Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ þýðir ekkert annað en að vera með réttu græjurnar við sýnatökurnar. Það sullast allt saman í þessum smokkum og engin leið fyrir þá að finna út hvað er úr hverjum ... Stjórnmálafundur Alþýðubandalagsins á Húsavík Minni fríðindi en meiraí ÁRNI Steinar Jóhannsson, annar maður á lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Norðurlandi eystra, sagði á almennum stjórnmálafundi á Húsavík á fimmtudagskvöld að hægt yrði að hækka laun á sínum vinnustað sem er Umhverfisdeild Akureyrarbæjar um 10 þúsund krónur strax um næstu mánaðamót eftir að ákvörðun yrði tekin um að leggja mötuneyti niður. Arni Steinar ræddi um launa- kerfi á Islandi og sagði að móta þyrfti nýja launastefnu alveg frá grunni. Margir væru að fá of lítið í launaumslögin en ýmiss konar hlunnindi, s.s. ódýrar máltíðir á vinnustað og ýmislegt fleira. Menn gætu sjálfsagt haldið áfram að semja á þessum nótum og endað með að fólk fengi enga peninga heldur bara bíómiða, lyftukort, svínslæri og svo framvegis eftir því sem þurfa þætti. Þetta hefði verið notað sem skiptimynt til að ná nið- ur verðbólgu, henni hefði verið náð niður með því halda launum alltof lágum. Hann nefndi einnig að skulda- byrði hjá stórum hópi ungs fólks væri meiri en hægt væri að líða. Það væri hróplega ósanngjarnt hvemig skuldir hefðu verið fluttar yfir á ungt launafólk, það sæti í skuldasúpu sem það hefði ekki stofnað til. Vandamálin eru kerfislæg „Ef við gerum ekki eitthvað rót- tækt á næstu mánuðum munum við horfa upp á gríðarlega neyð. Það hefur ekkert upp á sig að halda áfram að semja um nýja vinnuvett- linga, ódýrar máltíðir eða önnur fríðindi. Vandamálin eru kerfislæg og það þarf að skrapa innan úr pípunum," sagði Árni Steinar og nefndi að á sínum vinnustað yrði hægt að hækka laun um 10 þúsund launaumslögin Morgunblaðið/Kristján ÁRNI Steinar Jóhannsson í ræðustóli á Húsavík. krónur strax og ákvörðun yrði tek- in um að loka mötuneyti á staðn- um. Það væru mikil fríðindi að kaupa máltíð á 100 krónur sem kostaði um 700 krónur. Peningarn- ir væru til í samfélaginu, en það þyrti að stokka spilin að nýju svo fólk fengi þá í launaumslagið en ekki í öðru formi. Megum ekki venjast atvinnuleysinu Sigríður Stefánsdóttir, sem skip- aði þriðja sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar, gerði at- vinnuleysi að umtalsefni. Um síð- ustu mánaðamót hefði verið 5,9% atvinnuleysi á Norðurlandi eystra og mörgum þætti það bara gott, því árið á undan hefði það verið um 10%. „Við megum ekki venjast atvinnuleysinu og verða kærulaus gagnvart því,“ sagði hún. Fyrir um 10 árum hefði atvinnuleysi mælst um 1,2% á landsvísu. Sigríður sagðist harma mjög ef flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga sigldi í strand, en tíminn væri að verða ansi naumur. Ánægjulegt væri þó að tortryggni hefði verið eytt milli sveitar- stjórnarmanna og kennara, sem staðið hefðu vel saman m.a. varð- andi kröfugerð á hendur ríkinu. Hryðjuverkatækni gegn verkalýðshreyfingunni Svavar Gestsson alþingismaður sagði að frá því fyrri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum hefði að sínu mati verið lögð áhersla á fjóra þætti. Fyrirtækjun- um allt, virtist í fyrsta lagi hafa verið einkunnarorð, þá nefndi hann Evrópumál, sem allt áttu að leysa. Hryðjuverkatækni gegn verkalýðs- hreyfingunni væri eitt einkennið, henni væri hótað öllu illu í fyrstu, en svo hætt við áformin. Loks nefndi hann atvinnuleysið, sem fólk virtist núorðið sætta sig við. Það væri ekkert annað en vantraust á ríkisstjórnina að um 60% ungs fólks, 17 til 30 ára, vildu helstflytja úr landi byðist því starf annars staðar. Svavar sagði, að Alþýðubanda- lagið myndi í næstu viku krefja stjórnvöld um skýrslu um lífskjara- mun á íslandi og í nágrannalöndun- um. Hann taldi að á næstu 4-6 árum ættu menn að setja sér það markmið að ná svipuðum dag- vinnutöxtum og væru í nágranna- löndum. Sjávarútvegsmál komu til um- ræðu og sagði Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður að ef ein- hveiju ætti að breyta á þeim vett- vangi þyrfti að skipta um sjávarút- vegsráðherra. Með því ætti hann ekki við Þorstein Pálsson heldur Kristján Ragnarsson, formann Landssambands íslenskra útvegs- manna. Hann sagði sambandið gjörsamlega hafa vanrækt að líta eftir sínum smæstu félögum, þeim sem reru á minnstu bátunum. Óhefðbundin krabbameinsmeðferð Innsýn í líf sjúklinga Doktorsritgerð Auðnu byggist á rannsókn sem hún stóð fyrir í Bandaríkjunum þar sem hún með viðtölum kannaði hvern- ig krabbameinssjúklingar upplifðu óhefðbundna með- ferð en rannsóknir í Banda- ríkjunum hafa sýnt að milli 10 og 15 prósent krabba- meinssjúkra leita eftir ýmiss konar óhefðbundnum