Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FORSETAFRAMBOÐ OG FORSETAEMBÆTTI NÝR forseti íslands verður kjörinn í lok júní í sumar. Verði einungis einn í fram- boði þarf auðvitað ekki að kjósa og er hann þá rétt kjörinn forseti, án atkvæða- greiðslu. Það er viður- hlutaminnst. Verði fleiri en einn í fram- boði þarf að kjósa og því fleiri sem fram- bjóðendur verða, því færri atkvæði þarf til að verða kjörinn for- seti, með því að ein- faldur meirihluti ræð- ■jyr úrslitum. Þótt rúmur tími sé til stefnu hafa fjölmiðlar um nokkurt skeið keppst við að nefna til framboðsins hitt og þetta fólk, nýtt og nýtt nafn nánast daglega, líkt og nefnd- ur var til sögunnar fugl dagsins hér í eina tíð á eftir fréttum nkisút- varpsins og galaði eða tísti. Óvand- aðar skoðanakannanir hafa verið gerðar, viðtöl tekin og myndir birt- ar. Sumir hafa nefnt sig sjálfir, aðrir nefnt sig og hætt svo að nefna sig. Enn aðrir eru ekki nefndir. Þeir sem tilnefndir hafa verið í ijölmiðlum og ekki hafa nefnt sig sjálfir (nema þá kannske í laumi), hafa sumir aðsþurðir ýmist aftekið með öllu að þeir gefi kost á sér, hyggist gefa kost á sér eða hafi nokkurn tímann látið sér það til hugar koma. Sumir þeirra hafa þó eðli máls samkvæmt velt vöngum, slegið úr og í, lýst ánægju með sinn hlut, en sagst þurfa að hugsa málið. Mannfjöldi nokkur liggur því undir feldi og íhugar málið, enda ósköp eðlilegt, þar sem um er að tefla sjálft forsetaemb- ættið. Einn er reyndar þegar kom- inn undan feldinum þegar þetta er skrifað og hefur lýst yfir fram- boði. En umræða fjölmiðlanna virðist hins vegar fyrst og fremst snúast um framboð til forseta - eða frem- ur hugsanlega frambjóðendur til emb'ættisins. Ekki um embættið sjálft, sem þó er forsenda kosn- ingarinnar. Af þeim sökum er vel þess virði að staldra við og hug- leiða emb’ættið um stund, þótt ekki verði nema til að vekja fá- einar sálir til um- hugsunar um það. Hin formlega umgjörð Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar, fara Alþingi og forseti saman með löggjafar- valdið, forseti og önn- ur stjórnvöld samkvæmt stjórnar- skrá ~og öðrum landslögum með framkvæmdarvaldið og dómendur með dómsvaldið. Forseti íslands er þjóðkjörinn í beinum leynilegum kosningum af þeim sem hafa at- kvæðisrétt til Alþingis. Hann er eini embættismaður ríkisins sem er kjörinn beint af þjóðinni. Hann er þjóðhöfðingi íslenska ríkisins og um leið æðsti embættismaður þess. Staða hans og helstu störf eru ákveðin í stjórnarskránni og emb- ættið nýtur því verndar stjórnar- skrárinnar, sem merkir að því verð- ur hvorki breytt né Iagt niður með almennri lagasetningu á Alþingi; stjómarskrárbreyting verður þar að koma til. Þingræðið er grund- völlur íslenskrar stjórnskipunar og hið formlega hlutverk forseta í stjórnkerfínu, aðild hans að stjórn- arframkvæmdum, liggur nokkuð ljóst fyrir. Skiptar skoðanir geta hins vegar verið um einstaka þætti forsetaembættisins og embættið í heild. Vald forseta til að knýja fram þjóðaratkvæði er til dæmis umdeilt, en forsetinn hefur hingað til aldrei beitt þessu valdi, sem vissulega gefur ákveðna vísbend- ingu um hvernig beri að túlka það. Spyija má einnig hvort beri að leggja embættið niður í þeirri mynd sem það er nú. Slík spurning á fullan rétt á sér og er alveg óvið- Umræða fjölmiðla vegna væntanlegra forseta- kosninga virðist fyrst og fremst snúast um fram- boð til forseta - eða frem- ur hugsanlega frambjóð- endur til embættisins, skrifar Þórður Kristins- son og vill staldra við og hugleiða embættið sjálft um stund. komandi þeirri persónu sem emb- ættinu gegnir hvetju sinni. Breyting? Þannig má velta því fyrir sér hvort unnt sé að einfalda málið, til dæmis með því að sameina stöðu forseta forsætisráðherraembætt- inu og láta Alþingi kjósa hvort- tveggja líkt og gert er í Sviss? Það yrði í senn einfaldara og kostnað- arminna. Eða fela forseta Alþingis embættið? Eða ber að efla vald forseta, skilja að löggjafarvald og