Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ l LISTIR Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir í Borgarleikhúsinu Rómantískir ljóðadúettar SÓPRAN SÖNGKONURN AR Björk Jónsdóttir og Signý Sæ- mundsdóttir halda tónleika í Borgarleikhúsinu á þriðjudags- kvöld kl. 20.30 þar sem þær munu flyija rómantíska ljóðadú- etta. A efnisskránni eru dúettar eftir Purcell, dúettar og ein- söngslög eftir Haydn og skoskir þjóðlagadúettar sem ekki hafa verið fluttir hér á landi áður. Einnig verða fluttir dúettar eftir Schumann og Brahms, einsöngs- lög eftir Bizet og dúett eftir Dvorák og Rossini. Undirleikari verður Gerrit Schuil. í samtali við blaðamann sagði Björk Jónsdóttir að þær Signý hefðu þekkst lengi eða allt frá því þær hefðu verið saman í námi. „Við höfum verið að syngja saman öðru hverju við ýmis tæki- færi en aðeins einu sinni áður sungið saman dúetta og það var í Sigurjónssafni fyrir fjórum árum. Þeir tónleikar heppnuðust mjög vel og okkur hefur alltaf langað til að gera þetta aftur. Það er eitt það skemmtilegasta sem sögnvari gerir að syngja dúett; sérstaklega auðvitað ef söngvararnir ná vel saman. Við Signý þekkjum mjög vel inn á hvor aðra, skynjum hvor aðra mjög vel og eigum auðvelt með að syngja saman. Og svo hefur Gerrit fallið mjög vel inn í hóp- inn en hann er frábær undirleik- ari.“ Björk sagði að það yrði róman- tískur andi á tónleikunum. „Þetta verður svona rómantískt og Ijúft kvöld í leikhúsinu. Við ætlum að syngja bæði dúetta og einsöngs- lög í hinum rómantíska anda. Einnig syngjum við skoska dú- etta sem eru léttir og skemmti- legir.“ Björk Jónsdóttir nam söng við Tónlistarskólann í Kópavogi, Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og Iauk þar námi vorið 1990. Björk hefur síðan sótt fjölda námskeiða og einkatíma. Björk hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika, þar á meðal ljóðatónleika í Gerðubergi vorið 1994. Hún tók þátt í upp- færslu Hvunndagsleikhússins á Trójudætrum eftir Evrípídes við tónlist Leifs Þórarinssonar en verkið verður flutt aftur í vor á Listahátíð í lengri útgáfu. Signý Sæmundsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs og Söngskólann í Reykjavík. Hún lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík árið 1982 og stundaði síðan framhaldsnám í söng við tónlistarháskóla Vínar- borgar. Signý hefur tekið þátt í óperuuppfærslum hér heima og erlendis. Hún hefur haldið fjölda einsöngstónleika og komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands og sungið einsöng með kórum. Einnig hefur Signý flutt töluvert af nútímatónlist sem meðal ann- ars hefur sérstaklega verið sam- infyrir hana. Morgunblaðið/Kristinn SIGNÝ Sæmundsdóttir, Gerrit Schuil og Björk Jónsdóttir. . . . heldur hinsegin Söngur Pass- íusálmanna í Digranes- kirkju „PASSÍUSÁLMARNIR verða sungnir með „gömlu lögunum" alla sunnudaga í föstu, kl. 18, í Digraneskirkju í Kópávogi og hefst söngur þeirra sunnu- daginn 25. febrúar. Þá verða sungnir 7 sálmar í hvert skipti, auk þess sem lesnir verða til- heyrandi ritningarstaðir, en söng þeirra lýkur á miðviku- degi í Dymbilviku, 3. apríl kl. 18. Það er organisti Digranes- kirkju, Smári Ólason, sem mun leiða sönginn, en hann hefur um langt árabil fengist við 'rannsóknir á þessum foma sönghætti. Hann mun einnig halda erindi um söng á „gömlu lögunum“ við Passísálmana í Digraneskirkju mánudaginn 1. apríl kl. 20.30. í kynningu segir meðal ann- ars; „Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa frá því á 17. öld verið einn dýrmætasti and- legur auður íslensku þjóðar- innar. Þeir komu fyrst út á prenti 1666, en hörð viðbrögð fólks við breytingum á ein- stöku sálmum í útgáfu þeirra sem kom út í byrjun 18. aldar sýnir best hve snemma þeir