Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Reuter PAT Buchanan hélt kosningafund við Mount Rushmore þar sem höfuð fjögurra fyrrverandi forseta, þeirra Georges Washingtons, Thomas Jeffersons, Teddys Roosevelts og Abrahams Lincolns, eru höggvin í fjallshlíðina. Buchanan kveðst hugmyndafræðilegur arf- taki þeirra fjögurra. Framboð Buchanans vekur ótta í herbúðum repúblikana Yið erum að rífa hver annan á hol Fyrir tveimur árum héldu repúblikanar inn- reið sína í Washington með sigurbros á vör og meirihluta á þingi, en eftir forkosningam- ar í New Hampshire virðist aðallega vaka fyrir þeim að fremja pólitískt sjálfsmorð. Karl Blöndal fjallar um framboð Pats Buc- hanans og forkosningamar í Bandaríkjunum. SIGUR Pats Buchanans í for- kosningum repúblikana í New Hampshire á þriðju- dag hefur valdið skelfingu innan flokksins. Fyrir aðeins tveimur árum tóku repúblikanar öll völd í báðum deildum Bandaríkjaþings og boðuðu nýtt skeið í Bandarískum stjórnmálum. Þá skýtur Buchanan upp kollinum, baráttuglaður and- stæðingur „kerfisins", og skyndilega ræður óvissa ríkjum. Repúblikanar óttast að framboð Buchanans muni aðeins ala á sundrungu og verði Buchanan forsetaefni flokksins muni demókratar ekki aðeins halda for- setastólnum, heldur endurheimta meirihluta á þingi og sölsa undir sig nokkra ríkisstjórastóla í ofanálag. Úrslitin í New Hampshire eru áfall fyrir Bob Dole, leiðtoga repúblikana í öldungadeiid Banda- ríkjaþings, sem hefur staðið í eldlín- unni í bandarískum stjórnmálum í tæplega fjóra áratugi, sækist nú þriðja sinni eftir tilnefningu repúbli- kana á 16 árum, 1980 og 1988, og var varaforsetaefni Geralds Fords þegar hann tapaði fyrir Jimmy Cart- er 1976. Sigur Buchanans var naumur. Hann fékk 27% atkvæða og munaði aðeins einu prósentustigi á honum og Dole, sem fékk 26% atkvæða. Þriðji í kosningunum var Lamar Alexander, fyrrum ríkisstjóri í Ten- nessee og menntamálaráðherra í forsetatíð Georges Bush, sem fékk 23% atkvæða. Þrír um hituna Slagurinn um tilnefningu Repúblikanaflokksins stendur nú milli þessara þriggja frambjóðenda, Alexanders, Doles og Buchanans. Alexander og Dole róa á svipuð mið í atkvæðaleit og taka því um leið fylgi hvor frá öðrum, en Buchanan höfðar til hægri vængs flokksins, verkamanna og kristilegra hægri manna. Buchanan talar af miklum eld- móði. Hann er sviðsvanur orðhákur eftir að hafa verið annar stjórnenda pólitíska viðtalsþáttarins „Crossfire" á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, skrifað ræður fyrir Richard M. Nixon þegar hannwar forseti og séð um almannatengsl í forsetatíð Ronalds Reagans. Höfðar til almennings Buchanan leitar sér ekki fylgis meðal stjórnenda stórfyrirtækja og forystu flokks síns. Hann höfðar til tilfinninga almennings, óttans við að missa vinnuna og óánægju með það að laun háfi staðið í stað ef ekki lækkað undanfarin 20 ár. Það var engin tilviljun að Buchanan fékk yfir helming atkvæða þeirra, sem eru með undir 50 þúsund dollurum (um 3,3 milljónum króna) í árstekjur. Hann fékk samkvæmt könnun, sem gerð var við kjörstaði, einnig hreinan meirihluta meðal þeirra, sem kalla sig mjög íhaldssama, kristilega hægri menn og eru and- vígir fóstureyðingum. í forsetatíð Clintons hefur banda- rískur efnahagur verið á uppleið, þótt nú hafi ef til vill hægt á batan- um. Verðbréf á Wall Streel hækka jafnt og þétt í verði og stjórnvöld segja að störfum hafi fjölgað um 7,7 milljónir. Þetta endurspeglar hins vegar ekki þann veruleika, sem blasir við hinum almenna launþega. Bandarísk stórfyrirtæki þóttu eitt sinn bjóða atvinnuöryggi, en niður- skurður og fjöldauppsagnir eru nú viðkvæðið. Uppsagnir hafa alltaf fylgt rekstri fyrirtækja, en nú þykir kveða við nýjan tón, sem einkennist af „illfýsni“ að mati tímaritsins Newsweek. „Þú missir vinnuna, hlutabréf þíns gamla atvinnurekanda hækka og forstjórinn fær kauphækkun,“ sagði í grein blaðsins. „Það er eitthvað að þegar hlutabréf halda áfram að hækka í verði á Wall Street á meðan hræin af starfsmönnum, sem fyrir- tæki á borð við AT&T og Chase Manhattan og Scott Paper hafa rek- ið, liggja á víð og dreif.