Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/2 - 24/2. ►91% FALL varð á prófi I almennri lögfræði í laga- deild Háskóla íslands. Af 133 stúdentum á fyrsta ári, sem þreyttu prófið féll 121. Alls voru 167 manns skráðir til prófs en 34 mættu ekki. ►LÖGREGLA beitti tára- gasi á veitingastað í Skeif- unni til að binda enda á skemmtanahald sem þar fór fram. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þar 40-50 manns, nemendur úr Fjöl- brautaskólanum i Breið- holti. Einn nemandi fékk of mikinn skammt af táragasi í andlit og lungu og missti við það meðvitund og var sendur á bráðamóttöku. ►FRAMKVÆMDIR við veggöng undir Hvalfjörð hefjast um miðjan næsta mánuð. Skrifað hefur verið undir samninga um fjár- mögnun framkvæmdanna og langtímafjármögnun að þeim loknum. Félagið Spöl- ur er verkkaupi en Foss- virki sf. sameignarfélag ís- taks hf., sænska verktaka- fyrirtækisins Skanska og danska verktakafyrirtækis- ins E. Pihl og Son vinnur verkið. Áætlað er að verk- inu ljúki snemma árs 1999. ► APÓTEKARAFÉLAG ís- lands hefur kært lyfjabúð- arrekstur Sjúkrahúss Reylgavíkur og Ríkisspítal- anna til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Félagið telur spítalana brjóta lyfjalög. Flóð um vestan vert land MIKILL viðbúnaður var í sjávarpiáss- um um allt vestanvert land vegna yfírvofandi sjávarflóðahættu. Tjón varð þó minna en óttast hafði verið þrátt fyrir að sjór gengi víða á land í stormi sem gekk yfír landið. Storm- ur eða rok var um allt land, 9-10 vindstig og ofsaveður á stöku stað. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjum og hafnargarði Reykhólahafnar og við höfnina á Flateyri. Sjóvamargarð- ur við Mýrargötu í Reykjavík brotn- aði og á Álftanesi flæddi inn í hús. Verulegt magn af fíkniefnum FÍKNIEFNAEFTIRLIT toílgæslunn- ar á Keflavíkurflugvelli gerði upptækt verulegt magn af fíkniefnum í vik- unni. Mun fundurinn vera eitt stærsta mál sinnar tegundar, sem upp hefur komið. Efnin fundust í fórum þriggja farþega, sem voru að koma frá Amst- erdam. Var fólkið handtekið ásamt flórða manni sem var að taka á móti einum farþeganum. Vill opinbera rannsókn HR. ÓLAFUR Skúlason biskup hefur óskað eftir því við embætti ríkissak- sóknara að það láti fara fram opin- bera rannsókn á tilurð og sannleiks- gildi ásakana, sem á hann hafa verið bomar um refsivert athæfi. Siðanefnd Prestafélagsins hefur til meðferðar mál, sem varðar ásakanir konu á hendur biskupi um kynferðislega áreitni fyrir 17 ámm þegar hann var prestur í Bústaðasókn. Signr Buchanans vekur ugg PAT Buchanan bar sigur úr býtum í forkosningum bandarískra repúblik- ana í New Hamps- hire sl. þriðjudag. Fékk hann 27% at- kvæða, Bob Dole 26% og Lamar Alexander 23%. Hafa úrslitin valdið miklum taugatitr- ingi meðal and- stæðinga Buchan- ans í Repúblikana- flokknum og þeir Dole og Alexander halda því fram hvor um sig, að nú standi slagurinn millí sín og Buchanans. Segja þeir, að tekist sé á um framtíð flokksins og gagnrýna harðlega öfga- fulla einangmnarhyggju Buchanans. Sigur Buchanans hefur einnig vakið ugg i Evrópu og víðar og þar ganga sumir svo langt að líkja honum við kynþáttahatara og fasista. Kosninga- stjóri Doles segir hann verða að sigra í forkosningunum í Suður-Karólínu 2. mars en fréttaskýrendur telja hins vegar, að Buchanan eigi góða mögu- leika þar. Serbar flýja Sarajevo SERBAR hafa flúið tugþúsundum saman frá Sarajevo síðustu daga en á föstudag tók sambandsstjórn múslima og Króata við stjórninni í hverfum þeirra í borginni. Hefur verið skorað á þá að vera um kyrrt en þeir óttast hefndaraðgerðir og hafa margir kveikt í húsum sínum til að þau nýtist ekki múslimum og Króötum. Leiðtogar Bosníu-Serba hafa ákveðið að hefja aftur viðræð- ur við fulltrúa friðargæsluliðs NATO en þeir slitu þeim þegar tveir serbneskir herforingjar vom hand- teknir og sakaðir um stríðsglæpi. ►JACQUES Chirac, forseti Frakklands, tilkynnti á fimmtudag, að herskylda yrði afnumin innan sex ára og herinn þá eingöngu skip- aður atvinnuhermönnum. Hætt yrði að framleiða úran og plúton í