Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 44
l4 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar HljómsveitTónlistarskólans í Reykjavík miðvikudaginn 28.febrúar kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Frumflutt lokaverkefni eftir Arnþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur ogjón Guðmundsson, nemendur tónfræðideildar. Einsöngvarar: Xu Wen, sópran ogValdimar Másson, bassi. Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. Ókeypis aðgangur. Alþjóðleg og öðruvísi kennaramenntun Det Nodvendige Seminarium í Danmörku býður uppá 4ra ára kennaranám fyrir unga Evrópubúa, sem vilja afla sér menntunar í alþjóðlegu umhverfi. Lagt er stund á nám í mörgum fögum í tengslum við starfsnám I skólum í Danmörku og öðrum löndum: Samfélagsfræði, sálfræði, uppeldisfræði, listum, tónlist, íþróttum, dönsku, öðrum Evrópumálum, stærðfræði, trúar- þragðafræði og heimspeki. 4ra mánaða námsferð með langferðabíl gegnum Evrópu og Asíu til Indlands. í ferðinni er aflað upplýsinga um lifnaðarhætti fólks í ýmsum löndum. Unnið við kennslu í Afríku: í 8 mánuði tekur þú þátt í að mennta nýja kennara í Mosambík og Angóla. Allir nemendur búa við skólann. Byrjað 1. september 1996. Kynningarfundur í Norræna húsinu í Reykjavík, sunnudaginn 3. mars kl. 14. Skrifið eða hringið og fáið bækling. Det Nodvendige Seminarium, Tvind, DK-6990 Ulfborg. Fax 00 45 43 99 5982. Sími 00 45 4399 5544. Trúarbrögð - trúarbragðasaga Ný námskeið í mars og apríl Trúarbragðasaga - yflrlit Gerð verður í stórum dráttum grein fyrir sögu, þróun og aðaleinkennum helstu trúarbragða mannkynssögunnar. Efnisleg skipting: 1. Einkenni sem eru sameiginleg öllum trúarbrögðum. 2. Trúarbrögð runnin upp í Austurlöndum nær. 3. írönsk og indversk trúarbrögð, þ.á m. hindúa- og búdda- siður. 4. Trúarbrögð Austur-Asíu, þ.á m. Konfúsíusarsiður, taó og shinto. 5. Trúarbrögð Evrópu fyrir kristni. 6. Trúarbrögð Afríku - sunnan Sahara, þjóða norðurhjarans, Ameríku fyrir Kólumbus, Eyjaálfu o.fl. 6 vikna námskeið á þriðjudögum kl. 19.40-21.45. Hefst 5. mars. Kr. 4.800,- Saga og trú Ameríku fyrir Kólumbus Farið verður yfir sögu álfunnar framundir 1500 og gerð grein fyrir mismunandi menningu hinna ýmsu svæða. Áhersla lögð á að kynna trúarbrögð indíána og eskimóa. Fjallað verður um útbreiðslu kristninnar í álfunni og blöndun hennar og „innfæd- dra" trúarbragða. Viðhorf indíána og eskimóa skoðuð. 3 vikna námskeið á miðvikudögum kl. 19.40-21.45. Hefst 6. mars. Kr. 2.400,- Trú og galdrar norðurhjaran Fjallað verður um „innfædd" trúarbrögð þjóða Norður- og Mið- Asíu, norðurhjara Evrópu og Norður-Ameríku. Skoðuð verða helstu einkenni trúarbragða svæðanna, einkum sjamanismann og komið inn á hugsanlegan skyldleika hans við skandinavískan galdur. Önnur mikilvæg atriði, svo sem verndarandatrú indfána, trú á dýradrottna, menningargjafa, „trickstera" o.fl. verða einnig til meðferðar. 3 vikna námskeið á miðvikudögum kl. 19.40-21.45. Hefst 27. mars. Kr. 2.400,- I DAG SKÁK Umsjön Margclr Pétursson HVÍTUR leikur' og vinnur EINN af stigahæstu kepp- endunum á Reykjavíkurskák- mótinu sem hefst næsta laug- ardag, verður sterkasti skák- maður Litháa, Eduard Roz- entalis (2.605). Hann hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu á opna kanadíska meistaramótinu í Montreal í fyrra. Gordon Taylor, (2.320), Kanada, var með svart. 