Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR AÐALFUNDUR OLYMPIUNEFNDAR ISLANDS Tillögu um sameiningu við íþróttasamband íslands vísaðfrá. Ellert B. Schram: Málið aldrei tekið til efnis legrar umfjöllunar hjá Óí Aðalfundur Ólympíunefndar, sem haldinn var í fyrrakvöld, háfnaði að taka fyrir ályktunartil- lögn Eggerts Magnússonar, for- manns Knattspyrnusambands ís- lands_ og formanns samstarfsnefnd- ar Óí og ÍSÍ, um sameiningu ÍSÍ og Óí. Þar sem tillagan barst ekki með réttum fyrirvara samkvæmt lögum Óí, þurfti samþykki 3/4 fund- armanna til að hún yrði tekin til afgreiðslu en í skriflegri atkvæða- greiðslu voru 12 á móti en 11 með. Eggert sagði það ekkert leyndar- mál að hann væri hlynntur því að sameiningarmálið væri skoðað ræki- lega ofan í kjölinn og bar síðan fram eftirfarandi tillögu til ályktunar: „Aðalfundur Óí, haldinn 23. febrúar 1996j mælir með sameiningu ÍSÍ og ÓI og nauðsynlegum lagabreyt- ingum þar að lútandi á íþróttaþingi í haust og á næsta aðalfundi ÓI, enda séu þær í samræmi við ai- þjóða ólympíusáttmálann að því er Uppgangur og aukin umsvif JÚLÍUS Hafstein5 formaður Ólympíunefndar Islands, sagði á aðalfundi nefndarinn- ar á Grand hótel Reykjavík í fyrrakvöld að umfang nefnd- arinnar hefði vaxið með hveiju árinu. „Sé þetta borið saman við starfíð fyrri 10 til 15 árum þá hefur ekki orðið breyting heldur bylting," sagði hann í inngangsorðum sínum. Fundarmenn tóku I sama streng og hrósuðu nefndinni fyrir viðamikil og vel unnin störf. Velta nefndarinnar á liðnu starfsári var liðlega 38 millj. kr. og varð tæplega 2,7 millj. kr. tap á árinu. Framundan eru Ölympíuleikarnir í Atl- anta og í maí á næsta ári sér Ólympíunefndin um Smá- þjóðaleikana. Óí gegn fíkniefnum ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, bar fram eftirfarandi til- lögu til ályktunar sem var samþykkt samhljóða með lófaklappi: „Aðalfundur Ólympíu- nefndar íslands, haldinn 23. febrúar 1996, lýsir áhyggjum sínum á vaxandi notkun fíkni- efna meðal æskufólks. Fund- urinn skorar á iþróttafélög, bandalög og sérsambönd að skera upp herör gegn þessum vágesti og bendir á að starf og tilgangur íþrótta er fyrst og fremst að ala upp hrausta og heilbrigða einstaklinga. Samfélagið á að nýta sér þann vettvang til að beina æsku- fólki frá braut óreglu og eit- urlyfja. Ólympíunefnd Islands er tílbúin að taka þátt í sam- eiginlegu átaki gegn því böli, sem notkun fíkniefna fylgir.“ varðar ólympíumálefni." Júlíus Hafstein, formaður Óí, sagðist sem lögskipaður fundarstjóri vilja tjá sig um tillöguna en ekki efnislega. Hann sagði að sér þætti miður að formaður samstarfsnefnd- arinnar flytti svona tillögu án sam- ráðs við formann Ólympíunefndar þvi menn ættu að vinna saman. „Mér fínnst tillagan ekki heppileg á þessu stigi málsins," sagði hann og bætti við að á síðasta íþróttaþingi hefði ámóta tillögu verið vísað til samstarfsnefndarinnar. Hann sagði þrennt koma til greina: Að fundur- inn hafnaði því að tillagan væri tek- in fyrir. í öðru lagi að hann sam- þykkti að taka tillöguna fyrir og í þriðja lagi að henni yrði vísað til samstarfsnefndarinnar. Að svo mæltu sagðist hann ætla að leyfa umræður um tillöguna en ekki efni hennar. Sævar Stefánsson, formaður Sundsambandsins, sagði að sams- konar tillaga hefði verið samþykkt á fundi sérsambanda ISÍ fyrir tveim- ur árum og því væri ekki þörf á þessari tillögu. „Samþykktin er fyr- ir hendi,“ sagði hann. Sigurður Einarsson, fulltrúi Skíðasambandsins í Ólympíunefnd, sagði að vilji til sameiningar væri hjá sérsamböndunum. „Ég sé ekki að samþykkt tillögunnar hjálpi mál- inu og mæli gegn því að tillagan verpi samþykkt." Ólafur B. Schram, formaður Handknattleikssambandsins, lýsti yfír furðu sinni á vinnubrögðum fundarins. Hann sagði að fyrir tveimur árum hefðu formenn sér- sambanda lýst yfir eindregnum vilja til sameiningar en síðan hefðu orðið miklar breytingar í stjórnum margra sérsambanda. Ástæðulaust væri að teygja lopann heldur samþykkja til- löguna strax. Þór Indriðason, formaður Lyft- ingasambandsins, tók undir orð Ól- afs varðandi mannabreytingar og benti á að hann væri tiltölulega nýr í starfí. Hann sagðist ekki hafa fengið neitt erindisbréf um málið og væri því ekki kunnugur þótt hann hefði heyrt ýmislegt varðandi deilur og fleira. „Eg er ekki fær um að taka ákvarðanir um hluti sem ég þekki ekki,“ sagði hann og þar sem ekki væri um smámál að ræða sagðist hann vilja beina þvi til