Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐMUNDUR Sighvatsson segist oft hafa velt því fyrir sér hvort úrræðaleysi í skólamálum sé ekki dýrara þegar upp er staðið en mörg úrræði. Sviorúm skortir i skoakerf o Höfuðvandamál íslenska grunnskólakerfísins og rótin að því sem skilgreint hefur verið agavandamál er sú, að mati Guðmundar Sighvatssonar, skólastjóra Austurbæjarskóla, að stórum hluta nemenda leiðist og líður illa í skólanum. í samtali við Hildi Frið- riksdóttur segir hann að hver skóli eigi mörg úrræði en tækifæri og skilning yfírvalda skorti til þess að nota þau. Hluti af lausninni byggist á auknu kennslu- og fjármagni. GUÐMUNDUR Sighvats- son, skólastjóri Austur- bæjarskóla, segir að full- orðnir geti hæglega sett sig í spor þessara nem- enda með því að líta í eigin barm. „Ráði þeir sig á vinnustað þar sem þeim líður illa segja þeir upp. Ef slíkt hvarflar að nemanda er hann sendur til sálfræðings. Vel gefínn nemandi, sem þarf stöðugt að bíða eftir hinum, vinnur ekki eins og honum er eðlilegt. Hann er löngu búinn með verkefnið, farinn að krota á blaðið eða gera eitthvað allt ann- að. Hann er jafnvel að velta því fyrir sér hvernig hann geti náð sér niður á kerfinu. Þetta er hættuleg þróun,“ segir Guðmundur Hann er þó á því að ekki sé gott að hverfa aftur til þess tíma þegar nemendur voru flokkaðir eftir getu. Nú er staðan þannig að þeir getu- minni eru teknir út úr tíma en þeim getumeiri er ekki sinnt sem skyldi. „Þeir sem eru snöggir að vinna fá annað sams konar verkefni og af því að þeir eru fijótir með það fá þeir þriðja verkefnið sem er svipað. Nemandi er ekki spurður hvað hann vill heldur er honum refsað fyrir að vera duglegur. Auðvitað ætti að vera svigrúm til að gefa honum valkost. Ef hann svarar: „Mig lang- ar einna helst að fara út i horn og leggja mig“ yrði hann ekki talinn í lagi. Á vinnumarkaði mega þeir sem hafa lokið verki sínu fullunnu hvíla sig. Það er allt í lagi hjá þeim full- orðnu, en böm mega það ekki!“ Er úrræðaleysið dýrast? „Ef sami nemandi segðist vilja fara í smíði og ljúka við verkefni er ekkert svigrúm til þess. Láti hann í ljós ósk um að skreppa í tölvuver er það jafnvel lokað eða einhver bekkur fyllir öll plássin. Óskastaðan væri sú að nemanda væri leyft að fara í tölvuverið og jafnvel taka með sér nemanda sem vinnur hægt, ef sá væri tilbúinn að leggja aukna heimavinnu á sig í staðinn. Þetta er ekki hægt með núverandi fyrir- komulagi,“ segir Guðmundur og bætir við hugsi: „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort úrræðaleysið verður ekki dýrara þegar upp er staðið." Hann undrast að um leið og rætt er um lengdan viðverutíma barna sé verið að skera niður til reksturs skólanna. Komi það sérstaklega nið- ur á verkmennt, öfugt við hina al- mennu umræðu um aukið mikilvægi verkmenntunar. „Þegar mönnum er gert að spara taka þeir af dýrasta þættinum. Þetta er slæm þróun, því aukningin hefði þurft að birtast í aukinni verkmennt." Til að gefa gleggri mynd af mikil- vægi verkmenntunar og varast víti annarra segir Guðmundur frá heim- sókn fransks sjónvarpsmanns í skól- ann. Hugmyndin var að taka ör- stutt skot af frönskættuðum nem- endum, en Frakkinn varð svo heill- aður þegar hann komst að því að stúlkur væru í smíði, sundkennsla færi fram innan skólans og nemend- ur niður í sex ára lærðu heimilis- fræði að hann dvaldist þar allan daginn. „Frakkar eru miklir mat- menn, en samt datt af honum andlit- ið þegar hann sá sex ára börn baka piparkökur og skreyta þær eins og ekkert væri,“ segir Guðmundur. Sjónvarpsmaðurinn, sem var um þrítugt, sagði það vera áhyggjuefni hans kynslóðar hversu mikið væri lagt upp úr bóknámi í Frakklandi. Þar væri vinnutími barna mjög lang- ur og allt snerist um bóknám. „Hér á landi hefur einn stærsti kosturinn verið sa að krakkar hafa Iært að vinna. Ég hef þá skoðun að séu verkmenntagreinar ræktaðar og bömum kennt að vinna skili það sér betur í námi, því þau líta á það eins og hveija aðra vinnu og læra að ganga skipulega til verks.