Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ eftir Guðmund Guðjónsson Jóni er fyrst tíðrætt um dvöl- ina í Bandaríkjunum sem hann minnist með ánægju. Hann var þar við nám á veturna, en á sumrin í skemmtileg- um sumarverkefnum. Hann vann m.a. við hið virta bandaríska dag- blað Chrístian Science Monitor bæði í Boston og Washington og í tvö sumur var hann fylgdarmaður erlendra blaðamanna á ferð um Bandaríkin á vegum World Press Institute. „Þetta var mjög skemmtilegt, við vorum þrír farar- stjórar saman með þijá stóra skut- bíla og samtals fímmtán blaðamenn í hverri ferð. Þetta voru kynnisferð- ir og við fórum vítt og breitt með þá. Skipulag og framkvæmd þess- ara ferða var á mjög háu plani og margir þeirra sem ég kynntist á þessum tíma eru vinir mínir enn í dag,“ segir Jón Hákon. Sokkið með skipafélagi Jón Hákon Magnússon kom víða við áður en að hann stofnaði KOM fyrir um tíu árum. Fyrst var hann blaðamaður á Tímanum um nokk- urra ára skeið, en árið 1969 tók við minnisstæð vinnutörn er hann hafði með verkstjórn hjálparstarfs Hjálparstofnunar kirkjunnar að gera í Biafra árin 1969-70, með aðsetur í Sao Tome. Þegar heim kom þurfti hann ekki lengi að standa tvístígandi í verkefnaskorti, því honum bauðst að Ieysa Markús Örn Antonsson af hjá ríkissjónvarpinu. Markús var að fara í prófkjör og þetta var hugsað svona rétt til bráðabirgða og því heppilegt í stöðunni. „Það má segja að ég hafí gleymt mér þarna í sjö ár og þetta varð mun lengri afleysingarráðning en nokkurn hafði órað fyrir. Árin hjá sjónvarpinu voru mjög skemmtileg og lærdómsrík. Ég var mest í er- lendum fréttum og á þessum árum fór ég auk þess að skrifa talsvert í ýmis blöð og tímarit, ekki síst erlend. Til dæmis The Financial Times, en ég var fréttaritari þeirra til ársins 1984. Ég skrifaði einnig um málefni íslands í blöð á borð við Economist og Chrístian Science Monitor, auk skrifa í ýmis sérrit og bækur. Fréttamennska getur stillt manni upp að vegg og þá er bara að duga eða drepast. Ein erfíðasta staðan sem ég lenti í var til dæmis að vera sendur í viðtal við Bobby Fischer. ÞESSU LÝKUR ALDREI VroSHPTI AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ►Jón Hákon Magnússon er fæddur I Reykjavík árið 1941 og uppalinn í Hlíðunum. Hann náði einungis að ljúka gagn- fræðaskóla hér á landi áður en hann flutti til Bandaríkj- anna. Skólagöngu hans þar lauk með BA-gráðu í stjórn- málafræði og blaðamennsku frá Macalester háskólanum í St. Paul í Minnesota. Hann á fjölbreyttan feril að baki í atvinnulífinu hér á landi árin þar á eftir og til þessa dags, en fyrir tíu árum stofnaði hann fyrirtækið Kynningu og markað, KOM ehf. Eiginkona Jóns Hákonar er Áslaug G. Harðardóttir, þau eiga tvö börn, 20 og 19 ára, Áslaugu Svövu og Hörð Hákon. vinnulaus með sinn starfsferil hjá Hafskipum að baki. „Eins og það væri ekki nógu slæmt að vera at- vinnulausir vorum við nánast út- hrópaðir sem holdsveikir. Það var ekkert auðvelt að fá vinnu, slík hafði umræðan verið, og ég fínn meira að segja aðeins fyrir því enn í dag að menn setja spurningar- merki við nafn mitt vegna tengsla við Hafskip. En það hefur þó minnkað mikið,“ segir Jón Hákon og kemur síðan að aðdragandanum að stofnun KOM. „Ég hafði oft hugsað um að