Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.03.1996, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Nanna Sigurðardóttir Gestur á Norðurlandi ÞESSI silkitoppa virtist kunna mæta vel við sig á Akureyri fyrir skemmstu. Söngur silkitoppunnar þykir einkar fagur og klingjandi, en heimkynni hennar eru í furur- skógum nyrst í Evrópu og Amer- íku. Utan varptíma lifir hún á beij- um og flakkar þá oft í hópum víða um lönd, en nokkuð af silkitoppum hefur sést hér á landi í vetur. FRÉTTIR___________________________________ -> Jóni Baldvin Hannibalssyni boðið til Eistlands I landsforseta FORSETI Eistlands, Lennart Meri, sæmdi Jón Baldvin Hanni- balsson fyrrverandi utanríkisráð- herra Terra Mariana-orðunni í Tallin í gær. Forseti Eistlands stofnaði þetta heiðursmerki á síð- asta ári vegna þess að þjóðin hef- ur fengið sjálfstæði á nýjan leik. Orðan er aðeins veitt erlendum ríkisborgurum og segir Jón Bald- vin að hingað til hafi hún ekki verið veitt öðrum en þeim sem með einhverjum hætti studdu sjálfstæðisbaráttu Eista þegar mest lá við. „Eins og ég sagði forseta Eist- lands, mínum gamla vini, Lennart Meri, þá er hefð fyrir því í hinu sósíaldemókratiska bræðralagi að þiggja ekki heiðurspeninga. En engin regla er án undantekninga. Við höfum verið nánir vinir í mörg ár og þegar hann sagði mér það mjög einlæglega að hann vildi fá að staðfesta þá vináttu með þessum gjörningi og lagði áherslu á að bjóða til Tallin af því tilefni gat ég ekki neitað,“ sagði Jón Baldvin um tildrög þess að hann er staddur í höfuðborg Eistalands LENNART Meri forseti Eistlands fagnar Jóni Baldvin Hannibals- syni fyrrverandi utanríkisráðherra í forsetahöllinni í Tallin. til að taka við þessari viðurkenn- ingu. Viðstaddir athöfnina í forseta- höllinni í Tallin í gær voru utan- ríkiráðherra Eistlands og forseti þingsins. Einnig Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins. Jón Baldvin segir að þetta hafi verið vinafundur þeirra Meris, þeir hafi rætt saman í fjóra tíma að lokinni hinní formlegu athöfn. Réttur maður „Mér varð það ljóst af fyrstu kynnum við Lennart Meri að þar fer enginn venjulegur stjórnmála- maður," segir Jón Baldvin um kynni þeirra Meris. Hann segir að hann sé miklum gáfum gæddur og hafi auk þess aðlaðandi húm- or. Rifjar hann upp að Meri hafi verið einn af leiðtogum sjálfstæð- isbaráttunnar og síðan sigrað í forsetakosningunum 1992. Segir Jón Baldvin að hann njóti gríðar- legrar virðingar og telur að í augum umheimsins sé hann orð- inn holdgervingur sjálfstæðisbar- áttunnar, ekki aðeins i Eistlandi, heldur í öllum Eystrasaltsríkjun- um. „Mér finnst hann hafa verið frá upphafi réttur maður, á rétt- um stað, á réttum tíma,“ segir Jón Baldvin. Sæmdur heiðurs- merki Eist- > i l i t Fjórir unglingar brenndust í gassprengingu við Vatnsenda Þrjú verða á sjúkrahúsi næstu vikur Morgunblaðið/Jón Stefánsson LÖGREGLAN í Kópavogi að störfum á vettvangi aðfaranótt sunnudags. FJÓRIR unglingar, 18 og 19 ára, sem fluttir voru á Landspítalann með mikil brunasár eftir að gas- sprenging varð í skúr við Vatns- endablett aðfaranótt sunnudags- ins, liggja enn á sjúkrahúsinu. Sá þeirra, sem mest hlaut bruna- sár, er enn á gjörgæsludeild, að sögn Ólafs Einarssonar, lýta- læknis á Landspítalanum. Að sögn lögreglu er talið að plastein- angrun úr lofti skúrsins hafi bráðnað við gassprenginguna og valdið brunasárum á andliti og höndum unglinganna. í hópnum, sem var í skúrnum þegar gassprenging varð í 11 kg gaskút sem tengdur var við gas- ofn, voru tvær stúlkur og tveir piltar. Ólafur Einarsson, sagði að annar piltanna hefði sloppið best og fengi hann sennilega að fara heim um næstu helgi. Stúlkumar tvær ættu 2-3 vikna dvöl og meðferð á 'sjúkrahúsinu fyrir höndum og sá pilturinn, sem enn er á gjörgæsludeild, enn lengur. Hann er ekki talinn í lífshættu að sögn Ólafs en er á gjörgæslu- deild vegna mikilla bólgna. Brunasár eru á um 14% líkamsyf- irborði hans. Öll eru ungmennin mest brennd á höndum og í and- liti. Þijú þeirra eiga eftir að gang- ast undir aðgerðir næstu daga. Lögreglu var gert viðvart um gassprenginguna á fjórða tíman- um aðfaranótt sunnudags. Skúr- inn er nokkurs konar samkomu- staður unglinga í hverfinu við Elliðahvamm og þar höfðu þau útbúið sér aðstöðu og komið fyr- ir húsgögnum og m.a. gasofni. Ekki var kveikt á ofninum en að sögn lögreglu er talið að