með- ferðarleiðum auk hefðbund- inna aðferða. Auðna kynnti niðurstöður sínar hér á landi í janúar og ætlar að kynna þær enn frekar á næstu miss- erum. Hún er og með í bígerð að setja í gang rannsókn af sama tagi sem mun byggjast á samtölum við íslenska krabbameinssjúklinga. „Rannsóknirnar eru það sem við köllum „eigindlegar", sem er þýðing á „Qualitative" og segir það m.a. að unnið er með texta en ekki tölur. valdi tíu viðmælendur Dr.Auðna Ágústsdóttir Eg úr hópi sjálfboðaliða sem svöruðu auglýs- ingu frá mér. Ég tók ítarleg við- töl við þessa tíu einstaklinga, tók samtölin upp á segulband og vann síðan úr þeim. Þessir einstaklingar voru mis- veikir og höfðu einnig átt mislengi í baráttu við krabbamein. Einn átti til dæmis að baki 17 ára þrot- lausa baráttu á meðan annar hafði greinst aðeins 3 mánuðum áður. Þetta fólk var ýmist í óhefðbund- inni meðferð samhliða hefðbund- inni eða að hefðbundna meðferðin hafði virkað illa og fólkið var horf- ið frá henni. Hvernig svo sem komið var fyr- ir fólkinu átti það allt sameigin- lega sannfæringuna um að með óhefðbundnu meðferðinni væri það að taka ábyrgð og gera eitt- hvað sérstakt fyrir sig. Síðan fann ég feril í reynslu þessa fólks sem einnig var sameiginlegur þótt breytilegur væri frá einum við- mælanda til annars. Ferlinum gat ég skipt upp í fjóra hluta, en hann minnti á sporbraut eða hring- stiga.“ Hvernig erþessi fjórhliða flokkun? „Fyrsta stigið er þegar fólk er að gera sér grein fyrir sjúkdómn- um. Að fá vitneskju um krabba- mein í líkamanum hefur ákveðna sameiginlega merkingu . Sú merk- ing kemur frá öðru fólki og teng- ist dauða og þjáningu. Smám sam- an kemst fólk síðan yfir þetta fyrsta áfall og við tekur önnur merking sem upprunin er innra með hverjum og einum. Það er viðráðanlegri merking og þjakar fólk ekki eins mikið. Annað stigið einkennist af því að fólk vill gera eitthvað meira fyrir sig en að leita hefðbundinna leiða. Það verður sér úti um mikið magn af upplýsingum. Vinir og ættingjar leggja sitthvap til og margt er til á prenti. Úr þessu öllu þurfa sjúklingarnir að vinna. Ótti og ringulreið --------------- fylgir þessu stigi, undir niðri ótti við sjúkdóminn og dauð- ann. ___________ Þá komum við að þriðja stiginu. Fólk velur sér eitt- hvað eftir allt sem á undan er gengið. Ákvörðun er tekin bæði frá vitrænum og tilfinningalegum forsendum. Sjúklingarnir mínir úti töluðu allir um þetta skeið sem „making sense" sem gæti útlagst þannig að þeir hafi loks fundið skiljanlega og skynsamlega óhefð- bundna meðferðarleið. Fjórða atriðið kemur þegar búið er að velja leið og fólk helgar sig ► Auðna Ágústsdóttir er fædd í Reykjavík 18. júlí 1957. Hún útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur frá HÍ árið 1983 og vann síðan á kvennadeild Land- spítalans í fimm ár. Tók sig þá upp og fluttist til Birmingham í Alabama þar sem hún fór í framhaldsnám við háskólann í Birmingham. Þar útskrifaðist hún með mastersgráðu sem „klínískur sérfræðingur" í hjúkrun krabbameinssjúklinga. Að þeirri törn lokinni fékk hún námsstyrk við skólann og fór í doktorsnám. Útskrifaðist síðan sem doktor í hjúkrunarfræðum vorið 1995. Þá kom hún heim og hefur síðan starfað við Sjúkrahús Reykjavíkur auk þess sem hún er í hálfu starfi sem lektor við Háskóla íslands. henni algerlega. Þegar hér er komið sögu eru sjúklingarnir bún- ir að átta sig á því að líkami og sál eru óaðskiljanlegir hlutir og hugmyndafræðin beinist að því, fólk tekur mið af lífi sínu í heild." Hvaða óhefðbundnu aðferðir er hér um að ræða? „Það er svo margt. Það er allt frá því að fólk taki aukna skammta af vítamínum og bæti- efnum og upp í að fara í sérstök böð, nota stólpípur, stunda hug- leiðslu og bænir, leita til heilara og sálfræðinga, skipta yfir í makróbíótískt fæði eða taka inn sérstök ensím. Þannig mætti áfram telja“ Hvernig mun íslenska rannsóknin fara fram og hvaða gagn geta menn haft af þessu? „Ég er þegar búin að fá nokkra viðmælendur og miða væntanlega við tíu hér eins og úti, þótt ég tali eflaust við mun fleiri. Én fyrst mun ég óska eftir rannsóknarleyfi og þegar það er fengið mun ég taka samtölin upp á spólu, gæta ---------- nafnleyndar, og vél- rita síðan viðtölin upp. Gagnið sem af __ þessu má hafa er að það veitist innsýn í krabbameinssjúklinga og 10-15% leita eftir óhefðbund- inni meðferð heim annarra sem leita á vit óhefðbund- inna aðferða. Hvað gerir þetta? Er þetta gott eða vont? Gefur það fólki tálvonir? Við getum byggt upp spurningar og fengið svör sem sprottin eru úr raunveruleika þeirra sem næst erfiðleikunum standa. I stuttu máli veitist okkur aðgangur að lífi sjúklinga og þannig getum við betur rétt fram hjálparhönd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.