“ Vonandi tímabundið Þegar talið berst að því til hvaða úrræða skólamir geti gripið miðað við núverandi ástand segir Guð- mundur að staðan sé gríðarlega þröng og hún þrengist með frekari niðurskurði. „Ég vona að þetta sé bara tímabundið ástand sem við erum að ganga í gegnum núna, því það er dýrt að reka skóla og það á að vera dýrt.“ Hartn segist oft líkja skólakerfinu við fræðibækur. Þegar þær séu ódýrar velti hann fyrir sér ástæð- unni. „Bók sem er vel unnin hlýtur að vera dýr. Skólakerfí sem er ódýrt skilar ekki því sem við væntum og það er ekki vilji forelda. Þeir vilja að skólarnir hafí nægilegt fé, en ekki svo mikið að hægt sé að ausa í aliar áttir. Okkur skólamönnum Jiefur lærst að fara afskaplega vel með það fé sem okkur er trúað fyr- ir.“ — Fljóta foreldrar og skólafólk þá sofandi að feigðarósi? Láta menn nóg í sér heyra? „Starfsfólk skó'.a er orðið svo yant að fá neitun að það er kannski ekki að ergja sig á því að fá eitt nei-ið enn, því baráttan er erfið,“ svarar Guðmundur og útskýrir nán- ar hvað hann á við. Hann segir að skólum sé sífellt ætlað að taka við fleiri nemendum sem þurfi á sér- kennslu að halda og leggur áherslu á að sú stefna sé rétt. Hins vegar skilji hann ekki af hverju skólarnir þurfi að beijast fyrir því að fá tilskil- ið fjármagn til að geta veitt sál- fræðiþjónustu, sérkennslu og iðju- þjálfun, sem verður næsta baráttu- mál. „Áuðvitað ætti að vera sjálf- sagður hlutur að fá það sem manni ber samkvæmt reglugerð, en al- „Skólakerfi sem er ódýrt skilar ekki því sem við væntum og það er ekki vilji forelda.“ gengt er að það sem farið er fram á sé skorið niður um helming. Þá lendir maður í því að geta ekki upp- fyllt þarfir einstaklinganna sem manni ber skylda til. Við gerðum mjög greinargóða könnun hjá sjö ára börnum. Af 70 nemendum þyrftu 24 á talkennslu eða aðstoð að halda ef vel ætti að vera. Raunin er sú að við fáum 3-5 tíma á viku fyrir alla talkennslu í skólanum. Það er ekki uppbyggilegt fyrir 6-7 ára barn að sitja langtím- um saman og þora ekki að opna munninn af hættu við að verða fyr- ir aðkasti. Það þýðir ekkert að segja að þetta lagist, því þau þurfa aðstoð til að laga vandann,“ segir hann og leggur áherslu á að efla þurfi for- varnarstarf bæði í sambandi við sérkennslu og sálfræðiþjónustu. Fólk er mismunandi Austurbæjarskóli hefur verið orð- aður við að sinna nemendum vel sem eiga við vandamál að stríða, hvort sem þau eru af félagslegum toga eða öðrum. Þannig var fyrir nokkr- um árum tekin upp sérkennsla í leik- fimi og sundi. „Hingað kom nem- andi sem neitaði að sækja leikfimi- tíma og hjá mér er ekkert sem heit- ir „af því bara“. Það er alltaf skýran- leg ástæða fyrir hegðun nemanda. í ljós kom að hann var ekki jafn þroskaður líkamlega og bekkjar- félagarnir svo við fórum í kjölfarið að skoða betur þarfir annarra. I framhaldi af því fór ég að skoða sundið, því þar hlytu sömu vanda- mál að vera til staðar. Ástæðurnar 'geta verið vatnshræðsla, holdafar eða einelti," segir Guðmundur og tekur fram að búningsklefar séu þeir staðir þar sem menn þurfi að vera mest á varðbergi gagnvart ein- elti. „Mjög mikilvægt er að börnum skiljist að engir tveir einstaklingar eru eins. Þetta tel ég vera brýnasta verkefni allra skóla að takast á við. Það verður að byija neðst, byggja upp samskiptin, efla þau og skilning á því að allir eiga að hafa sín sér- kenni.