framkvæmdavald og fela forseta beint framkvæmdavaldið líkt og í Bandaríkjunum? Fella niður fyrir- komulag þingræðisstjórnar? Um þetta efni eru mikil fræði og mætti rita langt mál. En hvað sem því líður, verður að gæta þess sérstak- lega að slíkar breytingar eru hvorki auðveldar, né einfaldar. Forseta- embættið sem sett var á laggirnar 1944 er sniðið eftir því konung- dæmi sem þróast hafði í íslenskum málum allt frá 1874. Konungdæm- ið var danskt, en mótað eftir hug- myndum manna um stjórnskipan í Vestur-Evrópu og Bretlandi á nítjándu öld og fram til lýðveldis- stofnunarinnar. Og það hefur síðan þróast og mótast við sérstakar aðstæður hérlendis í hálfa öld, sem ekki eru í einu og öllu hliðstæðar þróun í öðrum löndum. Gæta verð- ur að því í þessu efni, að breyting á einum hluta heildarinnar krefst vandlegrar skoðunar á öllum þeim þáttum sem heildina mynda. Breyting á forsetaembættinu myndi þannig í reynd kreíjast heildarendurskoðunar alls stjórn- arfyrirkomulagsins. Embætti forseta á sér sögu og það hefur þróast og mótast. Nær- tækt er því að hugleiða embættið eins og það er og hugleiða hvert hið raunverulega hlutverk eða verkefni þess er, að forminu slepptu. Sameiningartákn Þjóðhöfðingjar njóta almennt virðingar og réttinda samkvæmt reglum þjóðarréttar. Þjóðhöfðingi í lýðfijálsu ríki nú á dögum er fyrst og fremst eins konar tákn, sameiningartákn þjóðarinnar eða ríkisins. Þetta birtist til dæmis í því að honum eru sýnd ýmis virð- ingarmerki. Hvað forseta íslands varðar, þá ber hann sérstakt emb- ættisheiti, forseti íslands, hefur sérstakan fána og sérstakt merki. Forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar, er gestgjafi erlendra þjóðhöfðingja, fulltrúi þjóðarinnar. 011 þessi virðingarmerki sýna, að forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn tignarstaða. Ef við gefum okkur - sem virð- ist reyndar sjálfgefíð - að forseta- embættið sé fyrst og fremst tákn- ræn tignarstaða, sameiningartákn þjóðarinnar, hvað merkir það þá nákvæmlega? Hvað er samein- ingartákn þjóðarinnar? Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Það felst í orðinu sjálfu, sameiningar- tákn, að um er að ræða eitthvað sem við íslendingar teljum að tákni eitthvað sem við eigum öll sameig- inlega, eitthvað sem sameinar okk- ur öll. Tákn um hvaða sameiningu? Hvað eiga íslendingar sameigin- legt, hvað sameinar þá? íslending- Þórður Kristinsson 0 FJÖLBRAUTASKOUNN VIÐ ARMULA SAMBAND ÍSLENSKRA BANKAMANNA ann - undirbúningur og aðlögun Samband íslenskra bankamanna og Bankamannaskólinn bjóða upp á 12 daga námskeið um efri árin í samvinnu við Fjölbrautaskólann við Ármúla 4.-28. mars næstkomandi. Fjallaö verður um margvísleg mál, sem fólk veltir fyrir sér þegar það nálgast eftirlauna- aldur, svo sem ýmsa félagslega þætti, tómstundir, menntamál, heilbrigðisfræði, hollt og gott mataræði, sjúkdóma og varnir við þeim, áhrif og aukaverkanir lyfja, hreyfingu og þjálfun, lífeyrismál og réttindi, tannhirðu, skyndihjálp, slysagildrur á heimilum og meiðsl aðldraðra, skattamál, fjármál og húsnæðismál. Áhersla er lögð á lifandi og skýra kennslu og virka þátttöku þeirra, sem námskeiðið sækja. Hver þátttakandi fær í hendur möppu með ýmsum gagnlegum upplýsingum, þar sem fram kemur hvar ítarefnis er að leita. Námskeiðið er 48 kennslustundir og kennt verður á mánudögum og þriðjudögum í Bankamannaskólanum kl. 17-20, en á fimmtudögum kl. 18-21. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum SÍB, 55 ára og eldri, ásamt mökum, en hámarks- fjöldi er 30. Athugið að sérstaklega er mælt með að hjón komi saman á námskeiðið. SÍB og Bankamannaskólinn greiða kostnað, en hver þátttakandi greiðir þó 1.000 kr. f fyrsta tíma. Að námskeiði loknu, 28. mars, verður boðið upp á léttar veitingar. Skráning fer fram í Bankamannaskólanum f síma 552-5902 og henni lýkur 28. febrúar. Svava Þorkelsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Herdís Storgaard, h|úkrunarfræðlngur. Ingibjörg Stefánsdóttir, fræðslufulltrúi. Elín Vilhelmsdóttir, sálfræðikennari. Halldóra u^ijynanM, sálfr.