“ Með grein- inni eru birtar myndir af tólf forstjór- um, tekjur þeirra og fjöldi uppsagna á þeirra ábyrgð. Launahæstur er Robert Allen, forstjóri símafyrirtæk- isins AT&T, með rúmlega 200 millj- óna króna tekjur, sem sagði upp 40 þúsund manns í janúar. Önnur breyting hefur einnig orðið. Áður fyrr voru störf verkamanna í hættu þegar hreinsa þurfti til í fyrirtækjum, en nú beinist fallöxin ekki síður að skrifstofumönnum. Eftir því sem óttinn grefur víðar um sig og sækir að millistéttinni geta þeir, sem nota hann í málflutningi sínum, náð lengra. Gagnrýnir „forstjóragræðgi“ Meira að segja Dole hefur veist að fyrirtækjum fyrir harkalegar að- ferðir, en Buchanan nældi sér í ann- að sæti á kjörfundinum í Iowa og sigraði í forkosningunum í New Hampshire með árásum sínum á „forstjóragræðgi". Hann kallar for- stjórana „böðla“ og segir að fyrir- tæki láti stjórnast af græðgi. Hann heitir því að vernda litla manninn fyrir peningavaldinu. „Við ætlum að breyta Repúblik- anaflokknum," sagði Buchanan ný- lega í ræðu. „Við ætlum að gera hann að afli verkamannsins. Rödd verkamannastéttarinnar, millistétt- arinnar, heyrist ekki í Washington." Þessi orð Buchanans hitta í mark. Óánægja Bandaríkjamanna með stjórnmálamenn er alkunna. 75% þjóðarinnar bera ekki traust til ráða- manna í Washington og í nýlegri Gallup-könnun kvaðst þriðjungur. aðspurðra telja ástæðu til að óttast að ríkisstjórnin græfi undan réttind- um og frelsi almennra borgara. Einangrunarsinni og verndarhyggjumaður En Buchanan sker sig ekki aðeins úr með því að ráðast á forstjórana. Repúblikanar hafa allajafna verið dyggir stuðningsmenn óheftra við- skipta, en málflutningur Buchanans einkennist af verndarhyggju. Hann kallar Fríverslunarsáttmála Norður- Ameríku (NAFTA) og Almenna samkomulagið um viðskipti og tolla (GATT) svik við hinn vinnandi Bandaríkjamann og heldur því fram að viðskiptasamningur Bandaríkja- manna við Mexikana hafl kostað mörg þúsund Bandaríkjamenn vinn- una. Buchanan aðhyllist verndar- hyggju og vill að Bandaríkin gangi fyrir. Hann hyggst hækka tolla og ógilda NAFTA og GATT komist hann til valda, rifta samningnum við Mexíkó og reisa tvö þúsund kíló- metra langan vegg eftir endilöngum landamærum ríkjanna til að stöðva straum ólöglegra innflytjenda. Hann hefur lýst yfir því að hann muni reka Sameinuðu þjóðirnar frá New York og hætta þátttöku í stofnunum SÞ. Buchanan á það til að taka flugið og oft verða líkingarnar skrautleg- ar. „Valdamenn í Washington skjálfa á beinunum," sagði hann þegar hann lýsti áhrifum framboðs síns í ræðu nýverið. „Þeir heyra ösk- rin í smábændunum hinum megin við hæðina. Smábændurnir eru á leiðinni með heykvíslar í hendi . . . fast á hæla riddurunum og barónunum . . . sem ríða inn í kastalann og draga upp vindubrúnna með hraði.“ Sambönd samkynhneigðra segir hann „ólögleg og ósiðleg" og ólög- Valdamenn í Washington skjálfa á bein- unum forkosn- inga 27. febrúar: ARIZONA NORÐUR-DAKÓTA SUÐUR-DAKÓTA 2. mars: WYOMING SUÐUR-KAROLÍNA 3. mars: PUERTO RICO 5. mars: COLORADO CONNECTICUT GEORGÍA MAINE MARYLAND M A SSACHU SETTS MINNESOTA RHODEISLAND VERMONT WASHINGTON 7. mars: NEW YORK 9. mars: MISSOURI 12. mars: FLÓRÍDA LOUISIANA MISSISSIPPI OKLAHOMA OREGON TENNESSEE TEXAS 19. mors: ILLINOIS MICHIGAN OHIO WISCONSIN 25. mars: UTAH 26. mars: KALIFORNÍA NEVADA WASHINGTON 2. apríl: KANSAS PENNSYLVANÍA 7. maí: WASHINGTON, D.C. INDIANA NORÐUR-KAROIÍNA 14. maí: NEBRASKA VESTUR-VIRGINÍA 21. maí: ARKANSAS 28. maí: IDAHO KENTUCKY 4. júní: ALABAMA NEWJERSEY NÝJA MEXIKÓ 5.-13. júní: MONTANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.