Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 01.03.1996, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Formannskjör í augsýn hjá sænskum jafnaðarmönnum Flokkurinn sem missti af landinu til að mótmæla að undir- lagi flokksins og verkalýðshreyfing- arinnar. Þegar við lækkuðum bæt- umar enn niður í 75 prósent gerðist ekkert. Auðvitað finnst fólki að það hafí verið teymt á asnaeyrunum." Hefðarsinnar, grákratar og nýjungasinnar af nútímanum Vandi sænska Jafnaðarmannaflokksins er jafnframt vandi Svía, því flokkurinn hefur að jafnaði haft fylgi 40-50 prósenta kjós- enda. Flokkurinn hefur ekki megnað að laga stefnu sína að breyttum tímum, svo aðrir flokkar hafa slegið eign sinni á nútímann eins og Sigrún Davíðsdóttir fékk að heyra er hún heimsótti Stokkhólm nýlega. SÆNSK skólaböm mótmæia niðurskurði á framlögum til mennta- mála í sljórnartíð jafnaðarmanna. ILANDI þar sem stærsti flokk- urinn, Jafnaðarmannaflokk- urinn, hefur að jafnaði haft 40-50 prósent atkvæða er ljóst að vandi flokksins er jafnframt vandi þjóðarinnar. Þær eru ekki litlar hrær- ingarnar, sem skekja særiska Jafnað- armannaflokkinn nú, þegar auka- flokksþing hans stendur fyrir dyrum 15. mars. Kjósa á nýjan formann, sem um leið verður forsætisráðherra í stað Ingvars Carlssons. Vart er annað líklegt en að Göran Persson fjármálaráðherra verði fyrir valinu, eftir að krónprinsessa flokksins Mona Sahlin dró sig í hlé vegna óvarkámi sinnar í fjármálum. En vandi flokksins væri auðleyst- ur, ef aðeins þyrfti að skipta um formann. Eins og Widar Andersson einn af þingmönnum flokksins segir, em jafnaðarmenn úr takt við tím- ann. Heimurinn hefur breyst, en stefna þeirra hefur ekki náð að fylgj- ast með. Samtök atvinnu- og iðnrek- enda hafa varað við tilslökunum í efnahagsmálum, sem Persson virðist til í nú þegar hann þarf að halda flokknum saman. Per Magnus Wijk- man yfírhagfræðingur sænska iðn- rekendasambandsins segir að þær séu kannski taktískur sigur fyrir fjár- málaráðherrann, en efnahagslegar ófárir fyrir Svía. Hinn fallni engill og áhrif fallsins Mona Sahlin hefur notið eindæma vinsælda meðal landa sinna. Rauð- leitur drengjakollurinn, áhyggju- og alvörusvipurinn og látlaust orðfæri hefur hitt Svía beint í hjartastað. Stærsta tímarit Svía, ICA-Kurieren, er gefið út af samnefndri verslunark- eðju og fer inn á hvert heimili í land- inu. í vinsældakönnun þess var hún kjörin maður ársins fyrir nokkru og sá sem nær því hefur jafnan náð langt í Svíaveldi. Enginn var í vafa um að Sahlin átti verulegan hluta í kosningasigri jafnaðarmanna 1994, þegar þeim tókst að endurheimta stjórnartaumana úr hendi Carl Bildts og hægri stjómarinnar. Fyrir kosn- ingamar mátti sjá kosningaplakat um alla Svíþjóð með gamla góðlega leiðtoganum Carlsson og hinni stutt- klipptu Sahlin. Þrátt fyrir að hún sé umdeild í flokknum, óvin- sæl í verkalýðshreyfíng- unni og meðal eldri karla, að eigin sögn, þá varð hún frambjóðandi flokksstjóm- arinnar sem eftirmaður Carlssons. Eftir að síðdegisblöðin skrifa um að hún GÖRAN Persson fjármálaráðherra þykir líklegastur til að taka við embætti leiðtoga sænskra jafnaðarmanna. Nú erum við haldnir fram- tíðarótta tóku að hefði notað greiðslukort sem hún hafði til um- ráða sem ráðherra til einkaþarfa og að hún væri skuldseig sneri þjóðin baki við henni. Allar skoðanakannan- ir sýndu að hún hafði misst stuðning jafnt meðal almennings og flokks- manna og í lok október dró hún fram- boð sitt til baka og sagði af sér vara- forsætisráðherraembættinu og flokksritarastarfínu. Eftir sem áður situr hún á þingi og í framkvæmda- stjóm flokksins. Athyglin, sem beindist að henni leiddi í Ijós að hún er atvinnustjórn- málamaður, sem nýtur ýmissa for- réttinda. Það vita allir að slíkt gildir um stjórnmálamenn og það hefði ekki komið að sök, ef í hlut hefði átt einhver hægrimaður eða langset- inn jafnaðarmaður. En raunveruleik- inn að baki Monu Sahlin stangaðist á við ímyndina, sem hún og aðrir höfðu mótað í kringum hana. Og ímynd, sem ekki stenst raunveruleik- ann