Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 37 MINNINGAR + Bjarney Holm Sigurgarðsdótt- ir fæddist á Ey- steinseyri við Tálknafjörð 12. ág- úst 1908 og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Hún lést á Kumbaravogi 29. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vikt- oría Bjarnadóttir og Sigurgarður Sturluson. Hinn 12. júní 1933 giftist hún Tryggva Salomonssyni, f. 21.8. 1898, d. 23.9. 1976. Börn þeirra eru: Sigrún, f. 4.2. 1934; Magn- ús Örn, f. 13.2. 1936; Lára, f. 21.10. 1942; Hrafnkell, f. 16.1. 1951. Áður átti hún eina dótt- ur, Ásdísi Maríu Sigurðardótt- ur, f. 26.11. 1928, d. 12.7. 1995. Útför Bjarneyjar fór fram frá Fossvogskapellu 8. janúar. FÆÐINGARSTAÐUR og æsku- heimili mömmu minnar á Eysteins- eyri við Tálknafjörð voru henni ætíð hugljúf. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi hjá ástkærum foreldrum sínum, Viktoríu Bjarna- dóttur og Sigurgarði Sturlusyni, og móðurforeldrum í hinum sterka og hlýja vestfirska anda liðinna ára. Mamma minntist oft æskuáranna með þros á vör og sagði okkur börnunum sín- um frá lífi, gleði og ástúð íjölskyldunnar. Mamma kynntist föður okkar, Tryggva Salomonssyni, á Korp- úlfsstöðum þar sem þau voru starfsfólk. Eftir að þau gengu í hjónaband bjuggu þau á Korpúlfsstöðum til 1937, er þau fluttust að Sunnuhvoli við Há- teigsveg í Reykjavík og hófu þar búskap. Styrkur hennar, trú, ást og gleði, sem hún ætíð bar með sér, átti rætur fyrir vestan, og það var hennar dýrmætasta gjöf til okk- ar barnanna og veganesti. Við höf- um ætíð haft í huga hvort mömmu líkaði háttalag, framkoma og gerð- ir okkar. Eins hefur viðkvæðið ver- ið: „Þetta er uppáhaldsliturinn hennar mömmu,“ eða hlutur sem henni myndi líka við. Einnig gæti það verið heilræði hennar, sem koma í huga og auðvitað er aldrei neinn matur eins góður og hjá mömmu, eða pönnukökurnar og kleinurnar. Við systkinin áttum yndisleg æskuár í foreldrahúsum, en þau voru flest á Sunnuhvoli, þar sem pabbi var með búskap til ársins 1956 og starfaði hann jafnframt því sem fangavörður í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg. Seinna, er við vorum uppkomin og flutt að heiman, áttum við alltaf hlýjan samastað hjá mömmu og pabba, og við systurnar, báðar bú- settar í Bandaríkjunum, settumst stundum að sumarlangt með dætur okkar litlar. Á seinni árum hef ég oft hugsað til þess hvað mamma og pabbi voru þolinmóð þegar þess- ar heimsóknir stóðu yfir. En allt var gert fyrir okkur og við fundum að við vorum öll velkomin og okkur var tekið opnum örmum. Eftir að ég fluttist úr landi, hélt mamma nánu sambandi við vinkon- ur og vini mína, sem heimsóttu mömmu og pabba oft og héldu vin- skap öll árin. Mamma hafði svo sérstaka eiginleika hlýju, gleði og klmni til að blanda geði við sér yngra fólk. Mamma kvaddi okkur á fögrum vetrardegi, 29. desember 1995, skömmu eftir sólarlag. Ég veit að ég tala einnig fyrir hönd Sigrúnar, Bóa og Hrafnkels, systkina minna, þegar ég kveð þig, elsku mamma mín, með þessum vísum, sem pabbi þinn kvað, um sólaruppkomuna og bjartsýnina: Sólin blessuð ljóma ljær, líf hún öllu gefur. Ávalit mér það unað fær, allt í skrauti vefur. Vor í huga vermir önd, vertu glöð í hjarta. Við skulum haldast hönd í hönd og horfa á veginn bjarta. (Sigurgarður Sturluson.) Við elskum þig ætíð. Guð blessi minningu þína. Þín dóttir, Lára. BJARNEY HOLM SIG URGARÐSDÓTTIR l I I < < < JÓN GUÐMUNDSSON + Jón Kristján Guðmundsson fæddist 31. október 1906 í Þórunnarseli í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. febrúar sl. og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 