- og námsráðgjafi. Brynhildur Briem, næringarfræðlngur. Bogi Ingimarsson, llffræðingur. Erna jóhannsdóttir, vlðsklptafræðingur. Kristrun Sigurðardóttir, tannfræðingur. Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur. Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari. ar eiga sameiginlegt land, eru ein þjóð, búa við sameiginlegt lög- bundið stjórnskipulag og stjórnar- farslegt sjálfstæði, tala eina sam- eiginlega tungu, eiga sér sameigin- lega menningu og sögu. Land, þjóð, sjálfstæði, tunga, menning, saga. Telja verður að hið stjórnar- farslega sjálfstæði skipti hér miklu máli, með því að embætti forseta er skýrasta táknið um það. Emb- ættið var stofnað þegar þjóðin öðl- aðist raunverulegt sjálfstæði og sjálfræði í öllum sínum málum; varð sérstakt ríki, frjálst og full- valda. Þannig virðist mega gefa sér að forsetinn, sem sameiningar- tákn þjóðarinnar og fulltrúi hennar allrar, frjálsrar og fullvalda, verður að geta skynjað og skilið, tjáð og túlkað hugmyndir þjóðarinnar um sjálfa sig, landið sitt, siðferði, sögu og menningu. Hlutverk hans og verkefni er því í senn mikilvægt og vandasamt. Og jafnframt því að skynja og skilja, tjá og túlka, þá verður hann að vera fær um að móta og leiða. Það er því vissu- lega til mikils mælst og vandi á að halda. Þjóðin Hvernig er unnt að skynja og skilja þjóð? íslensk þjóð varð til fyrir meira en ellefuhundruð árum þegar við fluttum frá Noregi. Sag- an er samfelld síðan. Þjóðin er hópur manna sem deilt hefur landi og búið saman sem ein heild um aldir, kynslóð fram af kynslóð. Hugmyndir þjóðarinnar um sjálfa sig eiga sér því djúpar rætur í sameiginlegri sögu. En sjálfs- myndin sem hver og einn dregur upp, er hins vegar aldrei og verður aldrei ein og endanleg; hún er og verður margbrotin og síbreytileg. Hana er ekki unnt að greypa í stein í eitt skipti fyrir öll. Sjálfsmynd þjóðarinnar birtist í ólíkum mynd- um í hugum okkar, allt eftir því hver afstaða okkar er til hennar eða hvernig hún horfir við okkur. Hver einstaklingur um sig hefur sína mynd, en samofnar mynda þær sjálfsmyndina, þjóðina, ósýni- legan, óáþreifanlegan lífskraft sem bindur okkur saman, þrátt fyrir sundrung okkar. Af þessum krafti vita menn aðeins þegar þeir skynja sig sem hluta af hópi fólks sem býr í sameiginlegu landi, á sér sameiginlega lífsafkomu, hugsanir og hugmyndir. Á stundum mikillar gleði og sorgar verður þessi ósýni- legi kraftur sýnilegastur. Og er það ekki einmitt vegna þess að við vitum, að við deilum sömu sögu, sama landi og sömu tungu, að þjóð- in er möguleg sem ein heild með vitund og vilja? Þjóðarvitund og þjóðarvilja? Sjálfstæði, tunga og menning Þjóðin er sjálfstæð og sjálfráð um eigin mál. Embætti forseta er skýrasta táknmynd þess. íslensk þjóð var hins vegar þjóð löngu áður en hún öðlaðist sjálfstæði og sjálfræði í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Allsheijarríki var stofnað á íslandi árið 930 með sammæli höfðingja. Síðan hefur íslenska þjóðin búið við lögskipan, þjóðveldi frá 930 til 1262, konung- dæmi frá 1262 til 1944 og lýðveldi frá 1944. Stjórnarfarslegt sjálf- stæði fékkst reyndar með fullveld- inu 1918, en fullkomið frelsi, sjálf- ræði og sjálfstæði 1944. Þjóðin barðist fyrir sjálfstæði og sjálf- ræði. Líf hennar snerist að miklu leyti um það. Hefur kannske alltaf snúist um það og mun alltaf gera það. En hvað er þetta sjálfstæði? Á hveiju er það reist? Hvar býr það? Hvernig verður það varðveitt? Fullyrða má að sjálfstæðið grundvallist fyrst og fremst á sam- eiginlegri vitund og vilja þjóðarinn- ar; vitund hennar um sjálfa sig sem eina heild og vilja hennar til að stjórna sér sjálf. Sjálfstæðið býr því í þjóðinni og hún ein getur varðveitt það. Og glutrað því nið- ur. Ekkert er sjálfgefið í þeim efn- um. Þjóðin ber þar ein ábyrgð á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.