gaman væri að setja á stofn fyrir- tæki sem hefði fyrir stafni það sem á ensku hefur verið kallað „Public Relations," eða PR, en það hefur verið illa þýtt yfír á islensku sem „almannatengsl“. Þetta fyrirbæri Það var enginn annar til taks á fréttastofunni, en ég taldi mig ekki heppilegan í verkefnið þar sem ég hef ekkert vit á skák. Kann ekki einu sinni mannganginn. Enda var þetta eitt af stystu viðtölunum sem menn rekur minni til, stóð í aðeins 25 sekúndur! En það var ekki málið. Númer eitt var að sýna manninn.“ Eftir árin hjá Sjónvarpinu gerð- ist Jón Hákon framkvæmdastjóri markaðsmála hjá því fræga sáluga fyrirtæki, Hafskipum. „Það var ekki síður mikill skóli og harður. Ég sökk með því skipafélagi og var einn af síðustu mönnum frá borði,“ segir Jón Hákon. Atvinnulaus og „holdsveikur" Jón Hákon segir það ekki hafa verið létt verk að standa uppi at- Morgunblaðið/Árni Sæberg hafði átt vaxandi fylgi að fagna í Bandaríkjunum og breiddist þaðan út til Evrópu og víðar. Þetta voru hugmyndir um nokkurs konar al- mennt kynningar-, fjölmiðlunar- og upplýsingafyrirtæki. Islendingar voru ekki komnir mjög langt á þessu sviði, voru illa upplýstir um kostina árið 1986, ekkert slíkt fyrirtæki starfandi og því hugsaði ég með mér, atvinnu- laus maðurinn, hvort ég ætti ekki að láta slag standa og láta reyna á hugmyndina. Það má segja að ég hafí verið vel í stakk búinn að prófa, menntaður í Bandaríkjunum, mjög íjölmiðlatengdur og hafði kynnst mörgum í gegnum ýmis störf mín. Ég var með góða blöndu af íjölmiðla- og athafnareynslu.“ Var eitthvað leitað til þín, holds- veiks mannsins? „Ég bjó mig undir hið versta og þetta var þungt í byijun, ekki ein- ungis vegna tengsla minna við Hafskip, heldur einnig vegna þess að hér var nýlunda á ferðinni sem ekki hafði teygt anga sína hingað til lands. Fjöldi stjórnenda fyrir- tækja voru á bilinu 40 til 50 ára og margir einnig yfir fimmtugt. Þá eldri þýddi nánast ekkert að ræða við, fyrirtækin voru lokuð og þeir álitu að þeir hefðu ekkert við svona lagað að gera. En eftir því sem stjórnendurnir voru yngri, þeim mun betri hljóm- grunn fékk ég og þannig seig þetta af stað hægt og bítandi. Fyrst var ég einn á skrifstofu sem ég leigði í Aðalstræti 7. Síðan fékk ég stelpu til að vera hálfan daginn þannig að ég gat komist frá. Fljótlega kom Áslaug kona mín inn í dæmið og sá um fjármál og bókhald. Hún hefur alla tíð átt fyrirtækið með mér. Það hefur allt frá byijun ver- ið stefnan að fara sér hægt en ör- ugglega. Við erum núna sex og höfum aldrei verið fleiri. Hitt er svo annað mál, að við erum með mjög sveigjanlegt fyrirkomulag, þannig getum við stækkað mjög hratt og minnkað aftur að sama skapi mjög hratt.“ Hvað áttu við með því? „Ég get nefnt sem dæmi, að fyrsta virkilega stórverkefnið okk- ar var að sjá um fjölmiðlamiðstöð- ina vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 þegar Reagan og Gorbatsjov hittust á sögufrægum fundi. Við vorum þá aðeins þijú, en á meðan fundurinn stóð yfir störfuðu 62 á vegum KOM. Eftir fundinn vorum við aftur orðin þijú. Þetta snýst um að hafa net sér- fræðinga úti í þjóðfélaginu; verk- taka og undirverktaka, ýmist fyrir- tæki eða einyrkja sem hafa sér- hæft sig á ýmsum sviðum. Þetta eru