Morgunblaðið - 02.03.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.03.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 21 ERLENT Patríarkinn í Moskvu slítur sambandi við yfirstjórn kirkjunnar í Konstantínópel Hætta á að rétttrún- aðarkirkjan klofni Moskvu. Eeuter. RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan hefur sakað stjómvöld í Eistlandi og yfirstjórn kirkjunnar í Konstantínóp- el um að ala á sundurlyndi, sem leitt geti til varanlegs klofnings. Um 300 milljónir manna tilheyra rétttrúnað- arkirkjunni um heim allan. í yfirlýsingu, sem umdæmi patr- íarkans í Moskvu sendi frá sér í fyrra- dag, sagði, að vegna aðgerða eist- nesku stjómarinnar neyddist rúss- neska kirkjan til að hætta samskipt- um við umdæmið í Konstantínópel og fmnsku rétttrúnaðarkirkjuna. Færð undan Moskvu Hér er verið að vísa til ákvörðunar Konstantínópelumdæmisins frá 22. febrúar en þar sagði, að „vegna ein- dreginna óska eistnesku stjórnarinn- ar“ yrði stofnuð sjálfstæð, eistnesk rétttrúnaðarkirkja, sem nyti verndar Konstantínópels. Lyti hún ekki móð- urkirkjunni í Moskvu og yrði til bráðabirgða undir stjórn erkibiskups- ins í Kirjálahéruðum og yfírmanns kirkjunnar í Finnlandi. í Eistlandi tilheyra 30-40.000 manns rétttrúnaðarkirkjunni og margt af því fólki er af rússneskum ættum. „Vegna þessarar ákvörðunar patr- íarkaumdæmisins í Konstantínópel neyðist rússneska rétttrú'naðarkirkj- an til að hætta samskiptum við það og erkibiskupsdæmið í Finnlandi,“ sagði í yfirlýsingunni. Upphaf þessa máls er, að eist- neska stjórnin viðurkenndi útlaga- stjórn eistnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar en ekki þann hluta hennar, sem hélt trúnaði við Moskvu. Eftir að Sovétríkin leystust upp fengu Eystrasaltsríkin sjálfstæði en patr- íarkinn í Moskvu var eftir sem áður yfirmaður allra kirkjudeilda í sovét- lýðveldunum fyrrverandi nema í Ge- orgíu. í yfirlýsingu rússnesku kirkj- unnar eru yfirvöld í Eistlandi einnig sökuð um að leggja hart að prestum að fallast á „hina nýju og ólöglegu kirkjuskipan“ og Alexííj, patríarki í Moskvu, hefur skrifað Bartólómeusi, patríarka í Konstantínópel, bréf þar sem hann harmar þá stöðu, sem upp er komin. Austræna kirkjan varð til vegna klofnings innan kristninnar, sem hófst á fimmtu öld, og fram eftir öldum heyrði rússneska rétttrúnað- arkirkjan undir Konstantínópel. Hún varð sjálfstæð 1589 og er meðal hinna stærstu og mikilvægustu þjóð- kirkna. Sögulegt og táknrænt mikil- vægi Konstantínópel er hins vegar mjög mikið. Svíþjóð Bann við trú- arboðskap Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA sjónvarpsstöðin TV4 skýrði frá því í gær að hún hefði hafnað beiðni sambands sænskra frí- kirkna um að fá að auglýsa messur síðustu dagana fyrir páska. Lögfræð- ingur TV4 sagði ástæðuna þá að sænsk lög bönnuðu sjónvarpsstöðum að senda út pólitísk eða trúarleg skila- boð. „Þau hafa viljað senda kveðjur, einkum á jólunum, en við höfum hafn- að því líka,“ sagði lögfræðingurinn. Fríkirkjumar höfðu skipulagt mikla auglýsingaherferð til að auka kirkju- sóknina um páskana. „Mér var sagt að auglýsingamar hefðu vérið sam- þykktar ef við hefðum sleppt nafni Jesú. Ef við hefðum gert það hefði ekkert verið eftir,“ sagði Curt Ankar- berg, sem skipulagði herferðina. ----------»......... Gagnrýna vopnasölu til Tævans Peking. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína gagnrýndu Bandaríkjastjórn í gær fyrir að selja háþróaðan vopnabúnað til Tævans. Sögðu þau söluna spilla fyrir frið- samlegri sameiningu Kína og Tæv- ans. „Við teljum, að spennuna, sem rík- ir á milli Kína og Tævans, megi rekja til annarra ríkja, til dæmis Banda- ríkjanna, sem selt hafa gífurlega mikið af vopnum til eyjarinnar," sagði talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins. Joseph Prueher aðmíráll og nýr yfirmaður bandaríska hersins í Asíu og á Kyrrahafi sagði í gær, að dreg- ið hefði úr umsvifum kínverska hers- ins við Tævan en talsmaður tæv- anska utanríkisráðuneytisins sagði, að kínverski herinn væri að safna saman 150.000 mönnum til heræf- inga á suðausturströnd Kína og gegnt Tævan. -----» ■ ♦--»- Þjóðverjar vilja svarta lista Btmn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin sagðist á miðviku- dag ætla fara þess á leit við Evrópu- sambandið (ESB)að það setti á svart- an lista ríki þar sem flugöryggismál- um væri ábótavant. Ákvörðunina taka Þjóðverjar í framhaldi af því er tyrknesk leigu- flugvél fórst við strendur Dóminík- anska lýðveldisins í janúar með á annað hundrað Þjóðveija innanborðs. Efasemdir um öryggi lítilla flugfé- laga sem sinna ódýru leiguflugsferð- um hafa vaxið eftir slysið. Bandaríska loftferðaeftirlitið (FAA) semur svarta lista af þessu tagi. Sögðust Þjóðveijar myndu semja slíka lista sjálfir ef ESB yrði ekki við beiðni þeirra. Þrefaldur 1. vinningur! Fáðu þér miða fwir kl. 20.-° i kvöld. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.