19. febrúar. LÁTINN er á Akureyri föðurbróðir minn, Jón Guðmundsson forstjóri, er um langa hríð sá um umboð og rekstur margra stórra fyrirtækja, svo sem Sjóvár, Happdrættis Há- skóla íslands og Vélbátatrygginga Eyjafjarðar. Jón var fæddur í Þórunnarseli í Kelduhverfi, annar í röðinni af þrem systkinum, elstur var faðir minn Árni, yngst Sigurveig sem lifir bræður sína og býr á Akureyri. Þannig háttaði til að fjölskyldur bræðranna, svo og föðurforeldrar mínir og Sigurveig bjuggu hlið við hlið á Bjarmastíg 9 og 11, var því samgangur mikill milli heimilanna. Höfðum við systkinin mikla ánægju og gleði af sambýlinu við okkar nánustu sem ævinlega gáfu okkur góð ráð er voru vel þegin. Þótt við værum kannski ekki alltaf nógu ráðþægin, síaðist ýmislegt inn er við höfum búið að og nýtt okkur síðan. Sem smástelpa notfærði ég mér oft að heimsækja Jón og Veigu á skrifstofu hans í Skipagötu til að fá að leika mér á gömlu Reming- ton-ritvélina. Þar gat ég setið tím- unum saman án þess að nokkuð væri amast við mér. Þegar ég var búin að fá nóg af pikkinu labbaði ég út með fínu hvítu vélrituðu blöð- in mín og þóttist hafa lokið góðu dagsverki, en lét þau jafnframt vita að ég kæmi fljótt aftur. „Vertu velkomin sögðu þau.“ Hinn 8. apríl 1949 urðu mikil straumhvörf í lífi þeirra Jóns og Sigurlínu konu hans því þá fædd- ist einkadóttir þeirra, Svava Ásta, sólargeislinn í lífi þeirra. Skömmu áður höfðu þau flutt í nýtt hús í Þórunnarstræti 120, þar bjuggu þau æ síðan. Svava Ásta býr á Akureyri ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Steinþórssyni viðskipta- fræðingi, og tveim börnum þeirra, Elínu Dögg og Jóni Orra, Árið 1954 flutti fjölskylda mín suður yfir heiðar til Reykjavíkur, fækkaði þá að sjálfsögðu samveru- stundunum, en gott var að koma í heimsókn og rifja upp gamlar minningar. Jón var einstaklega víðlesinn og fróður um menn og málefni. Vísur og kvæði kunni hann um flestar sögur sem hann sagði okkur er unun var á að hlýða, hætt er við að eitthvað af þessu lendi í glat- kistunni nú þegar Jón er genginn. Síðasta sumar er við hjónin vor- um á ferð norður á Akureyri heim- sóttum við frænda minn sem endranær. Ekki brást það að hann hafði ýmislegt að fræða okkur um, en sagðist lítið hafa fyrir stafni annað en að bregða sér á golfvöll- inn. Þangað fór hann með Jóni Orra dóttursyni sínum sem hann hafði verið óþreytandi við að kenna íþrótt sína undanfarin ár. Hann sagði þá með miklu stolti í rödd- inni: „Strákurinn er bara orðinn ansi sleipur á vellinum." Nú þegar við kveðjum Jón þökk- um við Tómas Agnar og börn okk- ar allt, sem hann og Lína kona hans voru okkur. Guð blessi Svövu Ástu, hennar fjölskyldu og Veigu frænku mína sem sjá á bak þessum góða föður og bróður. Þórunn Árnadóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HAFSTEINN VALDIMARSSON frá Rúfeyjum, Breiðafirði, síðar Hnúki, Dalasýslu, til heimilis íMávahlíð 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Gigtarfélag islands. Kristfn Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Sigurður Óli Gunnarsson, Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir, Pétur Gunnarsson, Helga Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Valdimar Gunnarsson, Guðríður Linda Karlsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, ELÍNAR ÓLADÓTTUR, Hnífsdalsvegi 10, ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks íshúsfé- lags Isfirðinga og Sjúkrahúss ísafjarðar fyrir einstakan hlýhug og vinsemd. Jens Markússon, Halldóra Jensdóttir, Jóhann Marinósson, Guðmunda Jensdóttir, Halldór Halldórsson, Ásgerður Jensdóttir, Guðmundur Jónsson og barnabörn. MARGRÉT HÖSKULDSDÓTTIR + Margrét Höskuldsdótir fæddist að Löndum í Stöðv- arfirði 11. september 1906. Hún lést 3. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Berunes- kirkju á Berufjarðarströnd 10. febrúar. FYRST ég fékk ekki tækifæri til að kveðja þig á lífi, þá langar mig til að gera það á þennan hátt. Þótt þú hafir verið ömmusystir mín varstu mér og systkinum mín- um, alltaf sem hin besta amma. Þar sem Alla amma átti heima í Reykjavík en þú á Krossi var ekki nema eðlilegt að ég kynntist þér betur og ég kem til með að búa lengi að þeim kynnum. En þótt þú værir mér góð gerði ég því miður of lítið af því að heimsækja þig. Ég keyrði framhjá Krossi daginn fyrir andlát þitt, á leið minni frá Djúpavogi til Breiðdalsvíkur, ásamt Hillu systur og hugsaði með mér að við ættum að kíkja inn í kaffi, það gæti farið svo að við fengjum ekki annað tækifæri til þess, en ekkert varð úr því eins og svo alltof oft áður. Það er auð- velt að vera vitur eftir á. Ég man þegar ég var í bama- skóla, þá var sérstakur jólaföndur- dagur fyrir jólin. Það var fastur punktur á þessum degi að búa til aðventukrans til að færa þér og oft gerðum við systur þetta sam- an. Þegar við færðum þér kransinn og þú þakkaðir fyrir, leið mér eins og þetta væri sú fallegasta gjöf sem þú hefðir fengið, þó að krans- inn bæri jafnan auðsæjan vott af því að vera handverk barna. En þú kunnir að láta barni líða vel í návist þinni og þegar ég kom að Krossi þegar ég var lítil, var fólk oftar en ekki að ræða um landsins gagn og nauðsynjar, nokkuð sem lítill krakki hafði ekki mikinn áhuga á. Þá hafðir þú alltaf tíma til að spjalla við mig um það sem ég kunni skil á. Það vantaði ekki húmorinn í þig og tilsvörin voru með ólíkindum. Nú síðustu árin áttir þú, ásamt fjöldanum öllum af öðru fólki, við það vandamál að stríða að þekkja okkur Hillu systur ekki í sundur. Þá sagðir þú mér að ég skyldi allt- af lyfta þremur fingrum þegar ég sæi þig. Og svo sagðir þú: „Nú, ef þú lyftir þeim ekki, þá ert þú gara greinilega ekki þú.“ Seinna kom Hilla til þín en ég var ekki með, þá varst þú alveg viss um að hún væri ég, svo þú spurðir hana af hveiju hún lyfti ekki fingr- unum. Og þegar þú uppgötvaðir eigin vitleysu þá hlóstu ósköpin öll. Já, við sem þekktum þig, erum öll búin að missa mikið en ég þyk- ist vita að þú hefur ekki yfirgefið okkur að fullu. Og nú ertu búin að hitta hann Albert þinn aftur eftir 13 ára langan aðskilnað, það hljóta að hafa verið miklir fagnað- arfundir. En ég vil ljúka þessu með því að þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú hefur gefið mér, bæði huglægt og hlutlægt. Hvíldu í friði og megi Guð blessa minn- ingu þína. Ragmheiður Arna Höskuldsdóttir. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS INGVARSSONAR skipstjóra frá Ekru, Neskaupstað. Margrét Sigurjónsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Sigþór Sigurjónsson, Benedikt Sigurjónsson, Friðrik Pétur Sigurjónsson, Hjálmar Sigurjónsson, Anna M. Sigurjónsdóttir, Ragnar Ingólfsson, Jón Lundberg, Valgerður Franklin, Sigrún Guðmundsdóttir, Jóna Katrfn Aradóttir, Taina Otsamo, Wendelin Suuring, Ove Búlow Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS H.M. ÓLAFSSONAR, Bústaðavegi 75. Theodóra Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson Hálfdanarson, Ásta Hulda Kristinsdóttir, Ögmundur Kristinsson, Áslaug Adda Sigurðardóttir, Smári Jónsson, Helga Hanna Sigurðardóttir, Ægir Steinn Sveinþórsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.