26. Bxh6! (Það verður stutt í mátið eftir 26. — gxh6 27. Dxh6 þvf hvítur er með alltof mikið lið í sókninni) 26. — g6 27. Bg5 - Be7 28. Bxg6 - fxg6 29. Dxe6+ - Hf7 30. Bxe7 og svartur gafst upp. Rozentalis er kunnur fyrir kreddufestu í byijanavali, hann svarar ávallt Sikileyjar- vöm, 1. e4 — c5 með 2. c3 og gegn spánska leiknum beitir hann uppskiptaafbrigð- inu að staðaldri. Flestir stór- meistarar reyna hins vegar að koma andstæðingnum sem mest á óvart. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbi.is „Nú er ég búin að bijóta og týna“ SVO vill til að á undan- förnu einu og hálfu ári hefur mér tekist að týna nokkrum hlutum. Hér með vildi ég því auglýsa eftir þeim á einu bretti. Ég hef reynt að auglýsa eftir þeim áður en það hefur því mið- ur ekki borið árangur. í byrjun ágúst 1994 datt eymalokkapar upp úr vasa mínum í kirkju- garðinum við Suðurgötu að ég tel, eða á leið í miðbæinn þaðan. Eyma- lokkamir era gylltir, laf- andi hringir með fullt af marglitum kúlum á, rauð- um, silfurlituðum, græn- um, gylltum og einni við- arlitri. í september 1994 tapaði ég eymalokki á leiðinni MR-Hressó. Hann er gyllt- ur og lafandi með einni stórri gerviperlu neðst. í apríl 1995 tapaði ég trefli á leið minni frá leik- fimishúsi MR að Tomma- borguram á Lækjartorgi. Það gæti hafa verið inni á öðram hvorum staðnum. Hann er mynstraður, í grunnlitunum bláum og brúnum, þar sem hvítur og fleiri litir koma fyrir. Laugardaginn 1. júlí 1995, á Kántríhátíð HG- klúbbsins, glataðist myndavélin mín á tjald- stæðinu við Þrastarlund. Þegar ég fór að leita að henni fannst hvorki tang- ur né tetur af henni. Því vona ég að einhver hafi fundið hana og haldi henni til haga fyrir mig því að myndimar sem era á film- unni eru mér mjög mikils virði, sem og myndavélin að sjálfsögðu, en það er nú einu sinni svo að myndavélar eru bætan- legar en ekki augnablikin sem fest era á filmu. Því vildi ég a.m.k. fá filmuna til baka. Myndavélin er af gerðinni CHINON Multi focus 3001 og er merkt á botni með nafninu mínu og síma nema hvað það vantar 55 fyrir fram- an. Hún er í svörtu og gráu CHINON-hulstri með rifinni beltisfestingu. Föstudaginn 1. septem- ber 1995 gleymdi ég sund- bolnum mínum hangandi á rekka í Laugardalslaug- inni. Það var kl. 18. Kl. 21 var sundlauginni lokað svo að á þeim 3 klst. hefur bolurinn horflð því að þeg- ar ég hringdi árla næsta morguns til að athuga með hann hafði hann ekki fundist kvöldið áður. Bol- urinn er svartur af gerð- inni O’Neill og er „út- saumaður" á öllum jöðrum með hvítum tvinna, fleginn í bak og nær frekar hátt upp á mjaðmir. Mig tekur það sárt í hvert skipti sem ég hugsa um þessa hluti að ég skuli hafa tapað þeim en vona að skilvísir fmnendur sjái sér fært að skila þeim aft- ur í réttar hendur og býð fundarlaun fyrir. Heiða Dögg Jónsdóttir, sími 552 3736. HÖGNIHREKKVÍSI /; Ne.Cy þetta. er e/c/cc hundur," Pennavinir TUTTUGU og eins árs finnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Marika Lehto, KivelSntie 13, 16200 Artjarvi, Finland. SEXTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á knattspymu, tónlist, söng og ferðalög- um: Francis Asare, c/o Presby J.S.S. (A), P.O. Box 18, Berekum B/A, Ghana. ÍTALSKUR áhugamaður um knattspyrnu og safnari alls kyns hluta sem við- koma þeirri íþrótt. Getur ekki um aldur: Luciano Zinelli, Via Pergolesi 11, 42100 Reggio Emilia, Italy. SAUTJÁN ára þýsk stúlka með mikinn Islands- og hestaáhuga: Annette Krauss, Hofweg 6, 72622 Niirtingen- Hardt, Germany. ÞRETTÁN ára bandarískur strákur vill skrifast á við stráka á sama reki: Evan Edwardsen, 4759 Carnoustie Lane, Manlius, NY 13104, U.S.A. SEXTÁN ára tælenskur frímerkjasafnari vill skipt- ast á merkjum: Nawana Yajai, 114/1 Moo 3, T. Tha-ngiew, A. Banphot Phi Sai, Nakhon