nefndarinnar að hún upplýsti sér- samböndin betur um gang mála. Ellert B. Schram, forseti íþrótta- sambands íslands og varaformaður Óí, sagði að alltaf væri verið að skipta um forystumenn en þeir yrðu að fýlgjast með. „Mér finnst sjálf- sagt að umræða verði leyfð um málið... Málið hefur aldrei verið tekið til efnislegrar umfjöllunar í heild sinni hjá Ólympíunefnd." Hann sagði að ef vilji til sameiningar væri ekki fyrir hendi hjá Ólymp- íunefnd væri gagn af því að það að voru ekki nema áttaJæri- sveinar Pat Rileys, þjálfara Miami Heat, á leikskýrslunni í fyrrinótt þegar liðið tók á móti Chicago Bulls í NBA-deildinni, enda stóðu forráðamenn félagsins í miklum viðskiptum sólarhringinn áður. Nýju leikmennirnir voru því ekki komnir inní leikkerfi Rileys og hann sé ekki ástæðu til að hafa þá í búningi. En fámennið kom ekki að sök því einn þeirra sem voru í búningi Miami var Rex Chapman sem jafn- aði sitt eigið met með því að gera 39 stig og hitti kappinn meðal annars úr níu af 10 þriggja stiga skottilraunum sínum. „Þetta getur alltaf gerst og ég skil ekki hvers vegna menn eru að veðja í íþrótt- um. Eg vildi að þetta væri alltaf svona gaman,“ sagði hann þreytt- ur eftir leikinn, en Miami hefur ekki gengið allt of vel í vetur. Dásamlegt „Þetta var dásamlegt því það voru allir á því, nema leikmenn mínir, að eftir kaupin í gær og allt sem því fylgdi væru leikmenn ekki tilbúnir að mæta Chicago. Þeir sýndu að þeir voru svo sann- arlega tilbúnir,“ sagði Pat Riley þjálfari Miami. „Ég sagði við strákana fyrir leikinn að Chicago myndi vanmeta okkur, og það gekk eftir,“ sagði Alonzo Mourning sem gerði 19 stig fyrir Heat og tók 12 fráköst. Chicago komst einu sinni yfir í leiknum, 2:0, og síðan ekki söguna meir. Miami gerði 62 stig í fyrri hálfleik, fjórum stigum minna en kæmi fram. „Það er löngu kominn tími til að menn segi vilja sinn í þessu. Þetta er tillaga um almenna viljayfirlýsingu sem ég hefði haldið að ætti erindi inn á fundinn. Það væri hneyksli ef fundurinn hafnaði því. Við hljótum að vilja taka þetta á dagskrá því þetta er gott vega- nesti fyrir nefndina. Ég hvet fund- inn til að samþykkja það.“ Júlíus endurtók það sem hann hafði áður sagt, taldi ekki skynsam- legt að taka tillöguna fyrir og sagði hana ekki málinu til framdráttar. Flutningsmaður var síðastur á mælendaskrá. Hann las tillöguna aftur og sagði hana opna í báða enda. „Eg vil fá sjónarmið aðalfund- ar Ólympíunefndar íslands í málinu og óska eftir að sá vilji komi hér fram.“ Eggert óskaði eftir skriflegri at- kvæðagreiðslu og sem fyrr segir sögðu 12 nei og 11 já. Málið var því ekki tekið á dagskrá. liðið gerði í öllum leiknum gegn Philadelphia 76ers á miðvikudag- inn í síðustu viku. Undir lokin var Bulls 26 stigum undir en er 1,12 mínútur voru eftir hafði liðinu tek- ist að laga stöðuna í 106:101 en komst ekki nær og tapaði 113:104. „Við lentum á móti leikmönnum Heats í stuði og réðum ekkert við þá. Þetta var mátulegt á okkur,“ sagði Phil Jackson þjálfari Bulls. Michael Jordan gerði 31 stig fyrir meistaraefnin frá Chicago. Ekkert hik á Orlando Helstu keppinautar Bulls, að því er talið er, Orlando Magic, sigruðu Milwaukee Bucks í sjötta sinn í röð, nú 115:102. Penny Hardaway var með 19 stig og Shaquille O’Neal 17. Með sigrinum tókst Orlando að lagfæra aðeins árang- ur sinn á útivelli í vetur, en þar hefur liðið tapað 14 leikjum og unnið 12. f leikjum gegn liðum úr miðriðlinum hefur þeim gengið fremur illa, sigrað í þremur leikj- um en tapað í sjö. I dag mætir Orlando liði Chicago og er víst að það verður hörku leikur. Hann verður einmitt í beinni útsendingu Stöðvar 2 og hefst kl. 18. IMBA-deildin Indiana - 76ers............102:95 New York - Atlanta.........97:108 Washington - Charlotte.....94:100 Dallas - LA Lakers.........88:114 Minnesota - Detroit.........94:93 Phoenix - Toronto.........110:105 San Antonio - Sacramento ..112:105 Orlando - Milwaukee.......115:102 Miami - Chicago...........113:104 KORFUKNATTLEIKUR / NBA Átta á skýrslu hjá Miami, en það dugði gegn Chicago Morgunblaðið/Einar Falur PAT Riley þjálfari Mlaml Heat er einn sá snjallasti sem sög- ur fara af í þessu starfl. Hann stóð í ströngu viö að kaupa og selja leikmenn í vikunni en þrátt fyrir umstangið gerði lið hans sér lítið fyrir og sigraði meistaraefnln frá Chicago. Chapman hitti úr níu af 10 þriggja stiga skotum og gerði 39 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.