kjarnorkuvopn og og ýmsum langdrægum og skammdrægum eldflaug- um eytt. Þá er stefnt að því að fækka hermönnum úr 500.000 í 350.000. ►OLÍUSKIPIÐ Sea Em- press náðist af strandstað við Wales á miðvikudags- kvöld og er það nú komið í höfn í Milford Haven. Talið er, að allt að 70.000 tonn af olíu hafi farið í sjóinn og er því um að ræða eitt af mestu olíumengunarslysun- um. ►RÚSSNESKI herinn náði í vikunni á sitt vald einu helsta vígi uppreisnar- manna í Tsjetsjngu, bænum Novogrozneskíj, eftir harða bardaga. Sagt er, að mikið mannfall hafi orðið í röðum Tsjetsjena og Rússa einnig en þeir fullyrða, að upp- reisnarmenn hafi verið að ráðgera nýja gislatöku. ►TVEIR tengdasynir Sadd- ams Husseins, forseta íraks, bræðurnir Hussein og Sadd- am Kamel, voru skotnir til bana af ættingjum sínum á föstudag. Flýðu þeir land fyrir hálfu ári en sneru aft- ur til íraks á þriðjudag. _ Samkvæmt fréttum frá írak vildu ættingjar manna hreinsa orðstír fjölskyld- unnar, sem beðið hefði hnekki vegna „landráða" bræðranna. FRÉTTIR Heilbrigðisráðherra er mótfallinn skiptingu ráðuneytisins Fjármagn verði frek- ar flutt í kjördæmin SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, vill ekki útiloka hugmynd Sturlu Böðvarssonar, varaformanns fjárlaganefndar, um að skipta heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Ingibjörg Pálmadóttir heilbnigðis- ráðherra og Matthías Bjarnason, fyrrum heilbrigðisráðherra, eru mót- fallin hugmyndinni. Ingibjörg segir að verið sé að vinna að annarri hug- mynd á vegum ráðuneytisins, þ.e.a.s. að færa ákveðið fjármagn á einn stað í hvetju kjördæmi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra kvaðst mótfallin því að skipta heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti í tvö ráðuneyti. „Eg sé engan sparnað í því að reka tvö ráðu- neyti. Þvert á móti yrði hér um mik- inn kostnaðarauka að ræða og ef talað er um að skipta heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í tvö ráðu- neyti mætti með sömu rökum um kaupanda og seljanda stinga upp á því að skipta samgönguráðuneyti í tvö ráðuneyti," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að verið væri að vinna að öðrum tillögu varðandi svip- aða hugmyndafræði, þ.e. um að kaupa og selja þjónustu. „Nú er þverpólitísk og þverfagleg nefnd að vinna að hugmynd um að flytja ákveðið fjármagn heilbrigðis- og tryggingamála á einn stað í hveiju kjördæmi. Eins konar heilbrigðis- stjóm myndi svo kaupa þjónustuna af heilsugæslustöðvum, sjúkrahús- um og öidrunarþjónustu í kjördæm- inu. Með því væri verið að flytja fleiri verkefni heim í hérað. Vonandi kall- aði breytingin á hagræðingu og betri samvinnu sjúkrahúsanna og ýtti frá hreppapólitík," sagði hún. Ingibjörg sagði að nefndin hefði enn ekki skilað áliti sínu og útséð Ingibjörg Pálmadóttir Matthías Bjarnason væri um að hugmyndin kæmi fyrir vorþing. Hún tók fram að miklar lagabreytingar þyrfti til að gera hugmyndina að veruleika. Hærri stjórnsýslukostnaður Sighvatur Björgvinsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, vildi ekki útiloka hugmyndina. „Eftir sem áður hefðu sjúklingar hins vegar engan fagleg- an fulltrúa til að gæta hagsmuna sinna. Sjúkrasamlögin höfðu ákveðið eftirlit með því að sjúklingurinn fengi þjónustu við hæfi og sem greitt hafði verið fyrir. Mér sýnist svo að Bretar hafi farið ágæta leið með því að gera heimilislækni viðkomandi sjúklings að nokkurs konar fulltrúa hans í kerfinu. Honum er uppálagt að fylgjast með því hvaða þjónustu sjúklingurinn fær og sér um að greiðsla komi fyrir sérfræðihjálp. Sami tilgangur var með tilvísana- kerfínu," sagði Sighvatur og lagði áherslu á að nú fylgdist enginn með því hvaða þjónustu sjúklingur fengi og hvort hún væri fullnægjandi. Sighvatur sagði að gallinn við tvískiptingu ráðuneytisins fælist væntanlega í eitthvað hærri stjórn- sýslukostnaði. „Kosturinn er að ann- ars vegar yrði um að ræða ráðu- neyti heilbrigðis- mála, sem fýlgdist með heilbrigðis- kerfinu og sæi til þess að veitt yrði besta þjónusta sem hægt væri að veita á