voru orðnir að þjóðareign. Sálmarnir voru sungnir við húslestra á heimilum á föst- unni, einn sálmur fyrir hvern dag. Á 20. öldinni hefur þessi gamli siður að mestu lagst af, en Passíusálmarnir hafa verið lesnir í útvarpinu á kvöldin á og á síðustu árum hafa ein- staka kirkjur einnig tekið upp þann sið að lesa þá, bæði dag- lega og eins í heild á föstudag- inn langa. LEIKUST Mögulcikhúsíð EKKI SVONA! Höfundar: Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson og Pétur Eggerz. Leikstjóri: Pétur Eggerz. Tónlist: Björn Jör. Friðbjömsson. Leikmynd og búning- an Jón Þórisson. Lýsing: Bjami Ing- varsson og Jón Þórisson. Tæknimað- ur: Gunnar Om Hannesson. Leikar- ar: Alda Amardóttir, Bjarai Ingvars- son, Bjöm Jör. Friðbjömsson, Einar Rafn Guðbrandsson, EUert A. Ingi- mundarson, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jónsdóttir, Jóhann G. Jó- hannsson og Óskar Ogri Birgisson. Fimmtudagur 22. febrúar. ÞAÐ ER vel til fundið hjá Mögu- leikhúsinu að færa upp verk sem fjallar um sjálfsvíg unglinga. Þetta er vandamál sem brýnt er að ræða og tekst að flestu leyti vel til hér, sérstaklega í seinni hluta verksins og sérfræðiráðgjöf prests og geð- læknis virðist hafa skilað sér. Leikverkið hefst á því að fram- haldsskólapiltur hefur framið sjálfsmorð og lýsir það framanaf viðbrögðum skólastjóra, nemenda og foreldra við þessum atburði. Kastljósinu er beint að einum ungl- ingnum, því er lýst hvaða áhrif þessi atburður hefur á hann og hvernig hann missir síðan smám saman það litla sjálfstraust sem hann hafði í upphafi leiksins. Sagan er að mörgu leyti trúverð- ug, sérstaklega samskipti ungling- anna - einkum má nefna partíat- riðið - og í seinni hlutanum taka við fallegir ljóðrænir kaflar sem lýsa innri hugrenningum aðalsögu- hetjunnar. Að þessu leyti gengur verkið vel upp og það er hæfileg blanda af gríni, til að létta umræð- una, en ekki of mikil þannig að boðskapurinn útvatnist. En það er eitt atriði sem stakk í eyru. Framsögnin og textinn eru að ákveðnu marki undarlega tví- skipt. Yngri leikararnir, Einar Rafn Guðbrandsson og Jóhann G. Jóhannsson, standa sig með af- brigðum vel og má jafnvel taka svo djúpt í árinni að Jóhann sýni fínlegan stjörnuleik. Björn Jör. Friðbjörnsson og Óskar Ogri Birg- isson leika félaga aðalpersónunnar í hljómsveitinni og skila sínu hlut- verki ágætlega. Þessir fjórir eiga það sammerkt að vera mjög eðlilegir í túlkun sinni. Þeir eru trúverðugir sem unglingar, ekki vegna þess að þeir séu nær þeim í aldri en aðrir leik- endur, heldur vegna þess að fram- sögn þeirra er líkari því sem tíðk- ast í daglegu máli og textinn virð- ist vera sniðinn meira að þeim persónum sem þeir eiga að leika. Samt kemst textinn fullkomlega til skila. Hinir leikararnir eiga það sam- eiginlegt að ná aldrei almennilega tökum á hlutverkunum. Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jónsdóttir og Alda Arnardóttir eiga góða spretti en túlkun þeirra er á skjön við til- burði fyrrnefndra leikara. í fyrra atriðinu þar sem Alda og Jóhann ræðast við kemur sú hugsun upp í hugann að töluverður aldursmun- ur sé á þeim, ef litið er til fram- burðar og orðfæris. Ætla mætti að Erla Ruth væri að túlka barn en ekki ungling eins og hún er í látbragði og útliti í hlutverki sínu, ekki stúlku á fram- haldsskólaaldri. Inger nær betur unglingstöktunum en hún er ákaf- lega stíf í hlutverki sínu sem móðir- in. Hún nær ágætlega saman við Bjarna Ingvarsson í hlutverki hans sem faðirinn, en ef framsögn þeirra er borin saman við Jóhann í hlut- verki drengsins þeirra eru þau ekki bara af allt annarri kynslóð heldur annarri plánetu. Bjarni er annars bestur í hlutverki skóla- stjórans, þar sem hátíðlegur fram- sagnarmáti hans á vel heima, en hann er fuil-afkáralegur í hlutverki kynnis í Tónabæ. Ellert A. Ingi- mundarson leikur hinn sjálfsvegna og vinnur á eftir því sem líður á verkið. í upphafi virkaði hann allt- of alvarlegur og stífur. Það verður að vera hægt að gera þá kröfu til menntaðra leik- ara að þeir geti aðlagað framsögn og látbragð þeim verkum sem ver- ið er að fást við í hvert og eitt skipti. „Leikhúsleg“ framsögn og bóklegur texti á víða vel við, t.d. í ýmsum h.