Sawan 60180, Thailand. Víkverji skrifar... VÍKVERJI lenti í undarlegri að- stöðu á dögunum, er hann þurfti að fara með bílinn sinn á verk- stæði, sem staðsett er í hverfínu við Ártúnshöfða. Hann átti að skila bíl sínum klukkan 08 um morguninn og var mættur á slaginu. Þjónusta bifreiðaverkstæðisins bauð upp á lánsbíl á meðan gert var við það lítil- ræði, sem amaði að bíl Víkveija. Þegar Víkverji hafði síðan afhent bíllyklana sína, fékk hann í hendur lyklana að lánsbílnum og ók hróðug- ur af stað í vinnuna í Kringunni 1. Á Miklubrautinni, áður en kom að gatnamótum við Grensásveg, hafði dóttir Víkverja, sem var með honum í bílnum, orð á því að bensín- mælirinn á lánsbílnum sýndi að eitt- hvað lítið væri af bensíni í tankinum, en Víkverji hafði á orði, að það hlyti að vera nóg, alltjent myndi bílaverk- stæðið með svo fína þjónustu ekki afhenda viðskiptavinunum bensín- láusa lánsbíla. Nú en áfram var haldið og upp brekkuna og að ljósunum við Háa- leitisbraut. Þá var þar rautt ljós og nú fóru að koma fram einhveijar gangtruflanir í lánsbílnum. Með ein- hveiju móti tókst þó Víkveija að komast á síðustu dropunum yfir gatnamótin og yfír í slakkann hand- an þeirra, en þá var bíllinn þurrund- inn af bensíni og vélin neitaði með öllu að ganga án eldsneytis. Tókst Víkveija með naumindum að láta bílinn renna inn á aðreinina að Shell-stöðinni norðanmegin Miklu- brautarinnar og þar stöðvaðist hann á miðri reininni, svo að engir kom- ust framhjá nema fuglinn fljúgandi. Þá voru góð ráð dýr og var nú far- þeginn settur undir stýri og Vík- veiji tók að ýta lánsbílnum síðustu metrana inn á afgreiðslusvæði Shell, bensín var sótt í brúsa og eftir það komst „límósínan“ af sjálfsdáðum að bensíndælunni. Víkveiji keypti bensín fyrir 500 kall og vandræðin voru að baki. Það kann að vera skýringin á bensínskortinum, að eftir að Vík- vetji setti bensínið á lánsbílinn, sýndi mælirinn enn að tankurinn væri tóm- ur. Það getur nefnilega valdið erfið- leikum að vera með bilaðan bensín- mæli. xxx VINUR Víkveija bar sig aumlega vegna harkalegrar gagnrýni á gæsaveiðimenn sem nýlega birtist í fréttabréfí Fuglaverndunarfélags ís- lands og tekin var upp hér í dálkin- um. Þessum vini þótti málflutningur „fuglaverndarans" um gæsaskyttur ekki ólíkur málflutningi útlendra hvalavina um hvalveiðar Islendinga - byggður á vanþekkingu. Vinurinn segir að það hljóti að vera merkilegt rannsóknarefni fyrir fuglafræðinga og fuglavini hvernig það geti gerst að stofnar grágæsar og heiðargæsar séu nú í sögulegu hámarki og hafi tvö- og þrefaldast að stærð undanfarna áratugi, þrátt fyrir „hátæknihernaðinn“ sem „fuglaverndarinn“ lýsti í grein sinni. Vinur Víkveija dró í efa að skot- veiðimenn óhlýðnuðust almennt þeirri reglu að hafa fleiri en tvö skot í skotgeymi. Annars skipti skota- fjöldi í byssu ekki öllu máli við gæsa- veiðar. Yfirleittt væru allar gæsir löngu komnar úr skotfæri eftir tvö til þijú skot og skipti þá engu hvort fleiri skot væru eftir. Því að gæsir séu laðaðar að veiðistað með tálfugl- um og gæsaflautum megi jafna við að stangveiðimenn noti agn eða beitu. Reynslan af rafknúnum kall- tækjum, sem búið er að banna, hafi ekki verið það góð að veiðimönnum sé eftirsjá að þeim. Á íslandi eru yfír 12 þúsund virk- ir skotveiðimenn og flestir þeirra „landlausir“ þéttbýlisbúar. Það er því ekki að furða þótt gæsaveiðistað- ir utan almenninga séu umsetnir. Ein leið til að bæta úr því væri að opna fyrir veiðar á löndum í eigu ríkisins, sagði vinur Víkveija að lok- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.