gas hafi lekið út og síðan sprenging orðið er gasið komst í kertaloga. Að sögn lögreglu er talið að við sprenginguna hafi eldur brætt plasteinangrun í lofti skúrsins og bráðið plast dropið niður á unglingana og valdið brunasár- unum. Kemst ekki í leikfimi vegna hundasýningar FAÐIR sex ára drengs í Hjalla- skóla í Kópavogi hyggst fara fram á það við bæjaryfírvöld að þau sjái syni hans fyrir aðstöðu til íþrótta- iðkunar næstu þijár vikur þar sem hann getur ekki sótt leikfimitíma. Drengurinn er með ofnæmi fyrir hundum og á á hættu veikindi ef hann fer í leikfimi í sínum skóla því haldin var hundasýning í íþróttasal skólans um helgina. Sýningin var haldin í íþróttahúsi Digranesskóla, sem Hjallaskóli nýt- ir einnig, þrátt fyrir mótmæli að sögn Óla J. Kristjánssonar föður drengsins. „Ég frétti af sýningunni á þriðjudegi, hringdi í Heilbrigðis- eftirlit Kópavogs og fékk þau svör að þetta hefði verið samþykkt með naumum meirihluta hjá bænum samkvæmt erlendum reglum, dönskum að mig minnir, um hunda- sýningar í leikfímishúsum og þrif vegna þeirra. En þar sem þetta hefur ekki verið gert hér áður í hans tíð get ég ekki tekið þá áhættu fyrir hönd sonar míns að hann veik- ist i 1-2 mánuði. Hann er með hast- arlegt ofnæmi og fær astma ef hann smitast." Ekki rétt húsnæði Faðirinn segir að skólayfirvöld hafi lagt fram bókun á fundi bæjar- yfirvalda þar sem fram kom að hundasýning ætti ekki heima í leik- fimihúsnæði. Hann hafi jafnframt talað við aðstoðarmann landlæknis og Hollustuvernd, máli sínu til stuðnings. „Síðan hafði ég sam- band við bæjaryfirvöld aftur en var sagt að því miður væri búið að ákveða þetta,“ segir Óli. Hann seg- ir jafnframt að þótt samskonar sýning hafi verið jialdin í húsinu fyrir tveimur árum sé hann ekki til þess búinn að valda syni sínum ama og óþægindum. „Þótt þeir segist ætla að þrífa húsið er spurningin sú hvenær búið sé að þrífa nóg til að koma í veg fyrir ofnæmiseinkenni. Sonur minn getur ekki umgengist börn sem eiga hunda eða sótt afmæli þar sem hundar eru, þetta háir honum því mjög. Núna kemst hann ekki í leikfimi í þijár vikur. Það var hætt við að halda sýn- ingu þarna í fyrra vegna mótmæla og mér skildist þá að ekki yrði um slíkt að ræða í framtíðinni. Núna hefur það hins vegar gerst og því ætla ég að fara fram á að íþrótta- fulltrúinn í Kópavogi finni aðra Ieikfimiaðstöðu fyrir son minn. Það er búið að ganga á hans rétt,“ segir Óli J. Kristjánsson að lokum. — Breytingar t á leikara- 1 hópi Borg- arleikhúss .. FOSTUM samningum sex leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur verið sagt upp og tekur uppsögnin gildi 1. september næstkomandi. Jafn- framt hefur leikhússtjóri borið upp í leikhúsráði ráðningar nýrra leikara og hlotið stuðning við þær tillögur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þeim Ara Matthías- syni, Árna Pétri Guðjónssyni, Egg- erti Þorleifssyni, Felix Bergssyni, Guðmundi Ólafssyni og Jóhönnu Jón- as verið sagt upp störfum, en þessir g leikarar hafa verið á samningi í 1-2 ár fyrir utan Guðmund, sem verið hefur á föstum samningi í ein fjögur ár. Öllum nema Guðmundi var sagt upp frá og með l.-mars, en samning- ur hans hafði lengri uppsagnarfrest en sex mánuðir. Felix mun hyggja á nám erlendis næsta vetur og mun vera óheimilt að vera á samningi á meðan. Átta nýir leikarar Tillögur um ráðningar fela í sér Benedikt Erlingsson, Björn Inga Hilmarsson, Guðlaugu Elísabetu 01- I afsdóttur, Kjartan Guðjónsson, Krist- ján Franklín Magnús, Maríu Elling- sen, Rösu Guðnýju Þórsdóttur og Þórhall Gunnarsson. Tilboð um fastr- áðningu felur í sér eins árs samning og er meðalaldur þeirra leikara sem fyrirhugað er að ráða talsvert lægri en þeirra sem víkja. Endanlegar til- lögur um ráðningar munu þó ekki | iiggja fyrir. Tveir leikarar hafa sagt samning- um sínum lausum, þeir Sigurður j Karlsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Samkvæmt heimildum blaðsins voru tilboð um starfslokasamninga þriggja leikara dregin til baka, þeirra Jóns Hjartarsonar, Soffíu Jakobsdóttur og Valgerðar Dan. Ekki hefur verið rætt um aðrar uppsagnir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, hvorki á tækni- ■ mönnum né öðru starsfólki, né tillög- ur gerðar um starfslok. Hins vegar | mún uppsagnarfrestur þessara starfsmanna almennt vera þrír mán- ’ uðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.