textagerðarmenn, hönnuðir, ljósmyndarar, tæknimenn, þýðend- ur, túlkar og hvaðeina. Það er bara rugl að vera með þennan hóp fast- ráðinn, miklu skilvirkara að vita af honum sjálfstætt starfandi úti í þjóðfélaginu og geta leitað til hans. Víða komið við PR, almannatengsl, upplýsinga- og fjölmiðlaráðgjöf, allt hugtök, en hvert er starfssvið fyrirtækis á borð við KOM? „Það eru margir sem halda að KOM sé auglýsingastofa, en svo er ekki. Þetta eru greinar af sama meiði, en skilin eru að mínu viti skörp. Það er ekki óalgengt að við leitum til auglýsingastofu ef verk- efnið krefst þess. Þá erum við kom- in út fyrir okkar verksvið og leitum þangað sem nauðsyn krefur til að útkoman verði sem best. Ég hef stundum sagt þegar menn spyija hvað það er sem við erum að gera hjá KOM, að fljót- legra sé að telja upp hvað við ger- um ekki. Það er nú svona í gríni sagt en nú skal ég reyna að draga saman verkefnasviðið. Það er tals- verð upptalning og e.t.v. flókin. Við veitum fjölmiðlaráðgjöf og skipuleggjum fjölmiðlatengsl hér á landi og erlendis. Og í þeirri andrá vil ég segja, að vegna náins sam- starfs við þekktar stofur af sama tagi erlendis getum við unnið í nánast hvaða landi sem er og á hvaða tungumáli sem er. Við höfum samskipti við fjölmiðlaráðgjafa í helstu borgum heims, skrifum og dreifum fréttatilkynningum og fjölmiðlaefni á íslensku og erlend- um tungumálum. Skipuleggjum og sjáum um framkvæmd blaða- mannafunda. Þar komum við mikið við sögu og ég vil segja að við blás- um af 9 af hveijum 10 hugmyndum viðskiptavina okkar um blaða- mannafundi. Finnum heldur aðrar leiðir. Og annað, við beitum aldrei afli og -ýtni gagnvart fjölmiðlum. Það er vísasta leiðin til að koma sér út úr húsi. Ég get haldið áfram, við höfum umsjón með útgáfu bæklinga, markaðs- og söluefni á íslensku og erlendum tungum, umsjón með út- gáfu á fréttablöðum, ítar- og kynn- ingarefni, umsjón með útgáfu árs- skýrslna og skipulagi aðalfunda, skipulag og framkvæmd manna- móta, svo sem stórafmæla fyrir- tækja, stofnana og samtaka. Við setjum upp sýningar, stöndum fyr- ir skoðanakönnunum, veitum kynn- ingar- og markaðsráðgjöf, stöndum fyrir námskeiðum í samskiptum við fjölmiðla og gerð fréttatilkynninga, námskeiðum í sjónvarpsframkomu og fjölmiðlun og námstefnum fyrir íjölmiðlafólk. Þá fylgjumst við með ýmsum málaflokkum og ijölmiðlum hér fyrir erlenda aðila, eins og t.d. Atlantsálhópinn, Evrópusamband- ið, sendiráð og aðra aðila sem eiga hagsmuna að gæta hérlendis.“ Er það þá upptalið? „Nei, eiginlega ekki. Ég hef enn ekki nefnt það sem tekur æ meira rými hjá okkur og það er annars vegar vernd og viðhald ímyndar fyrirtækis eða samtaka og hins vegar fræðsla í áfallastjórnun þeg- ar eitthvað slæmt hefur dunið yfír. Þá er mikilsvert að bregðast rétt við og mikilla klókinda og forsjálni er þörf. Það er ekkert grín að þurfa að segja upp kannski 30-40 starfs- mönnum og ógerlegt án sárinda af allra hálfu. Þá liggur mikið við og við höfum stundum flutt inn til einstakra fyrirtækja til nokkurra sólarhringa. Ég má ekki gleyma því að við stöndum auk þessa alls fyrir veru- legu ráðstefnuhaldi. Til dæmis skipuleggjum við hið árlega „Inter- national Groundfish Forum“ sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.