Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 56
___ cs> ---- AS/400 er... ,.þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <o> NÝHERil ' MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Langholtskirkjudeilan Biskup . úrskurðar í vikunni AÐ SÖGN Baldurs Kristjánssonar biskupsritara er von á úrskurði bisk- ups í Langholtskirkjumálinu um miðja þessa viku. Biskup hefur und- anfarna daga undirbúið úrskurðinn í samráði við Eirík Tómasson laga- prófessor og fleiri aðila. Eiríkur hef- ur sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu að biskup hafi úrskurðar- vald í málinu. í Morgunblaðinu í dag er fjallað um þær breytingar sem eru að verða á íslensku þjóðkirkjunni og hvaða ---afleiðingar þær hafa haft. Niður- staða greinarhöfunda er að með auknu sjálfstæði kirkjunnar og flutningi verkefna til hennar frá rík- isvaldinu hafi skapast togstreita inn- an hennar. Ástæðan sé sú að regiur og hefðir hafi ekki skapast um hver eigi að fara með þetta aukna vald og hvernig eigi að beita því. Tekist sé á um valdsvið biskups, vígslubisk- upa, sóknarnefnda og presta. ■ Hriktir í kirkjuskipinu/10-12 ÉÉÉ^ftllÍ IpiiflliSi j a wimm Morgunblaðið/Kristinn Frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum þingmanna og ráðherra væntanlegt Lagt fram í nafni þingsins Kraftur í Jóni Amari ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Al- þingis, gerir ráð fyrir því að frum- varp um breytingar á lífeyrisrétt- indum alþingismanna og ráðherra verði lagt fram af forsætisnefnd þingsins á vorþingi i samráði við þingfiokksformenn. Forsætisnefnd Alþingis hefur fjallað um málið á fundum sínum frá því í haust, en Ólafur á ekki von á því að frumvarp- ið verði lagt fram nema í samráði við þingflokksformenn því „allar breytingar á lífeyrissjóðamálum og eftirlaunum þingmanna ræðir for- sætisnefnd undantekningalaust við þingflokksformenn. Þingflokksfor- menn voru t.d. flutningsmenn að frumvarpi um breytingu á þingfar- arkaupslögunum í fyrra, en á frum- varpinu í haust þegar við breyttum skattlagningunni, þá gerðum við það sameiginlega, forsætisnefnd og þingflokksformenn," segir Ólafur. Frumkvæði þings en ekki ríkisstjórnar Haft var eftir Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í gær að hann teldi eðlilegt að sú stefna, sem mörkuð er í frumvarpi um breytingar á lögum um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins, hafi áhrif á það sem gert er varðandi aðra opinbera lífeyrissjóði, svo sem Iíf- eyrissjóði alþingismanna og ráð- herra. Friðrik sagði hins vegar að það væri ekki í verkahring fjármála- ráðuneytisins að leggja til breyting- ar á lífeyrissjóðum þingmanna og ráðherra. Það væri í höndum þings- inssjálfs. Ólafur er sammála fjármálaráð- herra og segir að allt, sem snúi að eftirlaunum og lífeyrissjóðamálum þingmanna og ráðherra, eigi að vera að frumkvæði þingsins en ekki ríkisstjórnarinnar. Lagabreytingu vegna starfa þingforseta „Ég myndi verða mjög óánægður ef ríkisstjómin færi að koma með frumvarp er varðaði alþingismenn. Það þarf aftur á móti að breyta þessum lögum af ýmsum ástæðum þó að málið sé enn ekki fullrætt í forsætisnefnd," sagði hann. T.d. þyrfti að fella niður lífeyrisréttindi maka varaþingmanna sem mikill hávaði var um sl. haust. Sömuleiðis þyrfti að gera lagabreytingu er varðaði starf þingforseta svo hann fái að greiða af öllum launum sínum í lífeyrissjóð. „Lögum um