er óstöðugur gmndvöllur. Widar Andersson flokksbróðir skýrir óhikað skyndilegt vinsældatap hennar. „Hún féll á eigin ímynd,“ segir hann. „Hún hafði alltaf verið kynnt og kynnt sig sem ofur venjulega mann- eskju, sem lifði ofur venjulegu lífi. En bara það að nota greiðslukort braut í bága við myndina, auk þess sem málið leiddi í ljós að hún lifir engu venjulegu lífí. Hún hefur aldrei unnið við annað en stjómmál." Flokkarnir rása til, ekki kjósendur Frá því eftir kosningar, hefur fylgi --------- jafnaðarmanna minnkað jafnt og þétt. í kosningun- um fengu þeir 45,3 pró- sent atkvæða, en hafa _________ undanfarið hringlað í kringum 30 prósent. Sa- hlin-málið er iðulega sagt hafa klipið af fylgi flokksins, en því er Toivo Sjörén yfírmaður hjá skoðanakönn- unarfyrirtækinu SIFO ekki sammála. Hann bendir á að kjósendaskrið frá flokknum hafi þegar verið byrjað, áður en Sahlin-málið kom upp. Þó það hafí vafalaust neikvæð áhrif á fylgi flokksins og sé klárlega óþægi- legt fyrir hann, hafi það þó enn nei- kvæðari áhrif á vinsældir stjómmála- manna almennt og grafí undan trú- verðugleika þeirra. Sjörén bendir einnig á að þó að alltaf sé sagt frá fylgisbreytingum flokkanna eins og kjósendur rási frá einum flokki til annars, sífellt skipt- andi um skoðun, þá séu það í raun flokkamir, sem rási, en kjósendur sem standi fastir fyrir. Hjá SIFO er unnið með skipurit af kjósendaskar- anum, þar sem merktir eru inn ýms- ir eiginleikar eins og nýjungagirni, öfund, réttlætistilfínning, umhverf- isáhugi, heildarsýn og skapstjóm. í ljós kemur að ákveðnir eiginleikar eru algengari hjá kjósendum eins flokks en annars. Til dæmis eru kjós- endur Hægriflokksins líklegir til að leggja áherslu á persónulegan metn- að, sveigjanleika og sjálfsöryggi. Kjósendur Jafnaðarmannaflokksins eru líklegir til að leggja áherslu á skapstjórn, hafa óvirka réttlætistil- fínningu og vilja alla jafna með því að enginn skari fram úr. Kjósendur Vinstri- og Umhverfísflokksins líkj- ast, en meðal kjósenda Vinstriflokks- ins eru fleiri karlar, en fleiri konur meðal kjósenda Umhverfísflokksins. Kjósendur velja sér síðan flokka eftir því sem þeim fínnst að þeir svari þeim væntingum sem þeir gera og sinni þeim málum, sem þeir leggja mest upp úr og á þann hátt, sem þeim hugnast. Ef flokkamir breyta um stefnu, eða bregðast við á annan hátt en kjósendur búast við, leita kjósendur á ný mið. Þannig má líta á að kjósendur leiti alltaf þess sama, en flokkamir svari á mismunandi hátt. Skortur á veruleikaskyni hrjáir jafnaðarmenn Þessi skilningur á eðli kjósenda varpar áhugaverðu ljósi á vanda jafn- aðarmanna og fylgistap. Widar And- ersson hikar ekki við að halda því fram að flokkurinn hafi ekki fylgt rás tímans. „í flokknum vorum við aldir upp við að Efnahagsbandalagið væri helvíti á jörðu. Svíar stóðu utan alls og sú goðsögn vaknaði að við værum ósnertanlegir. Flokksforyst- an gerði kjósendum ekki grein fyrir að heimurinn breyttist um og eftir 1990. Vandinn er að flokkurinn er ekki í takt við tímann. Það gildir fyrir okkur að koma okkur saman um hver heimsmyndin sé í dag. Þá fyrst er hægt að fara að ræða að- gerðir. Við þjáumst af skorti á veru- leikaskyni." Widar Andersson álítur að Hægri- flokknum hafí hins vegar tekist að bijóta af sér einstrengingslega hægristefnu og náð að verða boðberi nýjunga. „Áður einokuðu jafnaðar- menn raunveruleikann. Fyrr á öldinni sáu jafnaðarmenn ljósið og drifu í gegn tækninýjungar, sem urðu öllum til góðs. Nú erum við haldnir fram- tíðarótta og sjáum vanda í öllu, með- an Hægriflokknum hefur tekist að klæða nýjungar eins og upplýsinga- þjóðfélagið og internetið í hægriföt. Og þar sem Hægriflokkurinn hefur krækt í þessi nútímafyrirbæri .og gert þau að sínum málum vilja jafn- aðarmenn litið af þeim vita.