áklassískum verkum, verkum sem gerast í ævintýra- heimi o.s.frv. En í leikriti um ungl- inga fyrir unglinga gengur slíkt ekki. Búast má við að slíkt hindri væntanlegan áhorfendahóp við að njóta leiksýningarinnar til fulls og tileinka sér boðskap hennar og hefði leikstjóri átt að greiða úr þessum hnökrum á æfingaferlinu. Benda má á tvö nýleg íslensk verk þar sem þetta vandamál hefur ver- ið farsællega leyst, Himnaríki eftir Árna Ibsen og Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð. Leikmynd, ljós og búningar buðu upp á sniðugar lausnir fyrir leiksýningu sem á að vera hægt að setja upp vítt og breitt. í heild- ina er sýningin þarft innlegg í umræðu sem er vart farin af stað og íjallar á varfærinn hátt um við- kvæmt vandamál. Án efa á þessi sýning eftir að vekja umræður meðal áhorfenda um sjálfsvíg, or- sakir og afleiðingar, og vonandi að koma vitinu fyrir einhveija sem finnst þeir komnir á ystu nöf. Sveinn Haraldsson. »Hug- vekja“á Sóloni ís- landusi „HUGVEKJA" er yfirskrift ljósmyndasýningar Önnu Maríu Siguijónsdóttur sem opnuð verður í dag, sunnudaginn 25. febrúar á Sóloni íslandusi, Bankastræti 7a. í kynningu segir; „Þessi sýn- ing samanstendur af 13 ljós- myndum. Kjarnann í þessum verkum er að finna í hugrenn- ingum ljósmyndarans um efnis- hyggju nútímans; stöðuga eftir- sókn eftir efnislegum gæðum sem fólk heldur að það þarfnist til þess að öðlast hamingju en einungis grefur undan líkam- legri og andlegri tilveru þess.“ Anna María lauk BA prófi í grafískri hönnun og ljósmyndun 1993 frá háskóla í Alabama og mastersnámi í ljósmyndun frá Savannah College of Art and Design í Bandaríkjunum tveim- ur árum síðar. Jafnhliða mastersnámi starf- aði hún sem ljósmyndari og tók átt í samsýningum þar vestra. Þetta er fimmta einkasýning hennar hérlendis. Sólarmegin í Hallgríms- kirkju SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 21. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, innlend og, er- lend. Sönghópurinn Sólarmegin er skipaður fimm konum og fimm körlum sem sungið hafa í sex ár. Hópurinn hefur komið víða fram, bæði innanlands og utan. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaröð hópsins sem nú vinnur að upptöku á geisladiski. Leitað að verkum Bar- * böru Arnason í VOR mun Listasafn Kópavogs efna til sýningar á verkum Bar- böru Árnason. Ókunnugt er hvar ýmis verk eftir hana eru niður komin. Því vill safnið góðfúslega biðja þá sem eiga myndir og/eða teppi eftir Barböru að hafa sam- band við safnið hið fyrsta. Bókamarkað- ur í Perlunni ÁRLEGUR bókamarkaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda var opnaður á fimmtudaginn. Markaðurinn er í Perlunni og mun standa fram til 3. mars. Á markaðnum eru yfir 10.000 titl- ar en sérstök áhersla er nú lögð á barnabækur. Markaðurinn verður opinn daglega frá kl. 10-19, líka laugardaga og sunnudaga. Slökkvi- liðskórinn syngur SLÖKKVILIÐSKÓRINN held- ur söngskemmtanir í Logalandi í Borgarfirði 25. febrúar og í Árnesi í Gnúpverjahreppi 3. mars næstkomandi. Einsöngvari er Þorbergur Skagfjörð Jósepsson. Tvísöng- ur; Kári Friðriksson og Þor- bergur Skagijörð Jósepsson. Stjórnandi er Kári Friðriksson og undirleikari Jónas Sen. I I I í I í \ 1 1 i I « t I i f i i if i \i i y I i M i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.