þingfarar- kaup var breytt í fyrravor og þá voru launakjör forseta þingsins færð til samræmis við laun og launakjör ráðherra. Hins vegar úr- skurðaði stjórn lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins að forseti þingsins mætti ekki greiða í lífeyrissjóð af hærri launaupphæð en sem næmi þingfararkaupinu sjálfu, það er 195 þúsund krónum. Með öðrum orðum, fæ ég ekki að borga í lífeyr- issjóðinn skv. þeim tekjum, sem ég hef, og nýt þar af leiðandi ekki þeirra lífeyrisréttinda, sem mér ber,“ segir Ólafur. JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður úr UMSS og íþróttamaður ársins 1995, setti í gærmorgun íslandsmet í lang- stökki innanhúss. Hann stökk þá 7,71 metra í fyrstu tilraun á innanhússmeistaramóti íslands í fijálsíþróttum í Baldurshaga og er í metstökkinu á myndinni. Innanhússmet Jóns Arnars var 7,68 metrar en íslandsmet hans utanhúss eru 8 metrar. Meistaramótið hófst í gær og því lýkur í dag. Jón Arnar er í góðri æfingu um þessar mundir en næsta stórverkefni hans er Evrópumeistaramótið innan- húss sem fram fer í Stokkhólmi eftir hálfan mánuð. Morgunblaðið/Kristinn HÚSAVIÐGERÐIR eru fastur hluti byggingariðnaðarins. Bilun í Cantat- ljósleiðaranum Birtir í byggingar- iðnaðinum HORFUR i byggingariðnaði virð- ast eilítið bjartari nú en á undan- förnum misserum. Að sögn Arn- ljóts Guðmundssonar, formanns Félags húsasmíðameistara, hefur verð á nýju íbúðarhúsnæði þó lækkað það mikið að ekki væri __síðra fyrir verktaka að byggja fyrir félagslega íbúðarkerfið en á almennum markaði, hvað sölu- verð varðar. Arnljótur segir, að þessar verðlækkanir á nýju húsnæði íþyngi mönnum talsvert mikið. Þá sé enn einnig mikið af óseldu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. ,*,Ástandið er orðið svo slæmt að fjöldi okkar félagsmanna stend- ur frammi fyrir gjaldþroti. Verð á nýju húsnæði á hinum almenna markaði hefur lækkað svo mikið að þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar og þeirra affalla sem byggingaraðilar verða fyrir við sölu á húsbréfum, virðist síst minna fyrir verktaka að hafa út úr íbúðarbyggingum fyrir félagslega kerfið en ibúðum sem þeir reisa fyrir hinn almenna markað.“ BILUN varð í Cantat-3 ljósleiðara- strengnum kl. 6.15 í gærmorgun. Við það datt út megnið af símasam- bandinu við útlönd. Milli 15 og 25% af símaumferð fara um gervihnött og héldust þau í lagi. Að sögn Hrefnu Ingóifsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma, eiga gervihnattasambönd að taka sjálf- krafa við símaumferðinni austur og vestur um haf bili ljósleiðarinn. Af einhveijum orsökum opnaðist að- eins sjálfkrafa fyrir umferð vestur um haf í gærmorgun. Nokkur tími leið áður en tókst að opna fyrir umferð austur um haf. Vegna bilun- arinnar fengust ekki afgreidd sím- töl, til dæmis til Noregs, Færeyja og Danmerkur, í gærmorgun. Umferð um aðra ljósleiðara í gær var unnið að því að finna hvar bilunin varð í Cantat-strengn- um á leiðinni yfir Atlantshafið. Þeg- ar það lægi fyrir átti að hleypa meginþunga símaumferðar á þann legginn frá íslandi sem væri í lagi, að sögn Hrefnu. Þannig næðist aft- ur ljósleiðarasamband til beggja átta yfir hafið frá íslandi því um- ferð myndi fara um aðra strengi en Cantat milli Evrópu og Ameríku. Liðið geta 10-14 dagar þar til viðgerð á Cantat-ljósleiðara- strengnum lýkur, að sögn fulltrúa Pósts og síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.