“ í Austurbæjarskóla er einnig opin sérdeild fyrir unglinga. Þangað sækja tíu nemendur úr 8.-10. bekkj- um, mismarga tíma hver, og engum þykir það tiltökumál. Hver nemandi vinnur eftir einstaklingsnámskrá, hefur sinn umsjónarkennara og heimabekk, sem hann fylgir eins mikið og hægt er. Skólinn hefur tekið við unglingum úr öllum borg- arhverfum sem hafa ekki náð að aðlagast innan sinna skóia. „Það er gríðarlega mikilvægt að þessir nem- endur séu sem mest í verklegum greinum og því fara allir 10. bekk- ingarnir í vélfræði,“ segir Guðmund- ur og tekur dæmi af nemanda sem átti erfitt með að skilja hvers vegna hann þyrfti að læra stærðfræði og fannst hún tilgangslaus. Þar kom að hann vildi smíða körfuboltahring og kom til kasta hans að reikna út stærðina, sem hann kunni ekki. Vélfræðikennarinn benti honum á, að væri hann búinn að finna út fyrir næsta tíma hvern- ig reikna ætti ummálið mætti hann hefjast handa. „Allt í einu stóð nem- andinn frammi fyrir því að sjá til- gang þess að reikna út ummál hrings,“ segir Guðmundur og bætir við að vélfræðin hafi opnað augu margra fyrir mikilvægi þess að taka sig á í námi. Nemendur séu jafnvel að skipta um varahluti í skellinöðru, þar sem fyrirmælin séu á dönsku eða ensku og þá þurfi að leggjast yfír það. Vélfræði hefur verið valgrein fyr- ir 10. bekk frá 1980 og koma piltar og stúlkur úr fleiri skólahverfum til að læra um „verkstæðisflóruna í víðasta skilningi“ eins og Guðmund- ur orðar það. „Engum dettur í hug að skrópa og nemendur eru jafnvel að semja um, að úr því að þeir áttu leið hjá mættu þeir koma við og vinna. Þarna ríkja ákveðnar um- gengnisreglur og þeim skilst fljót- lega að þarna má ekki vera með fíflaskap eða hrekkja. Hinir baldn- ustu strákar verða eins og kórdreng- ir,“ segir hann. Nýbúar ekki einangraðir Nýbúadeild er einnig í skólanum og er þetta annað árið sem hún starfar formlega fyrir 8.-10. bekk. Um er að ræða móttökudeild sem tekur við unglingum af erlendum uppruna hvenær ársins sem þau koma til landsins. „Við tókum strax þá stefnu að einangra þá ekki í sér- bekkjum heldur setja þá strax inn í ákveðinn bekk. Þeir mynda tengsl við nemanda í hveijum bekk sem þeir geta leitað til. Ég tel grundvall- aratriði að þessir nemendur fylgi sem allra mest bekkjum sem þeir tilheyra, því leiðin til að aðlagast nýju samfélagi er að vera sem mest í samneyti við fólkið. Síðan fá þeir kennslu í nýbúadeildinni í aimennum orðaforða og slíku.“ Hann segir unglingana furðufljóta að ná sam- bandi við aðra og aðlagast. Enn eitt félagslegt úrræði ber að nefna sem er óbeint á vegum skól- ans og Eiríkur Ellertsson sérkenn- ari og Vilborg Guðnadóttir hjúkrun- arfræðingur hafa séð um. Verkefnið er unnið í tengslum við íþrótta- og tómstundaráð, en hugmyndin fædd- ist meðal annars hjá Eiríki og Vil- borgu. Þau hafa gefíð 8. og 9. bekk- ingum, sem standa bæði vel og illa félagslega, kost á að sækja um að komast í vinahóp. Oftast komast færri að en vilja, enda eru verkefn- in spennandi og fara fram í formi leikja, samræðna og matargerð. „Tilgangurinn ér að styrkja ein- staklingana félagslega, efla sjálfs- traust þeirra, fá þá til að tjá sig og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.