Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk /l KEEP WONDERINS IFMOM'S PLANNIN6 VTO HAVE more children. latelv she's been referrins TOME AS " VOLUME ONE " 2-/7 Ég er ennþá að velta því fyrir mér hvort mamma Undanfarið hefur hún verið að tala um karlmenn sé að hugsa um að eiga fleiri börn... sem „fyrsta bindi“. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Jakobssýningin í Hallgríms- kirkju Frá Guðjóni Friðríkssyni: SÉRA Jakob Jónsson var sóknar- prestur í einni fjölmennustu sókn landsins, Hallgrímskirkjusókn í Reykjavík, í hálfan fjórða áratug. Hann var sóknarpestur minn, skírði mig, fermdi mig og vann önnur prestsverk í fjöl- skyldu minni. Mér er það sér- staklega minn- isstætt hversu vel hann reynd- ist mér við for- eldramissi á menntaskóla- aldri. Hann bauð mér heim til sín eftir að ég missti móður mína, sýndi mér bókasafnið sitt, lánaði mér fræðilega ritgerð í handriti, er hann hafði nýlokið við, og bað mig um að lesa hana yfir og tal- aði á allan hátt við mig sem mað- ur. Þá sýndi hann mér fram á hversu heppinn ég væri þrátt fyrir allt. Ég hefði alist upp á góðu heimili sem mundi fylgja mér alla ævi. Séra Jakob Jónsson var mér þannig sannur sálusorgari. Hann stappaði í mig stálinu og jók kjark minn til að takast á við lífið. Ég virti hann mikils eftir þetta og þótti raunar vænt um hann. Svip- aða sögu geta örugglega fjölmörg sóknarbörn hans sagt. Þetta er hið hljóða starf sem góðir prestar vinna. Nú stendur yfir sýning í litlum sýningarsal á annarri hæð í turni Hallgrímskirkju sem byggist á ævi og verkum séra Jakobs Jóns- sonar. Hún sýnir vel hversu mikil- virkur fræðimaður og skáld hann var samhliða þrestsstörfum sem voru þó ærin. Þarna má sjá fjöl- margar bækur og handrit eftir hann, sýnishorn af bréfasafni hans og Ijósmyndir úr lífi prests- hjónanna. Ég hvet alla, ekki síst gömul sóknarbörn séra Jakobs, að fara og sjá þessa yfirlætislausu en fróðlegu sýningu. Hún er opin daglega og mun standa til mánað- arloka. GUÐJÓN FRIÐRIKSSON, sagnfræðingur. Guðjón Friðriksson Dauðans alvara Enn um sleppibúnað Frá Gísla M. Sigurðssyni: HVAÐA tilgangi þjóna þessi skrif Guðfinns Johnsen sem starfar hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna. Hann man kannski ékki eftir því hvað tók langan tíma að lögleiða sjálfvirka neyðarstopp- búnaðinn á netaspilin, sem kostaði nokkur mannslíf og örkuml hjá fjölda sjómanna, auk mikils kostn- aðar hjá útgerðarmönnum og tryggingafélögum. Þetta er líka mikið alvörumál með sleppibúnaðinn. Ég nefni tvö dæmi: Helliseyjarslysið þar sem einn maður komst af fyrir yfírnátt- úrulegt sundafrek, en hann synti í land margar sjómflur og gat látið vita af slysinu. Þar var ekki sleppi- búnaður en mennimir komust á kjöl og hefðu sennilega bjargast ef um borð hefði verið sleppibúnaður. Búið var að panta hann en ekki búið að setja hann um borð. Andvaraslysið. Þar var ekki sjálfvirkur sleppibúnaður um borð enda engin búnaður viðurkenndur á þeim tíma. Trollið festist í botni og báturinn dróst niður að aftan og fylltist af sjó á augnabliki, reis upp á endann og sökk. Menn höfðu nauman tíma til að komast í björg- unarbúninga og reyndu að losa gúmmíbjörgunarbát, en það tókst ekki. Mennirnir björguðust vegna þess að þeir komust í björgunar- flotbúninga og báturinn Smáey VE var þarna rétt hjá og náði mönnunum eftir fáeinar mínútur. Þetta gerðist í björtu. Hvað hefði gerst ef ekki hefði verið bjart veð- ur og báturinn rétt við Andvara? Þurfa skip undir 45 m ekki sleppibúnað? Ég er stýrimaður á loðnubát sem er 49 m langur. Það var í greininni hjá Guðfinni að skip undir 45 m þyrftu ekki að hafa sleppibúnað. Hér um borð er gormabúnaður bakborðsmegin fyrir annan bátinn, en hinn bátur- inn sem er 16 manna er reyrður niður, það er fjögra manna tak að henda bátnum yfir rekkverkið á stýrishúsinu, og tvær mannhæð- ir niður á dekk, enginn veit hvern- ig eða hvar gúmmíbáturinn kemur niður, það fer eftir því hvernig halli er á skipinu og hvernig það liggur í sjónum. Og er tími til að brölta upp í stýrishús til að nálg- ast þessi björgunartæki? Guðfinn- ur á að vita að loðnuflotinn er orðinn mjög gamall og lúinn og Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.