hveijum tíma, og hins veg- ar væri fulltrúi þess sem greiðir, Sighvatur þ.e.a.s. trygg- Björgvinsson ingakerfisins sem greiðir flesta þessa reikninga. Þannig væri skorið á tengsl þessara tveggja aðila, þ.e.a.s. þeirra sem gera kröfurnar og þess sem borgar, og í því fælust ýmsir kostir." Ástæðulaus fjölgun Matthías Bjamason, sem var heil- brigðisráðherra á árinum 1974 til 1978 og 1983 til 1985, sagði að sér fyndist fráleitt að skipta heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu í tvennt enda sæi hann enga ástæðu til að fjölga ráðuneytunum. Lengst af hefði verið stefna Sjálfstæðisflokks- ins að fækka ráðuneytum fremur en fjölga. „Ef menn eru að tala um að spara er lítið gagn í því að hafa í gangi tvö ráðuneyti. Ég get heldur ekki skilið hvaða sáluhjálparatriði er að færa tryggingamálin í annað ráðuneyti enda er allt greitt úr sama kjarnanum, ríkissjóði, hvort sem er,“ sagði hann. „Og svo örlaði á því að draga ætti úr lífeyristryggg- ingum og það finnst mér vera eitt það alósanngjarnasta sem mönnum getur komið til hugar.“ Hann tók fram að hann hefði frekar viljað sjá tillögu um að ráðu- neytunum yrði fækkað en þeim fjölgað. Morgunblaðið/Júlíus Vestur- landsvegur breikkaður FRAMKVÆMDIR við breikkun Vesturlandsvegar frá Höfða- bakka og vestur yfir Elliðaárbrú eru hafnar og á verkinu að Ijúka fyrir 1. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að núverandi vegur verði notaður fyrir akstur í austur en umferð í vestur verði á nýjum vegi, sem byggður verð- ur norðan við núverandi veg og á nýrri brú sem verður við hlið núverandi brúar. Dapurleg blaðamennska ÞAÐ KEMUR að vísu afar sjaldan fyrir að fjölmiðlafólk bregðist trún- aði við viðmælendur sína. Þó henti það undirritaðan eitt sinn að birt var við hann viðtal, sem aldrei hafði verið tekið. Aðspurður sagði blaða- maðurinn að hann hefði birt viðtalið ótekið af því honum tókst ekki að ná í mig! Ummælin sem eftir mér voru höfð hafði hann eftir ljósmynd- ara, sem kvaðst hafa heyrt mig fara með þau inn á gangi í Landsbankan- um. Þriðjudaginn 20. janúar gekk mik- ið á í Landsbankanum. Pjölmiðlar sóttu mjög á um fréttir af vaxta- breytingum. M.a. ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Hleypti ég honum í gegn, af því aðallega sem ég hafði aldrei við manninn talað. Ég á það að vísu ekki eftir, svo það er frá. Ritstjórinn spurði hvort Lands- bankinn myndi breyta vöxtum að því sinni. Og kvað ég nei við. Bank- inn teldi sig ekki hafa framið afglöp með hækkuninni 1. febrúar og vildi ekki játa neitt slíkt á sig, enda væru tök á vaxtabreytingum á 10 daga fresti. Ég kvað óðagot á mönnum í þeim efnum vera með ólíkindum og væri líkast því sem þeir hefðu étið „óðsmannsskít", sem var algengt orðatiltæki í minni sveit um fólk sem anaði áfram með gassagangi. Að öðru leyti margtók ég fram að ég vildi ekkert láta eftir mér hafa en lét vaða nokkuð á súðum í viðtalinu. Mig minnir að ritstjórinn hafi þrítek- ið að það væri allt okkar í milli eða „off the record“, eins og blaðamönn- um er tamt að segja. Morguninn eftir var .þetta viðtal forsíðufrétt í Alþýðublaðinu, meira og minna úr lagi fært. Sérstaklega hafði óðsmannsskíturinn farið öfugt ofan í ritstjórann svo úr varð tóm vitleysa. M.a.s. íslandsbanki við það bendlaður á miður smekklegan hátt. Nú væri ég ekki að eltast við þennan ritstjóravesling nema af því sem Ríkissjónvarpið lét sér sæma að taka upp ambögur ritstjórans sl. föstudagskvöld og smíðaði að vissu leyti nýtt axarskaft úr vitleysunni. Engum getum skal að því leitt hvað að baki hefur búið þessu smekklega hugarflugi Sjónvarpsins, en visast renna fleiri fjölmiðlar í slóðina „il- bleikir með strengdan kvið“. En við ritstjóra Alþýðublaðsins er ekki hættandi á að eiga frekari orða- stað. Hann myndi vafalaust mis- skilja mig ef ég segði að honum væri sæmst að éta sinn eigin þrekk og halda að ég væri að vísa honum á eitthvert hnossgæti. Og Sjónvarpið myndi undireins biðja um mynd af krásinni til birtingar. Sverrir Hermannsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.