gerðist atvinnu- spilari í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. /4 Fáksferð í júlí 1968 ►Leifur Sveinsson rifjarupp minnisstæða hestaferð frá fýrri tíð. /8 C FERÐALÖG ► 1-4 Ráðhústorgið gert upp ►Torgið fær nýja ásýnd og borg- arbúar nýtt deiluefni. /2 Namibía og goif ►Níu holu völlur úr sandi. /3 D BILAR ► 1-4 Senuþjófur í sýningarsölum ►Nýr jeppi Mercedes-Benz í Alab- ama í Bandaríkjunum. /2 Reynsluakstur ► Vel búinn og lipur Opel Omega með sjálfskiptingu. /4 N FASTIR ÞÆTTIR Leiðari Helgispjall Reykjavíkurbi Minningar Myndasögur Bréf til blaðsii Brids Stjömuspá Skák INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1&6 >ak fdag 44 28 Fðlk í fréttum 46 28 Bíó/dans 48 28 Útvárp/sjónvarp 52 34 Dagbók/veður 55 42 Gárur 6b 42 Mannlífsstr. 6b 44 Kvikmyndir ' lOb 44 Dægurtónlist 12b 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.