“ Ef skilningur Anderssons á eðli jafnaðarmanna á við rök að styðjast er líka skiljan- legt að boðskapur flokks- ins detti dauður niður. Tortryggni og ótti við nú- _________ tímann höfðar ekki til ungs fólks og annarra sem hafa áhuga á samtímanum. Um leið hefur flokkurinn þurft að skera niður helg- ar kýr, lækka atvinnuleysisbætur og aðrar bætur í stað þess að færa allt í sama horf og fyrir hægri stjórnina sem tók við 1991. Og ekki nóg með það. Widar Andersson álítur að fólki þyki að það hafí verið haft að leik- soppi. „Þegar stjórn Bildts lækkaði atvinnuleysisbætur úr níutíu í áttatíu prósent af fullum launum, var fólk keyrt til Stokkhólms alls staðar að Widar Andersson er auðvitað ekki einn um þessa skoðun á flokknum. Mona Sahlin hefur verið gagnrýnin og það er heill hópur endurnýjunar- sinna, sem tekst nú á við hefðarsinna í röðum jafnaðarmanna. Þeirra á milli standa svokallaðir grákratar, þeir sem fara bil beggja. í þeim hópi er Ingvar Carlsson, sem á tíu ára formannsferli hefur þurft að taka margar ákvarðanir, sem ganga þvert á það, sem áður var lenska í flokkn- um. „Hann hefur gert það með heil- anum, en ekki hjartanu. Nýi formað- urinn þarf að hafa hjartað með nýja • tímanum“, segir Andersson. Þeir hafa gert það í Bretlandi, líka í Danmörku og nú þarf sömu tökin í Svíþjóð. Jafnaðarmenn víða um heim keppast nú við að leiðrétta stefnuna, svo hún falli að nýjum veruleika upplýsingaþjóðfélagsins, markaðshyggju og alþjóðavæðingu. Svíþjóð hefur svo lengi verið einangr- uð að hefðarsinnar flokksins eru mun sterkari og lengra frá veruleikanum en flokksbræður í nágrannalöndun- um. Hefðarsinnar halda hagfræði fyrri' hluta aldarinnar á lofti, sem vart er nefnd í nágrannalöndunum, ekki einu sinni í verkalýðshreyfíng- unni. Jafnaðarmenn tóku efnahagsmál- in föstum tökum og Persson beitti hnífnum óhikað á velferðarkerfíð, enda áleit hann sig hafa ogið umboð þjóðarinnar til þess arna. Óánægjan kraumar meðal margra flokks- manna, ekki síst í hinni voldugu „hreyfíngu", verkalýðshreyfingunni og það stefndi í hatrömm átök á flokksþinginu í mars um stefnuna. Þegar ljóst var að Persson færði sig um stól í stjórninni og það kæmi í hans hlut að stýra þinginu á lygnan sjó gaf hann ádrátt um tilslakanir, meðal annars að bótahlutfallið um- deilda yrði hækkað í 80 prósent. Per Magnus Wikjman yfírhag- fræðingur sænska Iðnrekendasam- bandsins álítur að þar með hafí Pers- son skapað sér frið í flokknum og þinginu einingarbrag. Hins vegar eigi hann á hættu að grafa undan þeim árangri, sem hann hafí þegar öðlast vegna aðhaldssamrar efna- hagsstefnu. Þetta grafí undan trausti hans, þar sem hann sé farinn að slá af stefnunni, semja til hægri og vinstri og virðist því ekki lengur hafa þetta opna umboð í efnahags- málum. Að sögn Wikjmans er brýn- ast að lækka vexti, en það verði ekki gert nema með miklu aðhaldi, sem nú sé orðið óvíst um. Persson trúir eindregið á að Svíar nái að uppfylla efnahagsforsendur Evrópska myntsambandsins 1999. Wijkman segir þá trú byggja á mjög hagstæðum skilningi á forsendunum, en með versnandi efnahagsástandi í Evrópu standist sá skilningur ekki. Til þess að uppfylla forsendurnar þyrfti miklu harðari efnahagsstefnu, sem engar pólitískar forsendur séu fyrir í Svíþjóð. Wijkman álítur Pers- son hafa bundið hendur sínar til að ná samstöðu fyrir flokksþingið. Þar með hafí hann unnið stjórnmálasig- ur, en hætta sé á að það þýði efna- hagslegar ófarir fyrir landið. Ef rétt er að vandi jafnaðarmanna sé ekki einkavandi flokksins, heldur um leið vandi Svía almennt þá er erfitt að sjá hvemig leysa á vanda landsmanna. Stefna jafn- aðarmanna hélt landinu í einangrun um áratugabil. Þegar sænskir stjórnmála- menn hlýddu á erlenda starfsbræður sína ræða vanda var svar Svíanna Jöfnuður með því að enginn skari fram úr tilfallandi iðulega að þennan vanda hefðu þeir nú leyst í Svíþjóð. Með tímanum kom þó í ljós að lausnirnar voru ekki end- ingargóðar. Nú mega jafnaðarmenn því beijast við að ná til kjósenda, sem enn lifa í gömlu goðsögnunum, um leið og tök þeirra á nútímanum eru ekki sérlega sannfærandi. Hvort Göran Persson megnar að skerpa raunveruleikaskyn landa sinna og um leið vilja þeirra til að taka á eins og þarf mun tíminn leiða í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.